Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 ■ Lon Chaney yngrí ■ „Úlfmanninum“ frá árinu 1941. ■ „Varúlfur í London“ frá árinu 1935. Henry Hull leikur. ■ Lon Chaney á ný ásamt vini sinum í „Frankenstein hittir Úlfmanninn", 1943. ■ Sú þjóðtrú hefur lengi verið lífseig víða um heim, að menn gætu breytt sér í óargadýr og lifðu þá gjarnan á mannfólkinu í bókstaflegri merkingu, þ.e. legðu sér menn, einkum þó konur og börn, til munns. í þjóðtrúnni er misjafnt í hvers konar óargadýr talið er að mennirnir breytist; fer það einkum eftir því hvaða villidýr er talið hættulegast á viðkomandi svæði. í Asíu og Afríku hafa ýmsir rómverskum er fjallað um varúlfa. í síðari tíma bókmenntum um varúlfa er yfirleitt gert ráð fyrir því, að menn breytist í úlfalíki gegn vilja sínum, það sé óviðráð- anlegt, og gerist þegar tungl er fullt. En fyrr á árum var talið að menn yrðu varúlfar af ásettu ráði og með hjálp ýmissa töframeðala eða þá vegna samnings við andskotann. Sums staðar var því jafnvel trúað að menn yrðu Frökkum sérstaklega uppsigað við varúlfa, einkum á sextándu öld- inni. í þá tíð voru menn að brenna galdrakerlingar víða um álfuna fyrir tilstilli svokallaðra trúaðra manna, en í Frakklandi höfðu menn miklu meiri áhuga á að brenna varúlfa. Hefur því verið haldið fram, að í Frakklandi hafi um 30 þúsund manns verið komið á bálið fyrir þá sök að hafa gjörst varúlfar. ■ Hér hittir Matt Willis (varúlfurinn) Bela Lugosi (vampíruna) í „Vampíran snýr aftur", 1944. sér mannakjöt til munns, og ýmsir geðsjúklingar hafa talið sjálfum sér trú um að þeir væru varúlfar og ættu að éta börn. Einna þekktastur þeirra er sennilega „Varúlfurinn í Bordeaux" í Frakk- landi, en hann hafði mörg manns- líf á samviskunni. í ljós kom að hér var um að ræða fimmtán ára gamlan dreng, sem kvaðst hafa orðið að gera þessi voðaverk vegna fyrirskipana anda nokkurs ■ Hann líkist ekki beinlínis hetjunni úr Húsinu á sléttunni, en engu að síður er þetta Michael Landon í „Ég var varúlfur á táningaaldri" frá 1957. meðal villidýra og eru kölluð úlfabörn. Eitt slíkt fannst á síðasta áratug í Sri Lanka. Mörg slík hafa komið til mannabyggða á Ind- landi, en meðal sumra þjóðflokka þar er trúin á slík fyrirbrigði - einkum vartígra - algeng. Fræg- asta dæmið um slíkt úlfabarn í trúað, og trúa enn sums staðar, að menn geti breyst í tígrisdýr eða hlébarða eða hýenur, í Suður- Ameríku eiga menn að geta farið í líki jagúars, en á meginlandi Evrópu var lengi sú trú, að menn gætu farið í úlfslíki, orðið varúlfar. Þessa sérkennilegu trú hafa fræðimenn rakið langt aftur í forn- eskju, en það eru aðeins fáeinar aldir síðan varúlfar voru ógnvekj- andi staðreyndir í hugum margra Evrópubúa. Grikkir bjuggu til nafn yfir þetta fyrirbrigði; lykan- tropus sem útleggst úlfmaður. Marsellus nokkur af Sida segir frá slíkum mönnum, sem fái köst, einkum fyrri hluta árs, og dvelji þá gjarnan í kirkjugörðum og hagi sér eins og hundar eða úlfar. { ýmsum fornum sögnum bæði grískum og varúlfar vegna bannfæringar ka- þólsku kirkjunnar; það væri svona ems konar aukaverkun. Þó eru líka dæmi um það gagnstæða frá fyrri tíð; þ.e. að umbreyting þessi sé þvínguð. M.a. hefur slíkur atburður verið talinn til kraftaverka, svo sem þegar heilagur Patrekur breytti Vera- tiusi, konungi í Wales, í úlf hér um áriðí En annars staðar trúðu menn því að það væri aðeins sálin sem tæki sér bólfestu í úlfi, en líkaminn breyttist ekkert. Eru til lýsingar á slíkum varúlfum, sem þá féllu í trans á meðan sálin brá á leik, og voru gjörsamlega útkeyrðir þegar hún loks skilaði sér aftur. Af einhverjum ástæðum var Ýmsar skýringar voru á því, hvernig hægt væri að þekkja varúlfa, og sömuleiðis hvernig ætti að vinna á þeim. Sums staðar, svo sem í hlutum Pýskalands, voru menn með útstæð augu mjög grunsamlegir; Marty Feldman hefði vafalaust verið brenndur á stundinni, þótt þar væri reyndar líka talið gott ráð að reka hníf eða gaffal á milli augnabrúna viðkom- andi; það átti að víkja bölvuninni frá. Algengast var þó að beita sömu aðferðum og við að sanna galdra á fólk; pyntingum og svo bálinu. Éta mannakjöt Stundum hafa yfirvöld komið höndum yfir menn sem hafa lagt sem hann kallaði „drottinn skógar- ins“. Pilturinn var tekinn af lífi. Pað var reyndar tiltölulega mann- úðleg refsing miðað við það, sem tíðkaðist í Svartaskógi hér áður fyrr. Þar trúðu menn því, að þegar varúlfar brygðu sér í úlfslíki sneru þeir bara húð sinni við svona eins og kápu eða frakka, sem hægt er að snúa á hvorn veginn sem er. Þegar slíkir menn voru teknir var einfalt að sanna ásökunina; það jiurfti bara að bretta upp húðina til þess að finna úlfsskinnið þar undir. Því miður lifðu hinir saklausu ekki af þá öflun sönnun- argagna. Þjóðtrúin um varúlfa eða hlið- stæð fyrirbrigði lifir enn góðu lífi víða um heim, og við og við eru að finnast börn, sem alist hafa upp Evrópu er sennilega Viktor af Aveyron í Frakklandi, en saga hans vakti mikla athygli þar í landi á nítjándu öld, og ekki minni en fílamaðurinn svonefndi í Bret- landi á sínum tíma. Francois Truffaut notaði Victor sem efni í kvikmynd sína L’Enfant Sauvage fyrir um tuttugu árum síðan. Varúlfasögur Eins og gefur að skilja urðu fljótlega til bókmenntir um var- úlfa. Talið er að fyrsta slíka sagan, sem rituð hafi verið, sé „Vilhjálm- ur og varúlfurinn“, en það er nafn á franskri sögu frá fjórtándu öld. En þótt margir rithöfundar hafi vikið að varúlfum í sögum sínum, þar á meðal Stevenson og Saki, þá ■ Rick Baker fékk Oskarsverðlaun fyrir förðun í myndinni „Ameriskur varúlfur í London“. Á myndunum hér að ofan sést hann farða einn aðalleikarann í myndinni, GrifTin Dunne, cins og hann lítur út í myndinni eftir að hafa orðið fyrir árás varúlfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.