Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 ■ Þeir sem rifja upp og segja frá lifa kannski í fortíðinni; ég fór vestur um haf á dögunum til að skoða söguslóðir og sjá með eigin augum persónur sem ég hef hugsað um og hlustað á í stofunni heima. í þeirri miklu tónlistarborg Memp- his í Tennesseé sá ég músíkant sem á sér merkilega sögu. Jerry Lee Lewis heitir kappinn, áhugamenn um rokk&roll tónlist kannast við náung- ann og mörgum þeirra sem fylgdust með seríunni um alþýðutónlist sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu fyrir rúmum þremur árum er hann einnig minnisstæður. Hann var aðalnúmerið í einum þættinum, stóð og sagði brandara og söng og tók sannkall- aðar fimleikaæfingar við píanóið, hopp- aði og djöflaðist og spilaði með tám og hælum og fór á handahlaupum yfir nótnaborðið. Jerry Lee er einn af þeim mönnum sem siðavöndum íhaldssömum og sann- amerískum könum hefur alla tíð verið verst við. Allar þær hreyfingar vesturfrá sem hafa haft það að aðalmarkmiði að berjast gegn voða 'kommúnismans hafa fengið útbrot við tilhugsunina um siðspillingarvalda eins og Jerry Lee Lewis. Þetta er dálítið merkilegt, hann er sonur sveita- fólks úr suðurríkjunum, virkilega týpískur kani, alinn upp við country&- westerntónlist og -hugsunarhátt, Marx og Lenín eru honum eflaust álíka fjarlægir og Atli Húnakóngur. „THE KILLER” leikur og syngur nokkur létl lög og spjallar við hlustendur Ef Reagan væri Rússi væri hann nú yngsti maður- inn í æðsta ráðinu Sovétkommúnisminn, sem er það sem Óameríska nefndin og arftaki hennar, Moral Majority, óttast mest, er andlega miklu skyldari Ronald Reagan heldur en amerísku rokk- söngvurunum. Það sem andkommún- istar í Bandaríkjunum eru alltaf að hamast gegn er nákvæmlega sama pródúktið og rússneskir listamenn yrðu sendir til Síberíu fyrir að bjóða siðprúðri alþýðu uppá. Þessi þverstæða birtist í fleiri mynd- um: íslenskir þjóðernissinnar síðustu áratuga eru miklir andstæðingar ame- rískrar menningar og menningaráhrifa að vestan, kanaútvarp múgmenning og poppgarg er það sem þeir óltast að muni valda þjóðinni bölvun. Þessi hugsun á sér rætur í ungmennafélögunum og fulltrúar hennar fyrirfinnast víða, ekki síst í röðum herstöðvaandstæðinga. Menningarlega ættu þeir því að fylkja liði með bandaríska íhaldinu, sem aftur á móti er pólitískur höfuðandstæðingur þessara afla. Eins og mörgum er kunnungt hefur Moral Majority tekist að stöðva listsköpun af ýmsu tagi vestanhafs, þar á meðal sjónvarps- þáttinn „Soap“ sem á íslensku kallast „Löður". Ronnie Reagan, sem er æðsti fulltrúi þessarar hreyfingar í bandaríska stjórnkerfinu hefur sagt í viðtali að „Húsið á sléttunni" væri hans uppáhalds listaverk. Nú á dögunum skrifaði merk íslensk gáfukona grein í Tímann til varnar þáttunum „Húsið á sléttunni" á kostnað „Löðurs“ sem ekkert væri nema forheimskandi niðurrifslist og klám. Kona þessi heitir Oddný Guð- mundsdóttir og mér er tjáð að hún hafi látið til sín taka í ræðu og riti í þeirri tegund íslenskrar vinstrimennsku sem hefur andóf gegn amerískri menningu og pólitík að aðalmarkmiði. Ef Ronald Reagan hefði