Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofuatjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiislustjóri: Siguriur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Umsjónarmaiur Helgar- Tlmans: lllugi Jökulsson. Blaiamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnusson, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Friirlk Indrliason, Heiiur Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (iþróttlr), Jónas Guimundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guibjörnsson. Ljósmyndir: Guijón Elnarsson, Guijón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasatn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Siiumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Veri I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuil: kr. 120.00. Setnlng: Tæknldeild Tlmans. Prentun: Blaiaprent hf. Er hvergi erfitt nema á íslandi? ■ Það mætti vel ætla af forustuereinum stjórnar- andstöðublaðanna að hvarvetna ríki nú gott ástand í efnahagsmálum nema á íslandi. fsland sé eiginlega eina landið í heiminum, þar sem glímt sé við efnahagslega erfiðleika. Stjórnarandstöðublöðin hafa einfalda skýringu á þessu. Að vísu hafi þjóðin orðið fyrir nokkrum áföllum á þessu ári, eins og stöðvun loðnuveiðanna og lokun skreiðarmarkaðarins, en fyrst og fremst sé það þó ríkisstjórninni að kenna hvernig komið sé. Pað er vissulega full ástæða til þess fyrir almenning að líta út fyrir landsteinana og gera sér grein fyrir því, hvort þetta sé svona í raun og veru, að ísland sé eina landið, þar sem erfiðlega sé statt í efnahagsmálum. Hvernig væri t.d. að reyna að fá einhverja nasasjón af efnahagsástandinu í Bretlandi, en Morgunblaðið dásamar mjög þá stjórnarstefnu, sem fylgt er þar um þessar mundir og telur hana til sannrar fyrirmyndar. Eitthvað hlýtur því ástandið að vera betra þar en á íslandi, ef trúa ætti Morgunblaðinu. þetta er þó ekki raunin. Á Bretlandi er atvinnuleysi að verða svipað og það var verst á kreppuárunum milli heimsstyrjaldanna. Flest stóriðjufyrirtæki eru rekin með tapi, eins og t.d. stál - og álverksmiðjur, og geta því aðeins keppt á heimsmarkaðinum, að þau fái margvíslega opinbera fyrirgreiðslu. Fjöldi minni fyrirtækja hefur orðið gjaldþrota að undanförnu. Lífskjör láglaunafólks og millistétta hafa farið versnandi. En hefur þá ekki Ronald Reagan tekizt betur í Bandaríkjunum og er stjórn hans ekki betri vitnisburður um ágæti þeirrar stefnu, sem Geirsarmur Sjálfstæðisflokksins boðar, en stjórn Thatchers? Því miður er sagan svipuð þar og í Bretlandi. Atvinnuleysi fer sívaxandi, lífskjör láglaunafólks og millistétta versnandi. Hrun vofir yfir stóriðjufyrir- tækjum, eins og stálverksmiðjum og bifreíða- verksmiðjum og Reagan sér þar helzt til bjargar að leggja á innflutningstolla og aðflutningshöft. Minni fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota þúsundum saman. Stórkostlegur og vaxandi halli er á fjárlögum og nýlega samþykkti Bandaríkjaþing mestu skattahækkunarlög, sem sögur fara af, þótt það væri aðalkosningaloforð Reagans að lækka skattana. Kjör bænda verða því aðeins viðunandi, að hægt sé að selja mikið af korni til Sovétríkjanna. *»■ Þannig væri hægt að fara land úr landi, þar sem skoðanabræður Geirsarmsins stjórna. Far er hvar- vetna