Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 3 i'iyii'i' „Jafnfallegt hér á vetrum sem sumrum” — segir Ulfar ■ Hótel Hamrabær var stofnað um síðustu áramót, en var áður rekið í sama húsnæði, að Mánagötu 1, Hótel Mánakaffi. „Það hafa farið fram hér breytingar á veitingasölu og herbergjum síðan við tókum við rekstri hótelsins og það er nú komið vel á veg þótt það sé ekki alveg búið, hér er veitingasalur fyrir 70-80 manns og 16 gistirúm,“ sagði Úlfar Ágústsson hótelstjo'ri í samtali við Tímann. „Til þessa hefur mest verið hjá okkur að gera í þjónustu fyrir ísfirðinga, við höfum verið hér með veislur, en nú er komið hér nýtt og glæsilegt hótel, Hótel ísafjörður, og ég á von á því að ■ Úlfar Ágústsson Hverjum^^ bjargar Æ^' það næst llX™ hótelstjóri Hótels vera tveggja hótela hér á Isafirði verði báðum til framdráttar. Hér á ísafirði er jafnfallegt á vetrum sem á sumrin og hér er eitt athyglisverð- asta skíðasvæði landsins, hreint ævin- týrasvæði, hér eru bröttustu brekkur- nar, hæsta skíðalyftan og hér fer fram árlega lengsta göngukeppni í beinni línu á landinu, og það kemur alltaf eitthvað af ferðamönnum í sambandi við hana. Reyndar held ég að fólk hafi ekki enn uppgötvað hversu góð aðstaðan er hér til skíðaiðkana. Skíðavikan hér um páskana er alltaf vel sótt, en á öðrum tímum hefur kannski ekki nógu mikið verið gert til að fá fólk hingað. í sumar var farið út í að halda hér sjósportmót sem er fyrirhugað að gera að árvissum atburði, en ísafjarðardjúp er einmitt eitthvað athyglisverðasta og skemmtilegasta hraðbátasvæði hér á landi. Ég á von á því að ísafjörður eigi eftir að verða miðstöð sjóíþrótta á íslandi, því aðstaðan er sennilega hvergi betri og fjöbreyttari en hér við ísafjarðardjúp og í Jökulfjörðunum. Þetta er stórt hafsvæði og skemmtileg strandlengja, og þetta er lokað að mestu fyrir úthafsloftinu, þannig að það er ákaflega skemmtilegt að vera hérna,“ sagði Úlfar. -SVJ Hamrabæjar Við verðum tilbúnir med bOinn, þegar þið komið! ÍSLANDSREISA íslandsreisur Flugleiða eru sumarleyíisferðir innanlands fyrir íslendinga. Nútíma íerða- máti. Flogið er til aðaláíangastaðar og ferða- mannaþjónusta notuð, rétt eins og þegar íarið er tÚ útlandá. NÚTÍMA FERÐAMÁTI íslandsreisurFlugleiða gera ráð fyrirþví aðþú og fjölskylda þín geti tileinkað sér nýtískulega íerðahœtti hér innanlands - eins og íerðaíolk gerir á ferðum sínum erlendis. Þess vegna gerir Reisupassinn þér mögulegt að að fljúga á ákvörðunarstað, en þar tekurðu við hreinum og fínum bílaleigubíl, sem þú hefur til íulira afnota á mjög hag- stœðu verði. Það er óneit- anlega þœgilegra en að ílengjast langar leiðir á misjöínum vegum á eigin bíl. REISUPASSINN Flugmiðinn í íslandsreisumar nefnist Reisu- passi. Hann veitir eiganda sínum aðgang að ýmis konar þjónustu á sérstöku verði. Reisu- passa er hcegt að kaupa til Akureyrar, Egils- staða, Homafjarðar, Húsavíkur, Ísaíjarðar, Sauðárkróks, Reykjavikur og Vestmannaeyja. Eí millilenda þarí í Reykjavík er geíinn 50% aísláttur aí íargjaldi þangað. DVALARTÍMI Lágmarksdvöl í íslandsreisu er 4 dagar, nema Reykjavíkþarsemlágmarksdvöl er 6 dagar. Hámarksdvöl er aítur á móti 30 dagar í öllum tilíellum, gildistíminn er til l.október nœstkomandi. OSA &ERNIR ■ | alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug r ÍSAFlROt SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.