Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 12
16 vsm fÍmMTUDAGUR 29. ÍÚLÍ 1982 fréttirj orðið 99 segir veöur- fræðingurinn, Guðmundur Hafsteinsson, um vedurútlitið ¦ „Ég þori nú ekki að gera upp á milli landshluta svona á einstökum dögum um verslunarmannahelgina. Mér sýnist að yfirleitt verði vætusamt, að minnsta kosti fram að helgi," sagði Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur, þegar Tíminn bað hann að spá veðri á einstökum landshlutum um verslunar- mannahelgina. „Það er ekki ósennilegt að þorni eitthvað á laugardaginn, a.m.k. ein- hvers staðar. Þá helst á Austurlandi," sagði Guðmundur. Guðmundur taldi líklegt að hlýtt yrði víðast hvar. En ekki vildi hann lofa stilltu veðri. „Það gæti orðið einhver lægðagangur," sagði hann. -Sjó. Tjaldbúðir að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. I'ar verður mikið um dýrðir nú um helgina. Stuðmenn og Grýl- urnar í Atlavík ¦ Ungmenna og íþróttasamband Austurlands heldur útisamkomu í Atla- vík í Hallormsstaðaskógi nú um helgina. Hátíðin er nefnd „Atlavík '82" og verður dagskrá hennar sem hér segir: Þursarnir opna hátíðina klukkan 20 með tónleikum. Klukkan 22 verður dansleikur með Stuðmönnum og Grýl- uiiuni á einum palli og Tríói Þorvaldar Jónssonar á öðrum. Á laugardags- og sunnudagskvöld verður sama skipan á dansleikjahaldi. Á laugardaginn verður íþróttadag- skrá með þátttöku samkomugesta. Að henni lokinni verður hljómsveita- keppni, þar sem keppt verður um titilinn Hljómsveit ársins '82. Klukkan 24.00 verður gert hlé á dansleikjahaldi. Varðeldur verður kveiktur og flugeldum skotið á loft. Á sunnudag hefst dagskráin klukkan 2 með hátíðardagskrá. Á henni koma fram: Guðíaugur Arason, sem flytur hátíðarræðu , Ágúst ísfjörð, sjónhverfingamaður, Lafmóður Skokkan, Þórskabarett, Tríóið Laddi, Jörundur og Júlíus og Baldur og Konni. Úrslit hljómsveitarkeppninnar verða klukkan átján. - Sjó. Upplýsinga- midstöð reglu og Um- ferðarráðs ¦ Að venju starfrækja Umferðarráð og lögregla um allt land upplýsingamið- stöð um helgina. Verður þar safnað upplýsingum um hina ýmsu þætti umferðarinnar, og öðru sem ætla má að geti komið ferðafólki að gagni. Má þar nefna: ástand vega, veður, hvar þjón- ustubílar FÍB eru staddir hverju sinni og umferð á hinum ýmsu stöðum. í síma 27766 verður reynt að miðla upplýsingum eftir því sem tök eru á, en búast má við talsverðu álagi á þann síma. Fólk er beðið um að hafa það í huga. Upplýsingamiðstöðin verður starf- rækt sem hér segir: Föstudaginn 30. júlí kl. 13:00-22:00 Laugardaginn31. júU' " 09:00-22:00 Sunnudaginn 1. ágúst " 13:00-18:00 Mánudaginn 2. ágúst " 10:00-23:00 Umferðarráð hvetur fólk, sem hefur útvarp í bílum sínum, að hafa opið fyrir það, því búast má við að þar verði eitthvað fólki til glöggvunar. Þungarokk í Kjósinni - Nýbylgja í Hveragerði Félagsgarður, Kjós ¦ Um verslunarmannahelgina verða haldnir þrír dansleikir í Félagsgarði, Kjós. Tjaldsvæði verða við félagsheimil- ið, en þar er ágætis aðstaða til útiveru. Dansleikirnir verða föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld. Aðal- hljómsveit