Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 20
labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1982 fréttir Hljómversinnbrotið: Tvítugur maður úr- skurðaður í gæslu. ■ Tvítugur Akureyringur sit- ur nú i gæsluvarðhaldi hjá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri vegna gruns um aðild að innbrotinu í Hljómver sem framið var í vor. Ungi maðurinn var hand- tekinn á þriðjudaginn i fyrri viku. Eftir að rannsóknarlög- reglan hafði yfirheyrt hann i tvo daga þótti ástæða til að krefjast yfir honum gæsluvarð- haldsúrskurðar. Rannsóknarlögreglan á Akureyri varðist allra frétta af þvi hvað leiddi til þess að grunur féll á manninn. -Sjó. Verulegur halli á vöruskipta- jöfnuðinum ■ Vöruskiptajöfnuður okkar íslendinga við útlendinga er með margföldum halla á við það sem var á síðasta ári. Þannig er hallinn rúmum 120 milljón krónum meiri, í júní- mánuði einum í ár, heldur en á öllum fyrri hluta ársins í fyrra. Það ber þó að hafa í huga að meðalgengi erlends gjaldeyris er talið vera 42.8% hærra en það var á sömu mánuðum 1981. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um tæplega 574 milljónir i júni í ár, en fyrstu sex mánuði ársins um tæplega 1.353 milljónir. Á sama tima i fyrra var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæðurum 228 milljón- ir i júni, en 454 milljónir fyrstu sex mánuðina. Stærsti liðurinn í innflutningi þessa árs er skip, samtals 11. Þar af eru þrjú vöruflutninga- skip að verðmæti rúmar 100 milljónir, ein bílferja fyrir 32 milljónir og sjö fiskiskip, þar af sex skuttogarar, fyrir 117 milljónir. Flugvélar voru flutt- ar inn fyrir tæpar sjö milljónir. Á fyrri hluta þessa árs voru alls fluttar inn til landsins 6.883 bifreiðar. Þar af voru 5.740 nýjar fólksbifreiðar og 223 notaðar fólksbifreiðar. Sendi- bilar voru 345, vörubílar 525 og aðrar bifreiðar 50. Á sama tima í fyrra voru fluttir inn 5.148 bilar, þar af 4.562 fólksbilar. t ár hafa landsmenn þvi keypt 815 fleiri fólksbíla heldur en í fyrra, sem er tæplega 16% aukning. SV Krummi ... ...þykir fréttahallærið a DV orðið alvarlegt þegar kjallara- greinar Vimma eru aftur komnar á forsíðuna hjá því. Mogginn og SÍS- hatrið ■ Morgunblaðið, blað allra landsmanna að eigin sögn, fer sínar eigin leiðir í fréttaflutn- ingi, og birtir aðeins það sem því er þóknanlegt. Yfírleitt hefur blaðið gert góða grein fyrir verðlagskönnunum Verð- lagsstofnunar, enda fróðlegar fyrir neytendur. Nú nýlega gerði Verðlagsstofnun könnun á verði hinna ýmsu málningar- tegunda, og kom í Ijós ótrúlega mikill verðmunur. Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að geta niður- stöðu þessarar könnunar á neinn hátt á síðum sínum. Hafa heimildarmenn Dropa leitt getur að því að SÍS-hatrið sé orðið svo geigvænlcgt á þessum bæ, að það nái meira að segja til verðlagskannana, en málningaverksmiðja á vegum Sambandsins kom mjög vel út úr könnuninni. Er ekki fulllangt gengið að neytendur skuli þurfa að líða fyrir prívatskoðanir Moggans á Sambandinu? „Kúlu- tyggjé- pönkið” ■ „Þeir eru ekki alltof mikils metnir hjá jass-fönk-snobb- f]úsjon-bullshit-kIíkunni“ segir í Velvakanda Morgun- blaðsins um helgina er þar er fjallað um hljómsveitina Fræbbblana, og er bréfrítari og lítt hrifínn af þeim dómum sem nýja plata Fræbbblannai hefur fengið hjá poppskríbent- um. Hann viU halda því fram að Fræbbblamir hafi „trónað yfirr íslenskri popptónlist eins og guUstytta á grjótvörðu“ eftir útkomu plötunnar Viltu nammi væna? og að nýju melódíur þeirra falli inn í rokktakta Stebba og Steinþórs „eins og bemaisesósa með nautakjöti“ Fleiri skemmtilegar líkingar er að fínna