Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 6
6______ fréttir MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Opinberir starfsmenn: w „GETfl EKKI BUIST VIÐ HAG- STÆÐARI SAMNINGUM EN ASf” segir Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra ■ „Opinberir starfsmenn geta ekki búist við að fá einhverja allt aðra og mikið hagstæðari samninga heldur en aðrir í þjóðfélaginu. Síst af öllu núna meðan sýnt er að þjóðartekjur fara ört minnkandi," sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, þegar Tíminn spurði hann hvort fjármálaráðuneytið myndi taka mið af ASÍ samkomulaginu frá í vor í yfirstandandi samningaviðræðum BSRB og ríkisins. „Hins vegar er það Ijóst að BSRB hefur sjálfstæðan samningsrétt og þess vegna verður kannski ekki hægt að binda sig alveg við ASÍ samkomulagið," sagði Ragnar ennfremur. - Nú er því haldið fram af hálfu BSRB að opinberir starfsmenn hafi almennt milli 20 og 30 prósent lægri laun en tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði? „Það heyrast nú alls konar tölur nefndar í því sambandi," sagði fjármála- ráðherra. „Og því er ekki að neita að í sumum tilvikum eru þessar háu tölur réttar. En þá er oftast tekið mið af einhverjum stéttum sem eru verulega yfirborgaðar, eða hafa mjög há laun. Slíkar undantekningar eru að mínu mati ekki til almennrar viðmiðunar," sagði hann. Ragnar sagði ennfremur, að nú væri starfandi nefnd, sem í sætu tveir menn á launum frá ríkinu, sem ætlað væri annars vegar að meta hvers virði þau hlunnindi sem opinberir starfsmenn njóta eru. Hins vegar ætti hún að gera samanburð á launum opinberra starfs- manna og launum á hinum almenna vinnumarkaði. Sagði Ragnar, að í komandi samningum yrði tekið mið af niðurstöðum þessa mats. - Sjó. ■ Sigurvegararnir á íslandsmótinu, f.v. Jón Pétursson, Heiðar Hinriksson, Benedikt Jónsson, Theodór Thcodórsson og Ásbjörn Björnsson. íslandsmót í módelsvifflugi ■ Flugmálafélag íslands og Flugmód- elfélagið Þytur héldu íslandsmót í flugi fjarstýrðra módelsviffluga nýlega. Mótið var haldið á Hvolsvelli, en keppnin var í tveim hlutum, annars vegar var hástartkeppni, en í henni er hitauppstreymi notað til flugs, og hins vegar hangkeppni, en í hcnni er hlíðaruppstreymi notað til flugs. íslandsmeistari í hástarti varð Theo- dór Theodórsson, og unglingameistari varð Heiðar Hinriksson, 13 ára. Hangkeppnin var haldin viku síðar og íslandsmeistari og jafnframt unglinga- meistari varð Benedikt Jónsson. -SVJ Skreiðarmarkaðir í Nígeríu að opnast á ný? „Komið eitthvað pfnulftið af stað” ■ „Við höfum ekki fengið neitt nema lausafréttir um að þetta sé komið eitthvað pínulítið af stað,“ svaraði Hannes Hall hjá Skrciðarsamlaginu spurningu Tímans um hvort skreiðar- markaðurinn í Nígeríu værí að opnast aftur. Lausafréttirnar segja að eitthvað sé farið að gefa út af innflutningsleyfum, og þá einkum til þeirra innflytjenda, sem verst fóru út úr stöðvuninni í fyrra, en ekki er vitað til að þeir hafi enn fengið gjaldeyrisleyfi. Hannes sagði að þau fylgi venjulega fast á eftir hinum, en nú hafi eitthvað tafið þau, þannig að eitthvað virðast þau mál vera stirð ennþá. Hannes sagði að hvorki stjórnvöld né bankar í Nígeríu gefi út neinar tilkynningar um að innflutningshömlur hafi verið leystar, heldur komi vitneskj- ■ Björgunarnetahönnuðurínn Markús B. Þorgeirsson hefur lokið hringferð sinni um landið. Hann hefur heimsótt alla stærri staði landsins og kynnt björgunarnctið Markús. Síðasti áfangi hans var ferð um Vestfirði, þar sem hann fékk, að eigin sögn, ágætar undirtektir og margir skipstjórnarmenn á þeim slóðum pöntuðu net. an um það gegnum fiskkaupmenn, sem fari að leita fyrir sér um viðskipti hér. Markús færír ríkisstjórn Gunnars Thoroddscn, fjárveitinganefnd sem og öllum alþingismönnum, bestu þakkir fyrir veittan stuðning og hvatningar. Næstu viðfangsefni Markúsar eru að sannaágæti netsins við björgun úr ám og vötnum og af klettasyllum. Hann var við æfingar í Krossá um verslunarmanna- helgina. SV segir Hannes Hall hjá Skreiðarsamlaginu sv Markús áferdog flugi Oldsmobile Cutlass Braugham Árg.1980 Einn sá glæsilegasti og með öllu. 8 cyl. (302) sjálfskiptur, vökvastýri og -bremsur, rafmagnssæti, -rúður og fleira og fleira. Chevrolet Chevy Van, 1981. 6 cyl. sjálfskiptur, vökvastýri og -bremsur, útvarp. Ekinn 17. þús mílur. Verð kr. 190.000.- Upplýsingar í síma 12500 og 39931 eftir kl. 19 s-25977, s-25977, s-25977, s-25977 Auglýsingablaðið Lægsta verð á auglýsingum hér á landi -Smáauglýsing m/mynd 60 kr. x -Smáauglýsing án myndar 45 kr. x — Heilsíða 1/1 2.250 kr. x -1/2síða 1.125 kr.x osfrv. Komum og tökum myndir þér að kostnaðarlausu! X Ath; sérstakur kynningarafsláttur Atvinna Vantar nú þegar þjálfað fólk til fiskvinnslustarfa. Mikil ákvæðisvinna. Mötuneyti og húsnæði á staðnum. Fiskiðjan Freyja, Súgandafirði, sími: 94-6105 og á kvöldin í síma 94-6118 Auglýsingabiaðið sf. Skúlatúni 4 S-25977, s-25977, s-25977, s-25977.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.