Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982 „Það er fullsannað að kannabisefni trufla samstarf líkamsvöðvanna og sljóvga eftir- tekt. Þar sem þeir eiginleikar eru nauðsynlegir við öruggan akstur og stjórn vinnuvéla verður að vara við hassi eins og áfengi við slík störf. Áhrifin af hassi vara lengur en af áfengi. Hass minnkar næmi og deyfir minni. Það skerðir dómgreind, ruglar og getur valdið ofskynjunum“. og hækkað blóðþrýstinginn. Það getur verið hættulegt þeim sem hafa of háan blóðþrýsting eða kölkun í æðum, heila og hjarta. Betur verður að gera Skýrslan bendir á að nauðsynlegt er að rannsaka áhrif kannabisefna betur og lengur bæði vegna þess hve neyslan er almenn og áhrifin önnur þar sem efnið helst varanlega í líkamanum og hleðst þar upp. Nærri liggur að segja megi að skýrslan styðji mál þeirra sem halda þvf fram að hass sé ekki hættulegra en áfengi. f>á er þess að gæta að væri áfengi nýtt í sögunni er næsta hæpið að það yrði selt almenningi á frjálsum markaði. f öðru lagi er á það að líta að á fæstra að sú tíð sé liðin. Vonandi er vitneskja um neikvæð áhrif kannabisefna orðin svo almenn að ekki er lengur stætt á því að Ijúga upphátt að almenningi um meinleysi þeirra svo sem ótæpilega var gert til skamms tíma. Allt stefnir að einu Ég hef ekki orðið þess var að sagt hafi verið frá þessari amerísku hassskýrslu í blöðum hér á landi og því hef ég getið hennar hér. Ég hygg að hún sé heimild um það sem nú er vitað og viðurkennt um hassið og því eigi þetta erindi við almenning. Á það má svo minna að um öil nálæg lönd er það talið nánast undantekningarlaust að þeir sem hafa ofurselt sig L.S.D., heróíni eða kókaíni hafa verið hassneytendur áður en þeir efna eru þau að þar sé um að ræða hentugri vímugjafa en áfengi. Hass sé meinlausara en áfengi. Þau eru líka allmörg dæmin að menn hafi leitað á náðir hassins á flótta undan áfenginu. Þetta er allt rétt og skylt að hafa í huga þegar menn vilja mæta flóðbylgjunni og láta að sér kveða til björgunar hennar vegna. Við getum ekki eins og sakir standa fullyrt að hass sé hættulegra eða óhollara en áfengi. Sigurinn verður ekki unninn með því að tvístíga milli vímuefnanna og reyna að gera upp á milli þeirra. Sigurinn er bundinn við það að snúast gegn öllum vímuefnum þar sem þau eru öll ámóta eðlis. Hér verður enginn stórsigur unninn fyrr en menn vilja vera algáðir og ekki ganga neinum vímuefnum á ys'jrtffr færi er að þekkja hvort hass er óblandað eða ekki. Eiturlyfjasölum þykir oft arðvænlegt að tryggja sér framtíðarvið- skipti með því að blanda hassið sterkari efnum sem örugglega gera neytandann háðan sér. Er þar komið að svívirði- legustu auðgunarglæpum sem um getur. Áróðurinn hér heima Hér á landi hefur verið rekinn áróður fyrir hassi. Má þar nefna margar blaðagreinar sem birtust á ýmsum tíma og ýmsum stöðum, í skólablöðum og dagblöðum. Nú hef ég ekki séð neitt af slíku á þessu ári og er því þess að vænta leituðu til hinna sterkari efna. Þannig hefur leiðin legið og það á sér eflaust sínar skýringar. Málin liggja því þannig fyrir að allt það sem réttast og sannast er vitað um eðli og áhrif þessara vímuefna og reynsla af þeim ætti að verða til vamaðar og vekja viðnám gegn þeim. Með eða móti vímuefnum