Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 erlent yfirlit ■ PAUL McCloskey þingmaður frá Kaliforníu lagði enn einu sinni fjölmiðl- um fréttaefni í hendur, þegar hann tilkynnti fyrra sunnudag, að Yasser Arafat hefði í viðurvist hans og fimm annarra bandarískra þingmanna undir- ritað yfirlýsingu, sem fæli í sér, að hann viðurkenndi ísrael. Closkey, sem er 55 ára, kom fyrst við sögu 1967 í aukakosningu til Banda- ríkjaþings í Kaliforníu, þegar keppi- nautur hans var kvikmyndastjarnan fræga Shirley Temple Black. Flestir spáðu Shirley Temple sigri, enda voru kvikmyndastjörnur eins og Ronald Reagan sigursælar í kosningum í Kaliforníu um þessar mundir. Shirley Temple hafði þá talsvert látið á sér bera í stjórnmálum og skipað sér í hægri arm republikana, sem studdi eindregið þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu. Closkey var þá nýkominn úr hernum, en hann hafði verið liðsforingi í Kóreustríðinu og þótt reynast góður hermaður. Reynsla hans hafði gert hann að eindregnum andstæðingi stríðsþátt- tökunnar í Víetnam. Hann lagði megináherzluna á það í baráttunni við Shirley Temple og sigraði. Aftur vakti Closkey á sér athygli í sambandi við forsetakosningarnar 1972. Hiii . . ■ Skjalið, sem Arafat undirritaði. A því stendur að ofan: Arafat formaður viðurkennir: Allar ályktanir S.Þ., sem snerta Palestínumálið. Síðan kemur undirskrift hans. Neðst á skjalið hefur Closkey skrifað nafn sitt. BÍLHLUTIR Suðurlandsbraut 24 Simi 38365 Bremsuljós aft/glugga kr. 349,- Tjakkar 1 tonn 230,- Tjakkar 1.2 tonn 290,- Króm felguhringir 12"-13" 4 stk. i setti 708,- 14"—15" 4 stk. í setti 752,- Búkkar 2 stk. 355,- 1 1/2 tonn pr/bukka Póstsendum um land allt Ljós — hvit Et gul m/Halogen-peru Settið 510,- Ljós — hvít 8 gul m/Halogen-peru Settið 510,- Það væri klókt af PLO að viðurkenna ísrael Enn veldur Closkey athyglisverðu umtali Hann gaf þá kost á sér til framboðs á móti Nixon í prófkjörum hjá republik- önum. Enn sem fyrr var andstaðan gegn Víetnamstríðinu helzta kosningamál hans. Jafnframt skipaði Closkey sér í flestum öðrum málum til vinstri. Closkey reyndi í prófkjörinu á síðastliðnu vori, að verða í framboði fyrir republikana við kosningu í haust á öldungadeildarmanni. Hann beið ósigur. Þetta kostaði hann að afsala sér sæti sínu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann hverfur því af þingi um áramótin, en ósennilegt þykir, að það verði endalokin á pólitískum ferli hans. CLOSKEY og fimm aðrir þingmenn úr fulltrúadeildinni heimsóttu Arafat í bækistöð hans í Beirut fyrir tæpum hálfum mánuði. Eftir viðræður þeirra Closkeys undirritaði Arafat yfirlýsingu þess efnis, að hann væri samþykkur öllum ályktunum Sameinuðu þjóðanna, sem snertu Palestínumálið. Closkey taldi sig hafa himin höndum tekið, þar sem í þessu fælist viðurkenn- ing á ísrael. Arafat hafði hins vegar haft vaðið fyrir neðan sig. Yfirlýsing hans náði ekki til þeirrar ályktunar öryggis- ráðsins, sem viðurkennir rétt Ísraels, ályktunarinnar 242. Sú ályktun var gerð eftir sexdagastríð- ið 1967 og fjallar um, að fsraelar skili aftur landsvæðunum, sem þeir tóku frá Jórdaníu, Sýrlandi og Egyptalandi. Þar er talað um, að viðurkennd skulu öll ríki á þessu svæði, og er ísrael vitanlega þar á meðal. í ályktuninni er hins vegar hvergi minnst á Palestínumenn, réttindi þeirra eða hugsanlegt ríki