Tíminn - 04.08.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 04.08.1982, Qupperneq 1
^ 7 Videoson annar hæsti tekjuskattsgreiðandinn! - bls. 4 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 4. ágúst 1982 174. tbl. - 66. árgangur „HAHÐAHOLDIN ERII STORT ATAK HJA FAMENNRIÞJÓD” — sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, f viðtali við blaðamann Tímans í Bröttuhlíð ■ Þessa mynd tók fréttaritari Tímans af tignum gestum Grænlendinga í gær, er þeir stigu á land í Bröttuhlíð til þess að votta minningu Eiríks rauða virðingu sína, en þar var afhjúpaður minnisvarði um hann. Lengst til vinstri á myndinni er Henrik prins, en aftar má m.a. sjá þau Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands og Ólaf Noregskonung. Úti á firðinum eru bátar sem fluttu gestina frá Narssassuaq og eins og sjá má er ísinn á ferð „milli Grænlands köldu ldetta“ þótt hásumar sé. (Tímamynd FRI) Frá Friðriki Indriðasyni, fréttamanni Tímans á Grænlandi. ■ „Skipulagningin vegna hátíðahald- anna er til einstakrar fyrirmyndar og það er stórt átak hjá fámennri þjóð að safna til sín hundruðum gesta vegna þeirra“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti (slands, í viðtali við blaðamann Tímans í gær eftir minningarathöfn í Bröttuhlíð þar sem Eiríkur rauði settist að fyrir þúsund árum. Veðurguðirnir á Grænlandi skörtuðu sínu fegursta þegar tignir gestir, þar á meðal þjóðhöfðingjar íslands, Dan- merkur, og Noregs komu til Bröttuhlíð- ar. Voru gestirnir fluttir á skipum frá Narssassuaq í heimahaga landnáms- mannsins, en nú er talið að þúsund ár séu liðin frá komu hans til Grænlands. Er gestir höfðu hlýtt á messu í Bröttuhlíð var afhjúpað minnismerki um Eirík rauða en síðan heimsóttur bóndinn í Bröttuhlíð, Hans Christian Motsfeldt. Þá var haldið til Narsassuaq á ný og setinn kvöldverður í boði Narsaq-bæjar. í dag heimsækja hinir tignu gestir söfn og ýmsar stofnanir í Narsaq. Sjá frásögn og myndir frá fréttaritara Tímans, Friðrik Indriðasyni á bls. 10-11. Portúgalar kvarta aftur yfir gæðum íslenskrar saltfisksendingar: „KVARTANIRNAR RÉTTMÆTAR” ■ „Þessi farmur, sem er frá Reykjavík, Akranesi, Hafnar- firði og stöðum austan fjalls, átti að vera sérstaklega vel út tekinn,“ sagði Valgarð J. Ólafs- son framkvæmdastjóri SÍF í viðtali við Tímann. Farmurinn, sem um er rætt er 800-900 tonna farmur, af saltfiski sem Portú- galir hafa nú kvartað undan að hafi verið rangt flokkaður og ekki nógu góður. „Þeir Einar Jóhannsson frá okkur og Njáll Mýrdal frá Framleiðslueftirlitinu eru úti núna og þeir segja að kvartanirnar séu fyllilega réttlætanleg- ar,“ sagði Valgarð og bætti því við að í þetta sinn væri málið auðveldara viðfangs en síðast, þar sem farmurinn væri miklu minni. Einnig sagði Valgarð að þessir gallar virtust vera nokkuð gegnumgangandi í vertíðarfiskinum og taldi hann ástæður þess einkum tvær, að hráefnið væri ekki nægilega gott og að framleiðendur væru að innleiða hjá sér vinnusparandi aðferðir við verkunina, með þessum misjafna árangri. Friðrik Pálsson, hinn framkvæmda- stjóri SÍF, er einnig farinn til Portúgai, meðal annars vegna þessa máls. Valgarð sagði að náðst hefði fullt samkomuiag um farminn, sem kvartað var undan fyrr í sumar og væri það mál nú að fullu frá gengið og upp gert. Þegar Valgarð var spurður hvort þessar endurteknu kvartanir hafi ekki áhrif á markaðinn, svaraði hann: „Hvenær veit maður hvenær mælirinn fyllist, en við vonum það besta. En þrátt fyrir þessi óhöpp og að þeim frátöldum, teljum við að við bjóðum besta fiskinn á þessum markaði.“ gy

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.