Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 5 heillaspor eða frumhlaup „Tilfinningasem- in er látin gilda" — segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. ■ Engan íslenskan aðila kynni ákvörð- un Hvalveiðiráðsins að hitta jafn hastarlcga sem Hval hf. sem stundað hefur hvalvciðar hér við land frá árinu 1948. Því spurðum við framkvæmda- stjóra Hvals hf. Kristján Loftsson að því hvcrnig honum litist á síðustu atburði. „Nei, þetta kom mér ekki á óvart" segir Kristján Loftsson. „Þetta hefur verið á döfinni, frá því um 1972 og þessar tillögur hafa legið á borðinu hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu frá því þá, ef ég man rétt. Eftir því sem mér skilst hefur aðildin að hvalveiðiráðinu gengið kaupum og sölum og því er ekki að furða að ráðið er orðið undarleg samkoma. Til dæmis kom inn á fund ráðsins í fyrra á síðasta degi, Chris nokkur Davy, sem hafði komið til íslands að bjóða fram umtalsverða fjárhæð, ef menn hér vildu hætta hvalveiðum. Mætti hann á fundinn sem fulltrúi St. Vincent Grenedine eyja og var hvergi brugðið. Þannig eru fulltrúar ýmissa rt'kja bandarískir ríkis- borgarar, búsettir þar í landi og víst er að mikið baktjaldamakk er í kring um þetta allt. Ég efast ekki um að þessir aðilar hafa einnig mörg ríki í handraðan- um, sem hóa hefði mátt í hefði þörf gerst. í stofnskrá ráðsins frá 1946 var sett ákvæði sem gerir þeim þjóðum sem það vilja kleift að gerast aðilar, með því að tilkynna ósk sína í Washington, sem svo er send til Bretlands. Skiptir engu hvort þær hafa nokkru sinni nálægt hvalveiðum komið. 1946 voru eingöngu ríki í ráðinu sem áttu hagsmuna að gæta og ég held að menn hafi ekki áttað sig á þessum veikleiká í stofnskránni þá. Onnur stofnun, sem sér um nýtingu hafsvæða við Suðurskautið hefur til dæmis þær reglur að aðild er einskorðið við þá sem stunda rannsóknir á svæðinu cða stunda þar veiðar. Þar hafa menn lært af þeim mistökum sem urðu með hvalvciðiráðið. Kannsk® má minna á laxveiðisantninginn í vctur milli íslands, Færeyja, Danmörku, Kanada og Græn- lands en þar komu óviðkomandi þjóðir ekki nærri. Menn gætu séð fyrir sér að einhverjar eyjar í Karabíska hafinu hefðu komið á vettvang og sagt stopp viö öllum laxveiðunt.í sjó. Þessir aðilar hafa varast vítin hjá hvalveiðiráðinu." Hvað um röksemdir friðunarsinna? „Það er fyrst og fremst tilfinninga- scmin sem látin er gilda. Á ráðstcfnun- urn hefur það kveðið við og einkum frá amerískum fulltrúum hinna og þessara smáríkja, að hvalirnir séu „highly intelligent mammals," og greindari en maðurinn ef eitthvað væri. Auðvitað mcga menn hafa þessa skoðun, en víst er að ég fæ ekki fallist á hana." Hvað um hugmyndina um nýtt „hvalveiðiráð“? „Auðvitað hafa ýmsar hugmyndir skotið upp kollinum, því menn vilja halda í veiðarnar sem lengst. Þetta er 35. vertíðin sem nú stendur yfir hjá Hval hf, og veiðarnar hafa verið þær sömu öll þessi ár og bátafjöldinn hinn sami. Býst ég við að þeir séu fáir hér á landi sem geta sýnt fram á jafn stöðuga og jafna veiði og við. Ég held að það þyrfti að skrúfa fyrir veiðar á mörgum sviðum, ef þær yrðu að sýna jafn góð vísindaleg gögn urn afla, sókn og stofna og hvalveiðarnar hafa gert." Óttast þú að íslensk stjórnvöld fari að samþykkt hvalveiðiráðsins af ótta við refsiaðgcrðir Bandaríkjanna? „Mér skilst að þau bandarísku lög sem hér er vísað til komi ekki til skjalanna fyrr en farið verður að ganga á samþykktir hvalveiðiráðsins. Bannið kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1986, þótt það verði að mótmæla því innan 90 daga. Því vcrð ég að segja upp á dönsku: Den tid den sorg." Mér þætti undarlegt ef stjórnvöld hér mótmæla ekki þessari samþykkt áður en 90 dagar cru liðnir. Auglýsinga herferðir um refsiaðgerðir gagnvart hvalveiði- þjóðum hafa verið í gangi árum saman og