Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 Stef nubreyting Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálum ■ Frá undirrítun nýja viðskiptasamningsins milii íslands og Sovétríkjanna. Tímamynd: Róbert ■ Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefur að gefnu tilefni sam- þykkt tvær ályktanir, sem snerta utanríkisviðskipti. Fyrri ályktunin er á þessa leið: „Vegna þeirrar umræðu, sem orðið hefur í tilefni undirritunar efnahags- samnings milli Sovétríkjanna og ís- lands, vill stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna taka fram: Allt frá árinu 1953 hefur SH átt umfangsmestu viðskipti allra íslenzkra fyrirtækja við Sovétríkin. Viðskipti þessi hafa reynzt traust og hagkvæm fyrir íslendinga, og þótt við höfum sótt á um að úr þessum viðskiptum yrði, hafa þau ávallt verið gerð án pólitískra skilyrða, enda aldrei upp á slíku bryddað af hálfu viðsemj- enda okkar. Að fenginni þessari reynslu lýsir stjórn Sölumiðstöðvarinnar fullum stuðningi við þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að undirrita nýgerðan efna- hagssamning við Sovétríkin.“ Síðari ályktunin hljóðar þannig: „Að gefnu tilefni telur stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að íslendingar, sem eiga afkomu sína svo mjög undir útflutningsverzlun, hljóti að hafa sitt sjálfstæða viðskiptaráðu- neyti, sem rætt geti við erlend viðskiptaráðuneyti á jafnræðisgrund- velli. Því verður að telja óheppilegt að sameina viðskiptaráðuneyti og utan- ríkisráðuneyti. Þá vill SH lýsa fullum stuðningi sínum við störf Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra, sem á löngum starfs- ferli hefir leyst á erlendum vettvangi fjölda erfiðra verkefna til hagsbóta fyrir íslenzka útflutningsatvinnuvegi." Tilefni þessarar ályktana SH er bersýnilega öðrum þræði hin breytta utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í afstöðu málgagna flokks- ins og ályktun meirihluta þingflokks- ins til hins nýgerða samnings við Sovétríkin og felst í því að blanda saman utanríkisverzlun og stjórnmál- um. Hinum þræði eru svo þessar ályktanir sprottnar af því, að Morgun- blaðið réðist í sambandi við þessi skrif mjög ómaklega á Þórhall Ásgeirsson ráðuneytisstjóra og aðra embættis- menn og fulltrúa stofnana, sem áttu beina og óbeina aðild að umræddri samningsgerð. Þar sem hér er um að ræða róttæka breytingu á utanríkisstefnu meirihluta stærsta stjórnmálaflokksins, þykir hlýða að draga saman nokkurt yfirlit um, hver er munurinn á fyrrverandi og núverandi stefnu flokksins í þessum efnum. „Mikil tíðindi og góð“ Ólafur Thors sem sjávarútvegsráð- herra og Bjarni Benediktsson sem utanríkisráðherra höfðu forgöngu um að hafin voru meiri háttar viðskipti við Sovétríkin. Þetta bar þann árangur, að undirritaður var í Moskvu 1. ágúst 1953 viðskiptasamningur milli íslands og Sovétríkjanna. Öll viðskipti við Sovétríkin síðan hafa byggzt meira og minna á grundvelli þessa samnings. Undirritun þessa samnings fór fram rúmum mánuði eftir að Rússar beittu skriðdrekum í Austur-Berlín til að dreifa kröfugöngumönnum. Sá atburð- ur, sem gerðist á þjóðhátíðardegi íslendinga, vakti mikla andúð víða um heim, m.a. hér á landi. Ólafur og Bjarni töldu þó, að hann mætti ekki hafa áhrif á samningagerðina við Rússa. Það ætti að vera grundvallar- atriði í utanríkismálum að blanda viðskiptum og sljórnmálum ekki saman. í tilefni af undirritun áðurnefnds samnings flutti Bjarni Benediktsson ræðu í útvarpinu daginn eftir (2. ágúst) og mæltist m.a. á þessa leið: „Þetta eru mikil tíðindi og góð, því að engin þjóð er jafnháð utanríkis- verzlun um afkomu sína og við íslendingar. Með samningum þeim, sem nú hafa náðst hefir verið seldur 1/3 freðfiskframleiðslu landsins á þessu ári og svipaður hluti af væntanlegri framleiðslu næsta árs. Einnig hefir selzt 1/3 hluti af áætluðu saltsíldarmagni Norður- og Austur- lands í