Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 3
■ í úrhellinu undanfarið hefur margur ferðalangurinn átt í erfiðlcikum með að koma bQum sínum yfir ár. Mynd þessi var tekin við Grjótá á Kjalvegi sem venjulega er engin hindrun fyrir bQa. Nú brá hins vegar svo við að mikill vöxtur hljóp í ána og tók suma bQa nokkrar klukkustundir að komast yfir. Við vonum að ekki verði margar svona hindranir á vegum landsins um verslunarmannahelgina. Tímamynd Bruce Kalbfleisch Straumurinn um verslunarmannahelgina liggur í Húsafell, Galtalæk og Atlavík: „SÆMILEGT VEfillR, ÞO EKKI SÓLBA9SVEÐUR” ■ „Mér virðist fólkstreymið einna helst vera í Húsafell og kannski í Galtafell,“ sagði símastúlka á Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík þegar Tíminn slú á þráðinn til þeirra í gær. Sagði stúlkan að miklar annir hefðu verið á Umferðarmiðstöðinni. Margir hefðu látið bóka sig í Þórsmerkurferðir, á Þingvelli, og í Þjórsárdal. Hjá Flugfélögunum Arnarflugi og Flug leiðum fékk Tíminn þær upplýsingar að mikið væri um fólksflutninga. Á fimmtu- dag fluttu Flugleiðir um 1200 farþega í innanlandsflugi og búist var við að þeir Sjómenn segja samning- um lausum ■ „Það er klárt mái að sjómenn telja sér best borgið að vera með lausa samninga núna og hafa sagt upp samningunum,“ sagði Oskar Vigfússon formaður sjómanna- sambandsinstlhafi sagt upp samn- ingunum og þetta er í fyrsta sinn sem öll félögin standi saman um uppsögn samninga.“ Óskar sagði að samningarnir verði lausir 1. september og það sé fyrst og fremst varúðarráðstöfun sjómannanna til að vera viðbúnir ef stjórnvöld gera einhverjar ráðstafanir til hjálpar útgerð- inni, sem á einhvern hátt bitna á kjörum sjómanna. „Á hvern hátt útgerðinni verður hjálpað er okkur eðlilega ekki sama og viljum því hafa vaðið fyrir neðan okkur og hafa samningana lausa,“ sagði Óskar Vigfússon. SV yrðu á milli 13 og 1400 í gær. Hjá báðum Flugfélögunum virtist straumurinn liggja til allra átta, nokkuð jafnt. Þó skáru Egilsstaðir sig örlítið úr hjá Flugleiðum vegna þess að flestir farþeg- anna voru unglingar á leið í Atlavík. Strax á fimmtudagskvöld var búið að slá upp mörgum tjöldum í Húsafelli. í gær var fólksstreymi þangað jafnt og þétt allan daginn. Búist er við miklum mannafjölda í Húsafell um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Egilsstöðm var fólk þegar farið að safnast saman í Atlavík á fimmtudag. Þá um kvöldið var búið að slá upp allmörgum tjöldum. í gær fjölgaði og var fólk að tínast að jafnt og þétt allan daginn. Þó taldi lögreglan að fólkstreym- ið hefðist ekki fyrir alvöru fyrr en líða tæki á kvöldið. Vegaeftirlitið sagði, að ástand vega væri víðast hvar mjög gott. Búið væri að hefla flesta aðalþjóðvegi landsins og ættu þeir þess vegna að vera vel undir það búnir að taka á móti mikilli umferð. Ekki er enn búið að gera við vegaskemmdirnar í Öræfasveitinni, sem urðu í vatnsveðrinu í vikunni. Er því fólki bent á að fara norður um til Austfjarða. „Það verður sennilega suðlæg átt á öllu landinu um helgina og það má búast við sæmilega hlýju veðri,“ sagði Gunnar Hvammdal, á Veðurstofunni, þegar Tíminn spurði um veðurútlitið. „Það má gera ráð fyrir að skýjað verði, a.m.k. sunnan og vestanlands, og á þeim landshlutum verður jafnvel einhver úrkomuvottur. En inn til landsins, sérstaklega norðan- og austan- lands, má búast við sæmilegu veðri, þótt ekki verði sólbaðsveður," sagði Gunnar. ■ Sjö manna sendinefnd Æðsta ráðs Sovctríkjanna