Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3«. JÚLÍ 1982 ISAFJARÐAR1 Varahlutasala Almennar viðgerðir Réttingar sprautun Smurstöð ISAFJARDAR 1 Höfum áva/lt á lager: , ,Tölu vert afskiptir til þessa" — segir Reynir Adolfsson hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða Rör, svört og galvaniseruð, bolta og múrbolta, ýmsar stærðir, eirrör, plötujárn, flatjárn, prófíla í öllum stærðum, öxulstál í flestum stærðum, vinkiljárn, skúffujárn, álplötur, flatál, prófílál. VÉLSMIÐJA ÍSAFJARÐAR Fólks og vöru- bílastöð Veitum alla þjónustu Opið frá 7.45-24.00 virka daga — allan sólarhringinn Sími 3418 og 3019 ■ „Hvað má bjóða þér?: Útsýnisflug um Vestfirði, ferð til Grænlands, Hornstrandaferð með Djúpbátnum, sportbát til að sigla á um Djúpið eða Jökulfirðina, sjóstangaveiði, dvöl í rólegheitum að Reykjanesi, nú eða „pakka“ með flugi, bílferðum og bátsferðum eftir því hvað þér hentar best. Við eigum einmitt að geta gefið fólki upplýsingar um alla þessa hluti og nánast hvað eina sem það kann að hafa áhuga á í sambandi við ferðalög hér á Vestfjörðum", sagði Reynir Adólfsson, hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða, þegar við spurðum hann hvað ferðaskrifstofan hefði upp á að bjóða svo og um starfsemi hennar almennt. „Ferðaskrifstofan hefur aðeins starf- að í rúmt ár. Það voru nokkrir aðilar sem sameinuðust um að koma henni á fót, m.a. eiga Flugleiðir, bæjarsjóður ísafjarðar, Alþýðusamband Vestfjarða, Hótel ísafjörður og fleiri hlut í fyrirtækinu. En tilgangurinn með þessu var að tengja þá aðila sem starfa að ferðamálum saman, bæði til að auðvelda fólki að leita sér upplýsinga og þá jafnframt fjölga ferðamönnum hér á Vestfjörðum." Reynir sagði starfsemina í vetur aðallega hafa verið undirbúning fyrir sumarið í sumar og komandi vetur. Mikil áhersla hafi t.d. verið lögð á að auka ferðir Djúpbátsins frá því sem verið hefur undanfarin ár. f því skyni var m.a. gefin út áætlun, sem dreift var víða, um ferðir bátsins um ísafjarðar- djúp, Jökulfirði og Hornstrandir. Hornstrandamynd Ómars hafði mikil áhrif „Staðreyndin er líka sú að við höfum verið töluvert afskiptir, til þessa. Segja má að Vestfirðir hafi lítið sem ekkert verið með í ferðaáætlunum hér innan- lands, þar til kannski á síðasta ári. Því er t.d. ekki að leyna að sjónvarpsmynd, BIIAUKKSTIHI ShIii- i)<j |»j<>M11111111111ml\ rir: S»m \ K'f <111(1 S|»;iii‘ |>;il l f ui': MA/I) \ — BMW m:\ u i r— iiino KOM \ I Sl Oll alincim við<l»*rða|»j<»iiiií>la. bíla>|iiaiilun i>i2 iviiinir. Aliiicmi I>íIa\«>ni- uii \ ara- 111iila\ crMim. MISMHJJAV |»ÓR IIF. v/Suóur^öHi — SÍ.MI .‘J71 1. ísallröi eins og hann Ómar tók af Hornströnd- um, hefur haft mjög mikil áhrif fyrir okkur, og orðið til þess að marga fýsir að komast á þessa slóðir. Enda er þarna Paradís fyrir þá sem vilja losna úr hinu daglega amstri og komast út í náttúruna eins og hún getur fegurst orðið,“ sagði Reynir. - Og hafa þá margir látið verða af því? - Við ákváðum 15 ferðir þarna norður eftir, bæði í Jökulfirði og Hornstrandir. Þátttakan hefur verið það góð, að við höfum þurft að bæta við aukaferðum. Þetta er bæði fólk að sunnan og síðan útlendiner í vaxandi mæli. En einnig er mikið um að Vestfirðingar fari þarna norður eftir. Margir hér áttu þarna heima sem börn og hafa hug á að líta æskustöðvarnar aftur. Og ég hef trú á því að ferðir á þessa slóðir eigi eftir að verða mjög vinsælar í framtíðinni. Ísafjarðarhátíðir halda áfram Aðspurður taldi Reynir áð starfsemi Ferðaskrifstofunnar sé þeear farin að skila talsverðum árangri varðandi fjölg- un ferðamanna um Vestfirði, þó fleiri hafi þar einnig lagt hönd á plóginn. Þannig hafi t.d. Ísafjarðarhátíðin sem sportbátafélagið Sæfari gekkst fyrir í sumar tekist vel þótt gjaman hefði enn fleira fólk mátt koma. En það var líf og fjör hér þessa daga og útkoman sú, að haldið verður áfram með þessa hátíð í svipuðum dúr,“ sagði Reynir. Hann kvað ferðaskrifstofuna hafa samvinnu við sportbátaeigenduma, & ERNIR Mjj alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug r ÍSAFiROi SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.