sama sagan. Vaxandi atvinnuleysi, versnandi lífskjör láglaunafólks og millistétta, taprekstur margra stóriðnfyrirtækja og gjaldþrot þúsunda minni fyrir- tækja. Svipað er ástandið í þeim löndum, þar sem sósíaldemókratar ráða, t.d. í Danmörku. Staðreyndin er sú, að það ríkir í heiminum efnahagskreppa, sem hefur hvarvetna hinar verstu afleiðingar, en Islendingar hafa sloppið betur en flestir hingað til. Það eiga þeir að verulegu leyti núverandi ríkisstjórn að þakka. Þ.P miÍS'il' á vettvangi dagsins Náttúruverndarráð ríkisins og Eldey eftir Þorstein Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkisins ■ „Eldey á ekki að vera vettvangur fyrir bjargmenn, sem vilja sýna færni sína og vinna afrek, til þess hafa þeir marga enn hentugri bjargveggi, þar sem fuglalífl er ekki unnið tjón.“ ■ Fyrir skömmu birti Morgunblaðið frétt um leyfi, sem náttúruverndarráð ríkisins hafði veitt leiðangri Árna blaðamanns Johnsen til þess að fara upp í Eldey. Samkvæmt því sem blaðið greindi frá er tilgangur Eldeyjarfararinnar að ná myndum af byggð hafsúlunnar og lifnaðarháttum, hringmerkja súlur og ná sýnum úr bergi eyjarinnar. Alþingi samþykkti 1940 lög um friðun Eldeyjar. Samkvæmt náttúruverndar- lögum var svo Eldey friðlýst með auglýsingu náttúruverndarráðs ríkisins 1956. Eyjan er því í umsjón ráðsins. Lögin um friðun Eldeyjar og síðar auglýsing um friðlýsingu hennar eru fyrst og fremst framkomin til varðveislu súlubyggðar eyjarinnar. Stofn hafsúlunnar, sem á heimkynni í Norður-Atlantshafi, var fram yfir 1940 ört minnkandi og því var komið á friðun tegundarinnar hjá þeim þjóðum, sem eiga byggðir hafsúlu við strendur landa sinna. Nýjar byggðir við Noreg og Frakkland njóta einnig friðunar. Pessar aðgerðir eyddu hættunni á útrýmingu og er stofninn nú í vexti. Á árunum milli 1930 og 1940 framkvæmdu ensku fugla- og líf- fræðingarnir James Fisher og H.G.Ve- vers víðtækar rannsóknir á stofnstærð hafsúlunnar, og birtu þeir niðurstöður í tveim heftum 1943 og 1944. Enski líffræðingurinn Julian Huxley annaðist töku heimildarkvikmyndar um hafsúlur 1938 og hlaut fyrir hana. Óskarsverðlaun. Myndin var gerð til þess að vekja athygli á útrýmingarhættu tegundarinnar. Árið 1913 er gefið út stórt og vandað rit um hafsúluna eftir J.H.Gurney. Síðan hefur margt birst um tegundina, sem nær hámarki 1978, er tvö rit eru gefin út eftir líffræðing við háskólann í Aberdeen, Bryan Nelson. Fyrra ritið var um allar súlutegundir jarðar og þeim skyldar tegundir, en hið síðara, 345 bls. bók, fjallar eingöngu um hafsúluna. Niðurstöður ítarlegra rannsókna á hafsúlunni eru því aðgengilegar þeim, sem vilja fræðast um fuglinn og byggðir hans. Myndir ýmissa gerða, sem sýna lifnaðarhætti hafsúlna eru ekki síður nærtækar. Hvcr sú þjóð, sem á hafsúlubyggðir, stendur vörð um þær sem náttúruvætti. Þá hafa rannsóknir sýnt að byggðir þessar eru þýðingarmiklir hlekkir í lífkeðju hafsins. Af hálfu íslensku þjóðarinnar hefur náttúruverndarráði hennar verið falið að annast friðlýstu eyjuna Eldey og sjá um að friðlýsingin sé virt. Ráðið hefur leyft uppgöngu á Eldey um miðjan ágúst, þegar lífshættir í byggðum súlunnar eru viðkvæmastir. Sé ætlunin að ná kvikmynd eða kyrrum myndum af lifnaðarháttum hafsúlu, sem eru margvíslegir og forvitnilegir, breytilegir