Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. 20__________________ heimsmeistarar f skák ■ Anatólí Karpov er einstakur í röð heimsmeistara eftir stríð af nokkrum ástæðum. Hann er fyrsti maðurinn sem verður heimsmeistari án þess að tefla um titilinn, en á móti kemur að hann - einn heimsmeistaranna - hélt áfram að bæta sig eftir að titillinn var í höfn, og hann er einnig sá eini sem hefur haft umtalsverða yfirburði yfir keppinauta sína - Fischer tefldi jú ekkert, þó enginn efist um að þessa yfirburði hafði hann á sínum tíma. Og það er svo undarlegt að þó Karpov hafi nú tryggt sér hásæti skáklistarinnar til að minnsta kosti níu ára, þó hann sé næstyngsti heimsmeistar- inn og þó hann hafi náð Elo-stigatölu sem liggur við að jafnist á við Fischers, þá eru enn ýmsir sem muldra um að hann sé ekki verðugur heimsmeistari! Förum austur, austur til Úralfjalla, en þar fæddist Anatólí Évgenévitsj Kar- pov þann 23. maí 1951, íborginni Slatúst í sunnsnverðum fjöllunum. Faðir hans var verkamaður sem lærði síðar til rafvirkja, hann lést árið 1979. Móðir hans Nína umhyggjusöm kona. Tolja litli Karpov var smávaxið barn og veiklulegt, um tíma leit helst út fyrir að hann myndi deyja, en hann hafði það og lærði að tefla tæpra fimm vetra gamall. Faðir hans var sæmilegur áhugaskák- maður og malaði soninn auðvitað til að byrja með, þá fór Tolja að gráta en var hótað þá fengi hann ekki að tefla meira. „Ég var heppinn," sagði Karpov síðar. „Um þetta leyti skaust Mikhaíl Tal fram á sjónarsviðið og það fór skákæði um Sovétríkin. Allir höfðu áhuga á skák og allir héldu með Tal.“ Vissulega hélt Tolja líka með Tal en meiri áhrif á hann hafði gamla skákvélin Capablanca - eins ■ Nokkuð hefur verið um óvænt úrslit á millisvæðamótinu á Las Palmas. 1 upphafi tók sovéski stórmeistarinn Vladímír Túkma- kov forystuna og vann m.a. landa sína og fyrrum heimsmeistara, Smyslov og Petró- sjan, en hvorugur þeirra þykir auðsigraður. Voru menn farnir að spá Túkmakov léttum sigri á mótinu, cinkum vegna þess að hann hafði þegar mætt öllum sterkustu andstæð- ingum sínum nema Zoltan Ribli og Jan Timman. Tap fyrir Ungverjanum Joszif Pinter í áttundu umferð gæti sett strík í reikning Túkmakovs en hann er þó enn efstur - ásamt Smyslov!! Vassilí Smyslov, sem er 61s árs og tók fyrst þátt í heimsmeistarakeppninni árið 1948, var boðið sérstaklega á millisvæðamótið af FIDE en fæstir bjuggust við miklum afrekum hans þar. Þannig sagði Bent Larsen, okkar maður á Kanarí, að hann myndi áreiðanlega skorta þann metnað og baráttuþrek sem nauðsyn- legt væri í svo þýðingarmiklu móti. En það fór öldungis á annan veg! Smyslov vann fyrstu tvær skákir og þó hann tapaði fyrir Túkmakov í þriðju umferð lét hann það ekki á sig fá. Seigur, gamli maðurínn. Það verður sannarlega saga til næsta bæjar ef hann kcmst áfram. Hvernig væri þá að Najdorf færi að spreyta sig aftur í heimsmeistarakeppninni? Kollega Smyslov, Petrósjan, hefur staðið fyrir sínu á mótinu og á eftir að tefla við nokkra fremur veika andstæðinga svo það er ekki útséð með hans möguleika enn, en Petrósjan hefur verið með í hverri einustu heimsmeistarakeppni síðan 1953, að undan- skildum þeim árum sem hann var sjálfur heimsmeistarí. Bent Larsen var allbjartsýnn á möguleika og allir vita. Bók með völdum skákum Kúbanans var fyrsta skákbókin sem Karpov las spjaldanna á milli og heiðskír fegurð skákanna, einföld lógíkkin og sterkur sigurvilji þegar best lét höfðu djúp og varanleg áhrif á hann. Annars var fátt merkilegt við upphaf skákferils Karpovs: flestir sáu að þessi