Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 8
1!. !l !l!l j. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Glsli Sigurósson. Auglýslngastjórl: Steingrimur Gislason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: ' Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Friörik Indrlðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannos- son (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristln Leifsdóttir, Sigurjón Valdlmarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Slöumúla 15, Reykjavlk. Siml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tœknldelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Herferð íhaldsins gegn Steingrími ■ Það voru óvænt viðbrigði að hlusta á upplesturinn á forustugrein DV í gærmorgun. í umræddri grein brá svo við, að farið var viðurkenningarorðum um þá viðleitni Steingríms Hermannssonar að reyna að koma á hóflegri samkeppni í flugsamgöngum íslendinga. Ef allt hefði verið með felldu, hefðu málgögn Sjálfstæðisflokksins átt samhljóða að fagna þessari viðleitni, þar sem flokkurinn telur sig fylgjandi samkeppnisstefnunni og þreytist ekki á því að lofa ágæti hennar. Þegar til alvörunnar kemur, verður hins vegar annað uppi á teningnum. Þá verður endirinn oftast sá, að málgögn Sjálfstæðisflokksins snúast til varnar einokun, sem einhverjir gæðingar flokkseig- endaklíkunnar bera fyrir brjósti. Þetta kom líka glöggt í ljós, þegar samkeppnisstaða Arnarflugs var nokkuð stvrkt á döeunum. Allar málpípur Sjálfstæðisflokksblaðanna risu upp til að andmæla þessu og mæla einokun bót, þangað til Jónas Kristjánsson þoldi ekki lengur þrýstinginn frá yfirboðurum sínum og skrifaði forustugreinina, sem stakk algerlega í stúf við einokunarlofsöng Ellerts Schram og ritstjóra Morgunblaðsins. Þegar frá er talin þessi undantekning, hefur áróðri Sjálfstæðisflokksmálgagnanna nær undantekningar- laust verið beint gegn ríkisstjórninni og Steingrími Hermannssyni þó sérstaklega. Málpípu Geirsarms Sjálfstæðisflokksins, sem ræður bæði yfir Morgunblaðinu og DV, er það vel ljóst, að ríkisstjórnin glímir nú við mikinn vanda, sem að mestu leyti er sprottinn af óviðráðanlegum ástæðum. Geirsarmurinn gerir sér vonir um, að ríkisstjórninni« misheppnist viðnám sitt og myndi það ekki sízt gleðja hann, ef Gunnar Thoroddsen endaði þannig pólitískt lífshlaup sitt. Jafnframt því, sem Geirsarmurinn vill ryðja ríkisstjórninni þannig úr vegi, vill hann reyna að fá höggstað á þeim forustumanni andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins, sem nýtur mests trausts og hann óttast því mest. Áróðursherferðin gegn Steingrími Hermanns- syni er sprottin af sömu rótum og svipaðar herferðir gegn Jónasi Jónssyni, Tryggva Þórhallssyni, Her- manni Jónassyni og Eysteini Jónssyni áður fyrr. Hún ber sama ofstækismarkið og áróðursherferðin gegn Ólafi Jóhannessyni í sambandi við Geirfinnsmálið svonefnda. Fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hefur það jafnan verið ótvíræður vitnisburður, að þeim stjórnmálamanni mætti bezt treysta, sem íhaldsmál- gögn hömuðust mest gegn og teldu þannig traustasta forustumann íhaldsandstæðinga. Fyrir Framsóknar- flokkinn eru árásirnar á Steingrím Hermannsson örugg sönnun þess, að enn hefur flokkurinn slíkum forustumanni á að skipa. Steingrímur Hermannsson hefur fengið erfiðasta hlutverkið í núverandi ríkisstjórn vegna þeirra afalla, sem hafa steðjað að undirstöðuatvinnuvegi íslend- inga, sjávarútveginum. Það hefur verið notað til árásanna á hann. Þó er það staðreynd, sem ekki er hægt að neita, að þrátt fyrir alla erfiðleikana, hefur tekizt að tryggja rekstur sjávarútvegsins til þessa og halda þannig uppi fullri atvinnu um allt land meðan stórfellt atvinnuleysi hefur heimsótt flest önnur lönd. Steingrímur Hermannsson á stærsta þáttinn í þessum árangri. Það er ekki sízt til að draga athyglina frá þessu, sem íhaldið hamast nú gegn honum. Þ.