Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 ■ Og hér er Oliver Reed kominn í úlfslíki. ■ Hér hyggst Michael Landon fara að gæða sér á stúlku nokkurri í varúlfs- myndinni frá 1957. ■ Enn einn varúlfurinn. 1956. er frá ■ Varúlfar kvikmyndanna hafa orðið ófrýnilegri með árunum eftir þvi sem tækni í förðun hefur farið fram. Þessi er í „The Howling". var það ekki fyrr en árið 1934 að varúlfarnir fengu skáldsögu um sig sem jafnaðist á við hina frægu sögu Briam Stokes um vampírurnar og Drakúla greifa, eða sögu Mary Schelleys um Frankenstein. Þetta var skáldsagan „Varúlfur í París“ eftir Gay Endore, bandarískan rithöfund, sem m.a. skrifaði mörg kvikmyndahandrit fyrir hryllings- myndir. „Varúlfur í Páris“ gerist í frönsku höfuðborginni á tímum kommúnunnar. Þar segir frá sak- lausri stúlku, sem er nauðgað af presti nokkrum. Óskilgetið barn þeirra fæðist á aðfangadag jóla og verður að varúlfi. Varúlfssögur voru svo mjög vinsælar í bandarískum afþreying- artímaritum á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Varúlfar kvikmyndanna Varúlfar hafa verið vinsælt viðfangsefni kvikmyndagerðar- manna engu síður en vampírur oe ófreskjur af ýmsu tagi. Og það virðast lítil lát á því, eins og t.d. má sjá í Bíóhöllinni, þar sem verið er að sýna eina nýjustu varúlfa- myndina - um amerískan varúlf á ferðalagi í Englandi. Fyrstu varúlfsmyndirnar voru gerðar þegar á tímum þöglu kvikmyndanna. „Varúlfurinn" (The Werewolf) hét fyrsta mynd- in. Hún var frumsýnd árið 1913. Árið eftir kom svo „Hvíti úlfur- inn“ (The White Wolf) um svipað efni. Þegar talmyndirnar komu til sögunnar var af sumum bandarísk- um kvikmyndaframleiðendum lagt mikið upp úr hryllingsmynd- um af ýmsu tagi. Þar voru vampírur og frankenstænar vinsæl- ir, múmíur sem lifnuðu við og annað í þeim dúr. Það var einkum Universal fyrirtækið sem sinnti slíkum myndum af ákafa með Drakúla, Frankenstein og fleiri þekktar sögupersónur af þessu taginu í aðalhlutverkunum. Og þá var auðvitað stutt í varúlfana. Árið 1935 var „Varúlf- urinn í London" (The Werewolf of London) frumsýndur. Þar fór Henry Hull með aðalhlutverkið, ungan grasafræðing sem er á ferðalagi í leit að fágætu blómi, sem opnast einungis í tunglsljósi. Við það tækifæri er hann bitinn, og þar með er ekki að sökum að spyrja að hann breytist í varúlf. En allt fer vel að lokum því grasafræð- ingurinn finnur lyf, sem geta læknað hann af þessum ósið! Ulfmaður Lon Chaneys En það var eiginlega fyrst árið 1941 að varúlfaskvikmynd sló í gegn meðal áhorfenda, og þar var hinn frægi Lon Chaney yngri á ferðinni. Myndin nefndist „Úlf- maðurinn“ (The Wolfman). Hann hafði áður sýnt leikhæfileika sína m.a. sem Lenny í kvikmyndinni „Mýs og menn“, sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Johns Stein- becks. Gervi Chaneys var mun betur unnið en áður þekktist í slíkum myndum. George Waggn- er var leikstjóri. í „Úlfmanninum" Iék Chaney ungan mann, Larry Talbot, sem lendir í því að bjarga vinstúlku sinni frá árás úlfs. En þegar átökunum lýkur en það mannslík- ami, sem liggur á jörðinni fyrir framan Talbot - varúlfurinn, sem í dauðanum hefur tekið á sig mannsmynd á ný. Og vegna átakanna við þennan andstæðing sinn verður Larry sjálfur að varúlfi, sem hefur áhuga á að gæða sér á mannfólki og þá einkum ungum stúlkum. Kvikmyndin varð geysivinsæl og gaf þar af leiðandi af sér mikla peninga, og þar með fór skriða slíkra mynda af stað. Og til þess að vekja enn meiri athygli var nokkrum þekktum ófreskjum safnað saman. Fyrst kom „Frank- enstein hittir Úlfmanninn" árið 1943, þar sem Larry Talbot er látinn vekja ófreskju Franken- steins upp frá dauðum. Þá kemur í ljós að þar er á ferðinni gamall kunningi, sem sé gaurinn sá sem upphaflega gerði Larry að varúlfi, og fer því ekki vel á með þeim félögum. Lon Chaney og Bela Lugosi fóru með aðalhlutverkin. Úlfmaður Chaneys var enn á ferðinni í „Húsi Frankensteins" árið 