Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982 ■ Taka Adolfo Suarez og Felipe Gonzalez höndum saman? Ölga fer vaxandi í stjórnmálum Spánar Miðflokkabandalagið riðar til falls ■ MIKIL umbrot eiga sér nú stað innan Miðflokkabandalagsins á Spáni, en það hefur verið stjómarflokkurinn þar síðan lýðræðið var endurreist. Það var á sínum tíma myndað af ýmsum smáflokkum og flokksbrotum, sem hvorki kusu að skipa sér til hægri eða vinstri á þeim tímamótum. Sennilega átti það mikinn eða mestan þátt í því fylgi, sem Miðflokkabanda- lagið hlaut í upphafi, að helzti stofnandi þess og forustumaður var Adolfo Suarez, sem Jóhann Karl konungur hafði valið til stjórnarforustu. Suarez, sem var lítið þekktur, þegar hann tók við stjómarforustunni, vann sér fljótt mikið álit. Honum er manna mest þakkað það, að lýðræðisstjórn var endurreist á Spáni, án mikilla átaka, en það höfðu margir óttazt. í síðustu kosningum til Spánarþings, sem fóru fram 1979, fékk Miðflokka- bandalagið næstum helming þingsæta og hefur stjórnað síðan með tilstyrk smáflokka. Ríkisstjórn þess þótti í fyrstu traust í sessi, en þetta breyttist, þegar vaxandi efnahagslegir örðugleikar komu til sögunnar. Stjórninni var kennt um þá bæði réttilega og ranglega. Þetta olli vissum árekstrum innan Miðflokkabandalagsins og tók nú að koma betur í ljós en áður, að þar greindi hina ýmsu flokka eða flokksbrot mjög á um það, hvort heldur bæri að stefna til hægri eða vinstri. SUAREZ hélt sér utan við þessar deilur eins lengi og hægt var. Svo kom þó að lokum, að hann var neyddur til að taka afstöðu. Hann gerði það á þann hátt, að hann afsalaði sér bæði flokksformennskunni og stjórnarforust- unni. Þetta gerðist í ársbyrjun 1981. Það þótti líklegast þá, að Landelino Lavilla, sem var forseti Spánarþings, yrði -valinn eftirmaður Suarez. Hann nýtur persónulega mikils álits. Suarez er talinn hafa beitt áhrifum sínum bak við tjöldin, til þess að koma í veg fyrir, að Lavilla næði kosningu. Ástæðan var sú, að hann taldi Lavilla vera of langt til hægri. Niðurstaðan varð sú, að Calvo-Sotelo varð valinn formaður flokksins og forsætisráðherra. Þessi úrslit sættu talsverðri óánægju, því að hæpið þótti að Calvo-Sotelo myndi valda þeim vanda, sem lagður var á herðar hans. Sú hefur líka orðið reyndin. Rt'kis- stjóm hans hefur sætt vaxandi mótgangi, en rangt væri þó að kenna Calvo-Sotelo um allt það, sem miður hefur farið. Þetta hefur eigi að síður leitt til þess, að Miðflokkabandalagið hefur verið að ■ Calvo-Sotelo tapa fylgi og hefur það komið glöggt í ljós í fylkiskosningum, sem hafa farið fram á þesSu ári. Calvo-Sotelo hefur því séð þann kost vænstan að afsala sér flokksforustunni, en hins vegar mun hann gera sér von um að halda stjórnarforustunni áfram. Miðstjórn Miðflokkabandalagsins kom saman um miðjan þennan mánuð til að velja nýjan flokksformann. Valið féll á Lavilla. Suarez reyndi nú ekki að hafa nein áhrif á formannskosninguna. Hann valdi þann kost að mæta ekki á fundinn. Lavilla hefur síðan unnið að því að endurskipuleggja stjórn og starf banda- lagsins, en hæpið þykir, að það geti komið í veg fyrir ósigur þess í næstu kosningum til Spánarþings. FJARVERA Suarez á miðstjórnar- fundinum er yfirleitt skýrð þannig, að hann ætli sér að stofna nýjan vinstrisinn- aðan miðflokk, sem gæti átt samleið með sósíalistum eftir næstu þingkosning- ar. Talið er, að ýmsir vinstri sinnar, sem ekki hafa verið í Miðflokkabandalaginu, muni koma til liðs við hann. Meðal þeirra, sem eru nefndir í þessu sambandi, er Ramon Tamames, fyrr- verandi varaborgarstjóri í Madrid, en hann hefur fyrir nokkru sagt sig úr flokki kommúnista. í kosningum, sem hafa farið fram að undanförnu, hefur fylgi sósíalista aukizt verulega og skoðanakannanir benda til, að þeir séu nú stærsti stjórnmálaflokkur Spánar. Hins vegar er því ekki spáð, að sósíalistar fái þingmeirihluta. Sósíalistar eru undir forustu tiltölu- lega ungs stjórnmáiamanns, Fclipe Gonzalez, sem hefur unnið sér mikið álit. Ásamt sósíalistum hefur bandalag hægri manna, sem er undir forustu Fraga Iribarme, unnið verulega á í undan- gengnum kosningum. Því er spáð, að þetta bandalag muni vinna verulegan sigur í næstu þingkosningum. Því er nú helzt spáð, að Lavilla