Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími <!»1 ) 7 - r:> - 51, HEDD HF. <<)i) ?-so-:io. Skemmuvegi 20 Knpavogi Mikið úrval Opið virka daga 919- Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag HÖGGDEYFAR GJvarahlutir ■ Nú á sunnudagskvöldið munu þau leikararnir Aðalsteinn Bergdal og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir koma fram í nýju og all nýstárlegu lcikriti í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri. Leikritið er eftir þann gamalkunna skemmtikraft, Baldur Georgs, sem í 30 ár var þekktur um allt iiind sem „Baldur og Konni.“ Við hringdum til Baldurs, sem er skrifstofustjóri hjá Kópanesi á Patreks- firði og spurðum hann um verkið. Ég setti leikinn saman fyrir Aðalstein, sem var viðriðinn fyrra leikrit mitt, „Galdraland," sem Garðaleikhúsið sýndi í vetur. Sem gamall töframaður hef ég safnað ýmsum brellum, bæði töfrabrögðum og stærðfræðiþrautum, því þótt ég sé hættur í „skemmtana- bransanum" hætta menn aldrei í honum alveg. Þetta er orðið mikið safn, sem ég á, því ég hef skráð allt þetta hjá mér í gegn um árin og nú laust þeirri hugmynd niður í höfuðið á mér að láta prófessor nokkurn, sem alltaf hafði langað til þess að vera fjöllistamaður, koma þessu á framfæri. Hann segir sögur og sannar þær stærðfræðilega á töflu og um leið sjáum við viðskipti hans við heimilis- hjálpina og afskipti hans af eiginkonu og dóttur. Þær eru lciknar af Lilju Guðrúnu. Já, mig vantar íslenskt orð, - þetta er svona „adaption" eða samsetn- ingur, margt eldgamlar töfrabrellur. Því miður er ófærðin búin að vera slík héma að ég hef ekki komist til að vera við æfingar né býst ég við að geta verið við frumsýninguna, en verð þar auðvitað í andanum. Alli hefur fengið hjá mér aðalrammann og ég hef bætt inn í þetta símlciðis og bréflega og úr þcssu hefur fengist það mikið efni að hann hefur eiginlega efni í tvö leikrit, - eða það má skipta leiknum í tvennt. Því geta menn komið tvisvar í Sjallann til þess að sjá verkið, þótt þeir geti líka séö allt það á sama kvöldinu. Jú, blessaður vertu. Ég fæ nýjar hugmyndir á hverjum degi og sjálfsagt væri ekki vandi að taka saman cfni í nýtt leikrit, ef þetta gengur vel.“ - AM Aðalsteinn Bergdal í hlutverki stærðfræðiprófessorsins. Innfellda myndin er af Baldri Georgs. „MENN HÆTTA ALDREII SKEMMTANABRANSANUM — segir Baldur Georgs, en nýtt leikrit eftir hann „Töfrabrellur stærðfræðiprófessorsins” verður sýnt í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri um helgina LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ fréttir Eyðilagðist í árekstri ■ Hörkuárekstur tveggja bíla varð á Lækjargötunni, gegnt Amtmannsstíg á sextánda tímanum í gær. Þar skullu saman Range Rover og Daihatsu. Dai- hatsuinn er talinn geró- nýtur eftir áreksturinn en Range Roverinn er mikið skemmdur. Ökumaður Daihatsu- bílsins slasaðist lítillega í andliti og var hann fluttur á slysadeild. —Sjó. Fæstar fóstureyð- ingar hérlendis miðað við hin Norðurlöndin ■ Af hverjum 100 kon- um sem urðu barnshafandi í Danmörku áríð 1980 lætur nærri að 29 hafi látið eyða fóstri, eða alls 23.334 konur. Þó hefur fóstureyð- ingum