1944 og síðan árið eftir í „Húsi Drakúla". í þessum að sögn einstaklega slöppu myndum lenti varúlfurinn annars vegar í útistöð- um við Frankensteinófreskju og hins vegar við Drakúla greifa sjálfan. Það var svo hæfilegur endir á þessari vitleysu, að allt þetta ófreskj ulið skyldi gera grín að sjálfu sér í „Abbot og Costello hitta Frankenstein“ Allir í úlfana En það voru peningar í varúlf- um og þess vegna fóru önnur kvikmyndafyrirtæki vestra líka af stað. „Brjálaða ófreskjan“ hét ein slík mynd frá árinu 1942, þar sem Glenn Strange fór með hlutverk manns sem breyta á í úlf. „Ódauðlega skrímslið" hét önnur, en þar birtist úlfurinn reyndar ekki fyrr en undir lokin. Sú var gerð hjá Fox. Columbía svaraði með „Vampíran snýr aftur", þar sem Matt Willis lék varúlf, en annars var Bela Lugosi í aðalhlutverkinu sem eins konar Drakúla, þótt vörumerkjastríð kæmi í veg fyrir að nota mætti það nafn í myndinni. Á sjötta áratugnum voru nokkr- ar varúlfsmyndir gerðar í Banda- ríkjunum, en þær þóttu ekki góðar. „Varúlfurinn" hét ein, gerð af Fred Sears árið 1956. Þar segir frá ungum manni, sem lendir í bílslysi. Af einhverjum ástæðum er hann talinn geta hjálpað læknavísindunum við að finna vörn gegn geislavirkni ef læknar mega dæla í hann - jú, jú, blóði úr úlfi! Og þarf ekki að spyrja hvernig það fer. Michael Landon, sem glatt hefur margra hjörtu með góðmennsku sinni á sunnudögum í sjónvarpsþáttunum Húsið á sléttunni, og þar áður í Bonansa- þáttunum, er vafalaust að margra áliti ólíklegur varúlfur, en á sokkabandsárum sínum í leiklist- inni brá hann sér þó í það líki. Það var árið 1957 og bar myndin hið stórmerka nafn „Ég var varúlfur á táningaaldri"! (I Was A Teenage Werewolf). Þar er vondur læknir sem gerir Landon að varúlfi. Fleiri svipaðar myndir voru gerðar um þetta leyti. Breskt fyrirtæki, sem sérhæfði sig í hryllingsmyndum af ýmsu tagi 27 ■ Og svona lítur varúlfurinn í „Ame- rískur varúlfur í London“ út í fullurv skrúða. - Hammer að nafni - fékk Oliver Reed til þess að leika varúlf árið 1961. Sú kvikmynd ber nafnið „Bölvun varúlfsins" (The Curse Of The Werewolf). Hún segir frá dreng, sem er sonur varúlfs og þjónustustúlku nokkurrar, og þeg- ar aldurinn færist yfir hann þá ræður pilturinn ekkert við sig í tunglskini og bregður sér í úlfslíki með hefðbundnum afleiðingum.. Af varúlfamyndum næstu ára á eftir má m.a. nefna „Dr. Terror’s House Of Horrors“ (1964) og „The Beast Must Die“. Síðustu átta til tíu árin hafa margar varúlfamyndir, eða kvik- myndir um skylt efni, verið gerðar og sumar þeirra hlotið góðar viðtökur. „Þjóðsagan um varúlf- inn“ frá 1974 þótti ekki merkileg, enda varúlfurinn þar nánast í sams konar gervi og Oliver Reed rúmum áratugi áður. Um svipað leyti komu nokkrar fremur kjána- legar varúlfamyndir á markaðinn, svo sem „The Boy Who Cried Werewolf" og „Varúlfar á hjól- um“, þar sem mótorhjólagæjar breytast í varúlfa. „Varúlfur í Washington“ er frá árinu 1973 og gerir grín að bandarískum em- bættismönnum. Það er ráðgjafi Bandaríkjaforseta sem fær varúlfs- bakteríuna þegar hann er í heimsókn í Búdapest og það leiðir til margháttaðra vandamála. Snjallar tæknibrellur Þær varúlfamyndir, sem gerðar hafa verið á allra síðustu árum - myndir eins og „The Howling" (1980), „Amerískur varúlfur í London“ sést til dæmis hvernig hendur söguhetjunnar breytast í úlfshramma án þess að um klippingu sé að ræða; breytingin á sér stað fyrir framan augun á áhorfandanum. í öðru lagi eru þessar nýju kvikmyndir mun léttari en hinar gömlu; það er óspart gripið til gamansins inn á milli óhugnanlegri atriða. Engu að síður bendir nú margt til þess að þessi tegund kvikmynda sé komin í lægð á nýjan leik. Það þarf þó enginn að búast við að saga þeirra sé öll; reynslan sýnir að varúlfamyndirnar skjóta upp koll- inum aftur og aftur á nokkurra ára fresti. _ £SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.