eftir árstíðum og tímum sólarhringsins - og þá veðri, verða slík verk auðveldar gerð annars staðar en í Eldey, því að þau krefjast langrar yfirlegu, sem eigi verður komið við í Eldey. f Hellisey er auðvelt að hafa langa viðdvöl, þar er kofi og súlubyggðir nærtækar, t.d. Flaktarbælið og Höfðinn. Auðveldast er að komast með dýr og mikil tæki að súlubyggð í kolli Stóra-Karls við Skoruvíkurbjarg á Langanesi. Komast má á bifreið á bjargbrúnina ofan Karlsins og gengur aflíðandi grasbrekka niður að honum. Þar niðri er létt að setja upp fylgsni. Af súlubyggð Eldeyjar eru til margar ágætar myndir teknar úr lofti. Þær hafa auðveldað leið að eftirliti með þróun byggðarinnar. Slíkar könnunarmyndir verða eigi teknar í Eldey. Merking súlna er annar tilgangur leiðangurs Árna og á að annast það verk læknir, sem lengi hefur verið virkur áhugamaður um fuglamerkingar. Sá, sem ætlar að merkja súlur í Eldey, þarf eigi að klífa fæpan „veg“ upp á koll hennar, því að upp af og suð-austur af Flánni, þar sem landtaka er í Eldey, eru tvær breiðar og langar syllur (nefndar Bringur; þar voru síðustu geirfuglarnir á eggi 1844) Á þessu svæði voru 1961 um 1000 hreiðurhraukar og því æði magn unga til merkingar á dagsstund. Þegar komið er í súlubyggð, er ávallt hætta á að stálpaðir ungar flæmist.úr hreiðrum, og sé brún nærri, þá hrekist þeir niður fyrir hana. Við aðför að súlum í Eldey urðu veiðimenn að fara með brúnum og því skiptu þeir sér á þær og stugguðu við ungum frá jöðrum eyjar- innar. Sé farið með brún syllu, er unnt Sænski kaupskipa flotinn r 75 ár ■ Flestir munu taka undir það, að sjaldan, eða aldrei frá stríðslokum hafi efnahagsástandið í heiminum verið verra en nú, og líkja margir ástandinu við heimskrcppuna þótt vitaskuld sé ó- líku saman að jafna í fleira en einu tilliti. Menn reyna þó að ráða fram úr vandan- um með aukinni hagræðingu og nýrri tækni, því það er eins og ekkert af því gamla og góða borgi sig lengur. Þetta þekkja íslendingar, bæði af landvinnu og frá sjónum, stöðugt er leitað nýrra úrræða. Við smíðum skuttogara, sem eru afkastamiklir, og núna eru íslendingar loksins að vakna til meðvitundar um gildi „tvíburavörpunnar", sem er varpa sem tveir bátar draga, en hlerar á botnvörpu taka til sín 30-40% orkunnar á togveiðum. Það sama skeður með kaupskipaflotann. Ekjuskip og aukin hagræðing í meðferð varnings, hefur aukið afköstin. Og það er reyndar furðulegt, hversu ör þróunin hefur orðið og breytingar miklar í vöru- og farþegaflutningum á sjó. Þeir sem eldri eru geta t.d. séð muninn á vinnu og Fyrri grein aðstöðu hjá Skallagrími, sem rekur AKRABORG, hver þróunin hefur orðið frá því að gamli LAXFOSS var í Akranes- og Borgarnesferðum og reyndar gamla AKRABORGIN líka. Svipaða sögu er að segja af öðrum siglingumm, bæði í strandferðum og siglingum með vörur milli landa. Þróun í 75 ár Á síðasta ári var félag sænskra útgerðarmanna 75 ára, eða þeirra er reka kaupskip. Svíar eru siglinaþjóð, er stundar alþjóðlegar siglingar í ríkum ■ Sænskar skipasmíðastöðvar hófu smíði stálskipa snemma. Þessi mynd er af gufuskipinu THETIS, sem smíðað var árið 1884 í Gávle. THETIS var 1000 tonn mæli. Það hafa skipst á skin og skúrir og um þessar mundir á sænski kaupskipa- flotinn við mikla örðugleika að etja. Mikill