Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 14
14 mmmm HHHHrannBnUHHHB SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 mn SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 ■ Það er vesin á Hrafni Gunnlaugs- syni. Hann stendur í stofunni heima hjá sér, snýst í kringum sjálfan sig, talar í símann, gefur skipanir í allar áttir. Eftir aðeins rúman hálfan mánuð ætlar hann að frumsýna nýja kvikmynd - „Okkar á milli í hita og þunga dagsins" - og undirbúningur er á lokastigi. Það þarf að skoða uppgjör, huga að plakati, tala við þennan, hitta hinn, og boða þann þriðja á fund. Helst í dag. Hvað er á stundarskránni? Svo sest hann loks niður, með sódavatnið, andvarpar og dæsir. Lífið er svona. Ég kveiki á segulbandinu og það sem hér fer á eftir er tekið beint upp af því. - Hrafn, þegar ég átti dálítið viðtal við þig í vetur sagðirðu að upphaflega hefðir þú ætlað að verða rithöfundur eingöngu, en farið út í kvikmyndagerð vegna þess hversu starf rithöfundarins er einmanalegt. Þú hafir þurft að vera innan um fólk. En varla var þetta alveg svona einfalt, eða hvað? „Ég skal segja þér, þetta var nefnilega næstum því svona einfalt. Þegar ég fór i menntaskóla var ég farinn að halda að það stæði mér nærri að fara út í listir, og þarna í menntaskólanum varð þessi hugmynd til: að verða rithöfundur, fara að skrifa. Þá var ég fyrst og fremst að hugsa um leikrit, en á þessum árum voru að koma hér fram fyrstu íslensku leikritin sem hægt var að taka í alvöru. Þegar ég var í sjötta bekk, minnir mig, vildi svo til að Leikfélag Reykjavíkur átti eitthvert stórafmæli og þeir auglýstu leikritasamkeppni í tilefni af því. Ég settist niður, skrifaði leikrit og sendi í þessa samkeppni, undir dulnefni eins og ráð var fyrir gert. Það var lítill einþáttungur sem ég sendi, heitir Saga af sjónum, þó svo beðið væri um heilskvöldsverk. Ég held að það hafi borist eitthvað um þrjátíu leikrit og niðurstaðan var sú að verðlaununum var skipt milli Jökuls Jakobssonar, heitins og Birgis Sigurðssonar. Mig minnir að það hafi verið fyrir Kertalog og Pétur og Rúnu. En jafnframt hafði dómnefndin tekið út einn lítinn einþáttung og veitt honum svona heiðursviðurkenningu, eitthvert skjal og huggulegt tal í ræðu sem Sveinn Einarsson flutti. Það var þessi einþáttungur sem ég hafði sent inn. Þetta var náttúrlega ógurlegt kikk fyrir mig, varla kominn út úr menntaskóla, sérstaklega af því að ég leit nú mikið upp til þeirra tveggja, bæði Jökuls og Birgis. Við þessa hvatningu varð ég enn ákveðnari í mínum ásetningi, fór út og ætlaði mér að verða rithöfundur í fullri alvöru. Ég skrifaði mig inn í bókmenntir og leiklist við Stokkhólmsháskóla, en sat eiginlega öllum stundum inni á stofnun, sem heitir Konunglega bókasafnið, og skrifaði. Konunglega bókasafnið er í miðjum Stokkhólmi og er afskaplega þægileg stofnun og þarna reyndi ég í þrjú ár. Reyndi að ná þessum fullkomna aga sem þarf til að verða rithöfundur. En satt að segja tókst mér aldrei að aga sjálfan mig nógu mikið, ég fann mig aldrei í því að skrifa. Ég sat allan daginn og skrifaði og var orðinn alveg tryllingslega manískur á kvöldin. Bara alveg kolruglaður! Ég hafði svo mikla þörf fyrir að tala við fólk að ég held að ég hljóti að hafa verið alveg óþolandi, loksins þegar flóðgáttirnar opnuðust á kvöldin." 