Þ. 8 á vettvangi dagsins FLÓÐBYLG J U FÍKNIEFNA eftir Halldór Kristjánsson FIMMTUDAGUR 29. JULI 1982 UNDAN ■ í Tímanum 18. apríl s.l. var grein um fíkniefnasölu þá sem nú flæðir yfir nálæg lönd. Á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins í vor var líka skörulega minnt á hættu þá sem þeirri flóðbylgju fylgir. Formaður flokksins hvatti fólk sitt, einkum hið yngra, að láta til sín taka á þeim vettvangi. Þar biði verkefni. Þannig á það sér aðdraganda að ég bið Tímann nú fyrir nokkur fróðleiks- korn í tengslum við þessa vímuefna- tísku. Sölumenn sem einskis svífast í Kaupmannahöfn hefur starfað harðsnúinn söluhringur eiturlyfjamanna sem hikar ekki við að kaupa leigumorð- í Danmörku. Þarlendur læknir að nafni Erik Múnster skýrir nýlega frá því að einkennisskjöldurinn af læknisstofu hans hafi legið í götunni einn morgun fyrir skömmu og á hann og vegginn, þar sem hann var hafði verið letrað: Frjálst hass. Þetta skýrir hann svo að einhver hassneytandi hafi verið sér gramur vegna einhvers sem læknirinn hafði skrifað móti hassneyslu. Ekki þarf að minna á þátt hippa og hljómlistarmanna við útbreiðslu þessara vímuefna og neyslu þeirra en hann er ærið drjúgur. að þeir jafni sig aldrei ef þeir hætta. Nefndin hyggur því að heitustu baráttu- menn beggja megin, með og móti hassi, verði lítið hrifnir af skýrslunni. Nokkrar staöreyndir Þar er fullsannað að kannabisefni trufla samstarf líkamsvöðvanna og sljóyga eftirtekt. Þarsemþeireiginleik- ar eru nauðsynlegir við öruggan akstur og stjórn vinnuvéla verður að vara við hassi eins og áfengi við slík störf. Áhrifin af hassi vara lengur en af áfengi. Hass minnkar næmi og deyfir minni. Það skerðir dómgreind, ruglar og getur valdið ofskynjunum. Það er því geigvænlegt að sjá að neysla þess er hvað mest hjá skólafólki sem á að vera að þroskast. Rannsóknir í Bandaríkjunum í Bandaríkjum Ameríku skipaði ingja til að ráða af dögum viðskipta- menn sem þeir óttast að kunni að gefa lögreglumönnum upplýsingar. Dönsk blöð hafa í vetur og vor haft ýmislegt að segja um slík mál og rannsókn þeirra. íslenskir menn hafa látið talsvert að sér kveða við eiturlyfjaverslun og þarf ekki að rekja það hér en komið hafa þeir við þann kaupskap í þremur heimsálfum a.m.k. Barist fyrir frjálsri sölu. Það er barist fyrir frjálsri sölu á hassi heilbrigðisráðherra í stjórn Carters nefnd með 22 vísindamönnum til að finna og birta sannleikann um hass. Talið er að nú séu í Bandaríkjunum 25 milljónir manna sem neyta hass að staðaldri og aðrar 25 milljónir sem hafa borið það við. Þó má ætla að áhugi ungu kynslóðarinnar sé heldur dvínandi því að þar sem 11% skólanemenda reyktu hass 1979 var það ekki nema 7% 1981. Nefndin var að störfum í 15 mánuði og vann mikið starf. Skýrsla hennar er 188 bls. Þar kemur greinilega fram að ástæða er til að hafa þungar áhyggjur af neyslunni, þó að ekki þyki sannað að menn bíði óbætanlegt tjón af henni svo Prófessor í geðlækningum skýrir svo frá að heili nemenda sem daglega neyti hass geti ekki starfað eðlilega. Slíkir leggi sig í verulega áhættu enda þótt ekki sé unnt að segja hversu mikil hún er. Stórneytendur fá tiltölulega væg afturhvarfseinkenni ef þeir hætta. Það bendir til þess að menn geti orðið háðir hassi. Hins vegar er ósannað að það verði vanabindandi eins og sterkari vímuefni eða nái sömu tökum á fólki. Eins og tóbaksreykingar getur lang- vinn hassneysla valdið brjóstþyngslum, langvinnu lungnakvefi og lungna- krabba. Efnið getur örvað æðasláttinn menningarmál Ný ritröd um Rússlandssögu mmsp THE MAKING OF itlMS RUSSIAN ABSOLUTISM 1613-1801 PAUIDVKES Martin McCauley: The Soviet Union Since 1917. Longman 1981 290 bls. ■ Þetta rit er hið síðasta í ritröðinni en varð þó fyrst til að koma út. Það fjallar um sögu Sovétríkjanna frá byltingunni 1917 og fram til ársins 1980. Höfundur skiptir bókinni í kafla eftir valdaskeiðum. Hann fjallar fyrst um byltinguna, nánasta aðdraganda hennar og afleiðingar. Síðan er kafli um valdatíð Lenins, þá annar um Stalíns- tímabilið, enn einn um valdaskeið Krústjoffs og loks kafli um tímann frá því Krústjoff var hrint frá völdum og er sá kenndur við Brésneff. Innan hvers kafla er síðan fjallað um alla helstu atburði og þætti sovéskrar sögu á viðkomandi skeiði, innanlandsá- tök og þróun stjórnmála í Sovétríkj- unum, utanríkismál, menningarmál, átök við önnur ríki o.sv. frv. Höfundur þessa rits, dr. Martin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.