Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 13 leikur með Val Manchester Utd íslensku stelpurnar unnu yfir- burðasigur ■ Afráðið er að hin hcimsfrxga fólholtakempa George Best leiki nteð Valsliðinu í kvöld gegn fyrrum felögum sínum í Manehester United og með KA á morgun á Akureyri gegn United. Verður Best í góðum félagsskap tveggja af okkar kunn- ustu atvinnumanna. Janusar (íuð- laugssonar og Jóhannesar Kðvalds- sonar. A sínum velgengnisárum þótti Best einn snjallasti knattspyrnumaö- ur heims, var einn af Ivkilmönnum United-liðsins. sem varð Evrópu- meistari árið 1968. Þar voru Dennis l.avv og Bolthy ( harlton í hinunt aðalhlutverkunum. F.ftir 1970 hefur fnegðarsól George Best hnigiö mjog. einkum vegna vandamála t einkalífi. afengisdrvkkju. oareiðan- leika og ohoflegs kvennafars. Þrátt fvrir allt. er alltaf dvröarljomi i kringuin Best og þo að liann se kominn vel a fertugsaldurinn er ekki að efa að hann styrkir Valsliðið mjög i viöureigninni gegn United Þaö er nú öruggt að United keniur með aila sina sterkustu leikmenn hingað til lands, að Steve Coppell undanskildum, en hann er meiddur. Þrátt fvrir allt stjömuflóðið er spenningur í mörguni knattspyrnu- ahugamanninuin að berja augum i leik hinn unga Nornian Whiteside. sem „brilleraði" livað mest í HM nvverið. I.eikur \ als og Manchester Uni- ted i kvöld hefst kl. 20 og er forsala miða við Utvegsbankann og i Hummel-huðunum i Armúla og við I.augaveg. IngH ■ Mikið mxddi á Vilmundi Vilhjálms- syni eftir að Oddur Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson voru úr leik í spretthlaupunum. Oddur og Sigurður úr leik í kringlukasti karla olli árangur Óskars Jakobssonar og Erlends Valdi- marssonar (55.36 og 54.52 m) nokkrum vonbrigðum, en þeir höfnuðu í 2. og 3. sæti. Sömu sögu er raunar að segja um árangurinn í hástökki karla. Þar varð Guðmundur R. Guðmundsson þriðji með 2.01 og Unnar Vilhjálmsson sjötti með 1.90 m. Öllu betur gekk hjá stúlkunum. Sigurborg sigraði í 400 m grindahlaupi glæsilega. Valdís Hallgrímsdóttir varð í fjórða sæti á 64.14 sek. Harðjaxlinn Oddný Árnadóttir hafnaði í öðru sæti í 100 m hlaupinu á 11.98 sek. Hún réð ekki við norsku hlaupadrottninguna Evjen. Geirlaug Geirlaugsdóttir kom nokkuð á óvart og varð þriöja á 12.28 sek. Oddur Sigurðsson varð fyrir því áfalli að togna í 200 m. hlaupinu og keppti hann ekki meira eftir það. Sömu sögu var reyndar að segja um Sigurð Sigurðsson. Hann hljóp 200 m á 22.11 Stangastökkskeppnin spennandi Þorvaldur Þórsson og Hjörtur Gísla- son náðu báðir ágætum árangri í 110 m grindahlaupi og höfnuðu í 2. og 3. sæti (14.76 sek og 14.92 sek). Sömu sögu er að segja um grindahlaupið hjá stúlkun- um. Hástökkvarinn Þórdís Gísladóttir sigraði 14.63 sek og Valdís Hallgríms- dóttir varð þriðja á 15.14 sek. Þórdís sigraði einnig í hástökki, stökk 1.81 m. María Guðnadóttir stökk 1.60 m. Óskar Jakobsson var í eldlínunni í kúluvarpi og sleggjukasti. Hann sigraði í kúluvarpinu með 19.67 m varpi. Þar varð Vésteinn Hafsteinsson þriðji með 16.22 m varpi. Óskar varð síðan þriðji í sleggjukastinu með 53.96 m. Erlendur ■ Þórdís Gísladóttir, fyrírliði íslenska kvennaliðsins, sigraði í tveimur greinum í Kalott keppninni, hástökki og 100 m gríndahlaupi. sek. I 800 m hlaupi hljóp Guðmundur Skúlason mjög glæsilega, mjög vel útfært hlaup. Hann varð annar á 1:52.3 mín. Einar Guðmundsson hljópá 1:55.5 mín og varð sjöundi. Glæsilegur árangur Kristjáns Langstökkskeppnin, bæði í karla- flokki og kvennaflokki, varð mjög skemmtileg. Bryndís Hólm sigraði í síðasta stökki sínu, 5.95 m, og Kolbrún Rut Stepens varð í sjöunda sæti, stökk 5.20. Kolbrún lánaði síðan Kristjáni Harðarsyni skó sína og hann þakkaði fyrir sig með því að sigra örugglega í langstökki karla, 7.35 m. Þá stökk Kristján 7.56 m, en meðvindur var of mikill. Stefán Þ. Stefánsson varð fjórði, stökk 6.93 m. Unnur Stefánsdóttir varð þriðja í 400 m hlaupi á 56.09 sek og Hrönn Guðmundsdóttir varð fjórða á 56.20 sek. f 1500 m hlaupi varð Ragnheiður Ólafsdóttir önnur á 4.23.2 mín. Aðal- björg Hafsteinsdóttir varð fimmta á 4:49.4 mín. í kúluvarpi lentu íslensku stúlkurnar íris Grönfeldt og Soffía Gestsdóttir í fjórða og fimmta sæti með 12.54 m og 