3 skáldsögur í handriti - Hvað varstu að skrifa? „Ég skrifaði allt mögulegt, sögur, leikrit og ljóð. Ein sagan í smásagnasafn- inu sem kom út eftir mig fyrir síðustu jól gerist reyndar þarna á stofnuninni, Eldgosið á bókasafninu. En ég las geysilega mikið, allt milli himins og jarðar, og ég skrifaði þarna litla skáldsögu sem kom út hjá AB og hét Djöflarnir, og ég kláraði fyrstu Ijóða- bókina mína. Svo skrifaði ég sögu sem hér Morðbréf Margeirs K. Laxdals, og var flutt sem framhaldssaga í útvarpið, og ég skrifaði einar þrjár skáldsögur. Þær eru náttúrlega til í handriti, en ég hef aldrei getað látið þær frá mér. Ég var alltaf að reyna að ná þessum aga, skrifaði alveg feiknalega mikið, yfirleitt frá níu á morgnana til fimm sex á kvöldin - reyndi sem sagt að vinna alveg stanslaust en vera ekki að bíða eftir því að andinn kæmi yfir mig. En þetta átti bara ekki við mig.“ - Og þá fórstu að snúa þér að kvikmyndum? „Það sem gerðist var það að meðan ég sat úti í Stokkhólmi - fyrstu þrjú árin - ákvað íslenska sjónvarpið að taka upp þennan litla einþáttung minn. Ég hafði auðvitað skrifað hann fyrir svið, var ekki einu sinni farinn að hugsa um sjónvarp þá, hvað þá kvikmyndir, en Leikfélagið hafði vísað honum til sjónvarpsins vegna þess að það er svo erfitt að setja upp einþáttunga hér og leikhúsin treysta sér hreinlega ekki til þess. Þetta tók nú allt sinn tíma en einu sinni þegar ég var á landinu hringdi Jón Þórarinsson, dag- skrárstjóri, í mig, sagði að nú ætti að ráðast í upptöku á þessu og hvort ég vildi koma og ræða við hann. Ég hafði aldrei komið nálægt þessum hlutum en fór uppeftir og talaði við Jón - þetta var reyndar í fyrsta skipti sem við hittumst. Nú, Jón spurði mig hver ætti að leikstýra þessu og ég hélt nú aldeilis að ég gæti gert það sjálfur. Það sagði hann að kæmi ekki til greina! Þetta endaði með einhverri voðalegri sprengingu okkar á milli en Jón var klókur maður og sagði að ég mætti þá sjálfur koma með tillögu um leikstjóra. Og ég hringdi í hann nokkru seinna og sagðist vera með tillögu. Það væri sem sé móðir mín, Herdís. Hann var það hjúman, Jón, að hann hló bara og sagði jæja, eitt núll! Og þetta var niðurstaðan, hún leikstýrði þessu en Egill Eðvarðsson, sem þá var nýkominn að sjónvarpinu, tók það upp. Ég fylgdist með og var svona innan handar. Þetta var tekið upp einhvern tíma eftir jólin og þá um vorið var ég farinn að spekúlera alvarlega í því hvort maður ætti ekki heima í þessu, frekar en ritstörfunum. Ég sótti þá um á Dramatíska Institútinu, sótti um að fá að vera þar eins konar gestanemandi. Ég hafði verið svo heppinn að kynnast manni sem hét Piere Fránkel og var skólastjóri á Dramatiska og ég sagði honum að ef ég ætlaði að vinna við kvikmyndagerð á íslandi þyrfti ég, miðað við aðstæður heima, að geta hoppað inn í eiginlega allar hliðar málsins. Málið fyrir mig væri að kynnast þessu frá sem flestum hliðum svo ég gæti svona nokkum veginn ráðið heildarferð- inni. Um sama leyti var þessi litli einþáttungur minn sýndur í sænska sjónvarpinu og hét Saga af sjónum, á sænsku „En skepparhistoria“ og fékk mjög góða dóma. Það svona hjálpaði til; þó maður væri þetta kornungur, var maður þó búinn að skrifa verk, og ég komst inn og var þarna í eitt ár. Var þá akkúrat búinn að ljúka mínu háskólaprófi, phil. cand., sem er náttúrlega BA hér heima, í - ja, það er kallað leiklist og kvikmyndafræði. Nú er verið að hnýta þessu orði „fræði“ aftan í allt mögulegt en þetta var eiginlega leikhús og kvikmyndasaga. Hún var ágæt sem slík en afskaplega fjarri öllum þeim raunveruleika sem þetta fag býr yfir, og þó tel ég mig hafa haft mjög gott af því að læra þessa teóríu og fara síðan út í praxís. Þá sá maður hvað var æðislega langt frá hugmynd til endanlegs pródúkts.