á þessum dansleikjum er hljómsveitin START, en auk hennar kemur fram hin bráðefnilega hljómsveit PASS úr Mosfellssveit. Dansleikirnir á föstudags- og laugardagskvöld standa yfir 21.00-03.00 en dansleikurinn sunnu- dagskvöld 21.00-03.00. Tjaldsvæði verða við félagsheimilið. Þar er aðstaða til útiveru góð, m.a. er þar íþróttaaðstaða. Ef næg þátttaka fæst verða sætaferðir frá eftirtöldum stöðum: Laugarvatni, Þingvöllum, Húsafelii og Reykjavík. Þá er þess að geta að aðeins 45 mín. akstur er frá Reykjavík til Félagsgarðs. Hótel Hveragerði ¦ Dansieíkir verða í Hótel Hveragerði föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Nýbylgjuhljómsveitirnar Jonee Jonee, Vonbrigði og Q4U sjá um tónlistarflutning. Laugahátíd í áttunda sinn ¦ Laugahátíð verður haldin í áttunda sinn á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu nú um verslunarmannahelgina. Að vanda er það Héraðssamband Suður- Þingeyinga sem gengst fyrir hátfðinni. Svæðið verður opnað klukkan sextán á föstudag. Klukkan 21 verður dans- leikur með Geirmundi Valtýssyni. Dans- leikurinn stendur til kl. 03.00. Á laugardag verða hljómleikar með hljómsveitinni EGO. Verða þeir frá klukkan fjórtán síðdegis til klukkan sextán. EGO leikur svo fyrir dansi um kvöldið, frá 21.00 til 03.00. Sumargleðin verður á Laugum á sunnudag. Eins og flestum er kunnugt cr efnisskrá Sumargleðinnar ætluð allri fjölskyldunni. Um kvöldið verður EGO enn með ball... „Sumartón- leikar í Skál- holtskirkju" ¦ Um verslunarmannahelgina hefjast „Sumartónleikar í Skálholtskirkju". Verða tónleikar laugardag, sunnudag og mánudag kl. 15 og síðan næstu þrjár helgar í ágúst á sama tt'ma. Að venju er mismunandi efnisskrá um hverja helgi. Fyrstu tónleikahelgina (verslunar- mannahelgin) mun Árni Arinbjarn- arson leika orgelverk eftir Sweelinck, Buxtehude og Bach. 7. og 8. ágúst flytja Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhann- Frá Þjórsárdal um verslunarmannahelgi. esson nýja kirkjutónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Helgina 14. og 15. ágúst verða flutt verk eftir Hafliða M. Hallgrímsson fyrir celló og sembal og mun Helga Ingólfsdóttir leika með tónskáldinu. Síðustu tónleikahelgina sem er 21. og 22. ágúst mun Orthulf Prunner leika verk eftir Bach. Þess má geta að aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis, og að nú getur fólk fengið bæði gistingu og fæði í húsnæði Lýðháskólans í Skálholti. Messað er í Skálholtskirkju sunnudaga kl. 21._____________________^ Átta FÍB bílar á þjód- vegunum ¦ Vegaþjónustubifreiðar FlB verða að vanda í förum um allt land um verslunarmannahelgina. Þær verða stað- settar sem hér segir: Vegaþjónustubifreið FlB 1: I Þrastar- lundi og á Þingvöllum. Vegaþjónustubifreið FÍB 2: í Víðigerði Víðidal, V-Hún. og nágr. Vegaþjónustubifreið FIB 3: í Galtalæk og Þjórsárdal. Vegaþjónustubifreið FÍB 4: Bílaverkst. Hofi í Öræfum. Vegaþjónustubifreið FÍB 5: í Borgar- firði. Vegaþjónustubifreið FÍB 6: Frá Akur- eyri um norðurland. Vegaþjónustubifreið FÍB 7: Frá Höfn