þar í landi hlutfalls- lega fækkað ár frá ári frá árinu 1976, þegar fóstur- eyðingar voru alls 26.842 á skýrslur færðar í Dan- mörku, að því er fram kemur í skýrslu um saman- burð á sviði ýmissa þátta heilbrigðismála á Norður- löndunum fimm. Lifandi fædd börn í Danmörku árið 1980 voru 57.293. Varðandi fóstureyðing- ar á Norðurlöndunum eru Danir efstir á blaði, en Svíar fylgja þeim fast á eftir. Hjá Norðmönnum hef- ur fóstureyðingum einnig fækkað töluvert undanfar- in ár og um verulega fækkun er að ræða hjá Finnum, eða um nær fjórð- ung á þessu fimm ára bili. Fóstureyðingar hér á landi eru enn miklu færri en á hinum Norðurlöndun- um, þrátt fyrir töluverða árlega fjölgun á árunum 1976 til 1979, en aftur varð nokkur fækkun árið 1980. Það ár voru framkvæmdar hér 513 fóstureyðingar, sem sámsvarar því að um 10 af hverjum 100 bamshafandi konum hafi fengið framkvæmda fóstur- -HEI eyðingu. dropar Af gródur- húsaraunum ■ Það er ekki heyglum hent að byggja gróðurhús í Voga- hverfi í Reykjavík, ef marka má þá þrautargöngu sem Bessi Bjamason hefur mátt upplifa á síðustu mánuðum, en tala þeirra fyllir bráðum árið. I september á sl. ári þóknað- ist byggingarnefnd Reykjavík- ur að veita honum leyfi til byggingar gróðurhúss úr áli og gleri á lóð sinni. Það leyfi var samþykkt af borgarstjórn stuttu síðar, cn í nóvember sama ár var það hins vegar afturkallað vcgna mótmæla frá eiganda næsta húss, þrátt fyrir að borgarlögmaður tcldi að byggingarnefnd brysti heim- ild til afturköllunar hyggingar- leyfisins. Var Bessa skipað að fjarlægja gróðurhúsið góða hið fyrsta. En rcttlætið hcfur sinn gang, þótt hægt fari. Afturköll- un byggingarleyfisins var kærð til félagsmálaráðuneytisins, og nú er úrskurður þess kominn. Segir ráðuneytið að grannan- um komi ekkert við hvort gróðurhúsið fái að standa eða ekki, og úrskurðar afturköllun leyfisins ógilda. Að vísu eru ellefu mánuðir síðan baráttan hófst, en hvað er smá bið á við sætan sigur, þó lítill sé, á sjálfu „kerfinu.“ Kork- trekkjarar, þingmenn og fyllibyttur ■ Maður heitir Sveinn Berg- sveinsson, doktor í ofanálag , og hefur undanfarin tuttugu ár verið yfirmaður norrænudeild- arinnar við háskólann í Aust- ur-Berlín. Sveinn hefur dund- að sér við það í gegnum árin að búa til vísur, sem hann hefur nú gefið út á bók: „Stuttljóð - raunsæ lífspcki". Segir höfundur þetta smáljóð, „heimspekileg og húmor, sem ekki ætti að bana neinum við lesturinn, þau eiga heldur að upplífga menn.“ I trausti þessa birtum við hér tvö Ijóð úr bókinni: Fyrra heitir Korktrekkjar- inn: „Hvað er líkt með korktrekkjara og kjörnum manni á þing? Að komast alltaf lengra og lengra um leið og snýst í hring.“ Hið síðara heitir Ég er fullur: Það er einkennilegt að koma heim um nótt og vera farinn úr frakkanum. Hátta sig og heyra ekkert í - krakkanum. Finna ekki buxnalindann í náttfötunum og uppgötva að maður er alltaf að leita í - jakkanum.“ Krummi ... ....vill benda Mogganum á að Björn Jónsson og Ingólfur á Hellu hafa líka verið sam- gönguráðherrar ef það gæti hjálpað til að komast til botns í Flugleiðamálinu....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.