fæðst á íslandi væri hann að hamast gegn herstöðvunum og kanaútvarpinu. Hefði hann fæðst í Rússlandi væri hann núna yngsti maðurinn í æðsta ráðinu. Lék sálmalög þannig að áhorfendur dönsuðu uppi á borðum! Who cares? Snúum okkur að Jerry Lee. Hann fæddist 29. september í Ferri- day Louisiana. Mamma hans var prédikari í smásöfnuði sem annars hafði starfskrafta sem töluðu tungum á efnisskránni. Faðir hans var bóndi sem átti sér tvö aðaláhugamál: að höggva við og glamra á kántrígítar. Jerry var bráðþroska og einkabarn eftir að hann missti bróður sinn í slysi þriggja ára gamall, þótti frakkur og kraftmikill strákur. Hann fékk strax á æskuárum viðurnefnið „Killer“ sem hefur haldist við hann æ síðan. Ekki kom það til af því að hann dræpi menn, heldur ávarpaði hann alla með þessu sæmdarheiti, meðan reykvískir strákar sögðu „heyrðu manni!“ sagði Jerry: „Hey killer!“. Hann hafði svakalega gaman af músík, lærði af sjálfum sér hljóm- borðslcik átta ára gamall með því að stelast í orgel kirkjunnar þar sem mamma hans prédikaði. Jerry vildi hafa stuð í tónlistinni, hann lærði sálmalög og tregafull kántrílög, spil- aði þau miklu hraðar en áður hafði heyrst. Þrettán ára gamall var hann rekinn úr kristilegum heimavistar- skóla eftir viku dvöl, þótti hafa sýnt óguðlegt athæfi þegar hann söng lagið „My God is Real“ og lék undir á píanó. - Er þetta ekki kristilegt lag? spurði hann þegar hann var rekinn. - Ekki þegar það er spilað þannig að hinir nemendurnir eru farnir að dansa upp á borðum og stólum! sagði skólastjórinn. Þarmeð búið með skólagöngu. Hann fór bara heim að leika sér og vinna og æfa sig í músíkinni. Þróaði sinn eigin stíl sem átti lítið skylt við aðra tónlist sem hann heyrði. Þar til í ársbyrjun 1956 að hann heyrði rokksöngvarann Elvis Presley í útvarpinu. Elvis þessi, sögðu menn, var að verða landsfrægur á að syngja svipaða tónlist og Jerry Lee var að dikta upp með sjálfum sér suðrí dreifbýlinu. - Úr því þeir geta notað Elvis hljóta þeir að geta notað mig, hugsaði Jerry og skellti sér á puttanum norður til Memphis, þar sem var til staðar hið merkilega fyrirtæki „Sun Records“. Það var hálfgerður bilskúrs- bisness, rekið af Sam nokkrum Phillips, hann hafði aðallega gefið út blúsplötur, en var núna orðin ein aðalpersóna rokksins með Elvis og hina helstu frumherjana á sínum snærum. „Sama dag fæddist Hildur kouan mín í Reykjavík...“ Þeir í Memphis kolféllu fyrir Jerry Lee. Gerðu við hann samning og fljótlega var hann á vörum allra unglinga í Bandaríkjunum. Hann var líklega allra villtastur þessara frum- herja rokksins, hann og Little Richard. Það var svakalegur hraði í öllu sem hann gerði, barði á píanólyklana og takturinn eins og í díselrafstöð. Það var eins og honum bráðlægi á með allt sem hann gerði. Hann var fimmtán ára þegar hann gifti sig fyrst, sautján ára gamalli stelpu sem hét Dorothy. En asi í giftingarmálum átti síðar eftir að spila þó nokkra rullu í lífi hans. 29. sept. 1957 hélt hann uppá 22 ára afmælið sitt og það að vera orðinn landsfrægur skemmtikraftur (sama dag fæddist Hildur konan mín í Reykjavík). Á árinu átti hann tvö topplög