samdráttur hefur orðið, því Svíar eru einfaldlega ekki samkeppnisfærir lengur. Utgerðarkostnaður hefur aukist gífur- lega, og farmgjöld hafa ekki hækkað að sama skapi. Samkeppnisaðstaða Svía er vond. Samt eru sænskir útgerðarmenn ekki búnir að gefast upp. Þeir leita nýrra úrræða. Þessi samdráttur kemur niður á mörgum sviðum. Sænskar skipasmíða- stöðvar fá færri verkefni og orðið hefur að senda þúsundir manna heim, þótt ■ Svona litu síðustu seglskipin út, en þau hurfu svo að segja alveg af höfunum í lok síðari heimsstyrjaldarínnar. Mynd- in er af sænska cikarskipinu JON- STROP. Eins og sjá má er gufuskip í baksviðinu. Það var nýi tíminn. ■ Eldey. Náttúruverndarráð hefur nú veitt leyfi til þess að hópur manna fari þar upp, þótt slíkum beiðnum hafi áður verið hafnað. að halda ungum upp að bjargveggnum. Vegna þessa er merking súluunga á Bringunum niðri við landgönguflána auðveldara verk og árangursríkara en ofan brúna á eynni. Þriðja áminnsta erindi leiðangursins í fréttinni er að jarðfræðingur á að taka sýni úr bergi Eldeyjar. Um 1970 fékk jarðfræðingur leyfi til slíkrar efnistöku. Hafi það sýni ekki reynst nægjanlegt, þá gerir öflun frekara efnismagns eigi kröfu til klifurs upp fyrir brúnir. Ég tel mig með framanskráðu hafa sýnt fram á að þeir, sem vilja ná kvikmynd af lifnaðarháttum súlu, þurfi eigi að fara í Eldey til þess verks og að merkingar á súlu í Eldey, sem geta haft vísindalega þýðingu, svo og efnistaka úr bergi hennar, geri eigi kröfu til bjarggöngu upp fyrir brúnir. Þetta hefði náttúruverndarráð átt að vita og þrengt leyfi um ferð í Eldey við þessa möguleika. Ég tel þetta leyfi frumhlaup hjá nefndinni, sem leiðir hugann að því, að hún sé lítt fær um að standa vörð um friðlýst svæði fyrir hönd þjóðarinnar. Árið 1970 sótti sá, er nú hefur hlotið leyfi ráðsins til Eldeyjarfarar, um leyfi til sams konar farar en hlaut synjun, en hann fór samt. Sýndi hann með því og í skrifum, sem hlutust af förinni, að hann ber litla virðingu fyrir lagaákvæðum um friðlýsingu. Það er því ástæða til þess að náttúruverndarráð ríkisins veiti almenn- ingi upplýsingar um hvers vegna Árna Johnsen er nú veitt leyfi til Eldeyjarfar- ar, sem honum var synjað um 1970, en fór þó samt. Klifur manna um syllur, bríkur, bekki og kóra Eldeyjar til þess að ná á koll hennar, og hvað þá umferð manna ofan brúna, raska stórlega fuglalífi eyjar- innar. Eldey á ekki að vera vettvangur fyrir bjargmenn, sem vilja sýna færni sína og vinna afrek, til þess hafa þeir marga enn hentugri bjargveggi, þar sem fuglalífi er ekki unnið tjón. Þorsteinn Einarsson ■ í byrjun aldarinnar keyptu Svíar Bretlandi. Bretar gátu ekki gert þessi unum tókst að reka þau með arðbærum Helsingjaborg, en skipið var smíðað mikið af gömlum kaupskipum frá gömlu skip út,en sænsku útgerðarmönn- hætti. Skipið á myndinni er ELLA frá í West Hartlepool árið 1877. smíði olíuborpalla hafi bjargað stærstu stöðvunum frá gjaldþroti. Þá hafa breytingar á fiskveiðilandhelgi komið hart niður á sænska fiskveiði- flotanum. Nýverið rákumst við á grein í Svensk sjöfarttidning, þar sem þróun sænska verslunarflotans er rakin, og þar er unnt að sjá með eigin augum, hversu miklar breytingarnar hafa orðið á þessari öld, eða í 75 ára sögu samtaka útgerðar- manna. Er að nokkru stuðst