sumar, og að minnsta kosti helmingur af væntanlegu saltsíldar- magni Suð Vesturlands í sumar og haust og verulegt magn af freðsíld þaðan. í staðinn fyrir þessar afurðir fáum við nauðsynjavörur, svo sem brennsluolíur, benzín, kornvörur, sement og járnvörur. Mega þetta teljast hagstæð skipti. Með samningum þessum fæst ekki aðeins aukinn útflutningur heldur einnig sú trygging, sem er í því að selja framleiðslu okkar til sem flestra landa. Það hefur ætíð verið skoðun mín, sem ég hefi marglýst og stöðugt fylgt í framkvæmd, að fyrir land, sem hefur jafn einhæfa framleiðslu og ísland sé nauðsynlegt að tryggja markaði sem víðast, svo að það verði engum einum aðilja um of háð í viðskiptum.“ Sögulegt síðdegisboð Því verður ekki haldið fram um þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, að þeir hafi verið aðdáendur hins rússneska stjór-nkerfis. Þeir voru svarnir andstæðingar þess. Þeir töldu það hins vegar rangt, að það væri látið standa í vegi eðlilegra og vaxandi viðskipta milli íslands og Sovétríkj- anna. Glöggt dæmi er að finna um þessa afstöðu Bjarna Benediktssonar frá sumrinu 1968 þegar Rússar voru að þjarma að Tékkóslóvakíu. Þá var staddur hér rússneskur ráðherra og var erindi hans að fá framlengdan við- skiptasamning milli íslands og Sovét- ríkjanna. Margir töldu þá, að rétt væri að fresta framlengingunni vegna atburð- anna í Tékkóslóvakíu. Bjarni Bene- diktsson, sem þá var forsætisráðherra, sagði nei. Það ætti ekki að blanda saman viðskiptum og stjómmálum. Því til áréttingar fór Bjarni í síðdegisboð til rússneska sendiherrans eftir að framlengingin hafði verið undirrituð. Hann hafði þá með sér Gylfa Þ. Gíslason og Emil Jónsson. Þeir þremenningar létu það ekkert á sig fá, þótt hópur nokkurra Heimdellinga stæði úti fyrir til að mótmæla undirrituninni. Vegna þessara mótmæla Heimdell- inga hefur þetta síðdegisboð þótt eitt hið sögulegasta hér á landi, og þó einkum vegna viðbragða Bjarna við mótmælunum. Samningurinn í Helsinki Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi enn framangreindri stefnu þeirra Ólafs og Bjarna meðan Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra 1974-1978. í sam- ræmi við það undirritaði hann Hels- inkisáttmálann svonefnda 1. ágúst 1975, en hann fjallar m.a. um stóraukna efnahagslega samvinnu landanna. í efnahagskafla sáttmálans segir m.a.: „Þátttökuríkin gera sér grein fyrir því, hve mikilvægt það erfyrir þróun viðskipta- og efnahagssamskipta, að viðskiptatengsl séu bætt og trúnaður í viðskiptasamböndum aukist í kjölfar þess; Munu gera ráðstafanir til þess að bæta frekar aðstæður til að auka tengsl milli fulltrúa opinberra aðila, ýmissa stofnana, fyrirtækja, firma og banka, sem fjalla um utanríkisviðskipti, sér- staklega, þar sem það telst gagnlegt, milli seljenda og neytenda, vöru og þjónustu í þeim tilgangi að athuga viðskiptatækifæri, ná samningum og tryggja framkvæmd þeirra og veita þjónustu, eftir að kaup eru um garð gengin; Munu hvetja stofnanir, fyrirtæki og firmu, sem vinna að utanríkisviðskipt- um, til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að flýta framgangi viðskipta- samningaviðræðna; Munu gera frekari ráðstafanir í því skyni að bæta vinnuaðstöðu fulltrúa erlendra stofnana, fyrirtækja, firma og banka, sem vinna að utanríkisviðskipt- um, einkum í samræmi við þið, sem hér segir: - Með því að afgreiða á eins vinsamlegan hátt og kostur er beiðnir um að fá að skipa fastafulltrúa og koma á fót skrifstofum í þessum tilgangi; - Með því að hvetja til að allir fulltrúar ofangreindra aðila njóti sem beztrar og jafnastrar aðstöðu á hótelum, til fjarskipta og annars, sem þeir venjulega þarfnast, auk þess sem þeir fái heppilegt húsnæði til skrif- stofureksturs og bústaðar; Munu auk framangreinds hvetja til vaxandi skipta á upplýsingum um efnahags- og viðskiptamál, með, þar sem við á, sameiginlegum nefndum um