Tíminn - 29.07.1982, Qupperneq 4

Tíminn - 29.07.1982, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982 ^\WWVA\A\VV»' Gröfur ^ til að sitja á /Jg ^ Póstsendum fyjL'i Leikfangahúsið kólavörðustig 10. simi 1480’.' ‘TCliPtett | HÁÞRÝSTI- ÞVOTTATÆKI Rafknúin 1. og 3ja fasa eða fyrir úrtak dráttarvélar. Allt að 150 kg. þrýstingur. Útbúnaður fyrir sandþvott! Dönsk gæðavara Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornagarði 5 Sími 85677 fréttir Utanríkisráðherra GERI MER VONIR UM AÐ ÞAÐ VERDI LEYSF — segir Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra ■ „Þetta mál er nú til meðferðar milli mín og utanríkisráðherra og ég gerí mér fastlega vonir um að það verði leyst. Til bráðabirgða legg ég áherslu á að flugumferðarstjóri frá Reykjavíkurflug- velli verði suðurfrá, þangað til nýju tækin verða komin í flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. “ Þetta sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra, þegar Tíminn ræddi við hann um samstarfserfiðleikana milli yfirmanna flugturnsins á Keflavíkurflug- velli og flugmálastjórnar landsins. Erfiðleikar þessir hafa leitt til þess, eins og kunnugt er af fréttum, að ein fullkomnustu flugleiðsögutæki, til aðflugsstjórnar, sem völ er á í heiminum, og sett voru upp í Keflavík til að stjórna aðflugi að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum, hafa ekki verið tekin í notkun fyrir Reykj avíkurflugvöll I ennþá, þótt þrjú ár séu liðin síðan þau voru tilbúin. „Það liggur fyrir bréf, þar sem utanríkisráðuneytið tilkynnir að í flugturninum í Keflavík megi eingöngu starfa menn, sem eru starfsmenn utanríkisráðuneytisins og það hefur aldrei verið afturkallað. Segja má að síðan þessi radar var settur upp hafi verið stöðug átök og flugmálastjóri hefur ekki viljað sætta sig við að maður, sem starfar suðurfrá og leiðbeinir aðflugi að Reykjavíkurflug- velli, sé starfsmaður varnamáladeild- ar. Ég verð að segja að fyrir mitt leyti skil ég hans sjónarmið ákaflega vel. Ég get ekki fallist á það heldur að starfsmaður þarna fyrir Reykjavíkurflugið sé starfsmaður varnamáladeildar,“ sagði ráðherrann. í viðtalinu kom einnig fram að ákveðið hefur verið að kaupa „radar- link“, til að setja upp í flugturninum í Reykjavík, til þess að unnt verði að nýta til fullnustu radarinn í Keflavík. Megin rökin fyrir því eru að sögn Steingríms, þau að mun ódýrara og hagkvæmara sé að fá merkið til Reykjavíkur, heldur en að senda menn daglega fram og til baka til Keflavíkur, auk þess að leigja símalínu til beinna samskipta milli turnanna, sem mundi kosta um 80 þúsund krónur á ári. Vegna ummæla Leifs Magnússonar formanns flugráðs, í grein í Morgunblað- inu nýlega óskaði ráðherrann að taka eftirfarandi fram: „Mér er vitanlega ljóst, ekki síður en Leifi, að það sem ICAO ætlar að styrkja í þessu sambandi er þessi „radarlink" á milli Keflavíkur og Reykjavíkur vegna Norður-Atlantshafsflugsins og ekkert annað. Hins vegar er það alrangt hjá Leifi að þarna sé um tvo radara að ræða. Það eru tvö loftnet á sama ás, sem snúast með sama hraða og það kostar lítið til viðbótar, um 100 þúsund dollara, að flytja lfka merkið frá svokölluðum „primer-radar", sem er notaður fyrir aðflugið til Reykjavíkur. Ég hef alltaf stefnt að því að það merki verði líka sent inn til Reykjavíkur." SV. ■ Forráðamenn íslensku Markaðsverslunarinnar þeir Kristján Einarsson, Ámi Jensson og Gunnar Úlfsson. ^ Tímamynd Róbert Islenska Markadsverslunin hf. sendir prufusendingar af neysluvatni erlendis: Sendu 3,5 tonn af vatni til Mið-Austurlanda ■ „Við höfum sent