við þá grein, við samningu þess, sem hér er ritað. Frá seglum til kola og véla Þegar sænskir útgerðarmenn stofnuðu samtök sín árið 1906, voru 60% sænskra kaupskipa seglskip, ef miðað er við skipafjölda, en ef miðað er við tonnafjölda, þá voru 40% knúin seglum. Svíum var það ljóst að þessu þurfti að breyta. Seglskip voru að vísu fögur (sjá mynd af GÖTEBORG), og þau þurftu ekki kol. Á hinn bóginn voru þau oft lengi að velkjast í hafi og það kostaði sitt líka, þannig að lögð var áhersla á að auka hlut vélknúinna skipa. Þetta gerðu Svíar með því að kaupa notuð gufuskip, einkum frá Bretlandi. Þessi skip voru óhagkvæm í rekstri, og vildu Bretar losna við þau. (sjá mynd af ELLA). Þetta var neyðarúrræði, þar sem margar skipasmíðastöðvar í Svíþjóð höfðu lítil verkefni. Þessi þróun er reyndar nokkru eldri en samtök útgerðanna, því sænsk útgerðarfélög höfðu þá þegar hafið siglingar, eða fastar ferðir milli fjarlægra landa, auk Evrópusiglinga. Gengu siglingar nokkuð vel í aldar- byrjun. Flotinn stækkaði og útgerð stóð með blóma, þar til fyrri heimsstyrjöldin skall á, en þá urðu Svíar fyrir miklu tióni. 600 sjómenn týndu lífi í stríðinu og hundruðum sænskra skipa var sökkt. Fyrir stríðið áttu sænskir útgerðarmenn 300 skip og flotinn var 1.2 milljón rúmlestir. Um það bil 50% þeirra voru seglskip. Á þessum flota störfuðu 23.000 manns, en auk þess áttu Svíar skip er sigldu undir erlendum fána og eru þau skip ekki í þessari tölu. í stríðslok taldi sænski kaupskipa- flotinn 2.700 skip og hann hafði minnkað um 200.000 tonn. Mörg skipafélög urðu gjaldþrota af völdum stríðsins, og fleiri bættust við árið 1920, þegar farmgjöld féllu niður úr öllu valdi á heimsmarkaði. Þá varð að leggja stórum hluta skipanna (Sjá mynd af Gautaborg). En krepputímum fylgja oft ný ævintýri. Meðan gróin skipafélög römb- uðu á barmi gjaldþrots, eða urðu gjaldþröta, þá sáu peningamenn sér leik á borði og þeir keyptu góð skip á ótrúlega lágu verði, eða undirverði, sem var í engu samræmi við smíðakostnað skipanna. Síðari heimsstyrjöldin varð sænskri kaupskipaútgerð örðug. Segja má að sænski kaupskipaflotinn hafi þá klofnað. Skagerak var lokað, Svíþjóð í herkví. Sá hluti sænska kaupskipaflotans, sem var heimavið, sigldi síðan fyrir Þjóðverja milli hafna í Eystrasalti. Flutti hergögn og nauðsynj- ar fyrir nasista, en hinn hlutinn, sem var á fjarlægum slóðum, hélt áfram alþjóða siglingum. Bandamenn leigðu þau skip, eða þau voru leigð til flutninga fyrir einkaaðila. Svíar misstu mikið í stríðinu. 1.307 sænskir sjómenn fórust í stríðinu og 60% af þeim hluta verslunarskipa, er sigldi á alþjóðaleikum var sökkt. Svíar voru hlutlausir í stríðinu og þeir máluðu skip sín með sérstakri málningu og þannig tókst að fara 434 mikilvægar ferðir, þrátt fyrir stríðið, til að sækja nauðsynjar fyrir landið, matvæli og olíu (sjá mynd af SVEAJARL). Þau fengu leyfi bandamanna til þess að sigla um Skagerak. frh. landfari ■ Frá heimsmeistarakeppninni, sem haldin var á Spáni í sumar og um er fjallað ■ meðfylgjandi grein. Ellert svar- ar Gunnari Herra ritstjóri Tímans ■ { blaði yðar 28. júlí s.l. er greinastúfur eftir Gunnar Stefánsson sem kemst að þeirri niðurstöðu að seta mín í útvarpsráði sé „gróf móðgun við Ríkisútvarpið og for- ráðamenn þess, storkun