smávaxni, horaði strákur var gæddur hæfileikum en undrabarn var hann ekki. Þó var hann aðeins ellefu ára er hann varð meistarakandídat og áhugi Bótvinniks var vakinn. Bótvinnik rak skákskóla sem einbeitti sér nú að því að finna unga og efnilega stráka til að koma í stað eldri kynslóðarinnar: það var að myndast uggvænlegt kynslóðabil meðal sovéskra skákmanna. Um 1950 komu þeir fram Petrósjan, Géller og Tæmanov, um það bil fimm árum síðar Spasskíj, Korchnoi og Tal, og undir 1960 þeir Stein og Pólúgaévskíj en síðan liðu rúmlega tíu ár og engir nýliðar birtust sem virtust líklegir til að taka við af gamla lífverðinum. Karpov komst fljótlega í hóp þeirra sem mestar vonir voru bundnar við. 15 ára var henn orðinn meistari, sá yngsti í landinu - þetta var árið 1966 og sama ár tók liann þátt í fyrsta alþjóðlega skákmóti sínu. Sagan er vel kunn: boð kom frá Tékkóslóvakíu um að senda tvo menn á mót í Trinec, sovésk skákyfirvöld litu svo á að mótið væri fyrir unglinga og sendu tvo efnilega stráka, Karpov og Kupreitsjik, en þegar þeir mættu kom í Ijós að það var fyrir fullorðna. Þar eð mótið var ekki alltof sterkt var ákveðið að þeir skyldu tefla samt og Karpov gerði sér lítið fyrir og vann mótið með yfirburðum! Pessi árangur, sem og traustlegar framfarir stráksins, gerðu að sína fyrir mótið en hefur gert óvenju mikið af jafnteflum hingað til. Jan Timman var einna sigurstranglegastur fyrir þetta mót en honum hefur ekki gengið sem skyldi. Skákina gegn Browne í fyrstu umferð vann hann eftir að hafa haft erfiða stöðu lengst af og síðan malaði Petrósjan hann í fáeinum leikjum. Timman, sem hefur verið cinn alsterkasti mótaskákmaður heims undan- farin ár, hefur aldrei gengið vel í undanrás- unum fyrir heimsmeistarakeppnina; auk þess að vera mistækur að eðlisfari virðist Timman hreinlega ekki hafa nógu sterkar taugar í svona keppni. Það er synd því ef einhver (fyrir utan Kasparov) á minnstu möguleika gegn heimsmeistaranum Karpov á mótum. Hollendingurinn er hins vegar frægur fyrir góða endaspretti svo e.t.v er ekki öll von úti fyrir hann. Helgi Ólafsson veðjaði aftur á móti á Ribli í pistli í Þjóðviljanum í vikunni - „Hann stendur sig ævinlega vel á mótum af þessari styrkleikagráðu, hefur sérlega vel þjálfaðan skákstíl og fullkomlega skothelt byrjanakerfi," sagði Helgi. Á millisvæða- mótinu í Sovétríkjunum fyrir þremur árum munaði ckki nema því sem munaði að Ribli kæmist áfram og nú hefur hann áreiðanlega fullan hug á að standa sig betur. Athuga ber þó að í síðustu fimm umferðum teflir Ribli ekki við neina smákarla, alla Sovétmennina fjóra og Larsen. Það sem hefur komið einna mest á óvart í Las Palmas er slæm frammistaða Lev Psakhis, Sovétmeistara síðustu tvö árin. Hann hefur ekkert sýnt ennþá að minnsta kosti. Rúmenski stórmeistarinn Mihai Suba hefur á hinn bóginn staðið sig framar vonum. Suba hefur verið í stöðugri framför verkum aö Sovétmenn töldu hann fulltrúa sinn á Evrópumeistaramót unglinga sem haldið var í Groningen í Hollandi um áramótin 1967/68, þar skyldi hann öðlast dýmæta reynslu fyrir heimsmeistaramót unglinga 69 scm Sovétmenn langaði mikið til að vinna, enda hafði sovéskur piltur ekki unnið slíkt mót síðan Spasskíj sigraði árið 1955. Þarna í Groningcn er einn hættulegasti andstæðingur hans: Jan Timman. Annars vann Karpov þetta mót án ýkja mikillar fyrirhafnar, í öðru sæti varð ungverskur strákur að nafi András Jocha ( sem síðar skipti um nafn af ókunnum orsökum og heitir nú Adorjan), þriðji var Pólverjinn Lewi og fjórði fyrrnefndur Timman. Þessi sigur Karpovs færði honum