Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Glsli Slgur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrlk Indrl&ason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstin Leifsdóttir, Slgurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Versnandi horfur í efnahagsmálum ■ Jóhannes Nordal seðlabankastjóri hóf mál sitt á síðasta aðalfundi Seðlabankans með því að draga upp mynd af ástandi efnahagsmála í heiminum. Honum fórust orð á þessa leið: „Þegar litið er yfir þróun efnahagsmála að undanförnu á alþjóðavettvangi, er fáa sólskinsbletti að sjá. Enn er heimsbúskapurinn fastur í þeirri lægð, er hann komst í á árinu 1980 í kjölfar olíuverðs- hækkananna,sem þá voru nýgengnar yfir. Þær vonir um afturbata, sem menn ólu í brjósti um þetta leyti á síðastliðnu ári, hafa hingað til að engu leyti rætzt. Þvert á móti seig enn á ógæfuhlið á síðara helmingi ársins í fyrra, einkum vegna mikils samdráttar í efnahagsstarfsemi í Bandaríkjunum. Og jafnvel þótt ýmsir búist við hægum bata á síðara helmingi þessa árs, virðist nú allt benda til þess, að árið 1982 verði þriðja árið í röð, er einkennist af efnahagslegri stöðnun og vaxandi atvinnuleysi. Jafnframt hafa vextir á alþjóðamörkuðum verið óvenjulega háir og óstöðugir og sveiflur í gengi milli helztu gjaldmiðla heimsins meiri en nokkru sinni fyrr. Hefur hvort tveggja haft mjög neikvæð áhrif bæði á þróun alþjóðaviðskipta og fjárfestingu.“ Jóhannes Nordal vék síðar að því í ræðunni, hvaða áhrif efnahagskreppan hefði á þjóðarbúskap íslend- inga. Hann sagði: „Hið alvarlega ástand og horfur í efnahagsmálum umheimsins, sem ég hef nú lýst, varðar þróun þjóðarbúskapar íslendinga með margvíslegum hætti, enda eiga þeir við mörg hin sömu hagstjórnarvanda- mál að glíma og aðrar þjóðir, þótt þau hafi lýst sér með < nokkuð öðrum hætti en víðast annars staðar. Hér á landi hefur verðbólga verið margfalt meiri en í flestum nálægum löndum,en framleiðslustarfsemi aftur á móti blómlegri og atvinnuástand með bezta móti. Margt bendir hins vegar til þess, að verulegar breytingar séu að verða á framleiðsluþróun hér á landi og horfurnar framundan í þeim efnum tvísýnni en þær hafa verið um langt skeið. Gefur efnahagsþróunin á síðastliðnu ári sterka vísbendingu í þessa átt.“ Síðan Jóhannes Nordal flutti þessa ræðu fyrir rúmum þremur mánuðum (21. apríl), hefur sólskins- blettum enn fækkað bæði í alþjóðlegum efnahagsmál- um og efnahagslegum málefnum íslendinga. Því er nú spáð, að alþjóðlega efnahagskreppan vari lengur en menn gerðu sér vonir um, og eigi enn eftir að versna áður en bata er von. Hjá Islendingum hefur bætzt við aflabresturinn á þorskveiðum, samdráttur á Banda- ríkjamarkaði og sitthvað fleira. Fullar horfur eru á, að þjóðartekjurnar dragist saman um 6% á árinu. Eigi þetta ekki að leiða til efnahagslegs hruns, verður þjóðin að rifa seglin um stund og sætta sig við þrengri kjör en ella. Að öðrum kosti stöðvast atvinnuvegirnir og stórfellt atvinnuleysi kemur til sögu með öllum þeim hörmungum, sem því fylgja. Þess sólskinsbletts, svo notuð sé líking Jóhannesar Nordal, er vert að minnast, að það mun auðvelda viðureignina við erfiðleikana, að á margan hátt hefur verið búið vel í hag á undanförnum árum. Jóhannes Nordal segir í ræðunni, að „enginn vafi leiki á því, að meginhluti þess erlenda fjármagns, sem Islendingar hafa notað á undanförnum áratugum, hefur nýzt þjóðinni vel til uppbyggingar og efnahagslegra framfara.“ Þetta mun vissulega koma að haldi nú. Þ.