“ „Útrás fyrir allar sínar maníur!“ - Og kvikmyndagerðin átti betur við þig en skriftirnar? „Já, það sem á mikið betur við mig í sambandi við kvikmyndina er að hún heimtar svo ofsalega mikla orku af manni. Maður fær eiginlega útrás fyrir allar sínar maníur! Að gera kvikmynd er líka spurning um svo ótal margt annað en sjálfan sköpunina - það er spurning um skipulag, um peninga, um allan fjandann, enda held ég að kvikmyndin breyti mjög mikið hugmyndum manna um hver er listamaður. Hér í eina tíð voru listamenn svona eins og Steinn Steinarr. Þetta áttu að vera menn með táradal heimsins á herðunum, helst með berkla og að deyja úr sálarangist eða hungri. Þetta er sennilega mjög raunsætt þegar við skoðum ákveðið þjóðfélag fyrir löngu síðan, en hefur setið eftir sem einhvers konar rómantík. Var auðvitað ekkert annað en hryllingur! Þetta fólk lifði bara í fátækt og eymd. Listamaður- inn sem er að gera kvikmynd er allt öðruvísi, ég hef stundum líkt honum við útgerðarmann. Hann er að stjórna helling af fólki, þar eru miklir peningar í spilinu og hann er með mjög flókna og erfiða tækni í kringum sig. En jafnframt verður kvikmyndagerðarmaðurinn að takast á við eitthvað sem er falið í fylgsnum mannlegrar sálar, og hann verður að geta sagt sögu í mynd. Sú saga getur aldrei orðið eins og þegar maður ■ Móðir og dóttir í mikiil geðshræringu í „OKKAR Á MILLI“ kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. í hlutverkunum eru Sirrý Geirs og María EUingsen. Myndin verður frumsýnd 14. ágúst í Laugarásbíói og Háskólabíói, og á Akureyri og Húsavík. LITIR OG SKUGGAR PLASTRÆMU — Samtal við Hrafn Gunnlaugsson um kvikmyndalist, sjónvarp, ritstörf og anarkistískan kapítalisma smíðar borð, heldur er hún fremur í laginu eins og ský - eitthvað sem er alltaf að mótast og breytast. Þama ertu kominn með allt aðra tegund af listamanni, raunar allt aðra manneskju. Þeir menn sem eiga eftir að gera okkar kvikmyndir og kannski ná lengst á því sviði, þetta eru ekki menn sem gætu losað um sig með því að gerast ljóðskáld eða eitthvað slíkt. Þetta stafar einfald- lega af því að tímarnir eru að breytast, við lifum í allt öðrum heimi en áður.“ - Þegar þú komst heim eftir námið í Dramatíska, fórstu þá strax að fást við kvikmyndagerðina? „Ég byrjaði á því að hafa samband við Jón Þórarinsson og hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri sem var áramótaskaup. Um sama leyti fór ég að reyna að kenna við Leiklistarskólann en það fór allt í vaskinn. Ég gerði, held ég, alltof akademiskar og strangar fagkröfur - var farinn að kenna fólki allsherjar fjölmiðl- un f staðinn fyrir eitthvað í sambandi við leiklist. Ég forðaði mér áður en allt sprakk í loft upp! Þá var það að Jón Þórarinsson kynnti mig fyrir Jökli Jakobssyni en handrit eftir hann lá þá uppi í sjónvarpi, Keramik. Við Jökull tókum tal saman og fór ágætlega á með okkur og það varð úr að við fórum saman í þetta verk og höfðum Egil Eðvarðsson með okkur. Það sem var svolítið sérkennilegt við Jökul var það hvað hann var opinn fyrir nýjum hugmyndum. Keramik var á vissan hátt, fyrsta verkið í sögu íslenska sjónvarps- ins sem var unnið meðvitað með það í huga að það væri sjónvarp en ekki kvikmyndað útvarpsleikrit. Ég held að það sé óhugsandi að leika það á sviði, það er sjónvarp og ekkert annað en sjónvarp. Miðað við þær aðstæður sem við unnum við er ég enn þann dag í dag tiltölulega sáttur við þessa pródúksjón. En þetta var sem sagt upphafið að því að ég fór að koma eitthvað að ráði inn á sjónvarpið.