í bréfínu, inatar- kyns og annars, en undir lokin segir „Lifi Fræbbblamir og , kúlutyggjópönkið“. dropar ■ í tilefni af þvi að nú er lokið Landsmóti hestamanna á Vindheima- melum ræddi Tíminn við Svein Guð- mundsson, formann framkvæmdanefnd- ar mótsins og spurði hann álits á hvernig til hefði tekist, hvar hrossarækt sé á vegi, stödd um þessar mundir og hvaða lærdómar hafi fengist af mótinu. „Það má segja að mönnum þyki hafa tekist heldur vel til með mótið“ sagði Sveinn, og þótti það fara vel fram. Þarna rikti mikil reglusemi, hestakostur var þarna meiri en á öðrum mótum og meiri breidd, jafnari hestar en áður og kynbótahestarnir áberandi, sérstaklega stóðhestarnir. Það er álitið að þarna hafi verið um tiu þúsund manns og á mótinu voru ein fimm hundruð sýningar og keppnishross. Já, þetta mót krafðist mikils undir- búnings. Farið var að gera ýmsar undirbúningsráðstafanir mörgum mán- uðum áður en mótið hófst, en verklegar framkvæmdir stóðu yfir á annan mánuð þ.e. aðal framkvæmdirnar á mótssvæð- inu. Enn getum við ekki nefnt neinar tölur um endalegan kostnað, en þó er Ijóst að ég verð fyrir mitt leyti ánægður ef endar nást saman. Þessi mót eru orðin það stór fyrirtæki. Nei, það er ekki enn vitað hvar næsta mót verður haldið, en það munu menn telja eftir þetta mót að það sé ráðlegra að byggja upp fáa og fullkomna staði undir mótin, en að dreifa þeim um allt landið. Ég er ef til vill ekki rétti maðurinn til þessa að dæma um aðstöðuna á Vindheimamelum, en mér skilst að fólk hafi verið ánægt með hana. Hreinlætisaðstaða var i lagi, en þar hefur oft verið misbrestur á og frá náttúrunnar hendi er svæðið gott, - víðáttumikið en þó ekki miklar fjarlægðir, svo þarna rúmast mikill fjöldi fólks, án þess að þrengsli skapist. Þá hefur svæðið þann kost að hagi er geysigóður fyrir aðkomuhestana, eiginlega er þetta sem áborið tún. Það er rétt að það má margt læra af svona mótum og ef til vill varð það okkur til hjálpar að við höfðum vítin til þess að varast þau eftir síðasta mót. En ég vil ítreka það sem áður sagði að á mótinu kom árangur hrossaræktar- innar glögglega í Ijós og það að starf Þorkels Bjarnasonar hefur borið ávöxt, að hann hefur haldið rétta braut. Því er víst að hlutur hans og Búnaðarfélagsins í þessum málum er miklu stærri en menn gera sér grein fyrir. ■ Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum á Sörla, hinum þekkta hciðursverðlaunahesti sínum. (Ljósm. G.T.K) Aðilar að mótinu voru hestamannafé- lögin frá Hrútafirði og austur í Axarfjörð og í framkvæmdarnefnd sátu menn af öllu þessu svæði, en fjórir menn sátu svo i framkvæmdarstjórn. Þeir voru auk min Páll Dagbjartsson, skólastjóri i Varmahlíð, Egill Bjarnason, ráðunaut- ur á Sauðárkróki og Þórarinn Sólmund- arson, ráðunautur. Þessum mönnum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótið, en það voru nær þúsund manns, vil ég senda bestu þakkir, því allir inntu sin störf af hendi með mikilli prýði. Þar var hvergi nokkurs staðar snurða á og ennmá minna á að mótsgestir voru til mikillar fyrirmyndar. Þegar upp var staðið var svæðið sérlega vel um gengið. Ég held að eftir þetta mót verði gerðar meiri kröfur til hestamannamóta en áður, bæði til aðstöðu og hesta. _AM VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi (91) 7 - 75-51, (<»1)7 - 80- 30. XJITH'n T TI71 Skem muvegi 20 LlHiUlí ttr . Kopavogi Mikiö úrvai Opid virka daga 9 19- Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag „BYGCJA ÁFÁA0G FUU- KOMNA STABI FYRIR MÓHN” Rætt vid Svein Guðmundsson, framkvæmdastjóra mótsins á Vindheimamelum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.