Þ á vettvangi dagsins : fM Fyrsta vers um rallí — eftir Jónínu Jónsdóttur ■ Lengi hef ég ætlað að stinga niður penna um rallí fyrirbærið, í og með fyrir það að ég tel það skyldu mína. Á öllum timum sögunnar hafa menn orðið að berjast fyrir skoðunum sínum. Sumir hafa unnið þeim brautargengi aðrir hlotið smán og niðurlægingu fyrir og . margir látið lifið. Sá veruleiki hefur ekki vikið fyrir tækninni ennþá. Ekki ætla ég mér sæti i neinni stúku eða á stöðli þessu viðvikjandi en kornið fyllir mælinn. Pað sem hressti mig svo upp að ég tek mig til, er orðaskak á milli Gisla Bjarnasonar á Selfossi og Ómars Ragnarssonar sem allir landsmenn þekkja. Ómar er óumdeilanlega einn litríkasti persónuleiki „sinnar tegundar“ á íslandi. Það er sama hvemig hann ólmast, og þá ekki síst þegar hann gengur fyrir eigin vélarafli, hann virðist þá nærast frá öllum orkulindum mann- legra hæfileika sem sögur fara af, þjóðin dáir hann svona yfirleitt má ég segja. Ég er ein af þeim sem svo er ástatt fyrir í þ.m. Eitt er þó það sem ekki kemst inni þessa fallegu mynd mina af Ómari, það er að vita hann taka þátt í og ganga fram fyrir skjöldu i að verja ralli akstur. Ég beini þessum orðum mínum ekkert sérstaklega til Ómars eða orða hans í Morgunblaðinu, en að ég nefni hann, er að hann er lifandi dæmi um það að innlegg manna geta vegið misjafnlega mikið. Það eru nefnilega svo margir sem setja draumsýn sina i rallíi upp á hans hillu. Ég tek þvi fram hér og nú að ég er á móti ralli akstri. Ég undrast ekkert yfir því að bíllinn skuli vera kominn inn í keppnisdæmið. Mannskepnan hefur aldrei fengið það tæki i hendumar hvort sem hún hefur getað sett það undir fæturna eða rassinn, svo fremi það geti aukið við hennar mjög svo takmörkuðu hreyfigetu - að henni hafi ekki tekist að koma því svo fyrir að á því væri keppt um það, hver væri öðrum fremri þá einu litlu ögurstund þegar markalínan slitn- ar. Hvergi finnst mér mannlegur breiskleiki jafn neðarlega settur og þegar dauðum hlutum er andskotað út í nafni mannlegra hæfileika. Hann er hvellur lúðurblástur þeirra sem fram- leiða bila, gott ef ralliið er ekki einmitt einn af þeim háróma tónum, allavega i bland, ekki gleyma fjölmiðlarnir að geta um tegundina þegar sagt er frá rallíinu. Þáttur sjónvarpsins á íslandi í rallídell- unni kemur t.d. Ómari inni myndina eins og nútiminn kallar það sem hann er að útskýra stundum. Mér hefur oft blöskrað hvað miklum tima og fjár- unum er kostað til við að koma þessari herfu sem rallíið er fyrir; augui okkar. Þar mætti þó ve! spara fyrir minn smekk og svo er með fleiri. Ég bendi á að, sjónvarpsmenn mættu gjaman vera upp á siysadeild Borgarsjúkrahússins og sýna okkur hvað þar er verið að vinna, t.d. hvemig fólki þar er komið til lífs eða bættrar heilsu einmitt eftir að billinn hefur horfið til andstæðu sinnar fyrir að einhver hefur svikið hann í tryggðum, ekki bætt það sem bæta þurfti eða einhver farið yfir þau takmörk sem annars heilbrigð skynsemi hefur átt tilkall til að væri virt. Manni detta einmitt slys í hug við að horfa á þessa afmyndun. Eflaust segja líka ýmsir að alltaf séu að verða slys og alltaf sé fólk að deyja þó ekki komi þar bílar við sögu, enda er það ekki málið, rallíið er ljót della, það fer fram á afskræmdum bt'lum, það sýnir allt það sem er ónormalt við akstur, það sýnir allt það sem ökumönnum er kennt að varast en ekki aðhafast, það sýnir brot á umferðarlögunum, það sýnir óvirð- ingu fyrir vegum og landi. Rallí þjónar engum bætandi tilgangi, enginn þáttur þess fellur inní eðlilega mynd af