ég tel að almenningur í Bandaríkjun- um taki lítið mark á þessu. Verði framtíðin hins vegar sú að banna hvalveiðar um aldur og ævi og herskarar af hvölum svamla um höfin og cta þann fisk sem þeir komast yfir, eins og búrhvalurinnsem að90% lifiráfiski, t.d. grásleppu og karfa þá held ég að lleiri en við förum að hugsa sinn gang." - AM Sjá næstu síðu iSLENSKU DBS REIÐHJÓLIN SIÚÐUST PRÓFB ME) SÚMA fjjáaryfirSteÍ Á Núpsvötnum á Skeiðarársandi Lokið er einni mestu prófraun sem nokkur reiðhjól hafa orðið að þola fyrr og síðar. Vegna íslenskrar iðn- kynningar skipulögðu Ungmenn- félögin hringleið um landið þar sem um 5000 manns hjóluðu á þremur DBS reiðhjólum. Samtals voru hjólaðir um 10.000 kílómetrar yfir vegi og vegleysur ár og foröð. Var reiðhjólunum hvergi hlíft, allajafnan fílefldir óþreyttir menn á baki sem skeyttu oft lítið um afdrif gæðinga sinna. Reiðhjólunum var í engu breytt til ferðarinnar, og enginn við- gerðarmaður var með í förinni á vegum Fálkans. Finnur Ingólfsson starfsmaður UMFÍ var í hringferðinni allan tíman. Hann sagði meðal annars í ferðabók. „(slensku DBS reiðhjólin reyndust okkur frábærlega i alla staði. Eg er persónulega sann- færður um að engin önnur reiðhjól sem ég hef kynnst hefðu þolað þá meðferð sem þessi fengu í ferðinni hjá okkur.“ Alþjóðasamband lögregluvarðstjóra FIFSP, valdi DBS reiðhjólln þau öruggustu í umferðlnnl árið 1981. Valið var úr öllum helstu tegundum relðhjóla á markaðnum í Vestur-Evrópu. Hjólað í einum áfanga upp Almannaskárð. KOSTASOÐ i TIŒF/Ví ÍSŒNSKRfíR IÐNKYNNMGAR Til ágústloka bjóöum viö landsmönnum að eignast íslensku DBSreiöhjólin á einstökum vildarkjörum. Veittur veröur 20% staögreiösluafsláttur eöa 15% áfslátíur meö 1000 kr. útborgun og eftirstöðvar á allt að 4 mánuðum. Útsölustaöir: Pfpulagnlngaþjónustan, Ægisbraut27, Akranssi Verslun Elnars Gu&tlnnssonar ht., Vitastig 1, Boiungarvlk Kaupfélag Hvammsfjarðar, D-30, Búðardal______________________ Vershmln Skógar, Dynskógum 4, Egilsstðoum___________________ Kaupfélag Þingeyinga, D-112, Húsavlk_______________________ Kaupfélag Austur Skaftfellinga, Hðín Hornalirði_______________ Kaupfélag V-Skaftfollinga, Kirkiubæjarklaustri___________ Elrlkur Ásmundsson, Neskaupsstað_________________ Kaupfélag N-Þlngeyinga, Rauíarhðln___________________ Versl. Húslð, 340 Stykkishólmi_____________ Kaupfélag Langneslnga, Langanesvegi, Þðrshðtn Hannes Halldórsson, Skarðshlíð 11H, Akureyri Kaupfélag Borgflrftlnga, D-4, Borgarnesi_________________ Jón Halldórsson, Drafnarbraut 8, Dalvlk____________________ Verslunin Báran, Halnargötu 6, Grindavík__________________ Verslunin Mosfell, Þrúftvangi, Hellu_____________________ Kaupfélag V-Húnvetnlnga, Hvammstanga________________ Verslunln Neistl, Strandvegi 80, Isafirðl___________________ Kaupfélag Þlngeyinga, Kðpaskeri__________________ Verslunin Valberg, Strandgötu 4, Ólalsfirði ________________ Kaupfélag Skagfirftlnga, Aðalgölu21, Sauoárkróki________________ Versl. Rafeind, Bárugötu 11, Vestmannaevlum Viðar Garðarson, Kambagerði 2, Akureyri_____________________ Kaupfélag Húnvetnlnga, D-303, Blðnduósi____________________ Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, Dalasyslu____________________ Hrannarbúðin, Hrannarslig 5, Grundarfirði_________________ Bókaverslun Þ. Stefánssonar Garðarsbraut 9. Húsavik_____________________ Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvðllur _________________ Hennlng Kjartansson, Halnargötu 55, Keflavik_____________________ Reiðhjólaverkstæðlð Hjóllð, Hamraborg 9, 200 Kópavogi_________________ Vélasmiðan Sindri, Olafsvik_________________ Versl. Ölfusá, Eyrarvegi 5, Selfossi______________ Kaupfélag V-Skaftfelllnga, Vik I Mýrdal Kaupfélag Vopnfirðlnga, Vopnafirði Efpmi^Ákt FÁLKINN® SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.