Tíminn - 29.07.1982, Síða 2

Tíminn - 29.07.1982, Síða 2
.«11- FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982 spegli tfmans Umsjón: B.St. og K.L. Hefur Bakkus nú yfirhönd Stríði Best ekki lokid Skálka- skjól ótrúrra eigin- manna ■ Allt er til í henni Ameríku. Þar datt einhverjum snjöllum náunga í hug að gefa út á snældum ýmiss konar bak- grunnshljóð, svo sem pikk í ritvél, hávaða, sem fylgir járnbrautarstöðvum, o.s.frv., sem ótrúir eiginmenn geta spilað undir, þegar þeir hring- ja í sínar ektakvinnur í vafa- sömum erindagerðum. Nú hefur hugmvndin verið enn betur útfærð í 5 stórborg- um í Bandaríkjunum. Þar hafa verið settir upp „afsökunar símklefar“, þar sem fyrir einn dollar má hringja símtal með völdu undirspiU. Eigendur þessa þarfafyrírtækis eru engir aðrir en framleiðendur Dallas- þáttanna margfrægu, enda má kannski segja, að siðferðið sé skylt því, sem þar fer fram. A.m.k. væri JR ekki ólíklegur tU að notfæra sér þessa þjónustu! ■ George Best hefur átt í langri og strangri baráttu við Bakkus konung og hefur þeim veitt hetur sitt á hvað. Fyrir u.þ.b. ári gaf George út ævisögu sína, sem bar á frummálinu nafnið „VVhere do I go front here?" (Hvert liggur leið mtn nú?). Á þeim tímamótum var liann fullur bjartsvni á, að sér hefði tekist að sigrast á hinunt forna fjanda og væri búinn að ná tökum á lífi sínu, loksins. Kona lians studdi hann dvggilega í þessari baráttu. Fn nú hafa skipast veður í lofti. Knn einu sinni skrikaði George fótur og þá var langlundargeð konu hans þrotið. Hún gaf honum tveggja kosta völ, hann yrði að vdja á ntilli hennar og brennivínsins. Og nú náði Bakkus yfírhöndinni. George yfírgaf heimili þeirra hjóna i Kaliformu og hélt til Bretlands. Þar situr hann nú og híður eftir að skilnaðurinn gangi í gegn. En George, sem enn getur baðað sig í fornum frægðarljóma fra þvi hann þótti fræknasti knaltspyrnu- maður Bretlandseyja (hann er Norður-Iri), er ekki á því að gefa upp á bátinn hið Ijúfa lif ennþá. Hann liefur nú fundið sér nyja vinkonu, enga aðra en fyrrum L'ngfrú heim, sænsku stúlkuna Marv Stavin, sem vann þann titil 1978. ■ Enn dugir George Best skinið af fornum frægðarljóma til að sla glýju i augu kvenfólksins. Eru skrefamælingar á símanum í útlöndum? ■ Aldo Finetti ætlaði aðeins að fá sér smáspjall við konuna sína í Trento, þcgar hann hringdi í hana frá Mílanó, en á milli þessara staða eru um 150 km. En konan hans var svo málglöð, að á endanum sofn- aði Aldo undir öllu málæðinu í símaklefanum á hótelinu, þar sem hann bjó. Klukkutíma seinna vakti lögreglumaður hann af værum blundi, og enn var konan að masa! Þýsk stúlka hringdi úr síma- klefa á pósthúsi í Hamborg. Símtalið dróst á langinn og lauk ekki fyrr en tveim stundum síðar. Þá var búið að loka pósthúsinu og stúlkan varð að fá hjálp lögreglunnar til að komast út! Og 100 nemendur við verk- fræðiháskóla í Kaliforníu héldu símtali gangandi í 21 dag. Þeir halda því fram, að þcir hafí sett met! En ekki má gleyma sögunni af þjófunum, sem hefndu sín grimmilega, þegar þeir fundu engin verðmæti í húsinu, sem þeir höfðu haft fyrir að brjútast inn í í Þýskalandi . Þeir hríngdu til Ástralíu og lögðu símtólið síðan við hlið- ina á símanum! Það var ekki fyrr en seint og um síðir, sem símeigandinn áttaði sig á til- tækinu. Miðstéttarfólk er milljónamæringar ■ Dollara milljónamæringar eiga það nú á hættu að vera visað frá fínum klúbbi í New York, sem kenndur er við skartgripaverslunina frægu Tiffany’s á þeirrí forsendu, að þeir séu, ekki nógu auðugir. Að sögn talsmanna klúbb- sins hefur verðbólgan gert það að verkum, að ekki sé lengur merkilegt að vera miUjóna- mæringur. - Nú á dögum eru milljónamæringar bara mið- stéttarfólk, segja þeir. Sem kunnugt er, er sú tíð löngu upprunnin á Islandí! ■ - Myndi ég líta svona út, ef ég hefði fengið andlitslyftingu. spyr Bette Davis. ■ 1933 leit Bette svona út. Eiginlega er ekki hægt annað en að ■ Svona leit Bette Davis út, þegar hún lék í kvikmyndinni taka undir með henni, að hún hafi verið einhver fallegasta kona, „Piparjómfrúin" 1939 taka undirjneö henm, að hun hali venð einhver tallegasta kona, „riparjonnruin spyr nette uavis. T LANGRI ÆVI ER VINNAN TRYGGASTIVINIIR MANNSINS — segir Bette Davis sem er enn í fullu fjöri eftir að hafa leikið í yfir 80 kvikmyndum ■ Bette Davis er orðin 74 ára, en sýnir engin merki þess, að hún hyggist setjast i helgan stein fyrst um sinn. Hún hefur nýlokið við að leika í sjón- varpskvikmynd og er stöðugt á ferðinni með „einmennings- syningu" sína, þar sem hún sýnir úrklippur úr gömlum myndum, sem hún hefur leikið í, og svarar fyrirspurnum. - Á langri ævi er vinnan tryggasti vinur mannsins, segir hún. - Þeir sem vinna að því, sem þeim þykir skemmtilegt, eru svo sannarlega heppnir. Ég er búin að vinna stíft í 50 ár og er oft undrandi á því, að ég skuli ekki vcra dauð! segir Bette. Bette er búin að leika í yfír 80 kvikmyndum, en enn þann dag í dag eiga margir bágt með að skilja, hvernig stendur á því að hún, einmitt hún, sem þykir hafa umdeilda fegurð til að bera, hefur orðiö kvikmynda- stjarna. Enda segir Bette sjálf, að hún hafí aldrei verið sérlega hrifín af sjálfri sér, né álitið sig sérstaka fcgurðardís. - Ég vildi alls ekki sjá sjálfa mig í kvikmyndum, ég varð þung- lynd lengi á eftir, segir hún! Nú hefur hún heldur betur skipt um skoðun. Nú veit hún ekki betri skemmtun en að horfa á gamlar myndir í sjónvarpinu, þar sem hún fer með aðalhlutverk. - Núna finnst mér ég hafa verið einhver fallegasta kona, sem ég hef séð, scgir hún og hlær. En þó að Bette sé í fullu fjöri ennþá, færist aldurinn yfir hana eins og aðra. Hún segir oft söguna af konunni, sem spurði hana, hvort hún hefði fengið andlitslyftingu. - Og þá svaraði ég auðvitað, hvort hún héldi virkilega, að ég liti svona út! segir Bette og hlær hressi- lega. Reyndar hefur gott skop- skyn oft bjargað Bette frá örvilnan, því að vissulega hefur hún hlotið sinn skerf af vonbrigðum, eins og allir aðrir. Á velmektardögum sín- um í Hollywood átti hún t.d. oft í útistöðum við forráða- menn Wamer bræðra kvik- myndaversins, sem hún var fastráðin hjá, og var það hreint ckkert sjaldgæft, að hún ryki burt í fússi og neitaði að leika hjá þeim meir eða þá hún var rekin. En forráðamenn fyrir- tækisins gerðu sér vel grein fyrir, hvers virði hún var þeim, og gerðu sér alltaf far um að blíðka hana. I einni sáttatil- raun var henni t.d. boðið hlutverk Scarlett O’Hara í Á hverfanda hveli. En hún var þá svo reið, að hún leit ekki við þessu tilboði. Nú segir hún: - Marga vitleysuna hef ég gert um ævina, en líklega er þetta sú stærsta!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.