akstri. Þetta er önnur hliðin sem ég vildi minnast á. Þá er það hin sú sem kalla má þá andlegu. Bílaframleiðendur hafa lengi vel eða aldrei farið í grafgötur með á hvaða þætti eiginleika mannsins væri auðveld- ast að veðja svo vel gengi að seija bílana, en það er hégómagirndin. Alvarlegast er hvað langt þeir hafa gengið í því að búa þá svo milli umframorku að enginn möguleiki er að tengja hana huglægum mætti mannsins. Þar á ég við ef utanaðkomandi aðstæður grípa óaðvar- að inní. Þá á ég aðeins við í alveg normal tilfellum. Við það bætist svo að margir eru haldnir, einkum á vissum tímabilum einhverju andlegu ósjálfræði þeir verða að gera bílana að hamfaratækjum. Það eru þá jafnvel þeir sem eru á vanbúnustu tækjunum og þeir sem minnst mega sín. Inn í þá mynd dugir ekki neitt að setja það sem sjúklingar á þessu sviði kalla afmarkaða rallíbraut, sú rallíbraut liggur við mínar dyr og á minni leið þar sem ég í sakleysi mínu geng eða ek. Þá kem ég að því hversvegna perlur eins og Ómar Ragnarsson eiga ekki að láta nokkurn mann vita ef þeir þurfa að bregða sér eins og naut í flag, þeir gefa hinum vanmáttugu undir vænginn það er þeim sem fatast flugið, allavega vona ég að það séu einungis þeir sem ógninni valda. Þessari hlið málsins ætla ég að bregða upp eins og Pétur Gunnarsson lýsir henni í bók sinni. „Ég um mig frá mér til mín“ með leyfi „hæstvirts forseta". Á blaðsíðu 129 - „Keli var kominn á Moskvis 13 mínútur úr og í 100. Samt var eins og hann væri ekki búinn að stilla sig inn á kraftminni bíl og keyrði Moskann eins og Mobbann. Harmsögu- legt þegar drekarnir renndu másandi upp að hliðinni á honum, kjömsuðu einu sinni tvisvar og hámuðu svo í sig malbikið. Einn slíkur renndi hvomsandi upp að þeim og Keli kramdi allt í botn, Hefur áburðarnotkun áhrif á laxagengd? — eftir dr. Björn Jóhannesson ■ Laxaseiði sem alast upp í ánum lifa og dafna ekki af vatni, heldur af þeim smádýrum eða átu sem fyrirfinnast í vatninu. Magn slikrar átu er fyrst og fremst háð þvi, hversu mikið af plöntunæringarefnum er í vatninu og á sama hátt og í túnum eru það einkum köfnunarefni (N) og fosfór (P) sem takmarka framleiðslu svifþörunga og annarra plantna, er þéna síðan sem fóður fyrir smádýr eða átu. Plöntunær- ingarefni berast i vatn úr jarðvegi eða bergefnum, og auk eðlis-og efnaeigin - leika jarðvegs og bergefna hefur hitastig og gegnumstreymi vatns eða útskolun megináhrif á frjósemi árinnar eða stöðuvatnsins. íslenskur jarðvegur i náttúrlegu ástandi er að jafnaði tiltölulega ófrjór, og veldur þar mestu um lágt hitastig. Af þessum sökum er hann talinn áburðar- frekur, en það táknar aðtiltölulegastóra áburðarskammta þarf að bera á tún til að fá góða sprettu. Nokkuð af þeim áburðarefnum sem dreift er á tún skolast burt úr jarðveginum með jarðsigs- eða yfirborðsvatni, og á þetta i stórum rikara mæli við um köfnunarefni en hin tvö aðaláburðarefnin: fosfór og kalium (K). Efni sem þannig skolast burtu berast í læki, ár og stöðuvötn, þar sem þau örva vöxt svifjurta þörunga og bæta þannig gátu skilyrði viðkomandi vatna- kerfa. Nú vill svo til, að köfnunarefni takmarkar i flestum tilvikum frjósemi vatnakerfa, þar með taldar laxár og því mætti spyrja hvort fylgni komi i Ijós á milli þess magns af köfnunarefni sem borið er á í áburði og þess magns af laxi sem íslensk náttúra framleiðir. Mér hefur borist i hendur línurit, gert af Sigfúsi Ólafssyni, jarðræktarfræðingi, sem sýnir heildarköfnunarefnisnotkun í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.