á vinsældarlistunum, „Whole lotta shak- in 'going on“ og „Great balls of fire“, hann var aðalmaðurinn í vinsælli bíómynd, „High school confdential" og sjónvarpsmyndinni „Othello as rock“. Og að öðru leyti var rokktónlistin aðal vítamínsprautan í amerískri menningu og þjóðlífi. En íhaldið í Bandaríkjunum stóð sterkt að vígi um þessar mundir og margur maður með horn og klaufir fékk fyrir tilstilli óamerísku nefndar- innar að gjalda fyrir voðaverk sín. Þessu sannameríska liði var rokkið mikill þyrnir í augum, í því fólst einhver uppreisn, gegn kyrrstöðu og gömlum gildum. Og að rokkarar hnykktu mjöðmum á sviði var líka ögrun, púrítanisminn var svo magn- aður vestanhafs á þessum árum að kvikmyndaleikstjórar sem létu sjást tvíbreitt hjónarúm í myndum sínum, jafnvel tómt, þurftu ekki að reikna með að geta kembt hærurnar í starfi. Uppreisn rokkaranna var hvorki sérlega meðvituð né markviss, en samt fram- farasinnuð, enda t.d. púrítanismi mjög afturhaldsöm hugmyndafræði, jafnvel þó hann sé boðaður af Skátasamtökun- um Marxistunum Lenínistunum.. Rokkurunum rutt úr vegi af réttsýnum mönnum.. Gamla íhaldsdótið gekk að því sem vísu að rokkið myndi leiða ungling- ana á barm glötunar, og jafnvel á vit kommúnismans. Upp var hafinn hreint ótrúlegur áróður gegn rokkinu, plaköt voru prentuð („Vemdið börnin ykkar fyrir niggaratónlistinni!“), útvarpsstöðv- ar sem þessa tónlist spiluðu voru settar í auglýsingabann, prestar messuðu, kennarar predikuðu. Merkilegar fræðslumyndir fyrir unglingana voru framleiddar, þar voru sýndar tvær gerðir unglinga: þessir ósiðlegu, þar sem gæjarnir voru með rokkgreiðslu, í leðurjökkum og flakandi skyrtum, en pæjurnar í flegnum blússum og gallabux- um, jafnvel málaðar. Gegn þeim var stillt ídeal unglingunum, þeir voru í jakkafötum velgreiddir og sviphrein- ir; þegar ég sá eina svona mynd ekki fyrir löngu fattaði ég að fyrirmyndar unglingarnir líta allir út eins og John Hinckley, bilaði náunginn sem reyndi að kála Reagan forseta á dögunum. Þrátt fyrir þennan áróður jukust vinsældir rokksins og músíkantarnir svöruðu fullum hálsi (“Rock ’n’roll is here to stay“, „Rock ’n’roll will never die“ og viðlíka frasar urðu algengir í lögunum). Þá hófust réttsýnir menn handa um að ryðja óróaseggjunum úr vegi. En þar sem Bandaríkiii eru lýðræðisland var ekki hægt að senda menn til Síberíu þó þeir dirfðust að hugsa öðruvísi. Samt tókst einhverra hluta vegna að koma helstu rokkurunum af sjónarsviðinu. Chuck Berry var dæmdur í fangelsi fyrir dularfullar sakir. Elvis sendur í tveggja ára herþjónustu til Þýskalands. Litli Ric- hard tekinn úr umferð vegna kyn- villu og meintrar geðveiki. Eddie Cochran og Buddy Holly voru svo vinsamlegir að drepast af slysförum. Og Jerry Lee þagaður, bannaður og svældur í hel vegna giftingarmála hans. Hann varð ástfanginn af stelpu sem hét Myra Gale árið 1957. Hún var fjórtán ára og eitthvað skyld honum, hann dreif nú samt í að giftast henni í des. það ár. Þau þurftu að vísu að giftast tvisvar því honum láðist til að byrja með að skilja við fyrri konuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.