“ „Átti ég að fara til Ameríku eða erja akurinn hér?“ - Og þar ertu enn. „Sjáðu til, Jón Þórarinsson og ég urðum ágætis kunningjar og í framhaldi af Keramik lagði ég fyrir hann verk eftir sjálfan mig sem hét Blóðrautt sólarlag. Þó að enginn maður hefði trú á því nema Jón, þá hafði hann það í gegn og lét gera það. Jón var að mörgu leyti frábær dagskrárstjóri. Hann kunni að segja já og hann kunni að segja nei og hann stóð með sínu fólki, sem er geysilega mikið atriði með yfirmann. En þrátt fyrir þetta hafði ég mjög lítið að gera. Það er þriggja ára tímabil sem ég er að tala um og á þeim tíma setti ég, auk sjónvarps- vinnunnar, upp eina sýningu í Iðnó sem hét Meðgöngutími eftir Slawomir Mro- zek og ég setti upp Endatafl á litla sviði Þjóðleikhússins, en þegar maður er kominn með fjölskyldu og tvö böm, þá segir það sig sjálft að þetta var ekkert í kaup sem ég hafði. Ég var óskaplega if blankur á þessum tíma - maður barðist u í bökkum! Svo var annað, við Jökull if voru að experímenta, settum upp lítið i. leikhús úti á Loftleiðum sem hét r Höfundaleikhúsið og settum þar á svið 'í lítinn einþáttung eftir Jökul, og það fór u náttúrlega allt í hundana fjárhagslega d og við töpuðum á því. Þetta var djöfulli I- skrýtinn og erfiður tími, en um leið frjór :, og mér þykir vænt um hann, þó oft hafi tekið á taugarnar. Það var eiginlega upp í úr þessu að ég var næstum ákveðinn í að 5 fara úr landi. Ég fór vestur um haf að leita fyrir mér, og kom niður til Los 5 Angeles og að stofnun sem heitir The t American Film Institute. Það er eins konar háskóli í kvikmyndagerð og a kannski sá besti í heimi. Ég hafði fengið í leyfi hjá Jóni Þórarinssyni til að taka f Blóðrautt sólarlag með mér út, og r þegar ég hafði sýnt það á þessari stofnun varð það úr að þeir buðu mér ársdvöl. ) Ætluðu þá að útvega mér einhvers konar t vinnu og um leið átti ég að fá tækifæri í til að mennta mig enn frekar í faginu. i En þá vildi svo til að akkúrat á sama S tíma var auglýst staða leiklistarráðu- 1 nauts við sjónvarpið hér heima og ég ) sótti um og fékk þessa stöðu, með í góðum stuðningi Jóns Þórarinssonar. Ég 1 stóð þá á krossgötum. Átti ég að fara til r Ameríku og byrja upp á nýtt, eiga það ) á hættu að verða þar einhver maður sem i aðrir mundu endalaust ráða yfir og , kannski aldrei fá að gera neitt sjálfur, eða átti ég að reyna að erja akurinn í hérna heima? Ég varð kyrr.“ i 1 „Er hann að skara eld að | sinni köku?“ 1 - í sambandi við þessa stöðu þína hjá I sjónvarpinu: það hefur nýlega dúkkað upp skýrsla sem Gísli Alfreðsson, formaður leikarafélagsins, setti saman 1 fyrir nokkrum mánuðum um ástandið í leiklistarmálum hjá sjónvarpinu. í skýrslunni ert þú harðlega gagnrýndur fyrir að hafa komið í veg fyrir að reyndir I leikstjórar fengju að leikstýra verkum við sjónvarpið, og einnig fyrir að hafa otað mjög þínum eigin tota. „Ég skal segja þér hvernig þetta mál ; er frá mínu sjónarmiði. Þegar ég kom i að sjónvarpinu var afskaplega lítið að gerast, og menn sáu jafnvel fram að í framtíðinni