við heil- brigða réttarvitund og óvirðing við Alþingi", svo fátt eitt sé upp talið. Siðferðisvandlæting Gunnars þessa byggist á því, að ég sé andsnúinn Ríkisútvarpinu og hafi brotið lög á Ríkisútvarpinu, með því að lýsa yfir stuðningi með því, að íslendingar fengju að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, meðan hún stóð yfir. Af þessu tilefni vildi ég biðja blað yðar að koma eftirfarandi upplýsing- um á framfæri til Gunnars Stefáns- sonar og lesenda Tímans: Ég hef setið í útvarpsráði frá árinu 1974 eða tæp átta ár. Ég hef aldrei lýst mig andsnúinn Ríkisútvarpinu. Ég hef hinsvegar verið fylgjandi afnámi einkaréttar ríkisins á útvarps- rekstri. Á þessu er mikill munur, eins og hver maður sér. Gunnar Stefáns- son virðist vera þeirrar skoðunar, að afnám einkaréttar ríkisins jafngildi lokun Ríkisútvarpsins. Ég hef meiri trú á Ríkisútvarpinu, muni jafnvel spjara sig mun betur, og þegar aðrar stöðvar verða til samanburðar. Ef Gunnar Stefánsson vill útiloka hvern þann frá setu í útvarpsráði, sem ekki styður áframhaldandi einokun ríkisins á þessum vettvangi, yrðu allir núverandi útvarpsráðs- menn að segja af sér, einfaldlega vegna þess að þeir eru allir hlynntir afnámi einkaréttarins í einu eða öðru formi. 2. Ég er ekki eigandi að Videoson, og er ekki á launum hjá því fyrirtæki. En að svo miklu leyti sem ég hafði afskipti af sýningum Videoson af leikjum frá heimsmeistara keppninni, þá var ég því meðmæltur sem áhugamaður um þá íþrótt og eins og þúsundir annarra íslendinga. Gunnar Stefánsson fullyrðir, að „Ríkisútvarpið hafi keypt sér cinka- rétt af þessu efni og má ætla að útvarpsráðsmönnum hafi ekki verið um það ókunnugt". Hið rétta er, að útvarpsráð vissi, að Ríkisútvarpið hefði orðið sér úti um sýningarrétt á umræddum Ieikjum. Hinsvegar lá aldrei fyrir, að þar væri um einkarétt að ræða. í janúar s.l. bað égsjálfur um skriflega skýrslu um sýningarrétt og sýningar- möguleika, en sú skýrsla kom aldrei. Satt að segja vissi útvarpsráð það eitt, að Ríkisútvarpið ætlaði að heykjast á því, að sýna þctta efni í júlímánuði, og það var ckki fyrr en ég, þessi mikli óvinur Ríkisútvarp- sins, taldi heiður sjónvarpsins að veði, sbr. fundargerð ráðsins frá 8. júní s.l., sem fallist var á af forráðamönnum Ríkisútvarpsins að gera tilraun til að sýna úrslitaleik HM. Ég hef aldrei talið það í verkahring mínum sem útvarpsráðsmaður, að koma í veg fyrir að borgarar þessa lands, verði sér úti um sýningarefni til að fylgjast með í heimahúsum. Ég vissi ekki fyrr e,n nú, að það væri kallað að níðast á Ríkisútvarpinu, þegar menn horfðu á fótboltaleiki heima hjá sér. Ekkert er nýtt undir sólinni. Strax og Ríkisútvarpið bannaði þetta „ódæðisverk,, með fógetavaldi, og hélt fram einkarétti sínum, hætti Videoson sýningum sínum. Er þá upptalinn glæpurinn. Að lokum þykir mér rétt að benda á, að útvarpsráð er ekki kosið til að þóknast forráðamönnum Ríkis- útvarpsins. Mér stendur á sama um, þótt þeir móðgist, af þeirri einföldu ástæðu, að útvarpsráðsmenn eru fulltrúar almennings en ekki forráða- manna útvarpsins. Og sem betur fer, kýs alþingi heldur ekki menn í trúnaðarstöður samkvæmt siðferðis- vottorðum frá framsóknarmönnum. Reykjavík, 29. júlí Ellert B Schram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.