Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR X. ÁGÚST 1982 HVALVEIÐIBANN - „Eigum að láta ákvörðun Hval- veiðiráðsins gilda" segir Árni Einarsson, líffræðingur ■ Fulltrúi Núttúruvcrndarniðs í íslensku sendincfndinni á Hvalveiðiráð- stefnunni var Árni Einarsson, líffræð- ingur. Við báðum Árna að segja okkur hvert álit náttúruverndarmanna væri á þeirri ákvörðun ráðstefnunnar að banna veiðar á hval frá árinu 1986 og þeim aðdraganda, sem að baki þeirri ákvörð- un liggur. „Þegar hvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 byggði það á samningi sem hvalveiðiríki gerðu með sér“, sagði Árni og hlutverk þess var fyrst og fremst það að sinna kvótaskiptingu og draga á þann hátt úr samkeppni milli ríkjanna sem stunduðu veiöarnar. Ráðinu var því ekki unnt að koma í veg fyrir að ýmsum hvalategundum væri stofnað í útrýming- arhættu. Var svo komið að langreyður, steypireyður og hnúfubakur voru komn- ir í verulega hættu, - margir stofnar höfðu verið veiddir niöur í ekki neitt að heita mátti. Pótt íslenski stofninn hafi máskc ekki farið svo langt niður, þá mátti sanrt ekki tæpara standa að ýmsar tegundir hcr hcngju á horriminni. Pannig var steypireyðurin veidd vægðar- laust, þótt menn heföu nóg af langreyð- inni. Fór enda svo aö nokkru eftir stríðið urðu mörg ríki að hætta hvalveiðum, af því að það borgaði sig ekki lengur. Þau héldu þó áfram að vera í hvalveiöiráð- inu, en tóku upp nýja stefnu, - fóru að beita sér fyrir hvalvernd. Þegar hér var komiö fór áhugi að vaxa á auðlindum hafsins og rétti allra ríkja heims til þess að hafa hönd í bagga mcð nýtingu þeirra. Þessi ríki sáu að Hvalveiöiráðið sjálft hafði ekki tök á að koma í veg fyrir ofnýtingu og gengu því í ráðið til þess að reyna að stöðva þessa þróun og votta samábyrgð sína gagnvart nýtingu þessarar auðlindar. Þarna á meðal eru fjölmennustu ríki veraldar, svo sem Indland og Kína. Þá er þcss að geta að um sama leyti ganga í hvalveiðiráðið margar hvalveiðiþjóðir sem ekki höfðu verið í ráðinu frá byrjun, svo sem Spánn, Perú, Brasilía og S-Kórea og var það vegna þrýstings frá ráðinu sjálfu, sem vildi ná sem bestri stjórn á veiðunum. Mörg þessara ríkja komu brátt auga á hve erfitt var að stjórna veiðunum og höguðu sér í samræmi við það, svo sem Ástralir, sem einhliða hættu hvalveiðum eftir harðar umræður á þingi og hafa rekið harða friðunarstefnu síðan. Þannir held ég að sú friðunarstefna sem hvalveiðiríkin sjálf hleyptu af stað hafi ekki getað endað á annan hátt en nú er orðin raun á.“ Þú gerir þá minna úr hlut almennra samtaka friðunaráhugafólks að málinu, sem barist hafa utan vettvangs hvalveiði- ráðsins? „Það er fyrst og fremst áhuginn á hafréttarmálum og nýtingu auðlinda hafsins, sem er orsökin. Hins vegar hafa náttúruverndarsamtök og náttúruvernd- arhreyfing sú sem upp spratt 1972, eftir umhverfismálaráðstefnu S.Þ. haft Itka mjög mikið að segja. Ekki síst vegna þess að farið var á síðari árum að rannsaka hvali með nýjum aðferðunt ljósmynda þá í sínu náttúrulega um- hverfi og flcira, en það var til þess að menn fóru að fá meiri áhuga á þessum skcpnum. Þá kom í ljós að þetta eru gagnmcrk dýr og að mannúðarsjónarm- ið áttu að gilda um meðhöndlun þeirra. íslendingum og Náttúruverndarráð- inu hér hefur verið gjarnt á að gera lítið úr þessum þætti málsins og þar á meðal ég sjálfur. En vel má benda á að margir fuglastofnar hér á landi eru alfriðaðir af mannúðarástæðum og þar á meðal er álftin, sem ekkert mælir gegn því að veiða, ef ekki kæmu til mannúðar og siðfræðileg sjónarmið.