prufusendingu af neysluvatni í neytendapakkningum til Mið-Austurlanda og ætlum okkur einn- ig að scnda slíkt á Evrópumarkað“ sagði Ámi Jensson hjá íslensku Markaðs- versluninni í samtali við Tímann en nýlega sendi fyrírtækið 3.5 tonn af vatni til Mið-Austurlanda. íslenska Markaðsverslunin hefur að undanförnu staðið að uppsetningu á átöppunarverksmiðju fyrir ferskvatn í Þorlákshöfn auk þess sem unnið hefur verið að markaðskönnunum og sam- starfi við erlend fyrirtæki umsölu’ á fersku vatni héðan. „Frakkar em stærsti aðilinn í þessum málum í Evrópu, selja um 550 tonn af vatni árlega og svipað og við eru þeir með uppsprettuvatn. Við vitum ekki enn hvemig við stöndum í samanburði við Frakkana en hinsvegar erum við fyllilega samkeppnisfærir við hreinsaða vatnið sem er á þessum mörkuðum", sagði Ámi. Hvað verð á þessari vöru varðar í neytendapakkningum þá em Frakkar ódýrastir, 1,5 lítri af þeirra vatni kostar í Evrópu um 4,5 kr. ísl., Bretar eru dýrastir en vatnið frá þeim (1,51.) kostar um 9,5 kr. ísl. „Verð á vatninu í Mið-Austurlöndum er hins vegar svipað og verð á bensínlítranum hérlendis, um 10 kr. hver lítri" sagði Árni. „Þessi mál era öll meira og minna í athugun hjá okkur núna og lítið ákveðið hægt að segja um þau. Við emm með sölusamninga í deiglunni en þessu fylgir mikill upphafskostnaður auk þess sem stærsti kostnaðarliðurinn hjá okkur er flutningskostnaður héðan". íslenska Markaðverslunin hf. var stofnuð í desember s.l. og er markmið félagsins að beita sér fyrir auknum útflutningi íslenskra framleiðsluvara og aukinni markaðshlutdeild þeirra á heimsmarkaði. Meðal þess sem er á döfinni hjá fyrirtækinu er hönnun sýningarbáss á alþjóðlegu matvælasýningunni í París dagana 15.-20. nóv. n.k. -FRI Valtýr Pétursson í Þrastarlundi ■ Valtýr Pétursson, listmálari opnaði á þriðjudaginn var málverkasýningu í Þrastarlundi og á sýningunni em 28 olíumálverk. Myndirnar era allar nýjar. Það er ekki ný bóla að Valtýr sýni í Þrastarlundi, því það hefur verið árlegur viðburður um margra ára skeið. Mun þetta vera 9. sýning hans þarna, en hann er upphafsmaður að málverkasýningum þar Sýningin er í veitingasalnum og verður hún opin í hálfan mánuð. JG. Ferðamálaráð íslands skorar á ríkisstjórn að taka á- kvörðun nú strax um byggingu nýrrar flug- stöðvar f Keflavík ■ „Ferðamálaráð íslands skorar á ríkisstjórn íslands að láta ekki hjá líða að taka nú þegar ákvörðun og hefja byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavík- urflugvelli í samræmi við þær teikningar og niðurstöður sem nú liggja fyrir“, segir í ályktun sem samþykkt var á fundi Ferðamálaráðs í gær. f henni segir ennfremur: „Fyrir liggur að fé sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að leggja til þessara framkvæmda muni verða ráðstafað annað hefjist framkvæmdir við gerð flug- stöðvarinnar ekki á næstunni. í þessu sambandi vekur Ferðamálaráð athygli ríkisstjómarinnar á því að núverandi flugstöð er löngu óhæf til að gegna því hlutverki og stendur ekki undir nafni. Eins og fram hefur komið er mikill ábyrgðarhluti að annast afgreiðslu allt að eitt þúsund farþega í þessu húsnæði samtímis. Ferðamálaráð vekur ennfremur at- hygli á þeirri staðreynd að öll aðstaða fyrir farþega og starfsfólk er alsendis ófullnægjandi. Ný flugstöð á Keflavíkurflugvelli er fyrst og fremst byggð í þágu íslendinga. Eyþjóð sem treystir nær eingöngu á flug til ferða til annarra landa hlýtur að setja metnað sinn í að vel búin og þokkaleg flugstöð sé til staðar á aðalflugvelli landsins."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.