Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982 Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur steikt, soðið og bakað allan venjulegan mat á örskammri stund. Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og gert þér heilsusamlega máltíð á auðveldan og hagstæðan hátt. Með Toshiba ofninum fylgir matreiðslunámskeið og þú getur orðið listakokkur eftir stuttan tíma. Við fengum takmarkað magn á þessu hagstæða verði kr. 4.990.-. Hagstæð kjör. Líttu við og ræddu við okkur um hvernig Toshiba er 539 ofninn getur gjörbreytt matreiðslunni. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstadastræti 10 A Sími 16995 Til sölu Tilboö óskast í 3 strætisvagna að IKARUS gerð. Vagnarnir eru til sýnis í bækistöð Stætisvagna Reykjavíkur við Kirkjusand. Allar nánari upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverkstjóri á staðnum. Tilboð merkt IKARUS, skulu berast á skrif- stofu vora að Fríkirkjuvegi 3, fyrir kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 19. ágúst n.k. En þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem mættir verða. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. INNjKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR / Fríkirkju»«gi 3 — Sími 25800 Jörðin Þverholt í Álftaneshreppi, Mýrasýslu er til sölu og ábúðar nú þegar eða eftir samkomulagi. Allar eignir ábúenda á jörðinni eru til sölu, þar á meðal: Byggingar Vélar Áhöfn, . sem nú er um 700 ærgildi. Nánari upplýsingar gefa Sigurður Ámundason simi: 93-7650, Ámundi Sigurðsson, Þverholtum sími: 93- 7102 og Landnám Ríkisins sími: 91-25444. fréttir RIKISSJOÐUR GRÆB- IR Nð A KAUPÆMNU — söluskattstekjur aukist um kró"a (sem er hærri upphæð en allur mnflutnmgur f. 4 mán. ársins) á móti 71%, en tolltekjur um 90% 1.000 millj. kr. viðskiptahalia í árslok 1981. ■ Kaupæði það sem gripið hefur þjóðina undanfarna mánuði hefur jafn- framt fært ríkissjóði stórar fúlgur í „kassann", að því er fram kemur í yfirliti Vcrslunarráðsins um stöðu og horfur í efnahagsmálum á miðju árí 1982. Þannig hafa t.d. söluskattstekjur aukist um 71%, tolltekjur um 90% og heildartekjur af innflutningi um 85% fyrstu fjóra mánuði ársins. í heild eru innheimtar tekjur ríkissjóðs (A-hluta) sagðar hafa aukist um 68% mánuðina jan.-apríl miðað við sömu mánuði 1981, á meðan gjöld hafi hækkað um 52% á sama tímabili. Verðlag er aftur á móti talið hafa nækkað á bilinu 42-46% á. þessum tíma. Fyrstu fimm mánuði ársins hefur innflutningur vaxið um 53,4% (á ársgrunni) meðan útflutningurinn hefur aðeins aukist um 33,7% miðað við sömu viðmiðun. Verði ekkert lát á þessu telur V.í. að hallinn á utanríkisviðskiptunum í árslok geti orðið um 3.300 milljónir Og þar sem við aukum eyðsluna jafnhliða því sem útflutningurinn minnk- ar hækkar greiðslubyrði erlendra lána að sama skapi. Á undanförnum árum hafa á milli 13-14% útflutningsteknanna farið til að greiða af erlendum lánum. Á síðasta ári varð stökkbreyting þegar greiðslubyrðin fór upp í 16,4%. Nú er enn búist við stökkbreytingu, þar sem jafnvel er reiknað með að greiðslubyrð- in geti farið nokkuð yfir 20% af útflutningstekjum. - HEI ■ Ómar Ragnarsson lék listir á „Frúnni". ■ Veðurguðirnir vissu varla hvað þeir áttu að gera af sér s.l. laugardag er Flugdagur var haldinn á Akureyri. Um morg- uninn var hæg sunnanátt og fremur bjart yfir, en rétt áður en flugsýningin átti að hefjast sner- ist áttin og kom norðanátt og rigning í kjölfarið. En það stóð ekki lengi, og þegar sýningin var hálfnuð hafði lægt og sólin tekið völdin. Flugdagur á Akureyri var mikið fyrirtæki. Þar var m.a. mjög merkileg flugminjasýning þar sem sýndir voru gamlir munir og vélar. Þá var flugmo- delsýning, sérlega glæsileg, og einnig voru fleiri sýningar í gangi. En það sem dró að sér flesta áhorfendur var auðvitað sjálf flugsýningin. Hún hófst með því að Ómar Ragnarsson sýndi kúnstir miklar á „Frúnni" sinni og síðan rak hver viðburðurinn annan. Sýnt var listflug á svifflugvélum og vélflugvélum, þyrla varnarliðsins sýndi björg- un og einnig var sýnt er hún tók eldsneyti á flugi frá Herkulesvél. Pá var flogið á flugdrekum, fallhlífarstökk var á dagskrá og margt margt fleira. En látum þetta nægja enda tala myndir KGA og GK á Akureyri skýrara máli um það sem fram fór en mörg orð. ■ Ætli þetta farartæki heiti ekki „flugdreki“ eða eitthvað í þá áttina. Mislyndir vedurgudir á flugdeginum á Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.