“ Þú vilt því líta framhjá hinum beinhörðu nýtingarsjónarmiðum? „Við íslendingar höfum reynt að gæta hófs í hvalveiðum, frá því er við hófum veiðar á ný árið 1948 og höfum aðeins rekið eina stöð með tilteknum báta- fjölda. En þrátt fyrir þetta er það svo, nú þegar nægileg gögn liggja fyrir, þá erum við að því staðnir að hafa gcngið verulega á aðalveiðistofninn okkar, langreyðarstofninn. Við höfum því ákaflega litla afsökun fyrir því að halda áfram á þann hátt sem við höfum gert. Afsökun höfðum við hins vegar svo lengi sem ekkert benti til þess að okkar stofnar væru að hrynja, þótt aðrar þjóðir yrðu að hætta. Það er nú komið í Ijós að langreyðarstofninn hefur minnkað um 2% á ári sl. 20 ár, eða alls um 40%. Við þessi tíðindi rjúka menn upp og segjast hafa rcynt að grisja stofninn, líkt og gert er í fiskveiðum, til þess að það sem eftir er vaxi betur og stækki hraðar, en sannleikurinn er bara sá að hér hcfur ekki verið um neina stefnu að ræða í veiðunum." Þú fagnar því ákvörðun ráðsins frá því á dögunum? „Já, ég get ekki annað en fagnað henni. Ég fæ ekki annað séð en að við verðum að fallast á ákvörðun ráðsins. En hinu má ekki gleyma að þetta er ekki hvalveiðibann í sjálfu sér, engin endan- leg ákvörðun um að hætta hvalveiðum um aldur og ævi. Þetta er tímabundið bann, sem er alltaf til endurskoðunar. í samþykktinni er gert ráð fyrir að málið verði árlega skoðað og ekki síður cn 1990 verði farið vandlega niður í saumana á stöðunni. Nú er það mest um vert að mcnn gefi sér tíma til að meta stöðuna og losna við óvissuþáttinn. Hagsmunir hvalveiðifyr- irtækja hafa til þessa fengið að ráða of miklu, því þegar um hefur verið að tefla gjaldþrot fyrirtækja og atvinnu ein- ■ Árni Einarsson. hverra manna er erfitt fyrir ríkisstjórnir að meta málin rétt. Hvalveiðar eru ekki einkamál hvalveiðiríkjanna. Einir sér höfum við ekki leyfi til að ráðskast með hvalinn og það þótt hann sé innan okkar lögsögu. Meðan við getum ekki sýnt fram á að veiðar okkar séu óyggjandi áhættulausar og búum undir alþjóðlegum þrýstingi, ættum við að láta ákvörðun hvalveiði- ráðsins gilda.“ -AM Tíminn leitar álits fjögurra aðila sem bekkia til maisins, nver á sínu sviði Viðhorfið nú að hval- veiðar séu ekki einkamál einstakra ríkja Rætt við Kjartan Júlíusson, fulltrúa, um hvalveiðiráðsins starfshætti Alþjóða ■ Kjartan Júlíusson, fulltrúi í sjávar- útvegsráðuneytinu, sat fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í íslensku nefndinni. Við ræddum við hann og spurðum um hvernig störfum ráðsins væri háttað. „Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins kemur saman um það bil mánuði fyrir aðalfund ráðsins á hverju ári og starfar í tvær vikur," sagði Kjartan. „Á fundum sínum metur hún fram komin gögn frá vísindamönnum hvalveiði- þjóða og annarra sem þar eiga sæti. Þarna hafa menn auðvitað skiptar skoðanir eins og annars staðar, en þær niðurstöður sem nefndin kemst að eru að endingu lagðar fyrir tækninefnd ráðsms. Því miður verður það þó að segjast að síðustu árin hefur nefndin oftaren ekki verið klofin í sinni afstöðu og áberandi að þrír til fjórir vísinda- menn þeirra þjóða sem afdráttarlaust styðja hvalafriðun hafa oft á tíðum sett fram tillögur sem gjarna ganga miklu skemur en annarra vísindamanna. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni, þar sem þetta hefur áhrif á þá viðmiðunartölu sem ræður endanlegri úthlutun á kvótum. Því hafa menn stöðugt verið að skera kvótann niður á undanförnum árum. En hins ber að gæta að fáir vísindamenn kunna eins að hafa rétt fyrir sér og meirihlutinn, svo ekkert er hægt að fullyrða afdráttarlaust um rangt og rétt. En þetta vekur upp spurningar um hin vísindalegu vinnubrögð. Þá er að nefna svonefndar undirnefnd- ir sem starfa að ákveðnum málaflokk- um, stjórnunarmálum, fjárhagsmálum og ýmsum öðrum málum, en þær sitja vikuna fyrir aðalfundinn og vinna að skýrslugerð um þessa hluti og skila niðurstöðum til tækninefndarinnar. Tækninefnd Um tækninefndina er það svo að segja að hún er upphaflega svo til komin að ekki nema hluti aðalfulltrúa átti sæti í henni. Mörg undanfarin ár hefur það hins vegar verið svo að allt hvalveiðiráð hefur átt sæti í tækninefnd og nefndin hefur þannig verið vettvangur megin- umræðnanna. Öll atriði sem eru á dagskrá hvers fundar eru tekin til meðferðar þarna og málum ráðið til lykta með einföldum meirihluta. Hefur það orðið til þess að hvalfriðunarríki fara jafnan með sigur af hólmi, enda í miklum meirihluta. Þegar tækninefnd hefur lokið störfum skilar hún svo sínu áliti til aðalnefndar. Hefur þessu verið þannig háttað undanfarin ár að tækni- nefndin hefur starfað fyrri hluta dagsins, en aðalnefndin svo tekið við og afgreitt málin endanlega. Á fundinum nú varð hins vegar sú breyting á að tækninefndin var að störfum allan tímann, eða frá mánudegi og fram á fimmtudag og störf aðalnefndarinnar hófust loks á föstudag. Má segja að þar hafi hlutirnir gengið fljótt fyrir sig, því á laugardagskvöld var öllu saman lokið. Eins og Ijóst má vera af framansögðu, þá gerir ráðið hverju máli skil í tveimur umræðum. Alþjóðleg stofnun Inn í þessa keðju koma svo fundir ■ Kjartan Júlíusson. aðalfulltrúa, en mjög mörg mál eru torleyst og erfið viðureignar og því hefur skapast sú venja að formaður ráðsins eða formaður tækninefndar haldi þessa óformlegu fundi, þar sem ekki er ætlast til að aðrir mæti en aðal fulltrúar, en þannig er reynt að auka möguleika á að leysa málin fyrirfram. Það hefur að undanförnu verið deilt um það form að ráðstefnuna sitji fulltrúar sem ekki hafa hugmynd um út á hvað málin raunverulega ganga, en ráða þó úrslitum mála. En það er gert ráð fyrir að nefndin sé alþjóðleg stofnun og nú orðið er viðhorf manna það að hvalveiðar séu ekki einkamál neins einstaks ríkis. Ég hef auðvitað mína persónulegu skoðun á því hvernig bregðast ætti við ákvörðun ráðsins frá því á dögunum, en tel ekki rétt að tíunda hana hér. Ég hef nýlega lokið við skýrslu til ráðherra um ráðstefnuna sem hann mun hafa hliðsjón af áður en ákvörðun verður tekin um hvort mótmæla eigi ákvörðuninni eða ekki og ég geri ráð fyrir að hann muni skera úr því máli innan tíðar." - AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.