þeirra. Að dómi Palestínumanna og raunar annarra snertir ályktunin 242 því ekki Palestínumálið. Palestínumenn hafa lýst sig mótfallna henni, þar sem hún gerir ráð fyrir herteknu svæðunum verði skilað til Jordaníu, Sýrlands og Egypta- lands, en hvergi minnzt á rétt Palestínu- manna til þeirra. ísraelar voru lengi vel ekkert hrifnir af ályktun 242, og hafa jafnan deilt um hvernig bæri að skilja hana. Arabar ■ Paul McCloskey halda því fram, að samkvæmt henni eigi ísrael að skila öllum herteknum svæð- um, en Israelar mótmæla því, þar sem hvergi standi orðið öll í ályktuninni. Hægt sé því að fullnægja henni með því að skila aðeins nokkrum hluta herteknu svæðanna. í seinni tíð hefur ísraelsstjóm hampað ályktun 242 meira en áður, þar sem samkvæmt henni ættu þeir að afhenda Jordaníu vesturbakkann, en það er sú lausn, sem ísraelar myndu helzt sætta sig við, ef þeir láta vesturbakkann af hendi. Hussein konungur var upphaflega hlynntur þeirri lausn, en er það ekki lengur. Hann styður orðið kröfu Palestínumanna til að stofna eigið ríki. Það er Ijóst af því, sem hér er rakið, að ályktun 242 er ekki Palestínumönn- um að skapi, þar sem hún nefnir þá hvergi né rétt þeirra til umræddra landssvæða. í ályktunum, sem síðar hafa verið gerðar á allsherjarþingi S.Þ. og í öryggisráðinu, felst hins vegar viður- kenning á rétti Palestínumanna. Yfirlýs- ingin sem Arafat undirritaði í viðurvist Closkeys, lýtur að þessum ályktunum. ÞÓTT sá skilningur Closkeys hafi ekki reynzt réttur, að Arafat hafi með undirrituninni viðurkennt ísrael, hefur þetta atvik vakið athygli á þeirri staðreynd, að það gæti verið sterkur leikur af hálfu Palestínumanna að viðurkenna ísrael. Eftir það ættu t.d. Bandaríkin erfitt með að neita að viðurkenna PLO, því að synjun þeirra hefur að undanförnu eingöngu byggzt á því, að PLO viðurkennir ekki Ísrael. Það hefur verið vitað um alllangt skeið, að Arafat og aðrir raunsærri leiðtogar PLO hafa verið reiðubúnir til að viðurkenna ísrael, ef ísraelar viður- kenndu á móti rétt Palestínumanna til sjálfsákvörðunar og sjálfstæðis. Slíka viðurkenningu hefur fsraels- stjórn ekki viljað veita.Arafat hefur ekki talið sér fært á meðan, að berjast innan PLO fyrir viðurkenningu á ísrael og ef til vill kljúfa hreyfinguna með því. Nú geta aðstæður hins vegar verið orðnar þær, að Arafat treysti sér til að gefa slíka yfirlýsingu gegn viðurkenn- ingu Bandaríkjastjórnar. Það myndi stórbæta hina pólitísku stöðu PLÓ og einangra ísrael enn meira. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar IkU Verð kr. 1.785.00 Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Simi 86-900 Laust starf við Stórutjarnarskóla Staða forstöðumanns mötuneytis er laus til umsóknar. Æskilegt væri að viðkomandi gæti tekið að sér kennslu í heimilisfræðum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, sími um Fosshól. Umsóknum sé skilað til formanns skólanefndar, Skarphéðins Sigurðssonar, Úlfs- bæ, 645 Fosshóll fyrir 15. ágúst. Skólanefndin Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa I skrifstofu Háskóla íslands er laus til umsóknar. Auk ýmissa starfa fyrir yfirstjórn Háskólans 'er fulltrúanum ætlað að sjá um skipulagningu og framkvæmd skriflegra prófa í Háskólanum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 30. júlí 1982. Nr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.