Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 2______________ T spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. Leið hennar lá beint á krána ■ Ekki alls fyrir löngu lagði söngkonan Marianne Faithfull á sig dvöl á heilsuræktarstöð, þar sem reynt var að byggja upp það, sem illa var farið hjá henni. Þar var haldið i við hana í mat og drykk, auk þess, sem hún undirgekkst strangt likamsrxktarprógramm. En eitthvað hefur öll þessi holl- usta farið illa i söngkonuna, því að hún var ekki fyrr sloppin út úr stöðinni en hún tók strikið á næstu krá. Þar linnti hún ekki sprett- inum fyrr en við barborðið og gat rétt stunið upp pöntun á drykk. Eftir á sagði veitinga- maðurinn: - Ég var ekkert hissa á að sjá hana, margir koma beint tU min, þegar þeir losna af heilsuræktarstöðinni. En ég hef aldrei fyrr séð neinn komast yfir að þamba meira en fjórðung af koniaksflösku á 10 minútum. Hún hlýtur að hafa verið aðframkomin! ■ Marianne Faithfull var að- framkomin eftir heUsuræktina. Konungs- hatari og konungs- sinni í það heilaga ■ Ævilangt hefur breski þingmaðurinn Willic HamU- ton haft þá köllun að berjast gegn bresku konungsljölskyld- unni og hefur hann marga hildi háð i þeirri baráttu. Sérstak- lega hefur honum verið upp- sigað við Margréti prinsessu. En enginn veit sina ævina fyrr en öll er. Nú er svo komið, að WUUe, sem varð ekkill fyrir 14 árum, er í þann veginn að kvænast öðru sinni og það eldheitum konungssinna. Og tU að kóróna allt saman ber brúðurin tilvonandi það nafn, sem hann hefur hvað oftast tekið sér i munn i skammar- ræðum sinum í þinginu. Hún heitir sem sé Margrét! Það má nú kannski segja, að hér sé um upphitaða ást að ræða, því að parið kynntist í barnæsku, en siðan skildu leiðir. Nú segir Margrét hin konungholla: - Willie var fyrsta stóra ástin mín, en svo töpuðum við sjónar hvort á öðru. Aldrei hefði mig getað órað fyrir þvi, að við ættum eftir að verða hjón. ■ Petra Bender heimsmeistari sýnir listir sínar Þýskaland: ÚRELT „VINNU- VERNDARLÖG” BITNA A IÐN- LÆRÐUM KONUM ■ Upp á síðkastið hefur risið mikil ólga meðal iðnlærðra kvenna i Þýskalandi, aðallega í Bæjaralandi. Þar eru enn i gildi lög frá 1938, sem eiga að vera nokkurs konar vinnuverndarlög, en konur segja nú að lögin séu til Uls eins og einungis til hindrunar fyrir þær konur, sem hafa menntað sig og vilja vinna ýmis störf, sem áður voru einungis ætluð karlmönnum. Þessi lög eru löngu orðin úrelt, segja þær, og algjörlega hlægileg á þessunt siðustu jafnréttistimum. Nefnd eru dæmi um það hvernig þessi „vinnuvernd- arlög“ eru konum tU ógagns: Elisaheth Nefzger ; Grossenried i Suður-Þýskalandi er dóttir húsasmiða- meistara. Elisabeth hefur lokið iðnnámi í greininni og var næstefst á prófi. Hún hefur fullan hug á að taka við fyrirtæki föður síns. Iðnaðaryftrvöld i Núrnberg hafa revnt að koma í veg fyrir það. Þau vitna i lögin frá 1938. Þar segir að konur i byggingariðnaði megi vera í vinnu hjá slíkum fyrirtækjum, en ekki vinna við sjálfa by ggingarv innuna. Lögin banna það „sökum sérstakrar hættu vegna heilsu kvenna og af siðferðilegunt ástæðum". Elisabeth hóf málsókn fyrir rétti í Bæjaralandi (Bayern) og nú hafa yfirvöld lagt til að þessi lagagrein verði útstrikuð. Svo Elisabeth Nefzger hefur aftur hafið byggingarvinnuna af krafti og býr sig undir að taka við af föður sínum. Patricia Westrich i Saarbrucken hefur líka lent i vandræðum vegna þessara laga. Hún hefur lokið iðnámi sem bakari en er ekki levft að starfa sem slikur. Ný brauð verður að baka fyrir klukkan sex að morgni og í lögunum er konurn bannað að vinna frá átta að kvöldi til