Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 18__________ eftir helgina Farandverka- menn smíða rör 1 ■ Ef frá er talinn fótboltinn, heims- meistarakeppnin, sem stendur sem hæst, þegar þetta er ritað, eða WM eins og menn nefna hana á megin- landinu, er ef til vill mest rætt um atvinnuleysi og vondan hagvöxt. Allt er svo ótryggt núna, segja menn og maður les skuggana í augum þeirra eins og óveðursský á himninum. 700 manns voru um það bil að missa vinnuna í sjónvarpsverk- smiðju í Danmörku. Fólkið var í verkfalli. Vildi fá hærra kaup en eigendurnir hótuðu bara að loka. Blýantaverksmiðja í Austurríki er hætt, og þar fuku 500 stöður. Einna skást virðist ástandið vera í Þýska- landi, en þó er ástandið á Norður- löndum og í Norður-Evrópu orðið þannig, að enginn virðist búa við raunverulegt atvinnuöryggi, nema sá sem er atvinnulaus. Hann fær styrkinn sinn og ekki þarf hann að óttast uppsögn, eins og hinir, sem eru í vinnu. Launin eru að vísu eitthvað lægri, eða atvinnuleys- isbæturnar, en það munar ekki svo miklu, að ekki megi brúa það bil með einhverjum ráðum, og bótakerfið mun geta tekið á sig ótrúlegustu myndir. Mér var til að mynda sagt, að í Svíþjóð fengju einstæðar mæður húsaleigustyrk, sem væri svo rífleg- ur, að hann er talsvert hærri en húsaleigan, sem þær þurfa að greiða. En nú er mannúðarstefnan á tíma- mótum og Evrópulestin ekur með ofsahraða um dimm jarðgöng og enginn veit hvað er framundan. Op með sólskini og grænum lundi og peningatrjám, ellegar svartur berg- | veggur? Við þessar aðstæður er auðvitað mikið spilað á kerfið, eins og það er gjarnan nefnt, og þar eins og hér, eru | einsdæmin verst. Upp í hugann kemur sagan um Danann, sem var á atvinnuleysisbótum ogallskonarbót- um öðrum. Hann brá séreinn daginn í hnattferð og allt varð brjálað í Danmörku. Hann hafði ekki unnið í mörg ár. Draugalegasti þáttur þessa kerfis eru þó líklega svonefndir farand- verkamenn. Menn frá Suður-Evrópu sem koma til að vinna í malbiki og námum, eða svonefnd óhreinleg störf, sem grunnskólafólk og stúd- entar vinna ekki í Vestur-Evrópu, I vestanverðri. Að vísu fara margir slíkir beint á kerfið, rétt eins og aðrir, en flestir I eru þó í námum eða með tjörufötu í hendinni. Þeir búa einnig víða í sérstökum hverfum, og hafa sérstak- ar búðir með hvítlauk og saltfiski handa sér. Og peningarnir, sem þeir vinna sér inn - obbinn af þeim - fer síðan til heimalandsins, þar sem fjölskyldan býr við þröngan kost. Og í vissum löndum eru þessir heim- sendu peningar umtalsverður hluti af gjaldeyristekjum heimalandsins. Yfirleitt fá þessir farandverkamenn þó vont kaup. Lægra en aðrir og litla félagslega þjónustu, nema þá einna helst í Danmörku og Svíþjóð, þar sem þeir njóta einhvers konar lýðréttinda, og meira að segja eru í Svíþjóð sérstakar útvarpsdagskrár fyrir minnihlutahópa, eins og Tyrki, Lappa, íslendinga og menn frá Afríku. Einnig má nefna einnar klukkustundar sjónvarp fyrir Tyrki í Svíþjóð á sunnudögum og erlendir menn fá borgað fyrir að læra sænsku. Og þótt sumir kjósi að læra ekki neitt og fari á eitt sænskunámskeið af öðru fyrir borgun, þá hefur þessi mála- kennsla leyst mikinn vanda. Kaup- taxtar eru þó öðruvísi fyrir ómennt- aða útlendinga, en annað fólk. Erlendir ferðamenn verða ekki svo mikið varir við þessar undirþjóð- ir í Vestur-Evrópu og á Norðurlönd- um. Það er helst á sunnudögum, þegar þeir ganga stundum í flokkum um göturnar og tala suðræn mál, þ.e. móðurmálið. Og einnig ber það við, að maður sér þá á járnbrautarstöðv- unum, þegar einhver er að fara, - eða einhver nýr er að koma til að vinna í malbiki eða námu. Þá koma ættingjar og vinir á járnbrautarstöð- ina til að taka á móti vinnumannin- um, sem kemur skelfingin uppmáluð úr járnbrautarlestinni, mállaus og allslaus. Og það verða fagnaðarfund- ir, þegar hann sér landa sína, er sjá um hann, meðan hann er að koma undir sig fótunum, til að geta unnið og sent peninga heim. En það eru ekki aðeins iðnríki Vestur-Evrópu er stunda þessa nýju tegund af þrælahaldi. í blöðunum hér var ég að lesa að Rússar væru að „kaupa“ tugþúsundir verkamanna í Austur-Asíu til að smíða gasrör frá Síberíu til Frakklands og