efnahags-, vísinda- og tæknisam- vinnu, þjóðbundnum og sameiginleg- um verslunarráðum og öðrum viðeig- andi aðilurn." Hér er að finna ákvæði um miklu víðtækara samstarf og fyrirgreiðslur en í hinum nýja samningi við Sovétríkin, t.d. varðandi dvalarleyfi og útvegun íbúðarhúsnæðis fyrir sendi- menn stofnana og fyrirtækja. En þetta er ekki eina samkomulagið við Sovétríkin, sem Geir Hallgrímsson undirritaði. Þegar hann fór í heimboð til Sovétríkjanna 1977, undirritaði hann og Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna yfirlýsingu um að vinna að auknu samstarfi ríkjanna á sviði efnahags- og viðskiptamála. Olíumálin Illu heilli hafa síðustu árin hafizt til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins öfl, sem af pólitískri þröngsýni vilja hverfa frá hinni hefðbundnu íslenzku stefnu að blanda ekki saman viðskiptum og stjórnmálum. Þessi öfl vilja draga sem mest úr viðskiptum við Austur- Evrópu og jafnvel hætta þeim með öllu. Vegur þessara afla innan Sjálf- stæðisflokksins hefur bersýnilega auk- izt við stjórnarskiptin, sem urðu fyrir tæpum tveimur árum í Bandaríkjun- um. Halldór Ásgrímsson vék nýlega í viðtali við Tímann að áhrifum, sem þessi öfl hefðu haft á viðskiptamál landsins. Halldór Ásgrímsson sagði: „Það gerðist fyrir nokkrum árum, þegar olíuverð hækkaði hvað mest, að upp ruku aðilar hér á landi og töldu olíuviðskipti okkar við Sovétríkin vera mjög óhagstæð og kröfðust þess, að fram færi athugun á því, hvort við ættum ekki að beina þessum viðskipt- um okkar eitthvað annað. Það var gert vegna þrýstings frá sjálfstæðismönn- um. Mér er hins vegar kunnugt um, að olíuverð er hér nokkru hærra í dag en það væri, ef við hefðum haldið áfram þeim olíuviðskiptum, sem við höfum, á sama grundvelli. Olíufélögin hér gerðu samninga við aðra aðila og útkoman varð sú, að hagsmunir landsins biðu nokkurn hnekki. Það verða sjálfstæðismenn að hafa í huga, þegar þeir eru að blanda saman viðskiptahagsmunum íslands og Sovét- ríkjanna við almenna heimspólitík, að þeir gæti sín á að skaða ekki hagsmuni landsins í einhverri áróðursherferð.“ Uggvænleg stefnubreyting Fullan sigur hafa þessi öfl, sem vilja ■ rjúfa viðskiptin við Austur-Evrópu- löndin, þó ekki unnið innan Sjálfstæð- isflokksins fyrr en nú í sambandi við nýja samninginn við Sovétríkin. Aðal- málgagn Sjálfstæðisflokksins, Morg- unblaðið hefur rekið skefjalausan áróður gegn honum og er tilgangurinn augljóslega sá að draga úr viðskiptum við Sovétríkin. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hefur tekið undir þetta. Að vissu leyti má þó þakka áðurnefndum blöðum fyrir þessar umræður. Þær hafa leitt í ljós, að allar ásakanir um að samningurinn geti verið íslendingum eitthvað skaðlegur, eru fullkomlega úr lausu lofti gripnar. Þær hafa upplýst, að íslendingar hafa farið í slóð margra þjóða, sem hafa gert hliðstæða samninga til að treysta viðskiptin við Sovétríkin, án nokkurra pólitískra skuldbindinga. Umræðurnar hafa sýnt, að vel hefur verið haldið á málum af hálfu íslendinga og því eiga þeir menn, sem hér voru í forsvari þeirra, allt annað skilið en brigzlyrði, sem nálgast það, að þeir séu sakaðir um landráð. Þess ber vel að gæta, að margir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins, m.a. ráðherrar hans, eru andvígir þeirri stefnubreytingu, sem orðin er hjá meirihluta þingflokksins og málgögn- um flokksins. Sú stefnubreyting er engu að síður uggvænleg. Hún gæti orðið viðskiptahagsmunum þjóðarinn- ar stórskaðleg, ef hún næði fótfestu. Þess vegna er það þakkarvert, að Alþýðuflokkurinn hefur ekki látið það hafa áhrif á sig í þessu máli, að hann er í stjórnarandstöðu, heldur lýst hiklaus fylgi við þá stefnu, sem hann metur þjóðinni fyrir beztu og íslend- ingar hafa verið sammála um þangað til nú. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mhm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.