11.63 m. íris var einnig í eldlínunni í spjótkasti, en þar varð hún í þriðja sæti, kastaði 44.42 m og Bryndís Hólm varð í 6. sæti, kastaði 41 m. Þá ber að geta þess, að Sigurður P. Sigmundsson varð fimmti í 5000 m hlaupi og Ágúst Ásgeirsson varð áttundi. Islandsmet kvennasveitarinnar í 4x100 m boðhlaupunum varð hlutskipti íslensku sveitanna nokkuð ólíkt. Karlasveitin hafnaði í þriðja sæti, enda voru hvorki Oddur né Sigurður Sigurðsson með vegna meiðsla, en kvennasveitin sigraði glæsilega og setti nýtt íslandsmet í leiðinni, 47.02 sek. f sveitinni voru Oddný Árnadóttir, Bryn- dís Hólm, Geirlaug Geirlaugsdóttir og Sigurborg Guðmundsdóttir. Boðhlaupin voru síðustu greinarnar fyrri keppnisdaginn og var þá ísland í efsta sæti í samanlagðri keppni kvenna og karla með 161 stig. Finnar komu skammt á eftir. Valdimarsson varð annar með 55.56 m. Mjög skemmtileg keppni varð í stangarstökki á milli Sigurðar T. Sigurðssonar og Finnans Paolonen. Báðir stukku þeir 5.10 m. Finninn fór yfir 5.20 í þriðju tilraun, en Sigurður reyndi að setja nýtt íslandsmet, 5.30 m, en tókst ekki og hafnaði því í öðru sæti í keppninni. Kristján Gissurarson stökk 4.50 m og varð fjórði. Sömu sögu var að segja í spjótkasti, þar atti Einar Vilhjálmsson kappi við Finna nokkurn, sem kastað hefur rúma 90 m. Einar varð að láta í minni pokann, en naumlega, og varð annar með 79,34 m. Finninn kastaði rúma 81 m. Unnar Garðarsson varð sjötti með 65.50 m. Sigurborg og Oddný iðnar við kolann Oddný varð önnur í 200 m hlaupi á 24.65 sek og Sigurborg varð fjórða á 25.02 sek. Miklar keppniskonur báðar tvær. í kringlukasti náði Margrét Óskarsdóttir öðru sætinu með 40.70 m kasti. Soffía Gestsdóttir varð fimmta með 34.62 m. íslenska kvcnnasveitin sigraði í 4x400 m boðhlaupi á 3:42.01 mín. Sveitina skipuðu Oddný, Sigur- borg, Hrönn og Unnur. í 100 m hlaupi varð Vilmundur Vilhjálmsson fjórði á 10.92 sek og Hjörtur grindahlaupari Gíslason sjö- undi á 11.07 sek. í 1500 m hlaupi varð Sigurður P. Sigmundsson að hlaupa í skarðið og hann varð sjötti á 4:00.15 ■ Sigurður T. Sigurðsson háði harða og skemmtilega keppni við Finna nokkurn í stangarstökki. mín. Gunnar Páll Jóakimsson gekk ekki heill til skógar og fékk tímann 4:02.70 mín. Lasleiki hrjáði Ágúst Ásgeirsson og hann varð að hætta keppni í 3000 m hindrunarhlaupi. Þá varð Aðalbjörg Hafsteinsdóttir fimmta í 1500 m hlaupi og í 10.000 m hlaupi varð Sigfús Jónsson sjötti og Sighvatur Dýri Guðmundsson áttundi. Loks ber að geta skemmtilegs 4x400 m boðhlaups karla, en þar má segja að enginn hlaupari keppti sem hefur 400 m hlaup sem eina af sínum aðalgreinum. Spretthlauparinn Vilmundur Vilhjálms- son hljóp fýrsta sprett, við tók millivega- hlauparinn Guðmundur Skúlason, þá grindahlauparinn Hjörtur Gíslason og loks grindahlauparinn Þorvaldur Þórs- son. Sveitin sigraði á prýðisgóðum tíma, 3.16.32 mín. - IngH en verr gekk njjá strákunum og hafnaði Island því í öðru sæti f keppninni samanlagt ■ Island varð í öðru sæti í samanlagðri stigakeppni á Kalottkeppninni, sem fram fór í bxnum Arvidsjaur í Svíþjóð um síðustu hefgi. Finnar urðu sigurvegarar með 356 stig, ísland 327 stig, Noregur 283 stig og Svíþjóð 274 stig. I kvennakeppninni gekk landanum mjög vel, en þar sigruðu íslensku stclpurnar með nokkrum yfirburðum, hlutu 158 stig. Norðmenn voru þar nxstir með 128 stig. AUt gekk á afturfótunum hjá strákunum okkar, einkum seinni keppnisdaginn, og þeim tókst ekki að fylgja stelpunum eftir. í karlakeppninni voru Finnar í algjörum sérflokki, hlutu 235 stig. ísland og Sviþjóð voru með 169 stig hvor þjóð. íslenska frjálsíþróttafólkið vann nokkur athyglisverð afrek í keppninni. Fyrst ber að nefna langstökk Kristjáns Harðarsonar, 7.56 m, en meðvindur var aðeins of mikUI tU þess að afrekið fáist staöfest. Þess má geta að íslandsmet VUhjálms Einarssonar er 7.46 m, þannig að ekki er ólíklegt að Kristjáni takist að bxta það met innan tíðar. Sigurborg Guðmundsdóttir setti nýtt Kalott-met er hón hljóp 400 m gríndahlaup á 61.05 sek. Þá gerði fyrirliöi íslenska kvennaliðsins, Þórdís Gísladóttir, sér lítið fyrir og sigraði i tveimur greinum, hástökki og 100 m gríndahlaupi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.