sæti í þriggja stráka útsláttarkeppni um hver skyldi fara fyrir Sovétríkin á heimsmeist- aramót unglinga 1969. Karpov var elstur, Rafael Vaganjan fæddur síðar sama ár en Mikhaíl Steinberg 1952. Steinberg hafði nú samt unnið Evrópu- meistaramót unglinga ári fyrr en Karpov (svo vann Vaganjan ári seinna) og var hann um hríð álitinn gefið heimsmeist- araefni. Steinberg þótti rómantískur baráttumaður en einhvers staðar á lífsleiðinni gerðist eitthvað og hann hætti að þroskast sem skákmaður. Þarna í útsláttarmótinu varð Steinberg neðstur meðan Karpov vann: Steinberg er látinn fyrir allmörgum árum. En Karpov vann sem sé. Hann fór á heimsmeistaramótið sem haldið var í Stokkhólmi og sigraði með gífurlegum yfirburðum í loka- keppninni, fékk 10 vinninga af 11 mögulegum og tapaði ekki skák. Adorjan og Urzica frá Rúmeníu fengu ' sjö vinninga, Kaplan frá Puerto Rico undanfarin ár eftir að hafa farið mjög hægt af stað - hann er fæddur 47 - og hefur nú líklega farið fram úr Florin Gheorghiu, sterkasta skákmanni Rúmena í bráðum 20 ár. Þá hefur Slim Bouaziz frá Túnis (fæddur 50) komið öllum á óvart nema Larsen en hann hefur síðan 1970 verið eini alþjóða- meistari Afríku. Sem fyrr kom fram eru aðeins fimm (fyrrv. heimsmeistari unglinga) fékk 6.5 og heimamaðurinn Ulf Andersson sex. Þessi frábæri sigur, því andstæðingarnir voru ekkert slor, olli því að nú fóru Sovétmenn að gera sér vonir um að Karpov yrði ekki aðeins sterkur stór- meistari þegar fram liðu stundir: ef til vill gæti hann orðið heimsmeistari. Frá og með 197.7 stóð hann sig sífellt betur og betur, framfarir hans voru svo örar að menn urðu að hafa sig alla við til að fylgjast með. Um mitt ár 1970 varð hann í fjórða sæti á sterku alþjóðamóti í Caracas sem nægði til að hann væri útnefndur stórmeistari 19 ára gamall og var hann fyrsti Sovétmaðurinn fýrir utan Spasskíj sem varð stórmeistari undir tvítugu. Spasskíj var 18, Kasparov seinna aðeins 17. Sama ár tefldi hann í fyrsta sinn á skákþingi Sovétríkjanna og var hann harðlega gagnrýndur fyrir litlausa og friðsamlega taflmennsku sem fæstir bjuggust við af svo ungum og upprenn- andi skákmeistara, Karpov tókst engu að síður að næla_sér í 5.-7. og var þokkalega ánægður með það. Á skák- þinginu 1970 mætti Karpov í fyrsta sinn þeim manni sem hann hefur barist við æ síöan: Viktor Korchnoi. Korchnoi malaði unga manninn í innbyrðis viðureign þeirra og vann þetta mót með nokkrum yfirburðum. Þeir félagar Kar- pov og Korchnoi tefldu fyrsta einvígi sitt árið 1971, það var æfingaeinvígi fyrir Korchnoi sem haldið var í leynum og Karpov hafði forskot því hann fékk að vita um byrjanir andstæðingsins fyrir- fram. Einvígi þetta endaði með jafntefli, hvor vann tvær skákir. Síðar á árinu var Karpov fjórði á skákþingi Sovétríkjanna umferðir eftir, þegar þetta er skrifað á föstudegi. Líklegt er að endanleg niðurstaða fáist ekki fyrr en í allra síðustu umferðunum; nefnilega hverjir tveir halda áfram í áskorendamótið að ári. Hitt er svo annað má! að komist Timman ekki áfram er enginn þessara keppenda sigurstranglegur þar. Og hvað þá í einvígi gegn Karpov. -'j- (Savon vann, öllum að óvörum) eftir að hafa staðið sig ágætlega á ýmsum sovéskum mótum og honum var því boðið á hið ægisterka Alekhine-minn- ingarmót í Moskvu undir árslok 71. Þarna voru mættir allir sterkustu stórmeistarar heims, að Fischer og Larsen einum undanskildum, og fæstir bjuggust við miklu af Karpov. En hann tefldi mjög skynsamlega og tókst að tryggja sér sigurinn á mótinu, ásamt Leóníd Stein, og eftir þennan frábæra árangur var Karpov