Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982
23
og leikhús - Kvikmyndir og leikhús
kvikmyndahornið
¦ Viiiirnir fjórir í nýjustii kvilunynd Arthur Penns: Craig Wasson, Jodi
Thelen, Michael Huddleston og Jim Metzler.
Fjórir vinir
Arthur Penns
¦ Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Arthur Penn, sem sló í gegn með
kvikmyndum sínum á sjöunda áratugnum, hefur verið atkvæðalítill á
kvikmyndasviðinu síðasta áratuginn eða svo. En nú er hann allt í einu kominn
í gang á ný og þá með kvikmynd, sem einmitt fjallar um unga fólkið á sjöunda
áratugnum og hvernig það var að alast upp á þeim umbrotaárum. Kvikmyndin
nefnist „Four Fríends" eða „Fjórir vinir", en hefur reyndar sums staðar verið
skírð upp á nýtt og kölluð „Vinir Georgiu", m.a. í Bretlandi.
Aðdáendur Penns, sem er sextug- eins og The Missouri Breaks."
ur að aldri, eru að sjálfsögðu ánægðir
með að hann hafi tekið til við að gera
kvikmyndir á ný. Penn var reyndar
þekktur sem leikstjóri á Broadway
og í bandaríska sjónvarpinu áður en
hann fór að gera kvikmyndir. Þótt
hann gerði fyrstu mynd sína 1958
nýja útgáfu af sögunni um iiilly the
Kid, þá var það fyrst árið 1962 sem
hann vakti verðugt umtal sem
kvikmyndaleikstjóri. Það var fyrir
„The Miracle Worker", sem hann
hafði áður sett á svið á Broadway
með góðum árangri. Þessi mynd
sagði frá því hvernig Helen Keller
var kennt að tala, og fengu Patty
Duke og Ann Bancroft Oskarsverð-
laun fyrir frammistöðu sína.
Eftir nokkrar kvikmyndir, sem
ekki vöktu sérlega mikla athygli:
„Mickey One", og „The Chase" með
Marlon Brando, Robert Redford og
Jane Fonda, sló Arthur Penn loks í
gegn svo um munaði sem kvik-
myndaleikstjóri með hinni umdeildu
„Bonnie og Clyde", sem telja verður
eina af betri kvikmyndum síðari
áratuga. í beinu framhaldi komu svo
tvær aðrar vinsælar myndir- „Alice's
Restaurant" árið 1969 um blómakyn-
slóðina og „Little Big Man" árið
1970.
Vart er hægt að segja að síðan hafí
Arthur Penn gert umtalsverða kvik-
mynd fyrr en þá nú, rúmum áratug
síðar. Hann gerði að vísu tvær
myndir, þar á meðal „The Missouri
Breaks" árið 1976, en þær voru
misheppnaðar.
„Ég gát ekki fundið leið til að gera
góða kvikmynd á áttunda áratugn-
um", segir hann í nýlegu viðtali.
„Mér virtist að á Nixon-árunum væri
leikur stjórnmálanna allsráðandi.
Og ég á erfitt með að minnast -
kannski fyrir utan „Nashville" -
góðrar kvikmyndar frá því á tímabili
sem hefur ekki rætur í liðinni tíð -
Guðföðurmyndirnar til dæmis. f það
minnsta tókst mér ekki að finna
reglulega eggjandi viðfangsefni. Ég
ákvað líka með sjálfum mér að gera
aldrei aftur kvikmynd fyrir peninga,
Afleiðing þessa var hlé á kvik-
myndagerð Artur Penns þar til nú,
að hann snýr aftur til þess tímabils
þegar hann náði bestum árangri í
kvikmyndagerð - sjóunda áratugar-
ins.
í „Fjórum. vinum" er Steve
Tesich handritahöfundur, og sam-
vinna þeirra tveggja hefur gengið
mjög vel. Tesich er einn virtasti
höfundur kvikmyndahandrita vestra
um þessar mundir; gerði m.a.
handrit myndanna „Breaking
Away", sem einnig fjallar um ungt
fólk, „Eyewitness" og „The World
Acording to Garp", sem nýlega hefur
verið frumsýnd í Bandaríkjunum og
byggir á metsölubók.
„Fjórir vinir" segir frá ungum
innflytjendasyni, Danilo Prozor,
sem elst upp í Chicago. Arið 1961
útskrifast hann úr menntaskóla
ásamt þremur vinum sínum - Tom,
David og svo Georgiu, sem þeir eru
allir hrifnir af. Pau fjögur eru á
skólaárunum óaðskiljanleg og
dreymir fagra drauma um framtíð-
ina. En lífið er ekki draumur, og
margt fer á annan veg en áætlað er.
I myndinni fylgir Penn ferli þeirra
fjögurra næstu árin, tengslunum
þeirra á milli og jafnframt viðbrögð-
um við atburðum líðandi stundar;
pólitískum morðum, umrótinu
vegna Víetnamstríðsins o.s.frv.
„{ kvikmyndinni er ég að reyna að
segja við fólk; sjáið til, svona var
þetta á sjöunda áratugnum . Þetta
er ekkert stórkostlegt, heldur eins og
ef ég stæði á torgi ásamt nokkrum
öðrum og væri að segja þeim, sem
eru ypgri en ég, svolítið um hvað,
það var að vera Bandaríkjamaður á
þessum tíma", segir Penn.
Elias Snæland
Jónsson
skrifar
* Atvinnumaður í ástum
** Sólineinvarvitni
** AmerískurvarúlfuríLondon
*** Lola
** CatBallou
*** Fram í s viðsl j ósið
*** Bláalónið
** Hvellurinn
Stjöraugjöf Tímans
r ¦ * + * mjög g6d ' * * g6A ' * sæmlleg • O léleg