Helstu rökin sem notuð hafa verið sem hvatning til hassneyslu og stuðning- ur við kröfuna um frjálsa sölu kannabis- hönd. En á þeim grundvelli er unnt að sigra ef menn vilja. Við getum lifað vímuefnalaust. Þau eru óþarfi, og það hættulegur óþarfi. Hér er því spurningin einföld. Hún er þessi: Þurfum við vímuefni? Viljum við leggja okkur í þá hættu sem fylgir neyslu þeirra? Þeir sem telja sig þurfa vímuefnanna með fara eðlilega að meta hver séu heppilegust og meinlausust og sjálf- sagt að prófa þau með eigin reynd. Og það mun hafa sínar afleiðingar enn sem fyrr. Hinir sem ekki þurfa vímuefnin hafa hreinar línur. Þeir geta sigrað. minning r ' Jón Þröstur Hlfðberg, flugmaður Dauðinn má svo með sanni, samlíkjast þykir mér. Slyngum þeim sláttumanni, er slær allt hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt. Reyr, stör sem rósir vænar, reiknar hann jafn fánýtt. Þannig lýsir sálmaskáldið, Hallgrímur Pétursson, lokastigi lífsgöngunnar, sem við köllum dauða, og síðar í sama sálmi „Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Þessi staðreynd laust okkur öll svo þungt er við fréttum af hinu hörmulega flugslysi er átti sér stað 20. júlí s.l. Morguninn eftir er ég mætti á vinnustað þá er ég kallaður í símann og konan mín er að tilkynna mér þessa miklu harmafregn. Ó, hvað mér fannst gott að vera einn við vinnu mína næstu stundir, á meðan barist er við að ná einhverju jafnvægi hugans, því lífið verður að hafa sinn gang þrátt fyrir hin dimmu él og ekki til neins að mögla þó stöðugt leiti á hugann „af hverju?“. Frændi minn Jón Þröstur Hlíðberg sem hér verður kvaddur hinstu kveðju var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1957 og ólst upp hjá foreldrum sínum Unni Magnúsdóttur og Hauki Hlíðberg að Álfhólsvegi 31 Kópavogi, ásamt þrem systkinum sínum, er nú syrgja soninn og bróðurinn trausta og góða. En minning- in um góðan dreng, lifir og verður ekki frá okkur tekin. Fljótt sást hvað Jón Þröstur gekk heill og hiklaust að því er hann tók sér fyrir hendur, hvort sem var nám eða starf. Þannig hafði hann lokið bæði iðnnámi í vélvirkjun og atvinnuflugprófi 21 árs. Það finnst mér segja meira en mörg orð. Fyrir rúmu ári síðan var ég við brúðkaup þeirra, Arndísar Bjargar Smáradóttur og Jóns Þrastar, er hann gekk að eiga sína indælu konu sem var eitt af hans gæfusporum. Þá var um leið skírður litli indæli sonurinn þeirra. Það var sannarlega gleðistund. Þau voru svo samvalin hvort fyrir annað og hamingjan virtist brosa við. Svo er klippt á allt þetta svo snögglega. Svona er lífið og því fáum við ekki breytt. Fullkomin hamingja annars vegar eða sárasta kvöl. Þvílíkar and- stæður. En við verðum að biðja og vona að guð leggi líkn með þraut. Að kvöldi brúðkaupsdagsins kvaddi ég Jón Þröst í síðasta sinn. Það atvikaðist nú einhvernveginn svo að við hittumst ekki þennan tíma. Já, bilið er mjótt milli blíðu og éls og brugðist getur lukkan frá morgni til kvölds. Já, sem guðirnir elska deyja ungir. En ég trúi því að líf sé eftir þetta líf og kallað sé til annatmog meira að starfa guðs um geim. En þegar ég lít til baka yfir lífsgöngu frænda míns finnst mér hann hafa verið barn hamingjunnar þessa stuttu ævi. Hann tamdi sér reglusaman og heilbrigð- an lífsmáta, honum