sex að morgni! Fyrir löngu hefur þetta bann verið að engu haft á spitölum og hjá pósti og sinta i Þýskalandi. Sem hakaranemi mátti Patricia vinna að nóttu til, þvi að i smáletursgrein í lögunum stendur að það sé leyfilegt að stúlkur og konur vinni að nóttu, þegar verið sé að æfa eða kenna þeim eitthvað sérstakt, sem unnið sé að nóttu. F.n þegar Patricia var orðin bakari kom annað hljóð i strokkinn. Patricia fór ekki i mál. Hún fékk sér aðra vinnu til hráðabirgða og ætlar að sjá til, hvort ekki verður þarna brevting á úreltum lögum. Petra Bendpr heitir 19 ára stúlka i Þýskalandi, sem er að læra að leggja hellur á húsþök. Ilún er örugg og dugleg i verki og ætlar ákveðin að fá sér réttindi i faginu. Annars er Petra ekki i vandræðum, þótt hún fái ekki að vinna á húsþökum, þvi að hún er heimsmeistari i að sýna listhjólreiðar, og sýnir oft og tekur þátt i keppnum við góðan orðstir. - Gamli frændi ■ Bretlandi sa tal þess, að bamið, sem Clio Purri ber undtr belti, verði ekki oskilgetið. ■ Doris Day hefur snúið baki við Hollywood og er nú búin að finna frið. Doris Dayog dýrin hennar ■ - Eg þoli ekki að búa með konu, sem er alltaf umkringd óteljandi hund- um og köttum, sagði Barry Comden, Qórði eig- inmaður Doris Day og yfirgaf heimili þeirra. Doris, sem orðin er 58 ára, en litur ekki út fyrir að vera degi eldri en fyrir 20-30 árum, þegar hún gerði sínar frægustu kvik- myndir, brosir við end- urminninguna og segir: -Samvistir mínar við vini mína, dýrin, voru mér meira virði en samvist- imar við Barry. Doris er ekki bitur. Hún hefur látið það ógert að gráta einn eða annan eiginmanna sinna, en hún hefur heldur ekki verið með neinar ásakanir i garð þeirra. - Hjónaskilnaður er aldrei eingöngu sök annars aðilans, segir hún. Nú hefur Doris fundið frið. Eftir 30 ára búsetu í skarkala Hollywood, hef- ur hún nú fært sig um set. Nú býr hún í listamanna- paradísinni Carmel, sem er rétt fyrir sunnan San Francisco. Þar hefur hún hreiðrað um sig með öllum dýrunum sínum, sem hafa sér hús út af fyrir sig. - Þeim á að h'ða vel hjá mér. Ég trúi þvi, að dýrin séu í heiminn borin til að kenna okkur mann- fólkinu þolinmæði og kær- leika. I þeim skilningi, sem Jesús predikaði. Eftir að ég gerði mér þetta Ijóst, varð ég trúuð, segir Doris sátt við sig og tilveruna. Verðandi móðir neydd til að giftast ■ Ekki er langt síðan breska smástimið, veislupian og erf- ingi margra milljóna sterlings- punda, Clio Goldsmith, til- kynnti Ijölskyldu sinni, að hún ætti von á bami og sæi ekkert þvi til fyrirstöðu, að hún gæti lifað fullkomlega hamingju- sömu lifi án hjónabandsvott- orðs. Það varð heldur uppi fótur og fil hjá fjölskyldunni og föðurbróðir Clio og fjárhalds- maður, Sir James Goldsmith, sleginn til riddara af Elisabetu drottningu, barði hnefanum i borðið og sagði að nú væri nóg komið. Annaðhvort giftist hún bamsföður sinum, eða hún yrði gerð arflaus. Þetta var reyndar ekki i fyrsta skipti sem hann hótaði slikuni að- gerðum, enda hefur hann þá skoðun, að kvikmyndahlut- verkin, sem hún hefur tekið að sér til þessa, séu vægast sagt vafasöm og eiginlega blátt áfram ósiðleg. En í þetta sinn var honum fúlasta alvara. Það varð þvi úr, að Glio lét undan. Hún lét sauma sér hvitan tækifæriskjól og rölti auðmjúk upp að altarinu. Lukkunnar pamfíll í öllu þessu tilstandi var brúðguminn, Carlo Purri. Undanfarin tvö ár hefur hann grátbeðið Clio að gera samband þeirra löglegt fyrir guðs og manna augum, en það var ekki fyrr en nú, að hann fékk þá ósk sina upp- fyUta, með dyggUegum stuðn- ingi fjölskyldu brúðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.