Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1982 uasog grillvorur # r m * f m a m ■ i " _ |a úrvali fjölbreyttu fast BENSINSTOÐVAR SKELJUNGS Þjónustumiðstöð KASK í versluninni: SKAFTAFELU Allar nauósynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miðuó við þarfir ferðamanna. Skuttogarakaupin — athugasemd frá Kjartani Jóhannssyni, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra ■ Tíminn gerir því skóna í leiðara hinn 24/7, að stór hluti af skipastólsaukningu í ráðherratíð Steingríms Hermannsson- ar sé arfur frá mér. Þannig telur Tíminn að fyrir hafi legið Iánsloforð fyrir fiskiskipum, sem námu 5200 rúmlestum, þar af 8 togurum og 2 stórum nótaskipum, þegar Steingrímur tók við embætti sjávarútvegsráðherra og verður helst skilið að þetta sé arfur frá mér. Svo er ekki. Augljóst er, að þessar tölur eru fengnar með því að skoða eina yfirlitstöflu í gamalli skipaskrá. Sé litið aðeins nánar á þetta yfirlit kemur þó í ljós að mér verður ekki eignaður nema lítill hluti af þessum ákvörðunum. í töflunni eru taldir tveir togarar, alls um 1000 tonn, í smíðum í Portúgal. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar skuld- batt íslendinga til að kaupa þessi skip. Á sama hátt var það í tíð Matthíasar Bjarnasonar sem ákvörðun var tekin um smíði á svonefndum Flakkara og skipum fyrir Tálkna h/f og Hilmi h/f, alls um 1520 tonn. Af þessum 5200 tonnum voru því ákvarðanir teknar um nær helming- inn eða 2500 tonn í stjórnartíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Ekki var heldur gengið frá ákvörðun- um um lán til smíði á þremur togaranna á listanum, nefnilega fyrir Höfða h/f, Skagstrending h/f og Hólmadrang h/f, fyrr en eftir að Steingrímur hafði tekið við embætti sjávarútvegsráðherra. Þess- ir togarar teljast alls 1350 tonn. Eftir standa tveir togarar, fyrir Grundfirðinga og BÚR, og tveir bátar, 130 og 150 tonn, sem ákvarðanir voru teknar um innanlandssmíði á í minni tíð sem sjávarútvegsráðherra, alls 1230 tonn. f skránni eru reyndar 8 smábátar, 5-30 tonn, alls 125 tonn. Þá má eigna hverjum okkar sem er mín vegna. Arfur Steingríms frá mér var þannig ekki 5200 tonn heldur innlend smíði upp á 1200-1300 tonn, þar af tveir togarar og engin lánsloforð vegna innflutnings. Afgangnum, 4000 tonnum, eiga Stein- grímur og Matthías heiðurinn af. 'C', ■<„ I veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið frá kl. 9 til 22 alla daga Þjónustumiöstöö Kaupfélag Austur - Skaftfellinga Þjóögarðinum SKAFTAFELLI Leiðarahöfundar Tímans geta svo haldið áfram að spreyta sig á því að sanna, hvernig ákvarðanir Steingríms um innflutning á yfir 20 skipum, þar af 13-115 togurum upp á 6500 tonn til viðbótar innlendri smíði á 4 togurum og 5 bátum, sem nema um 2900 tonnum, verði til þess að minnka skipastólinn. Kjartan Johannsson. Frá ritstjóra I tilefni af grein Kjartans Jóhannsson- ar skal þetta tekið fram: 1. Smíði togaranna fyrir Höfða h/f., Skagstrending h/f og Hóhnadrang h/f. var hafln samkvæmt skýrslum Siglinga- málastofnunar áður en Steingrímur Hermannsson varð sjávarútvegsráð- herra og skrifast því á reikning fyrirrennara hans, þótt formlega væri ekki gengið frá lánsloforðum fyrr en rétt eftir stjómarskiptin. Þegar þessa er gætt, stendur það óhrakið, að þegar Steingrímur Hermannsson varð sjávar- útvegsráðherra, var hafln smíði eða veitt lánsloforð til smíða á flskiskipum, sem námu samanlagt 5200 rúmlestum, þar af 8 togarar og tvö stór nótaskip. 2. Ákvarðanir Steingríms Hermanns- sonar hafa ekki aukið flskiskipastólinn um 9400 tonn, eins og Kjartan Jóhannsson vill vera láta, því að leyfi til innflutnings hafa yfirleitt ekki verið veitt, nema skip hafi veríð tekið úr notkun eða selt úr landi. Undantekning- ar em örfá skip, sem ráðstafað hefur veríð tjl útgerðarstaða, sem höfðu orðið útundan og afkoma fólks þar byggðist á því, að úr yrði bætt. Það hefur aldrei staðið á viðkomandi þingmanni Alþýðu- flokksins að styðja slík kaup. Engin andstaða hefur verið af hálfu stjórnarandstæðinga gegn skipasmíðum innanlands, enn frá þeirrí tölu, sem Kjartan eignar þar Steingrími, ber að draga 1350 tonn eða togara Höfða h/f, Skagstrendings h/f og Hólmadrangs h/f, sem tilheyra Kjartani, eins og áður segir. Þ.Þ. Hrím til Græn- lands ■ í tilefni afmælishátíðar Eiríks rauða í Grænlandi hefur söngflokknum Hrím verið boðið til Grænlands, og mun flokkurinn halda út þann 30. júlí n.k. Að boðinu standa bæjaryfirvöld í Qaqortoq og Norræna félagið ásamt fleirum. Ætlunin er að Hrím komi fram m.a. á mikilli samkomu þann 5. ágúst, en henni verður útvarpað og sjónvarpað víða. Þess utan mun flokkurinn skemmta á ýmsum samkomum fyrir Grænlendinga og gesti þeirra, segir í fréttatilkynningu frá Hrím. Sú tónlist sem Hrím söngflokkurinn flytur er mestmegnis eigin lög og textar ásamt enskum þjóðlögum, en einnig mun flokkurinn kynna aðra íslenska tónlist. - SVJ Sýning í Rauða húsinu ■ f dag, laugardaginn 31. júlí, verður opnuð sýning í Rauða húsinu á Akureyri á verkum eftir Ingólf Arnarson. Verkin eru gerð með blandaðri tækni og saman er þeim ætlað að skila vissum heildar- áhrifum. Ingólfur stundaði nám við myndlistaskólana í Reykjavík og síðan í Hollandi. Sýningin er opin kl. 16-20 daglega til 8. ágúst. fréttir & ERNIR ■ | alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug r ÍSAFIROI SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.