Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 1
Sumardvalarheimili í 12 ár - bls. 8-9 Helgin 31. iúlí - 1. ágúst 172. tbl. -66. árqanqur. Breytt stefna? — bis. 5 Tvær sænskar — bls. 15 Tán- ingar — bls. 2 GULLSKIPIÐ FUNDIÐ? — „Ekki hægt ad slá neinu föstu fyrr en eikarsýnin hafa verid aldursgreind" ¦ Eftir tuttugu og tveggja ára leit benda nií likur til að gullskipið sé fundið. Skipið, Het Warpen van Amsterdam, strandaði á Skeiðarár- sandi vorið 1667. Var það á leið frá eynni Jövu til Hollands með viðkomu í Amsterdam. Leitarmenn, sem notað hafa bor við leit að skipinu á Skeiðarársandi í sumar, komu í fyrradag niður á eikarvið. „Það er ekkert sem mælir því mót að nú sé guilskipið fundið. Hinsvegar er ekki hægt að slá neinu föstu um það fyrr en búið er að greina eikarsýnin sem komu upp með bornum," sagði Þorvaldur Friðriksson, fornleífafræð- ingur sem sérstaklega hefur kynnt sér strand skipsins, í samtali við Tímann í gær. - Ef þetta er gullskipið, hvaða verðmæti eru þarna niðri? „Það geta verið gífurleg verðmæti. Samkvæmt farmskánni eru þarna rúmlega fjögur tonn af demóntum, þrjú hundruð tonn af japönskum kopar, rúmiega fimmtíu tonn af tini og eitthvað af eðalsteinum." - Hverjir eiga þennan fund? „Samkvæmt fornminjalögum, þá tilheyra allar fornminjar Þjóðminja- safninu. Ég held að meirihlutinn af þessu skipi teljist fornminjar, skips- skrokkurinn og stærstur hlutinn af farminum. Allt annað en það sem getur talist hráefni. En það er Ijóst að demantarnir og koparinn geta flokkast undir hráefni," sagði Þorvaldur. - Sjó. ¦ <¦ -*& J ¦ _,. —- npMHÉMw—¦ N^e^C^ - - *V— <*ir:ý-..... ¦¦¦¦¦¦«« s* BP ^ '"M H L> 'WíiáW' «tm -<°$0m*íit^$*$' ¦ Margrét Danadrottning við komuna tíl Keflavíkurflugvallar í gærdag. Á myndinni má sjá frá vinstri Joachún prins, Margréti, Hörð Helgason, ráðu- neytisstjóra og Paludan sendiherra Dana á íslundi. Tímamynd: FRI ¦ Konungsskipið Dannebrog hefur undanfarna daga legið fast í ís um tuttugu sjómflur fyrir utan bæinn Nassarssuag á suður-Grænlandi. Upp- haflega stóð til að danska konungsfjöl- skyldan dveldi um borð í skipinu á meðan heimsókninni fil Grænlands stæði, en nú hefur endanlega verið horfið frá þeirri hugmynd, enda útséð um að skipið næði landi í tíma. Margrét Dana drottning: STOPPAÐI KEFUVIK Á LEIÐ HL GRÆNLANDS ¦ Margrét Danadrottning kom við á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun á leið sinni til hátíðarhaldanna á Grænlandi, en Grænlendingar halda um þessar in midir upp á að eitt þúsund ár eru liöiii frá því að Eirikur rauði fyrst sigldi þangað. í för með henni var yngri sonur hennar Joachim prins, en maður hennar og eldri sonur ferðuðust með annarri flugvél, því að prinsarnir mega ekki ferðast saman í flugvél af ¦ öryggisástæðum. Mikið verður um dýrðir á Græn- landi næstu daga í tilefni hátíðarhald- anna og margt tiginborinna gesta í heimsókn. Meðal þeirra verða, auk dönsku konungsfjölskyldunnar, Ólafur Noregskonungur og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Með íslenska forsetanum verða í för Einar Agústsson, sendiherra og kona hans Þórunn Sigurðardóttir, ásamt Halldóri Reynissyni forsetaritara og konu hans Guðrúnu P. Björnsdóttur. Upphaflega stóð til að danska konungsfjölskyldan myndi dvelja um borð í Dannebrog hirðskipinu á meðan heimsóknin stæði. Það hefur hins vegar ekki komist til Narssarssuag á Grænlandi sökum ísa, og reyndar legið fast í honum undanfarna daga. í gær var síðan endanlega ákveðið að hverfa frá þeim hugmyndum, þegar sýnt þótti að ekkert horfði til bóta í þeim efnum. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.