muni stefna Miðflokkabandalaginu á þá braut, að það geti átt samvinnu við bandalag hægri manna eftir næstu kosningar. Annar hvor þeirra Lavilla eða Fraga hefði þá stjórnarforustuna. Sumir fréttaskýrendur telja það ekki útilokað að kommúnistar fái oddaað- stöðu milli þeirra tveggja fylkinga, sem virðast vera að myndast á Spáni. Þetta gæti gerzt, þrátt fyrir fyrirsjáanlegt fylgistap kommúnista. Af hálfu sósíalista hefur því verið lýst yfir, að þeir muni ekki hafa samstarf við kommúnista, enda myndi það verða vatn á myllu róttækustu hægri aflanna og gefa byr í seglin öfgamönnum innan hersins, sem vilja að hann geri byltingu í anda Francos. Það sést á mörgu, að þeir herforingj- ar, sem stefna að byltingu, eru síður en svo fylgislausir á Spáni. Nýlega var stofnaður sjóður til styrktar Tejere Molina, sem nýlega var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hertaka þingið í febrúarmánuði 1981 oghaldaþingmönn- um sem gíslum í sólarhring. Svo mikið hefur safnazt í þennan sjóð, aðallega með smáum framlögum, að Molina er orðinn margfaldur milljónamæringur, þegar reiknað er í pesetum. Þórarinn Þórarinssori, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir 7 28 féllu í Beirút ■ Mikið var barist í Beirút í gær og herma fregnir frá Palestínumönnum j að 28 manns hafi fallið og mikill fjöldi særst. Kyrrt var þó seinni j partinn. Nú er Habib sendimaður Banda- j ríkjanna í Beirút og ræðir hann við ráðamenn Líbanons og leiðtoga Palestínuskæruliða. Átti hann við- ræður við Begin í fyrradag og er haft eftir ísraelska forsætisráðherranum að Habib hyggist fá svör um það frá skæruliðum, hvort þeir muni fara úr borginni með friði. Sagði Begin, Jórdana, Egypta og Sýrlendinga hafa gefið því undir fótinn að þeir kynnu að taka við hluta skæruliðanna. Habib mun hafa reynt í gær að koma á vopnahléi, en ekki er vitað um árangur enn. ■ Palestínskir hermenn gá að ísraelskum orrustuþotum í Beirút. Þeír eru vopnaðir SAM-7 loftvarnareldflaug, en hún er sovésk og einn maður getur skotið henni á loft. Khomeini hótar olíuríkjum hördu ■ Ayatollah Komeini hótaði því í gær að hann mundi ráðast á öll olíuríkin við Persaflóa, héldu þau áfram að styðja írak. Kom þessi yfirlýsing trúarleiðtogans um leið og staðfest fékkst að búið var að stöðva framsókn hers írana. Sagði Kho- meini að það væru svik við íslam að hjálpa Sadam Hussein. Það eru nokkur olíuríki, en þó einkum Kuwait, sem aðstoðað hafa írak í stríðinu. Saudi Arabar hafa hins vegar mjög beitt sér á dipló- matiska sviðinu til þess að koma á friði. Munu þessi ríki óttast að byltingarandi Khomeini muni breið- ast til þeirra eigin landa og óska þess að írakar vinni stríðið um leið og íran verði að setja ofan. Grikkir og Tyrkir á friðarstóli? ■ Grikkir og Tyrkir hafa nú gert með sér samkomulag í þá veru að bæði ríkin skuli forðast allt það í orðum og gjörðum, sem orðið gæti til þess að valda misklíð út af Kýpur. Þetta samkomulag er talið geta orðið byrjun á því að hafnar verði samningaviðræður um ágreining þjóðanna. Er í ráði að utanríkis- ráðherra Grikkja og Tyrkja hittist í Ottawa í Kanada þann 2. október n.k. og munu þeir sín í milli kanna grundvöllinn fyrir formhgum við- ræðum. Reagan krefst f riðar í Líbanon ■ f orðsendingu sem Bandaríkja- stjórn sendi út í gær var þess krafist að bardögum í Beirút yrði hætt og hefur ekki hvassyrtari orðsending um þessi efni komið úr hvíta húsinu enn. í orðsendingu þessari var lögð áhersla á hve margt óbreyttra borgara léti lífið í átökunum og þykir ljóst að það eru einkum ísraelsmenn sem eiga þá sneið sem í orðum tilkynningarinnar felast. Nevtrónusprengikula ■ Bandaríkjaher hefur óskað eftir því við Weinberger, varnarmálaráð- herra að hann leyfi smíði á nýrri sprengikúlu fyrir stórskotalið, sem með lítilli fyrirhöfn mætti breyta í nevtrónusprengj uhleðslu. Eru þessar upplýsingar fengnar frá bandarískum þingmönnum og mæli ráðherrann með umsókninni verður hún lögð fyrir Reagan forseta. Talið er að þetta fyrirtæki kynni að kosta 3 milljarða dollara. Munu þegar hafnar umræður um málið í varnarmálaráðuneytinu og fælast menn bæði hinn mikla kostnað og enn fremur þá mótmælaöldu, sem þetta kynni að vekja upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.