Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.07.1982, Blaðsíða 6
6 FÓSTUDAGUR 3«. JÚLÍ 1982 Um ferðamarmabæinn ísafjörð „Vid höfum upp á margf og mikið að bjóða” segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri ■ Á ísafirði búa um 3.400 manns og hafa aðallega lífsviðurværi af fiskveiðum og vinnslu. Iðnaður er þar reyndar til, þótt í smáum mæli sé og má þar nefna skipasmíðastöð og fyrirtæki sem fram- leiðir rafeindastýrðar vogir fyrir frysti- iðnaðinn og fleira því skylt. Vísir að þeirri byggð, sem síðar var ísafjarðarkaupstaður var þegar farinn að myndast á seinni hluta átjándu aldar. Verulegur vöxtur ísafjarðar hófst þó ekki fyrr en með eflingu þilskipaút- gerðar um miðja síðustu öld. íbúatala fsafjarðar rúmlega tvöfaldaðist á árun- um 1850-1860 og var þá á þriðja hundrað. Á síðasta fjórðungi aldarinnar fjórfaldaðist íbúatalan og var rúmlega eitt þúsund um aldamótin. Þá var ísafjörður næstur Reykjavík og Akur- eyri að fólksfjölda. Á fyrsta aldarfjórð- ungi tuttugustu aldar hélt framfaraskeið- ið áfram, íbúatalan tvöfaldaðist og varð rúm tvö þúsund. Um 1940 var íbúatalan komin í tæp þrjú þúsund og næstu þrjá Fyrirliggjandi flestar stærðir hjólbarða, undir fólksbíla og vörubifreiðar. Fljót og góð þjónusta HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI ÍSAFJARÐAR Suðurgötu - Sími 94-3501 Bjóðum alla almenna bankaþjónustu Leyfum okkur auk þess að benda á nokkrar nýjungar í starfeeminni. Á byrgðartékkar Útvegsbankans Er nokkuð sjálfeagðara en að verða sér úti um ábyrgðarskirteini Útvegsbankans áður en lagt er af stað í sumarfríið Plús-lán Útvegsbankans Kjörorðið er: Þú safnar og bankinn bætír við. Tekjulán Útvegsbankans Sjálfkrafa réttur á tekjuláni til aUra þeirra er fá laun sín eða bætur greidd inná reikning í Útvegsbankanum: Ráðgjafaþjónusta Útvegsbankans Hefur þú notfært þér þessa nýjustu þjónustu Útvegsbankans? rö'spaatáaa á ásai?aaa)a 1AMD Sími 94-3744 ■ ísafjarðarbær áratugi stóð hún nokkurn veginn í stað, en hefur heldur þokast upp á við síðan. Á góðviðrisdögum fyllist bærinn Bæjarstjóri á ísafirði er Haraldur L. Haraldsson. Hann tók við stjórnar taumunum þar í apríl 1981 og kom þá úr fjármálaráðuneytinu. Við röbbuðum smástund við hann og spurðum fyrst hvert væri hlutverk ísafjarðar fyrir Vestfjarðakjálkann. „Það má segja að ísafjörður sé höfuðstaður Vestfjarða og nærliggjandi byggðir sækja mikið verslunarþjónustu hingað. Maður verður þess sérstaklega vai um jól og á góðviðrisdögum, þá fyllist oft bærinn." - Hver eru helstu viðfangsefni ykkar til uppbyggingar staðnum, um þessar mundir? „Á árunum 1974-75 byggðist upp nýtt hverfi hér á ísafirði, sem er kallað Holtahverfi, og þar búa um 500 manns. Á síðustu tveim árum var gert hér verulegt átak í gatnagerð og á þeim tveim árum var lagt bundið slitlag á um níu km. í kaupstaðnum, þar sem það hafði ekki verið fyrir. Nú er, held ég mér sé óhætt að segja, komið bundið slitlag á um 87% af götum bæjarins. Orkuverð hér hjá okkur er ákaflega hátt til húshitunar, allt upp í þrefalt eða jafnvel fjórfalt á við það sem það er fyrir sunnan. Við hitum húsin okkar upp á þrjá vegu. í fyrsta lagi er það olía, sem er nokkuð ríkjandi, síðan með rafmagni og svo með fjarvarmaveitu. Búið er að setja fjarvarmaveituna,í flest húsin hér á svokölluðu Eyrarsvæði, þ.e. Eyrin og hlíðin hér fyrir ofan, og lokaátakið verður gert í því í haust. Fjarvarminn er tilkominn á vegum Orkubús Vestfjarða, sem notast að mestu við rafmagn og að einhverju leyti olíu.“ Feyki vinsælar ferðir á Snæfjallaströnd og Jökulfírði - Hvað hafið þið svo upp á að bjóða fyrir ferðamenn? „Við höfum upp á margt og mikið að bjóða. Það má segja að á seinustu árum hafi vaknað ákaflega mikill áhugi hér hjá heimamönnum um að byggja upp ferðamannaiðnað hér á svæðinu og þá ekki eingöngu á ísafirði, heldur líka á nærliggjandi byggðum og slóðum. Til dæmis má nefna að ferðir hérna norður fyrir, á Snæfjallaströndina og á Jökulfirðina, eru orðnar mjög vinsælar. Þangað eru nú reglulegar ferðir með flóabátnum, Fagranesinu. Þetta ermjög mikið sótt, bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum. Hér er líka mikill áhugi á sportbátum, hér í bænum eru til um 60 slíkir, og þeir hafa tekið að sér að fara ferðir með fólk. Á síðasta ári var tekið hér í notkun nýtt hótel, Hótel ísafjörður, í nýrri og glæsilegri byggingu. Hér er líka nýleg ferðaskrifstofa, sem skipuleggur ferðir og veitir ferðamönnum margháttaða ferðaþjónustu. Tjaldstæði með baði og öUu í fögrum fjalladal Nú svo erum við með þetta sígilda, tjaldstæði fyrir ferðamenn. Það er í mjög skemmtilegu umhverfí, inni í Tungudal, sem er þröngur fjalladalur, nánast hér inni í miðri byggðinni. Þar er mjög fallegt og Buná rennur í gegnum tjaldsvæðið og maður er þama úti í guðsgrænni náttúrunni. Þar er öll hreinlætisaðstaða, með baði og öllu tilheyrandi. Þar fyrir utan erum við með bókasafn og minjagripasafn, sundlaug og sitthvað fleira. - Hvað hefur kaupstaðurinn og næsta umhverfi upp á að bjóða til náttúru- skoðunar? „Hér er stórbrotin og fögur sjón að skoða og við höfum ár með fiski hér inni í Skutulsfirðinum, þar sem menn geta fengið veiðileyfi. Þar hafa menn verið að kasta og veitt lax. Svo er héðan örstutt á mörg önnur þéttbýlissvæði og fagra staði, t.d. út í Bolungarvík og þar áfram út í Skálavík, inn í Álftafjörð þar sem Súðavík er, vestur í Súgandafjörð og Önundarfjörð og svo lengra í Dýrafjörðinn, þar sem er mikil náttúrufegurð og Arnarfjörð þar sem Hrafnseyri, Mjólká og Dynj- andisfossar ásamt mörgu öðru eru til skoðunar. Kaupstaður í þrennu Iagi Kaupstaðurinn sjálfur er uppbyggður á nokkuð sérkennilegan hátt. Segja má mweb ■■■a mj alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug k.KNIR r ÍSAFtRÐi SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.