Tíminn - 29.07.1982, Qupperneq 5

Tíminn - 29.07.1982, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 29. JULI 1982 fréttir Islendingarnir sem missa vinnuna hjá Cargolux: FJOLSKYLDUFOLK MEÐ TOLU- VERT LANGAN STARFSALDUR” — mjög ósennilegt að þeir fái aðra vinnu í Luxemborg ■ „Sumir þeirra bafa langan starfs- aldur að baki, hafa verið hjá Cargolux í fjölda ára, og allir eru þeir með fjölskyldur sínar hér í Luxemborg“ sagði Þórarinn Kjartansson deildarstjóri hjá Cargolux í samtali við Tímann en nú er Ijóst að uppsagnir starfsfólks , hjá Cargolux verða 85 talsins að þessu sinni, 40 sem sagt er upp og 45 sem þáðu þann pakka sem boðinn var, þ.e. sagði sjálft upp. Ákvörðun um uppsagnir 30 manns í viðbót mun bíða til 15. ágúst er útséð verður um hvemig viðskiptasamningar þeir sem fyrirtækið hefur í gangi koma út. Af þessum 85 eru 6 íslendingar eða liðlega 7% en Luxemborgarmenn eru um 32%. Flestir þessara 85 eru af viðhaldsdeild fyrirtækisins, þ.a.m. flest- ir íslendingarnir. „Mér er ekki kunnugt um hvað íslendingarnir sem sagt var upp ætla að gera en ég tel mjög ósennilegt að þeir fái aðra vinnu hér. Atvinnuleyfi hér eru yfirleitt gefin út á ákveðin störf hjá fyrir- tækjum og því þyrftu þeir að sækja um nýtt atvinnuleyfi og eins og atvinnumálum er háttað hér þá er örugglega erfitt að fá slíkt“, sagði Þórarinn. Aðspurður um hvort reikna mætti með að margir Islendingar yrðu í 30 manna hópnum, sem taka á ákvörðun um í ágúst, sagði Þórarinn að hann ætti erfitt með að segja til um það en hann gæti trúað að íslendingar yrðu einnig í þeim hópi. -FRI Tímamynd Róbert Fyrsti fundur BSRB og fjármálaráðuneytisins var haldinn hjá sáttasemjara ■ gxr. Sjóprófum vegna strands Ýmis lokið: Ekki tekið nægilegt tillit til strauma? — við stefnuákvörðun ■ Sjóprófum vegna Ýmisstrandsins er lokið, en þó er enn ekki að fullu kannað hvort sjálfstýringin er fullkomlega í lagi. Fram kom í sjóprófinu að staðar- ákvörðun var fengin á Loran klukkan 0:30 um nóttina, og stefnan þá sett út og á sjálfstýringu. Þá var skipið 2,6 sjómílur frá Eldey. Fimmtán mínútum síðar tók skipið niðri. Þá voru skipstjóri og stýrimaður kortaklefa, inn af brúnni, og við sjóprófin kom fram að þeir urðu mjög undrandi þegar skipið tók niðri. Einnig kom fram að sjálfstýring hafði bilað skömmu áður, en verið lagfærð og bilunar hafði ekki orðið vart í þessari veiðiferð. Skipstjóri skýrði útreikninga síinia við mörkun stefnunnar, fyrir dómnum, og reyndust þeir réttir að mati dómenda, en þó munu vera áhöld um hvort nægilega mikið tillit hefur verið tekið til strauma, sem eru sterkir á þessum slóðum, að því er Guðmundur L. Jóhannesson fulltrúi við sýslumanns- embættið í Hafnarfirði upplýsir, en hann stjórnaði sjóprófinu. SV Fyrsti fundur BSRB og fjármála- ráðuneytis hjá sáttasemjara: Fjallaði um vinnubrögð I „Þessi fundur fjallaði um vinnu- brögð og tilhögun samningaviðræðn- anna“ sagði Kristján Thorlacíus for- maður BSRB í samtali við Tímann eftir fyrsta fund þeirra hjá ríkissáttasemjara með fulltrúum fjármálaráðuneytisins. Næsti fundur er ekki boðaður fyrr en 9. ágúst n.k. og er það vegna mikilla anna hjá ríkissáttasemjara um þessar mundir. Kristján sagði að helstu kröfur þeirra BSRB manna væru þær að lágmarkslaun yrðu hækkuð í 8000 kr. á mánuði miðað við núverandi verðlag, launakjör opin- berra starfsmanna yrðu samræmd því sem raunverulega er á hinum almenna vinnumarkaði, og því sem ríki og sveitarfélög greiða aðilum annarra launþegasamtaka fyrir sömu störf, launakerfið verði tekið til gagngerðrar endurskoðunar, greidd yrðu sambærileg laun fyrir sömu störf, og virt yrði jafnrétti milli kynja, nýr vísitölu- grundvöllur og verðbætur greiddar samkvæmt óskertri framfærsluvísitölu. „Þetta eru helstu stefnumarkandi atfiðin" sagði Kristján. Ekki liggur fyrir gagntilboð frá fjármálaráðuneytinu og er BSRB menn spurðu um slíkt varð lítið um svör. -FRI Togarinn Jón Baldvinsson sendur til Noregs: „Eðlilegasta og öruggasta leiðin” — segir Einar Sveinsson framkvæmdastjóri BÚR: ■ „Frá tæknilegum sjónarmiðum var þetta eðlilegasta og öruggasta leiðin því allt sem í vélina þarf getur ekki komið frá öðrum en framleiðanda hennar og það er geysilegt öryggi í því að vélin sé tekin upp af framleiðanda á hans vinnustað" sagði Einar Sveinsson framkvæmdastjóri BÚR í samtali við Tímann en tekin hefur verið ákvörðun um að senda togarann Jón Baldvinsson til Noregs og hélt hann utan í fyrrinótt. Forráðamenn BÚR hafa dvalið ytra að undanfömu hjá Wichman verksmiðj- unum við að semja um viðgerð á vél skipsins og sagði Einar að þeir hafi náð samningum sem þeir teldu viðunandi. Viðgerðin tæki um 4 vikur þannig að gróflega áætlað mun skipið komast á veiðar eftir u.þ.b. einn og hálfan mánuð. Aðspurður um hvort þetta kæmi niður á fiskvinnslunni sagði Einar það ekki vera. „Ef eitthvað fiskast þá er vandamálið nú að hafa undan því sumarleyfi fiskvinnslufólksins koma hér inn í dæmið og eftir sem áður höfum við 5 skip“ sagði hann. -FRI Lúxus heimilistæki Elektro Helios Sumartilboð Fyrir litlu heimilin áður en hækkanirnar koma Elektro Helios uppþvottavélin DB 40 Tekur lítiö pláss, getur staöiö á boröi. Tekur fullan borö- búnaö fyrir 4. Einstaklega fljótvirk og lágvaer. Vélin getur veriö laustengd viö krana. Mál: breidd 46 cm. Hæö: 47 cm. Dýpt 53 cm kr. 6.718.- Elektro Helios Kæliskápur KG161 Úrvals kæliskápur fyrir lítil heimili eöa sumarhús. Mjög lítil straumnotkun. 132 lítra 15 lítra frystihólf. Mál: Breidd 55 cm. Hæö: 85 cm. Dýpt 60 cm. Kr. 5.522,- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.