Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 11
FHWMTUDAGUR 29. JULI 1982
15
fþróttir
¦ Hið unga en harðskeytta lið ÍR, sem tryggði sér ísiandsmeistaratitiliiin í handknattleik utanhúss í gærkvöidi. Þjálfarinn,
Sigurbergur Sigsteinsson, er yst tii vinstri. Mynd: Ari.
ÍR-STELPURNAR
ÍSLANDSMEISTARAR
2. deild fótboltans
Óvæntur sigur
Skallagríms
¦ SkaUagrúnur frá Borgamesi náði
sér í 2 mikilvæg stig í botnbaráttu 2
deildar þegar liðið sigraði UMFN í
Njarðvík í gærkvöldi 2:1. Mörkin fyrir
Borgarnesliðið skoruðu Ævar Rafns-
son og Bergþór Magnússon. Eina
mark Njarðvíkurmanna skoraði Gísli
Grétarsson.
í Kaplakrika áttust við FH og
Einherji frá Vopnafirði. Bæði lið áttu
þokkaleg færi í fremur jöfnum fyrri
hálfleik, en tókst ekki að nýta þau til
marka,0:0.
I upphafi seinni hálfleiks skoraði FH
tvö mörk með stuttu millibili og þar
með var sigurinn þeirra, en leiknum
lauk 3:1 fyrir FH. Guðjón Ámason
skoraði öll mörk FH, en Steindór
Sveinsson svaraði fyrir aust-
firðmgana.
Á Húsuvík gerðu Völsungar og Þór
frá Akureyri jafntefli, 1:1, eftir að
staðan hafði verið 0:0 í hálfleik. Leikur
Þróttarliðanna í Neskaupstað var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun.
IngH
¦ „Þetta var góður sigur og einungis
áfangi á leiðinni til enn stærri sigra",
sagði ánægður þjálfari kvennaliðs ÍR í
handbolta, sem í gærkvöldi varð
íslandsmeistari utanhúss 1982. Er
þetta annar meiriháttar sigur sem ÍR
vinnur í meistaraflokki kvennahand-
boltans. Sl. vetur urðu IR-stelpumar
Reykjavíkurmeistarar.
I úrslitaleiknum í gærkvöidi lék ÍR
gegn Val og var þar nánast um ein-
stefnu að ræða. ÍR komst fljótlega í
4:1 og staðan í hálfleik var 5:2.
Lokatölur urðu síðan 10:5. GlæsUegur
sigur hins unga ÍR-liðs í höfn. IngH
Aðalbjöm Bjömsson snýr hér á einn FH-ing með miklum tilþrifum í leik FH
og Einherja í gærkvöldi. Mynd: Ari.
Varnarleikurinn
í f yrirrúmi
Stadan
¦ Bitlaus sóknarleikur var aðalein- enginn KA maðut fylgdi á eftir og
kenni liða KA og Fram er þau áttust hættunni var bægt frá.
við í 1. deUd fótboltaUðs á Akureyrar- Halldór Arason var aftur á ferðinni
veUi í gærkvöldi. Nú er það geinUega á 52. mín, innundir markteig KA-
orðið markmiðið að tapa ekki leikjum marksins, en Aðalsteinn Jóhannsson,
í hinni hörðu keppni 1. deildar og bar markvörður KA, átti ekki í erfið-
leikurinn í gærkvöldi þess glögg merki. leikum með laflaust skot hans. Síðasta
MiðvaUarspUarar taka enga áhærtu
með því að fylgja sóknariotum eftir og
því era liðin eins og tvær einingar,
vamarmenn og miðvaUarspUarar í
annarri en fámennt sóknarUð í hinni.
Úrslitin í gærkvöldi því 0:0. Víkingur...........11 5 5 1 19:Í3 15
Pó var fjórum sinnum ástæða til þess Vestmannaey.....11 6 1 4 15:11 13
að lyfta minnisbókinni. Á 11. mín KR..................12 3 7 2 8:9 13
komst Halldór Arason innfyrir vörn KA..................13 4 5 4 10:10 13
KA, en laust skot hans fór framhjá. Á Breiðablik.........12 5 2 5 14:15 12
35. mín. tók Haraldur Haraldsson Fram................12 3 5 4 12:11 11
aukaspyrnu af 25 m. færi. Skot hans Akranes ...........12 4 3 5 12:13 11
var firnafast á bláhorn Frammarksins Keflavík .......... 11 4 3 4 8:11 11
niðri, en Guðmundur Baldursson ísafjörður .........12 3 4 5 16:19 10
varði vel, hélt ekki knettinum, en Valur ...............12 3 3 8 9:11 9
Þrjú opin golf mót á
Akureyri umhelgina
umtalsverða marktækifæri leiksins
kom á 70. mín. eftir laglega sókn KA.
Ásbjörn Björnsson gaf boltann fyrir
mark Fram á Gunnar Gíslason, sem
skallaði frá vítateigspunkti, en Guð-
mundur Baldursson varði mjög vel í
horn.
Úrslitin því 0:0 og gátu bæði liðin
því vel við unað.