gekk vel í námi, komst á samning hjá vegagerðinni og hafði þar oft góðar tekjur, auðvitað með því að vinna mikið en þetta gaf aftur möguleika til að sinna aðal áhugamálinu flugnáminu. Þá eignaðist hann konuna, sem hann elskaði og með henni litla drenginn, augasteininn beggja foreidr- anna. Þá fékk hann að síðustu þá ósk sína uppfyllta að fá fasta vinnu við flugið hjá ágætum vinnuveitanda. Hæfni hans var mikil og flugpróf með ágætum. Þetta finnst mér mikil lífsfylling hjá svo ungum manni. Við kveðjum þig frændi með virðingu og þökk fyrir sumurin tvö, sem þú varst hjá okkur. Frá þeim eigum við góðar minningar er nú verða í hugum okkar, gimsteinum betri. Við systkinin frá Flögu og fjölskyldur okkar, sendum Jóni Hlíðberg afa hans, foreldrum og systkinum, Amdísi elsku- legri eiginkonu hans og syninum unga og öllum öðrum aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Góður engill guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð léttir birgðar angist eiðir engill sá er vonin blíð. (H.H.) Ámi Magnússon. McCauley, er kennari í rússnesku og rússneskum fræðum við Lundúnarhá- skóla. Þessar tvær bækur eru báðar skrifaðar með það í huga, að þær geti komið að gagni háskólastúdentum, sem vilji leggja sig sérstaklega eftir rússneskri sögu, en þess jafnframt gætt, að almenningur geti haft þeirra góð not. Báðar eru þær fremur stuttaralegar á köflum, nánast yfirlitskenndar, en engu að síður læsilegar og í þeim er mikinn fróðleik að finna. Paul Dukes: The Making of Russian Absolutism 1613-1801. Longman 1982 197 bls. ■ Eins og flestum þeim, sem fylgjast með útgáfu sagnfræðirita á Vesturlönd- um mun kunnugt, ríkir nú mikil gróska í rannsóknum og útgáfu rita um austur - evrópska, og þó sérstaklega rússneska sögu. Hvert ritið rekur annað um þessi fræði og ýmis útgáfufyrirtæki í Bret- landi, Þýskalandi og víðar hafa hleypt af stokkunum ritröðum um lengri eða skemmri tímabil í sögu þjóðanna í Austur - Evrópu. Longman útgáfufyrirtækið breska er í hópi þessara forlaga og nýlega eru komin á markað tvö bindi ritraðar um sögu Rússlands frá því um miðja 19. öld og fram til vorra daga. í þessum þætti verða þessi tvö bindi kynnt: Hið fyrsta þessara rita er, eins og að ofan greinir, eftir Paul Dukes háskóla- kennara í Aberdeen og nær yfir sögu. Rússlands frá því hinir fyrstu keisarar af Rómanovættinni komust til valda og fram til þess er Alexander I komst til valda árið 1801. Eins og bókartitilinn gefur til kynna er lýsing þess, hvernig einveldi var ■komið á í Rússlandi, höfuðefni ritsins, en höfundur hyggur þó víðar og segir stjómmálasögu Rússaveldis á áður- nefndu tímabili. Hann leitast við að sýna fram á tengsl Rússa við þjóðir í Evrópu vestanverðri og þau áhrif sem þau höfðu á þróun stjórnarfars í hinu víðlenda ríki, auk þess sem hann greinir skilmerkilega frá valdaferli þeirra keisara og keisara- ynja, sem máli skipta. Þannig er t.d. glögglega sagt frá valdaferli Péturs mikla og Katrínar miklu, þau borin saman við aðra valdhafa og góð grein gerð fyrir þeim breytingum, sem þau reyndu að koma á og viðbrögðum við þeim. Einnig eru í bókinni ágætir kaflar um rússneska hagsögu og menningarsögu þessa tíma- bils. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.