yrði enn minna, vegna þess að á þessum tíma var sjónvarpið komið í gífurlega fjárhagskreppu. Ástæðan var meðal annars mikil mistök sem urðu í sambandi við Lénharð fógeta. Mikið slys, það. Þá var í rauninni engin grundvallarþekking til staðar; menn fóru út í að gera kvikmynd án þess að vita í rauninni hvað kvikmynd væri. Slíkt sýnir náttúrlega bæði bamalega bjartsýni, og vissa listræna áræðni en það er bara ekki nóg. Það vantaði einn aðila inn í þessa mynd, sem sé kvikmyndaleik- stjórann - mann sem veit hvemig leikur og myndmál hangir saman. Sem stýrir handritinu eftir þessari frásagnaraðferð, kvikmyndinni. Annars vil ég sem minnst tala um Lénharð fógeta, enda kom ég aldrei nálægt þeirri mynd. En þegar ég kom inn í starf leiklistaráðunauts, hjá sjónvarpinu var samið um að ég skyldi fá hálf laun, enga yfirvinnu en í staðinn nýtast stofnuninni sem höfundur og leikstjóri. Jón Þórarinsson túlkaði þetta þannig fyrir mér að stefnt yrði að því að ég gæti lifað af þeim launum sem ég fengi hjá sjónvarpinu, sem þýddi það að ég þyrfti að koma nálægt einu tveimur verkum á ári. Mín föstu laun hjá sjónvarpinu í dag eru tæpar sex þúsund krónur og það lifir auðvitað enginn af því. Úr því að það var svona lítið að gerast hjá sjónvarpinu fyrst eftir að ég var ráðinn varð ég að leita út fyrir stofnunina, ef ég átti að halda velli í lífsbaráttunni. En um leið gerði ég fáein verkefni hjá sjónvarpinu, og af því að verkefni sjónvarpsins voru svona fá, var kannski ekki skrýtið þó einhverjir segðu: heyrðu, er hann ekki bara alltaf að skara eld að sinni köku? Þannig að oft á tíðum leið mér ekkert rosalega vel. „Money makes the world go round!“ En eitt grundvallarmarkmið setti ég mér í upphafi og það ætla ég að halda fast við fram í rauðan dauðann. Ég ætlaði að láta gera, sjónvarpsverkefni sem ég fjallaði um á réttum forsendum, það er að segja, að réttir aðilar væru til staðar. Menn sem þekktu eðlislögmál kvikmyndarinnar um leið og þeir væru leiklistarlega menntaðir. Þar var að vísu ekki um auðugan garð að gresja, ég held að við Ágúst séum í rauninni fyrstu mennirnir sem komum hingað heim og höfðum lært bæði leiklist og kvikmynda- gerð sem órjúfanlegt frásagnarform. Síðan hafa nokkrir bæst í hópinn, ungir og efnilegir menn eins og Lárus Ýmir, Viðar Víkingsson, Sigurður Pálsson, Egill Eðvarðsson, Þráinn Bertelsson, og Þorsteinn Jónsson náttúrlega, og fleiri. Ég ræð í raun og veru engu við sjónvarpið, get bara komið með tillögur, og ég hef alltaf lagt áherslu á þessa ungu og kvikmyndalega menntuðu menn í mínum tillögum. Við þurfum að byggja upp nýja stétt leikstjóra hér heima en það verður ekki gert nema þessir menn fái verkefni. Maður eins og Ágúst bankar ekki upp á hjá leikhúsunum og fær vinnu þar. Hann er í rauninni alveg bundinn af því fagi sem hann er búinn að læra. Lárus Ýmir hefur að vísu leikstýrt dálítið hjá leikhúsunum en það er kvikmyndin sem er hans sérgrein, enda er hann núna að vinna úti í Svíþjóð. En þetta hef ég sem sagt alltaf lagt áherslu á við sjónvarpið, að fá til starfa fólk sem kann að láta mynd og leik fallast í faðma, en ekki berjast innbyrðis. Ég fékk því framgegnt, með stuðningi Jóns Þórarinssonar, að haldið var námskeið fyrir höfunda, og sjálfur fékk ég tækifæri til að vinna Vandarhögg með Jökli Jakobssyni. Hann féll sem kunnugt er frá áður en endanlegu mHHB ■■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.