Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Það dettur engum heil- brigðum manni í hug að láta þennan einstæða at burð fram hjá sér fara. SHARP flö PIOMEER HLJOMBÆR HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 Frægasta félagslið í heimi kemur til landsins með Flugleiðum í dag og leikur gegn Val á morgun miðvikudaginn 4. ágúst, á Laugardalsvelli og gegn KA á Ak- ureyri 5. ágúst. Kapparnir gista á Hótel Loftleið- umfrá þriðjudegi til laugardags. Leikmennirnir sem koma eru: Gary Bailey, John Gidman, • Martin Buchan, Arthur Albiston, Ray Wilkins, Ashley Grimes, Mike Duxbury, Gary Birtles, Norman Whiteside, Steve Pears, Kevin Moran, Gordon McQueen, Peter Bodak, Bryan Robson, Arnold Muhren, Lou Macari og Frank Stapelton, auk þess má búast við tveimur aukastjörnum sem tilkynnt verður síðar. O Tveir öruggir ■ Sigurður Grétarsson var á skotskónum í leikjunum gegn Færeyingum, skoraði 4 mörk. Þá skoraði Akureyringurinn Erlingur Kristjánsson þrjú mörk. Færeymgum — Sigurður Grétarsson skoraði 4 mörk í 2 landsleikjum ■ Íslenska knattspyrnuiandsliðið gerði ágæta för til Færeyja um Verslunar- mannahelgina, lék tvo leiki gegn heimamönnum og sigraði örugglega í þeim báðum, 4-1 í leiknum á laugardag og 4-0 í leiknum á mánudag.Sigurður Grétarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka íslenska liðsins í förinni, 4 mörk í 2 leikjum. í fyrri leiknum, sem háður var í Þórshöfn, náðu heimamenn forystu 1-0 og áttu þeir mjög góðan leik. íslenska liðið náði sér engan veginn ástrik. Rétt fyrir leikhlé tókst þó Víkingnum Heimi Karlssyni að jafna, 1-1 f hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleiks opnaði Sigurður Grétarsson markareikning sinn og landinn tók forystu, 2-1. Þá bætti Akureyringurinn Erlingur Kristjánsson þriðja markinu við um miðbik seinni hálfleiksins og Sigurður skoraði síðan fjórða markið úr vítaspyrnu eftir að Gunnari Gíslasyni hafði verið brugðið gróflega innan vítateigs Færeyinga. f seinni leiknum voru yfirburðir íslenska liðsins öllu meiri en í þeim fyrri, Sigurður Grétarsson skoraði þegar i upphafi leiksins og þar með var tónninn gefinn, íslenska liðið sótti nær látlaust. Færeyingar höfðu þó tækifæri á því að jafna um miðjan fyrri hálfleikinn er þeir fengu vítaspyrnu, en skotið fór framhjá íslenska markinu. 1-0 í hálfleik. I seinni hálfleik voru yfirburðir íslenska liðsins algjörir. Erlingur Kristjánsson, sá sterki miðvörður, skor- Edda krækti í tvenn gullverðlaun ■ Edda Bergmann, 46 ára gömul húsmóðir af Seltjarnarnesi, gerði sér lítið fyrir á hinum svokölluðu Stoke- Mandeville leikjum fyrir fatlað íþrótta- fólk, og krækti í tvenn gullverðlaun í sundi. Auk þess vann Edda til einna silfurverðlauna og einna bronsverð- launa. Glæsilegur árangur. Að sögn Markúsar Einarssonar, fararstjóra íslenska hópsins, voru þarna 850 keppendur frá 26 þjóðum og eru Stoke-Mandeville-leikarnir einhvers konar alheimsleikar fatlaðra íþrótta- manna. Reynir Kristófersson keppti í lyfting- um og varð fjórði í sínum flokki. Þá keppti Rúnar Björnsson í bogfimi og sundi. Hann varð áttundi í sínum flokki í bogfimi og í tvígang fjörði í sundi og fimmti í eitt skiptið. Loks keppti Anna Geirsdóttir í sundi og varð hún í 8. og 10. sæti í þeim greinum sem hún keppti í. í stigakeppninni hafnaði ísland í 22. sæti. „Árangur okkar var mjög góður, einkum hjá Eddu, og vonandi verður hann fötluðu íþróttafólki hér heima mikil hvatning til enn stærri afreka,“ sagði Markús Einarsson ennfremur. aði síðan þegar um 10 mín voru af seinni hálfleik og nokkru seinna skoraði Sigurður sitt annað mark í leiknum, 3-0. Erlingur hafði ekki sagt sitt síðasta orð og hann skoraði fjórða mark landans, 4-0 og þriðja mark Erlings í leikjunum tveimur. Glæsileg byrjun á landsleikja- ferli. Lið íslands í leikjunum tveimur var þannig skipað: Þorsteinn Bjarnason ÍBK Friðrik Friðriksson Fram Þorsteinn Þorsteinsson Fram Hafþór Sveinjónsson Fram Viðar Halldórsson FH Erlingur Kristjánsson KA Jón Gunnar Bergs Val Gunnar Gíslason KA Aðalsteinn Aðalsteinsson Víking Sigurður Lárusson f A Ómar Torfason Víking Trausti Ómarsson UBK Sigurjón Kristjánsson UBK Ásbjörn Björnsson KA Sigurður Grétarsson UBK Heimir Karlsson Víking ■ George Best a \elgengnisarum sinum hja Manchester l nited.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.