kvaddi ísland í gær eftir að hafa vcrið hér í sjö daga í boði Alþingis. Með boðinu var Alþingi að endurgjalda boð íslenskra þingmanna tQ Sovétríkjanna í fyrra. Formaður sendinefndarínnar Æðsta ráðsins, Polyakov I. er sennUega valdamesti Sovétmaður sem komið hefur í heimsókn til íslands. Hann er forscti Hvíta Rússlands, og varaforseti forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að heimsóknin hefði veríð mjög gagnleg. Nefndin hefði hitt Fríðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra og Steingrím Hermannsson, sjávarútvegsráðherra og rætt við þá flest mál er varða samskipti Íslands og Sovétríkjanna, m.a. viðskiptamál, utanríkismál, mcnningarsamskipti og samvinnu á sviði vísinda. T.v. á myndinni er Polyakov. Á innfelidu myndinni þakkar hann Sverri Hermnnnssyni, alþingismanni góðar móttökur. limamynd Ella. Ákveðid að breyta tilhögun veitingareksturs á Hótel Sögu 1. sept. Þrír starfs- menn taka við rekstri ■ Nýir veitingamenn taka viö allri veitingasölu á Hótel Sögu, 1. september n.k. Þeir sem viö taka eru Wilhelm Wessman aðstoðar hótelstjóri, Ármann Guðmundsson viðskiptafræðingur og Francois Fons matsveinn. Þeir þremenningarnir taka við rekstri Grillsins, Átthagasalarins, Súlnasalarins og Mímisbars, ásamt eldhúsi og öllu öðru, sem tilheyrir veitingarekstrinum. Wilhelm Wessman sagði Tímanum að einhverjar breytingar verði gerðar en ekki væri tímabært að greina frá þeim enn. „En menn geta haldið áfram að skemmta sér á Sögu 1. september, ef einhver á aura,“ sagði hann og bætti við að þeir félagar væru síður en svo svartsýnir á að aurar finnist til að fólk geti haldið áfram að skemmta sér. jjy Radarmálið: í lageftir helgina ■ „Ég reikna fastlega með að þetta verði komið í lag eftir helgina." Það sem Steingrímur Hermannsson samgöngu- ráðherra vonast til að verði komið í lag eftir helgina er „Radar-málið" svo- kallaða. Loksins eftir þriggja ára þóf, sér fram á að aðflugi að Reykjavíkurfiugvelli verði stjórnað með hjálp radartækjanna dýru og fullkomnu, sem sett voru upp á Keflavíkurflugvelli 1979. Tíminn sagði frá því í gær að samgönguráðherra og utanríkisráðherra hefðu orðið sammála um lausn deilunnar. Nú hafa flugmála- stjóra verið send fyrirmæli um að undirbúa að tækin verði tekin í notkun. Samkomulagið er fólgið í því að flugumferðastjo'rar í Reykjavík taki sér sæti í stólnum fræga í flugturninum á Kefiavíkurfiugvelli og stjórni þaðan aðflugi að Reykjavíkurflugvclli, þangað til tækin sem eiga að koma í Reykja- víkurflugturn og tengjast radarnum, eru tilbúin til notkunar. §y EBE sam- þykkir loðnu- veiðibann ■ Efnahagsbandalagið hefur sam- þykkt loðnuveiðibannið, sem samið var um í Osló fyrir nokkru, en þó með þeim fyrirvara að það geti ekki afturkallað 10 þúsund tonna kvóta, sem áður var búið að semja um við Færeyinga. „Við getum alls ekki unað því að Færeyingar veiði loðnu í surnar," sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra, þegar Tíminn leitaði álits hans á afstöðu Efnahagsbandalagsins. Hann upplýsti síðan að ráðuneytið væri nú í viðræðum við Færeyinga um að þeir nýti ekki þennan kvóta og hann sagðist vera bjartsýnn á að samkomulag náist um það. „Við lítum það mjög alvarlegum augum, ef Færeyingar fara að veiða loðnu núna. Það kemur ekki til mála að okkar mati,“ sagði ráðherrann. _ sy &ERNIR m m alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug ~ ÍSAFIROI SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.