Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 2
Thorvaldsen kemur heim! ■ Kom aððí! Thorvaldsen er á leiðinni heim; Bertill, myndhöggvari. Hann er að vísu sjálfur löngu dauður en lifír ekki listamaðurinn í verkum sínum? Jújú, ekki fyrir það að synja. Gott og vel; þá er Thorvaldsen á leiðinni heim því einmitt þessa stundina er íslenskt kaupskip á siglingu hingað með 75 listaverk eftir Thorvaldsen sem fyrirhugað er að stillaút á Kjarvalsstöðum í haust.Þetta sáum við í dönsku blaði og þykir Dönum sýnilega nokkur tíðindi. Sýningin á Kjarvalsstööum verður, segir Berlingske, opnuð þann þriðja september næstkomandi en lokar aftur 31. október. íslendingum gefst því vænt tækifæri til að kynna sér verk þessa íslensk-danska myndhöggvara sem hvað bestur þótti nýrómantíkera. Undir- búningur að þessari íslandsför listaverk- anna hefur staðið í tvö ár af hálfu Thorvaldsen-safnsins í Kaupmanna- höfn, en langt er síðan Islendingar óskuðu eftir henni. Forstöðumaður safnsins, Dyveke Helsted, og safnverð- irnir Eva Henschen og Bjarne Jörnæs hafa umfram aðra starfað að þessum undirbúningi, en sýningin á Kjarvals- stöðum verður hin stærsta sem safnið hefur haldið utan eigin heimkynna. Pökkun listaverkanna mun hafa veríð — Sýning á 75 listaverkum hans hefst á Kjarvalsstöðum 3. september sérlega erfíð viðfangs og voru kaUaðir til Þjóðverjar sem sérfræðingur kallast í pökkun verka af þessu tagi. Styttur Thorvaldsens eru ómetanlegar til fjár og því ríður á að tryggilega sé frá þeim gengið. Segir í frétt danska blaðsins að gámurínn sem geymir listaverkin hafi veríð innsiglaður sérstaklega og hafi Dyveke Helsted ein heimild til að brjóta það innsigli. I tengslum við þessa sýningu verður gefin út ýtarleg sýningarskrá þar sem bæði er fjallaö um Thorvaldsen og list hans í orðum og að sjálfsögðu prentaðar myndir af verkunum. Dr. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, hefur ritað grein í sýningarskrána um Thorvaldsen og Island. ■ Bertil Thorvaldsen Aldrei heyrt... Aör’ eins rödd! — Tappi tíkarrass, Vonbrigði og P. Pillnikk á Rokkhátíð ’82 ■ Þriðja kvöld Rokkhátíðar 82: Hótel Borg, fimmtudaginn 22. júlí nú í ár. Tappi tíkarrass, Vonbrigði, Purrkur Pilnik. Kvöldið áður hafði B. Morthens og félögum hans tekist hið ótrúlega: að fá siðprúða, pena gesti Hótel Borgar til að sleppa alveg fram af sér beislinu, stíga trylltan dans og öskra í kapp við Bubba sjálfan (og Magnús, óvæntan afleysinga- söngvara). Það var gaman að sjá. Sko Bubba - þetta gat'ann! Vel gert! Það var ekki við því að búast að hljómsveitirnar þrjár á fimmtudagskvöldið næðu svip- aðri stemmingu. Og náttúrulega gerðu þær það ekki - en stóðu sig vel samt. Mannþröngin á miðvikudagskvöldið olli því að Luigi fannst næstum tómt þegar hann kom á staðinn. Þó var fjölmennt og fjölgaði þegar á leið. Tappi tíkarrass byrjaði. Grúgæjarnir hennar Bjarkar? í viðtali við Unglingasíðu Helgar- Tímans fyrir svo sem ári setti þessi hljómsveit fram ákaflega háfleyga skýr- ingu á nafni sínu. Ég - vel skólaður í etymólógíu - er hins vegar á því að nafnið sé útúrsnúningur á þremur orðum sem eru svo dónarleg að ég ætla . ekki að hafa þau eftir. Það er fylgst með okkur! Og þó þessi kenning sé kannski ekki rétt, þá er hún alla vega miklu skemmtilegri en hitt þruglið. Aha! - Tappi tíkarrass hefur breyst frá því að hljómsveitin kom fram í myndinni hans Friðriks Þórs. Eyþór Amalds hættur að syngja og kominn á kaf í bananabissnisinn - ég kann líka skýringu á því en ætla heldur ekki að hafa hana eftir. Stúlkan sem heitir Björk og er sögð hafa verið barnastjarna (ég man ekki eftir henni) er því ein til að syngja - því miður gat enginn sagt mér hvað drengirnir þrír í hljómsveitinni heita; gítar, bassi og