óumdeilanlega efnilegasti ungi meistari í heimi. Sovét- menn treystu á að hann gæti tekið við af gamla lífverðinum en um þetta leyti komu reyndar fram margir efnilegir sovéskir meistarar sem síðar hafa tryggt sér stórmeistaratitil og staðið sig afar vel, oft á tíðum. Stöðugleikann hefur hins vegar skort, nema hjá Karpov. Og hann lét skammt stórra högga á milli, um áramótin fór hann ásamt Korchnoi á hið árlega skákmót í Hastings, tók góða forystu í upphafi og virtist öruggur um sigur lengst af en undir lokin tókst Korchnoi að skjótast upp að hlið hans með því að vinna í skák þeirra. Með árangri sínum þetta árið hafði Karpov sýnt og sannað að hann myndi láta að sér kveða í næsta hring heimsmeistarakeppninnar sem hefjast átti með millisvæðamótunum 1973. Þangað til tefldi hann allmikið og stóð sig jafnan vel, einkum á ólympíumótinu í Skopje þar sem hann tefldi á fyrsta varamannsborði fyrir Sovétríkin og fékk 13 vinninga út úr 15 skákum, varð að sjálfsögðu hæstur varamanna. Á mótinu í San Antonio í Texas árið 1972 sigraði Karpov ásamt Pertósjan og Portisch en í Búdapest árið eftir varð hann annar á eftir Géller. Einnig stóð hann sig mjög vel á ólympíumótum stúdenta. Svo kom millisvæðamótið í Leníngrað og sókn Karpovs upp í hæstu hæðir var hafin. Þetta millisvæðamót var og er minnis- stætt af mörgum ástæðum. Þetta var í fyrsta sinn sem haldin voru tvö millisvæðamót í stað eins og deilur stóðu um hvort mótið væri sterkara, í Leníngrað eða Petrópólis í Brasilíu. Að líkindum var Leníngrað-mótið öllu sterkara en umfram allt voru þar sókndjarfari og baráttuglaðari skák- menn en á hinu mótinu. Baráttan var enda mjög hörð Larsen byrjaði vel, fékk 5.5 vinning úr fyrstu sex skákunum en missteig síðan hroðalega hvað eftir annað og fékk aðeins 4.5 vinning úr síðustu 11 skákunum! Mikháil Tal, sem staðið hafði sig býsna vel næstu misseri á undan, unnið hvert mótið á fætur öðru og ekki tapað rúmlega 80 skákum í röð var nú ekki nema skugginn af sjálfum ser og tapaði fyrir mörgum minni spámönnum. Um tíma virtist Tékkinn Jan Smejkal ætla að vinna, hann sigraði í sjö skákum í röð, en síðan varð eilífðarfjandi hans, bölvað tímahrakið, honum að falli, Þá tók Korchnoi örugga forystu en óvænt tap fyrir lítt þekktum Júgóslava gerði Karpov kleift að skjótast upp að hlið hans og þeir deildu sigrinum. Karpov var hinn eini sem ekki tapaði skák á þessu æsilega móti. Og gegnum allar þessar hamfarir sigldi Robert Byme rólega og örugglega, náði besta árangri lífs síns er hann, 45 ára í í 5' íj V § £ # t* SAly I * f í í!' 1. Browne 'k 'k 0 1 Ht 0 0 2.5 + b 2,- Pinter 'ií ‘k 'íl 0 lk 1 'll 0 3-5 3. Ribli 'ii 'li \ 'li 'li 'lt 1 'li 4. Bouaziz i 'k 0 'li 'k 'k 'k 4 5. Suba 0 \ 'k 'k , 0 i 'lt 1 4.5 6. Karl8son 'll >li 'li 0 0 'ii o 'll 7. Túkmakov 1 0 1 'li 1 'k > 'k JuS. 8. Petróslan 0 'k 'lt 1 'k h 1 4 + b 9. Larsen 1 'k 'li lli 'lt 0 1 'li 6.5 lo. Smyslov I 1 0 'li 'li i 1 'li .5*5 JLl • Peakhie 'k 0 'k 'k 0 'k 0 2 + b 12. Mestel h h 'K i 0 'k 1 0 .4 13. Sunye 1i 0 o 'li 'li 'k 0 2.5 14• Timman 1 1 'k 'li 0 'k h 4 + b Mikil barátta á Kanarí ■ Þessari töflu ber að taka með ofurlítiUi gát. Hún er sett saman eftir fréttum frá Bent Larsen og pistlum í blöðum og einhverju gæti skeikað, þó varla að ráði. Altént ber vinningafjölda saman við nýjustu fréttir, nema hvað í Mbl. í gær sagði að Jonathan Mestel hefði fimm vinninga. Það þykir okkur ótrúlegt. en höfum sem sé fyrirvara. Biðskákimar Browne-Petrósjan og Psakhis-Timman em báðar sagðar jafnteflislegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.