Þýska- lands. Fyrir þessa nýju Síberíuvist, greiða Rússar heimalandinu með loftvarnarbyssum, skriðdrekum og öðrum vopnum. Þannig að þeir sem eftir eru heima, geta a.m.k. haldið áfram að drepa hverjir aðra. Konur hinna keyptu manna og börn þeirra verða eftir heima. Um launin er ekkert vitað, en líklega ganga þeir bara í Samstöðu í Síberíu til að fá kaupið klárt. Það er erfitt á tveim dálkum í dagblaði að lýsa réttmætri andstyggð á þessu dulbúna þrælahaldi nútímans og vonandi verður þessu kerfi ekki komið á hér á landi, þegar búið er að kenna allri þjóðinni latínu. Júlí 1982 Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar 19. þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið að Húnavöllum helgina 3.-5. sept. n.k. Nánar auglýst síðar. S.U.F. Jörð til sölu Jörðin Þverholt í Álftaneshreppi, Mýrarsýslu er til sölu og ábúðar nú þegar eða eftir samkomulagi. Allar eignir ábúenda á jörðinni eru til sölu, þar á meðal byggingar, vélar og áhöfn, sem nú er um 700 ærgildi. Nánari upplýsingar gefa Sigurður Ámundason, sími 93-7650, Ámundi Sigurðsson, Þverholtum sími: 93-7102 og Landnám Ríkisins sími: 91-25444. Hestar 2 hestar, annar brúnn járnaður og hinn rauður með gult merki í eyra, töpuðust frá Eyrarbakka. Hugsanlega farið yfir Ölfusá og lent í Ölfusi. Vinsamlegast hringið í síma 91-82508 eða 99-3375. Hella Hús til sölu Einbýlishúsið að Hrafnskálum 2 Hellu er til sölu og afhendingar nú þegar. Óskað er eftir tilboði í eignina. Tilboð um verð og greiðslu sendist til Jóns Þorgeirssonar, sveitarstjóra Hellu fyrir 17. ágúst n.k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjórinn Rangárvallahreppi. Laus staða Kennarastaða í stærðfræði við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa einnig að geta kennt jarðfræði. - Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 29. júlí 1982. Laus staða Umsóknarfrestur um áður auglýsta kennarastöðu í náttúrufræði við Menntaskólann að Laugarvatni framlengist hér með til 16. ágúst n.k. - Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 30. júlf 1982. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann til skrifstofustarfa við ýmsa útreikninga, bókhald og fleira. Umsóknareyðublöð hjá Starfsmannahaldi. § SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALO Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 FRUMSÝNIR Hvellurinn (Blow out) John Travolta varð heimstrægur fyrir myndimar Saturday Night Fever og Grease. Núna aftur kemur Travolta fram á sjónar- sviðið í hinni heimsfrægu mynd DePalma BLOW OUT. Þeir sem stóðu að Blow out: Kvlkmyndataka Vilmos Zsign- ond (Deer Hunter, Cfose En- counters). Hönnuður: Paul Sylbert (One Flew Over The Cuckoo's Nest, Kramer vs. Kramer, Heaven Can Wait). Kllpplng: Paul Hirsch (Star Wars) Myndin er tekln I Dolby og sýnd 14 rása starscope stereo. Hækkað miðaverð. Sýnd kl. 5 - 7.05 - 9.10 og 11.15. Salur 2 FRUMSÝNIR Óskarsverðlaunamyndlna Amerískur varúlfur í London (An Amerlcan Verewolf In London) Það má með sanni segja að þetta er mynd I algjörum sérflokki, enda gerði John Landis þessa mynd, en hann gerði grínmyndimar Kentucky Frled, Delta klfkan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrit að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun í mars s.l. Aðalhlutverk: David Naughton, Jenny Agutter og Griffln Dunne. Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Píkuskræklr (Pussy-talk) Pussy Talk er mjög djörf og jafn- framt fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló öll aðsóknarmet I Frakklandi og Svíþjóð. Aðalhlutverk: Penelope Lamo- ur, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 - 7-9 og 11. Salur 4 Breaker Breaker Frábær mynd um trukkakappastur og hressileg slagsmál. Aðalhlutverk: Cuck Norrls, Terry O'Connor. Endursýnd kl. 5 - 7 og 11.20. Fram í sviðsljósið (Belng There) (4. mánuður) Grínmynd I algjömm sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hún tvenn Óskarsverðlaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers ler á kostum. AðalhluWerk: Peter Sellers, Shlrley MacLane, Melvln Douglas og Jack Warden. Leikstjóri: Hal Ashby. islenskur texti. Sýnd kl. 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.