Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. sem Karólína var svipt drottningartign og hjónaband þeirra lýst ógilt, en þrátt fyrir safaríkar uppljóstranir um einkalíf hennar var frumvarpið fellt. Hún mætti því galvösk til krýningar eiginmanns síns en var varpað á dyr af þjónum hans. Georg varð sjaldan fegnari en þegar hún lést skyndilega ári síðar. En George var sem sagt ekki mikið skárri sjálfur. Hann var vissulega meiri stælgæ en hinir Hanover-kóngarnir höfðu verið en hafði þegar hann fékk loks krúnuna engan áhuga á pólitík og það litla sem hann skipti sér af slíkum málum varð honum allt til álitshnekkis. Times, The Thunderer, var ekki að skafa utan af því þegar það lýsti því yfir að konungurinn væri „drykkfelldur, orðljótur maður sem fremur kýs stelpu og brennivínsflösku en stjórnmál og guðsþjónustu." Hann var sjaldan ó- drukkinn en þegar hann tók sig á tókst honum oftast með persónutöfrum sínum að sjarmera þegnana svo við honum varð ekki auðveldlega blakað. Síðustu árum sínum eyddi hann í næstum algerri einangrun í Windsor-höll þar sem hann drakk stíft innan um gamlaðar ástkonur sínar og aðra kunningja frá glæstari tímum. Flestum leiddist sem komu að sjá hann, sumir fylltust óhugnaði og töldu hann vera orðinn geðsjúkan. Stundum hélt hann langar ræður um hversu vel hann hefði gengið fram í orrustunni við Waterloo. Hann dó 1830, þá 68 ára gamall, og bróðir hans, Vilhjálmur, varð konungur, þar eð eina dóttir Georgs og Karólínu hafði látist barnlaus. Enginn hafði áhuga á „Silly Billy“ Vilhjálmur var kallaður „Silly Billy“ og þótti heimskt, ruddalegt fífl. Enginn hafði látið sér til hugar koma að hann yrði kóngur og síst hann sjálfur en þegar svo fór varð hann ofsaglaður. Daginn eftir að hann varð konungur mátt sjá hann aka í hestvagni á mikilli ferð um götur um Lundúna, skælbrosandi í allar áttir, og hneigjandi sig fyrir þeim fáu þegnum sem höfðu áhuga á honum. Hann reyndist þó skítsæmilega í há- sætinu en þar hafði hann viðdvöl í sjö ár. Hann átti engan erfingja og því var það bróðursystir hans, átján ára stúlka að nafni Viktoría, sem varð drottning eftir að hann lést 1837. Viktoría var drottning í næstum þúsund ár, eða frá 1837 til 1901 og lifði því tímana tvenna, ef ekki þrenna. Við sleppum að segja frá henni hér, sömuleiðis hinum skemmtanasjúka syni hennar, Játvarði sjöunda, „frænda Evrópu“, og syni hans, Georg fimmta, og sonum hans, Játvarði áttunda og Georg sjötta, og dóttur þess síðar- nefnda, Elísabetu annarri. Það er löngu komið nóg. Kalli og Villi eiga líka enn eftir að láta að sér kveða... hafi verið sniðugur strákur og þótt gaman að leika á háu herrana í Buckingham-höll. Við yfirheyrslumar sagði hann ma.: „Mig langaði til að sjá hvemig málum væri háttað í höllinni, svo ég gæti siðar skrifað um það.“ Eftir fyrra innbrotið var Jones, þá 15 ára sem fyrr segir, dreginn fyrir dóm og með tilsvörum sinum og fullyrðingum vakti hann hvað eftir annað hlátur viðstaddra, sem hrifust af drengnum. Hann var enda sýknaður, en i síðara skiptið slapp hann ekki jafn vel. Þá var hann dæmdur i þriggja mánaða fangelsi en lærði ekki af reynslunni. Hálfum mánuði eftir að hann var látinn laus birtist eftirfarandi frétt i Times: „Skömmu eftir klukkan eitt i gærmorg- un þóttist lögregluforingi, sem var á eftirlitsferð við höllina, verða var við mannaferðir. Sá hann mann nokkurn liggja á gægjum við glerhurðina að Stóra salnum. Fór hann þegar á staðinn og kom að manninum krjúpandi berfættum í kjarrinu. Lögregluforingi þekkti hann undir eins og sagði: „Hvað þá, Jones, ert þetta þú?“ Og pilturinn svaraði: „Já, það er ég.“ Aftur fékk Jones þriggja mánaða fangelsi en nú þrælkunarvinnu i ofaná- lag. Eftir það hvarf hann sjónum, þó blöðin flyttu öðru hverju fréttir um að iþann hefði sést hér og hvar: í Liverpool, Portsmouth, Cork og jafnvel Brasiliu, en enginn vissi neitt með vissu. Helst var álitið að hann hefði farið á sjóinn, þó sumir teldu að öryggisverðir við höllina hefðu gert samsæri um að halda honum fjarri alfaraleiðum. wmm Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði. Kennslugreinar: eðlisfræði, efna- fræði, líffræði og stærðfræði. Upplýsingar veita Jón Egill Egilsson, skólastjóri sími 91-18770 og Hauður Kristinsdóttir, yfirkenn- ari, sími 93-8843. 31 Jörð til sölu Jörðin Skógar II Reykjahreppi er til sölu ásamt bústöfni. Á jörðinni eru ný fjárhús fyrir 400 kindur og 1900 m3 hlaða meðsúgjsurrkun, tún ca 30 ha. Upplýsingar í síma 96-43918, ÞorgrímurSigurðs- son. Auglýsiðí Tímanum ISUZU Isuzu Trooper MMC Pajero Scout 77 Bronco Zuzuki Hjólhaf 2650 2350 2540 2337 2030 Heildarlengd 4380 3920 4220 3863 3420 Breidd 1650 1680 1770 1755 1460 Veqhaeö 225 235 193 206 240 Hæö 1800 1880 1660 1900 1700 Eigin þyngd 1290 1395 1680 1615 855 TROOPER Orðið jeppi hefur frá fyrstu tíð merkt sterkbyggð bifreið með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki. Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því hann kemur til móts við kröfur nútímans um þægindi aksturseiginleika og orkusparnað. Isuzu Trooper er enginn hálf-jeppi. Það eina sem er hálft hjá Isuzu T rooper er verðið sem er aðeins helmingsverð sambærilegra vagna. Isuzu T rooper er: Aflmikill en neyslugrannur Harðger en þægilegur Sterkbyggður en léttur Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far- angri. Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða diselvél. Sérgrein Isuzu bílaframleiðendanna er gerð pick-up bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru- bifreiða og vinnuvéla. Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims- frægðar og vinnuvélum og vörubifreiðum Isuzu alþjóð- legrar viðurkenningar. Því til viðbótar kemur svo glæsileiki búnaðar banda- rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu- tæki eða veglegum ferðavagni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.