Tíminn - 30.07.1982, Síða 1

Tíminn - 30.07.1982, Síða 1
f T * WfítH/M Kaupfélag ísfirdinga snýr vörn í sókn: rrMikil hreyfing f öllum málum” ■ Kaupfélag ísfirðinga er umfangs- mikið verslunar og þjónustufyrirtæki og sem slíkt hið stærsta á ísafirði. Við ræddum við Hafþór Helgason, kaup- félagsstjóra um rekstur og hag félagsins en Hafþór kom til starfa sem kaupfélags- stjóri árið 1980, þegar félagið var 60 ára. Hann var áður kaupfélagsstjóri í Saurbæ. „Kaupfélag ísfirðinga rekur tvö útibú, bæði á Suðureyri við Súgandafjörð og í Súðavík við Álftafjörð,“ sagði Hafþór. „Af umsvifum félagsins hér á ísafirði og í nágrenni er það hins vegar að segja að við erum með verslun í Hnífsdal, við Hlíðarveg, tvær verslanir við Hafnar- stræti, og eina við Austurstræti. Þá er að nefna timbursölu okkar við Græna- garð, byggingavörubúð og trésmíða- verkstæði og enn sláturhús, kjötfrysti- hús og geymslu, sem starfrækt er allan ársins hring. í kjötvinnslu kaupfélagsins starfa sex manns og þar er unnið alit það álegg, sem félagið selur. Á sl. ári voru fest kaup á Steypustöðinni hf. sem nú heitir Steiniðjan og starfa þar tíu menn. Alls hefur Kaupfélag ísfirðinga á milli 50 og 60 manns í sinni þjónustu. Það má segja að hér hafi verið all mikil hreyfing í öllum málum til dæmis erum við nú nýlega búnir að fá til okkar annað skipið sem hingað kemur á árinu með timbur og stál. Þriðja timburskipið fáum við svo hingað í ágúst, en það kemur með Rússlandstimbur. Við þykjumst raunar vissir um að halda okkar hlut í versluninni, þótt hinu sé ekki að leyna að okkur finnist hlutur okkar ætti að vera stærri, því við erum með besta vöruverð á Vestfjörðum, og er þá miðað við að eitthvert samval af matvælum sé talið upp úr körfunni. Við reynum að veita sem besta þjónustu eftir því sem aðstæður mögu- lega gera okkur kleift. Kaupfélag ísfirðinga er nú í um 30 ára gömlu húsi, sem er myndarleg bygging en gamal- dags. Þama þarf að verða breyting á og við þurfum að koma okkur upp nútímalegri verslun, til þess að höfða meir til nútímans. Kaupfélagið hefur látið gera teikningar að nýju sláturhúsi sem væntanlega verður byrjað á í sumar og verður það stórt skref í framfaraátt. Hins vegar er það af nýju verslunarhúsi að segja að af því hafa verið gerð tvö uppköst, en ekki er það mál til lykta leitt enn. Við höfum nú fengið lóð hjá bæjaryfirvöldum, en það gekk loks að loknu talsverðu málastappi og leystist loks með samkomulagi. Félagssvæði Kaupfélags ísfirðinga nær frá Snæfjallaströnd og inn um allt Djúp til Suðureyrar. Slátrum við fé af þessu svæði og höfum þjónustu við bændurna hér með Fagranesinu og eftir öðrum leiðum til Suðureyrar. Enn er rétt að nefna að Kaupfélag ísfirðinga er aðili að Fiskiðjunni Freyju, á þar 25% eignarhlut og hefur mann í stjórn. Enn er félagið 10% aðili að Rækjustöðinni hf., og er fyrirtækið í okkar húsnæði; Edinborgarhúsinu. Það er tvennt sem við höfum nú að meginmarkmiði á afmæli Samvinnu- hreyfingarinnar en það er í fyrsta lagi að auka félagsmálastarfið og félags- málaþáttinn, en í öðru lagi að efla verslunina, því við þurfum að hafa meiri hlutdeild í versluninni á Vestfjörðum til þess að halda okkar hlut og enn til þess að geta veitt eðlilega og sjálfsagða þjónustu, eins og kaupfélögunum ber að gera vítt og breitt um landið. En til þess ■ Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri þarf að vera sæmileg verslun við félagið. Verslun á ísafirði er dreifð á milli margra aðila og þyrfti þess með að hún yrði sameinuð meir. Fyrr á árum stóð kaupfélagið að verulegri útgerð og fiskverkun auk þjónustu fyrir byggingar- iðnað hér á ísafirði og því er ekki að leyna að um nokkuð undanhald hefur verið að ræða að þessu leyti á síðari árum, til dæmis hvað varðar umsvif í atvinnurekstri. Nú erum við hins vegar að reyna að hefja sókn á ný. Við höfum lengi haft áhuga á að ráða hingað félagsmálafulltrúa og auk þess er nú verið að gefa út nýtt blað „Samvinnu- starfið", sem við vonum að verði með nokkru myndarsniði og ætti það að koma út tvisvar til þrisvar á ári. Á síðasta aðalfundi, hinn 12. júní, kom fram að á síðasta ári skilaði félagið verulegum hagnaði. Niðurstöður rekst- ursreikninga urðu 1.8 milljón í hagnað og eignir jukust verulega. Gefur þetta tilefni til nokkurrar bjartsýni. Við erum með mikið af þjálfuðu og ágætu fólki í okkar þjónustu, þar á meðal færa iðnaðarmenn í mörgum greinum og það gerir okkur leikinn auðveldari. -AM ísafjarðarkaupstaður Bæjarskrifstofur — Austurvegi 2 — 400 ísafjörður — Sími (94)3722 Gefið yður góðan tíma er þér eigið leið um til að njóta þess er við höfum að bjóðcu Simdlaug ísafjarðar Sunnudagur., Mánudagur, 1•••#•••••••••• •: p ••♦••••:♦•• • • • • kl. 10.00-12.00 kl. 7.30-11.00 kl. 14.00-18.00 og kl. 20.00-21.30 Þriðjudagur. • • •• II • • • .• •:• • •;: Miðvikudagur., kl. 7.30-11.00 kl. 14.00-18.30 og kl. 20.00-21.30 konutími kl. 7.30-11.00 kl.16.00-18.00 og kl. 20.00-21.30 Fimmtudagur, ••••■•••••• ••••••••••••••• kl. 7.30-11.00 kl. 16.00-18.30 og kl. 20.00-21.30 kl. 7.30-11.00 kl. 16.00-18.00 og kl. 20.00- 21.00 Laugardagur........ kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-16.00 Föstudagur. Tjaldsteði Isafjarðarbæjar Við íþróttavellina er rúmgott og þœgilegt tjaldstœði, sem erum 4 km. frá sundlauginnl Á tjaldstœðinu er snyrtiaðstaða, heitt og kalt vatn, svo og rafmagn. Gjald fyrir hvert tjald er að sjálfsögðu 0.00 kr. Ekkert gjald fyrir tjaldvagna og hjóUiýsi. Verið velkomin ísafjarðarkaupstaður

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.