trommur eins og að líkum lætur. Ég veit ekki hvort þeir myndu komast á verð- launapall fyrir hljóðfæraleik sinn en gerðu það vel sem þeir gerðu og voru umfram alit mjög samstilltir. Lögin voru misjöfn en fjári gaman að flestum þeirra, enda var greinilegt að Tappi tíkarass átti sér dágóðan aðdá- endahóp á Hótel Borg. Eða voru þetta kannski grúgæjarnir hennar Bjarkar? Smitandi skemmtileg Auðvitað stal Björk senunni. Dásam- leg stúlka! Á mínum langa ferli sem ■ Björk, söngvari Tappa tíkarrass. Myndin er úr Rokk í Reykjavík og hún klæddist ekki þessum dúkkuh'sukjól á fimmtudaginn. ■ Jóhann söngvari í Vonbrigði. poppfréttaritari hef ég aldrei heyrt ... aðreins rödd! Hún virtist geta gert við raddböndin í sér næstum hvað sem var. ■ Vonbrigði. Og sviðsframkoman var fádæma skemmtileg, smitandi skemmtileg, og raunar drengjanna líka. Skemmtileg, já - það var orðið. Tappi tíkarrass er ákaflega skemmtileg hljómsveit. Lögin eru flest fremur af léttara taginu en hitt, með allskonar krúsídúllum hingað og þangað, og textarnir í sama dúr. Einn sagði frá því að strákur var sendur út í búð af mömmu sinni, gott ef hann átti ekki að kaupa sykur. Tappinn var kallaður upp að loknu prógramminu sínu og spilaði þá óvænt lag; „dásamlegt lag,“ sagði Björk, sem lét bassaleikarann um að syngja: „Helvítisandskotansdjöfulsins Mír- anda!“ Mjög hratt og fyndið lag, svo að segja pönkað, en hins vegar heyrði ég að sumum úr áhangendahópnum þótti það óþarfa léttúð. Ég segi bara takk fyrir mig og ætla að fara á næstu tónleika með Tappa tíkar- rassi sem ég frétti af. Þær eru sjaldgæfar hljómsveitirnar sem svo augljóslega hafa gaman af því sem þær eru að gera. Dómadags fýlupokar valda ekki vonbrigðum Það verður nú til að mynda ekki sagt um hljómsveitina Vonbrigði sem steig næst á sviðið - meiri dómadags fýlu- pokarnir sem þeir drengir eru! En það, vel að merkja, fer þeim bara vel. Hljómsveitin Vonbrigði er alvarleg hljómsveit og litlu drengirnir tóku spilamennskuna sem því svarar alvar- lega. Þeir eru að verða skratti góðir; - virðist fara fram með hverjum hljóm- leikum (enda mun það vera fyrst núna sem þeir geta æft oftar en einu sinni í viku!) og lögin þeirra eru flesthver afskaplega góð. Þau eru töluvert þyngri en til dæmis prógram Tappa tíkarrass á undan þeim og ég þóttist merkja (við poppfréttaritarar verðum jú að fylgjast með viðtökum annarra en okkar sjálfra) að sumum leiddust þessi lög - þá einkum þeim sem ekki nenntu að hlusta. Það er, skal ég segja ykkur kids, vel þess virði. Textana heyrði ég aftur á móti illa en þeir eru flestir ef ekki allir ádeilur af einhverju tagi, mátulega hátíðlegar flýti ég mér að taka fram. Áhorfendur og hlustendur tóku Von- brigðum heldur illa til að byrja með; sátu fúlir og þegjandi, klöppuðu lítið. Eftir því sem leið á fór hrifningin vaxandi og nokkrir Fræbbblar tóku að dansa hopp- dans af gleði tyrir framan sviðið. Vonbrigði þessi voru að lyktum klöppuð upp og skal tekið fram að þá spilaði flokkurinn ekki Ó, Reykjavík! Meira að segja ég, ákafur aðdáandi þessa lags, grét það þurrum tárum. Þeir áttu jafn góð lög, og betri. Tónleikaþurfí pöpull Síðustu tónleikarnir á Rokkhátíð 82 voru í gærkveldi en þá léku Q4U í sinni nýju mynd og Fræbbflamir.einnig á Hótel Borg. Það var greinilegt af aðsókninni á þessa tónleika flesta eða alla að Reykvíkingar voru orðnir dálítið þurfi fyrir tónleika og létu okurverð ekki á sig fá. Fyrir ekki nema tveimur árum hefði engum dottið í hug að fara á tónleika. Snaggaraleg breyting það. Og það má geta þess að Stefán Jón Hafstein var viðstaddur þegar ég var, eitthvað að sýsla við tæki. Kannski Rokkhátíðin fari á Rokkþing? - Luigi, poppfréttaritari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.