Um einstaka leikmenn er óþarfi að
fara mörgum orðum, enginn leik-
maður skaraði framúr öðrum á
vellinum,, nema ef vera skyldi Guð-
mundur landsliðsmarkvörður Baldurs-
son.
í lokin er ástæða til þess að geta þess
að Ragnar Rögnvaldson, sem hefur
verið mjög iðinn við að skora fyrir KA
að undanfórnu, sat að þessu sinni á
varamannabekknum. Það undirstrikar
e.t.v. betur en margt annað það
hugarfar sem nú er gengið með til leiks
í 1. deildinni. Liðsuppstillingunni er
breytt með því hugarfari, að því er
best verður séð, að ná aðeins öðru
sti8inu- gk-Akureyri
f 1 ^
¦ Þrjú golfmót verða í gangi á sama
tíma á JaðarsveUinum á Akureyri um
verslunarmannahelgina sem í hönd
fer. Þetta era Jaðarsmótið, Ragnars-
mótið og opið mót sem gefur landsUðs-
stig. Það er því óhætt að segja að í
mörg hom verði að líla hjá kylfingum
þeim er sækja Akureyri heim, en að
sjálfsögðu verður leikiö á hinum nýja
18 holu velli GoUklúbbs Akureyrar.
Jaðarsmótið hefst á laugardag, en
það er 36 holu keppni og verða leiknar
18 holur á laugardag og 18 daginn eftir.
Þetta mót hefur um langt árabil verið
eitt vinsælasta mót ársins hjá íslensk-
um kylfingum, og nú er það aftur á
sínum gamla stað um verslunar-
mannahelgi.
Ragnar Lár gefur verðlaun í opið 36
holu kvennamót sem hefst einnig á
laugardaginn og ber heitið Ragnars-
mótið. Og þá er aðeins ógetið um
þriðju keppnina sem fram fer á
Akureyri um helgina, en það er
stigamót golfsamban-dsins.
Stigamótin eru nú aðeins fimm
talsins og er Jaðarsmótið hið næst
síðasta í röðinni, aðeins Landsmótið
eftir. Það fyrirkomulag verður viðhaft
um helgina að 36 holurnar í Jaðars-
mótinu teljastjsem fyrri hluti stigamóts-
ins, en á mánudeginum bæta þeir sem
berjast um landsliðsstigjn öðrum 36
holum við.
Sem fyrr sagði verður leikið á 18
holu vellinum á Akureyri sem var
formlega tekinn í notkun á s.l. ári. Er
reiknað með mjög mikilH þátttöku í
þessi mót að Jaðri um helgina, en
þátttökutilkynningar þurfa að hafa
borist til Jónínu Pálsdóttur formanns
kappleikjanefndar GA fyrir kl. 12 á
hádegi á föstudag (sími 96-21250) eða
í klúbbhúsið (sími 96-22974).
Anders Dahl í sínum fyrsta leik með KR-liðinu.
Mynd Ari.
Anders Dahl Nielsen
byrjaður með KR
¦ Hinn kunni handknattleiksmaður Anders Dahl Nielsen lék sinn fyrsta leik með
meistaraflokksliði KR í handboltanum í fyrrakvöld í undanúrslitum Útimótsins.
Liðsstyrkur hans dugði þó skammt, því FH sigraði í leiknum.
Anders Dahl er einn af kunnustu handboltamönnum Dana, var m.a. fyrirliði
danska liðsins sem hafnaði í 4. sæti í HM árið 1978. Hann mun bæði þjálfa
Vesturbæjarliðið og leika með því næsta vetur.
-IngH
Molar
Valur og FH
f úrslitum
¦ Valur og FH leika til úrslila á
íslandsmótinu í handknaltleik utan-
húss, sem lykur í kvöld við Ilauka-
húsið í I lafnarfirði. Leikurinn lielsl kl.
21. Á undan Itika Haukar og KR uui
þriðja sætið á mótinu.
Jafntefli hjá
drengjunum
¦ íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spymu keppir þessa dagana á Norður-
landamóti í I iwilandi. Fyrstu Iveimiir
leikjum strákanna, gegn Svíum og
Finiiuni, lauk með jafntefli, 1-1.
Valur og ÍBK
leika í kvöld
¦ Einn leikur verður í 1. dettd
knattspymunnar í kvðld. Valur og
ÍBK keppa á LaugardaLsvellinum og
hefst leikurinn kl. 20. Það verðor
vafalítið hart barist í kvöld því
leikurimi er ákailega þýðingarmikUI í
Iiimii hörðu botnbaráttu 1. deildar.
Tveir reknir af
velli fyrir
kjaftbrúk
¦ Mjög óvenjulegt er að tveir leik-
menn séu reknir af velii í fótbolt-
aiiinii, en það gerðist einmitl í leik ÍK
og HV í 3. deildinni í fyrrakvöld. Báðir
era þessir kappar í í K-liðinu og var þeim
vísað af leikveUi fyrirkjaftbrúk við dóm-
arann. HV sigraði því næsta auðveld-
lega i leiknum, 4-1, og skoraði
lmörkSkaga-