í Hornafirði að Skaftafelli. Vegaþjónustubifreið FÍB 8: Frá Vík í Mýrdal að Klaustri og austurum. Vegaþjónustubifreið FÍB 9: Frá Egils- stöðum um austfirði. Aðstoðarbeiðnum er hægt að koma á framfæri á eftirfarandi hátt: FÍB 1 um veitingaskálana í Þrastariundi og Hótel Valhöll á Þingvöllum og á rás 19 á CB stöðvum. FÍB 2 um bifreiðarverkstæðið í Víðigerði sem er opið atla helgina. FÍB 3 um rás 19 á CB stöðvum. FÍB 4 um bifreiðaverkstæðið Hof í Öræfum, á rás 19 á CB stöðvum og um Fagurhólsmýri. FÍB 5 um veitingaskálann á Hvítár- bökkum og rás 19 á CB stöðvum. FÍB 6 um rás 19 á CB stöðvum. FÍB 7 um rás 19 á CB stöðvum. FÍB 8 um rás 19 á CB stöðvum. FÍB vekur athygli á því að fjöldi bíla um allt land eru búnir CB talstöðvum. Er þeim sem aðstoðar óska bent á að stöðva slíka bíla og biðja ökumenn þeirra að koma skilaboðum áleiðis til vegaþjónustubílanna. Auðvelt er að þekkja talstöðvarbflana á talstöðvar- loftnetum þeirra. „NQ er kátt í hverjum hól" ¦ „Nú er kátt í hverjum hól - gerum verslunarmannahelgina mennska" er yfírskrift útihátíðar sem Samhygð stend- ur fyrir í Þórsmörk um verslunarmanna- helgina. í frétt frá Samhygð segir: „Nú er tækifæri fyrir alla þá sem vettlingi geta valdið að taka þátt í öðruvísi verslunarmannahelgarhátíð en venjulega. Samhygð gengst fyrir þárt- tökuhátíð með sérstöku sniði. Þar geta fjölskyldur komið saman, nágrannar, vinir og vinnufélagar átt góðar stundir. Dagskráin verðurfjölbreytt: Skyggnst verður í álfabyggðir og sóst verður eftir kyngimagnaðri reynslu í Klettaborg- um," segir í fréttinni. Ennfremur kemur fram, að þátttaka sé þegar orðin mjög mikil. Og er þeim sem áhuga hafa á að vera með bent á að snúa sér til Útivistar Lækjargötu 6 í Reykjavík. Hestamanna- mót ¦ Stórmót hestamanna verður haldið á Faxaborg í Borgarfirði um verslunar- mannahelgina. Þar fara fram gæðinga- keppni, unglingakeppni og kappreiðar. Góð tjaldstæði eru í grennd við Faxaborg. Einnig eru þar góðir hagar fyrir ferðahesta og böll fyrir knapa og aðra allt í kring öll kvöldin. Hrísholt í Árnessýslu Hestamannafélagið Logi stendur fyrir kappreiðum og gæðingakeppni á móti sem haldið verður í Hrísholti í Árnessýslu um helgina. Helgihald á Þingvöllum ¦ Efnt verður til umfangsmeira helgi- halds en að vanda lætur, næstkomandi laugardag og sunnudag. Að þessu standa Þingvallaprestur og starfshópur úr Grensáskirkju í Reykjavík. Samvistir hefjast inni á Leirum klukkan 14 á laugardag með ávarpi séra Heimis Steinssonar og söng undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar og sönghóps úr Grensáskirkju. Klukkan 15 verður farin skoðunar- og gönguferð um söguslóðir og lagt upp frá Þingvallakirkju. Klukkan 17.50 er tónlistardagskrá, en laugardegi lýkur með samkomu og fjölbreyttri dagskrá klukkan 20.30. Ræðumaður kvöldsins er Örn B. Jónsson djákni. Á sunnudag hefst morgunsamvist klukkan 10, en klukkan 14 verður messa á Leirum, með nýrri tónlist, sem sönghópurinn annast. Þingvallaprestur predikar og messu lýkur með altaris- göngu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.