Tíminn - 05.08.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 05.08.1982, Qupperneq 1
 ■ Manchcster United sigraði Val á Laugardalsveliinum í gærkvöidi 5-1 að viðstöddum rúmlega 9 þúsund áhorfendum. Leikurinn þótti hin besta skemmtan, líflegt samspil og falleg mörk. Á myndinni hér að ofan kljást um knöttinn Grímur Sæmundssen og Bryan Robson. Sjá nánar bls. 16-17. Audur og hamingja — bls. 2 Bæimir byggjast - bls. 4 Frá Græn- landi bls. 5 Bræður í Möðmdal — bls. 15 íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Fimmtudagur 5. ágúst 1982 175. tbl.-66. árgangur Uppsagnir á starfsliði Flugleiða í Dusseldorf, Amsterdam og Brussel: ASTÆÐAN HRUN AIR BAHAMA-FUIGSINS? — engin f jölgun hófst — innan ■ „Meðan Atlantshafsflugið er eins veikt og raun ber vitni, byggja þessar söluskrifstofur að mestu á íslandsflugi frá Evrópu. Um leið og umsvif okkar minnkuðu á þessu svæði fór grundvöli- urinn fyrir rekstri þeirra alveg,“ sagði Pétur J. Eiríksson, hjá markaðsdcild Flugleiða þegar Tíminn spurði hann hvort ekki væri rangt að rekja varð á starfsfólki þegar Amsterdamflug Flugleiða við 20 ferðir í sumar til Amsterdam og Dusseldorf! uppsagnir starfsfólks félagsins á sölu- skrifstofunum í Diisseldorf, Amster- dam og Brussel til sviptingar flugleyf- anna til Amsterdam og Dusseldorf á dögunum. -Var starfsfólki á þessum skrifstof- um fjölgað þegar Flugleiðir hófu áætlunarflug til Amsterdam? „Nei. Enda var skrifstofunum fund- inn nýr starfsgrundvöllur með tilkomu Amsterdamflugsins." -Kemur Air Bahama ekki eitthvað við sögu líka? „Það er rétt að Air Bahama flugið datt niður um svipað leyti og við ákváðum að nýta okkur flugleyfið til Amsterdam. Það er ekki hægt að neita því að það hjálpaði mikið við rekstur þessara skrifstofa." -Nú eru það innan við tuttugu ferðir sem Flugleiðir bjóða til þessara staða í sumar. Missa 19 manns vinnuna eingöngu vegna þess að þær ferðir verða ekki á áætlun næsta sumar? „Það er kannski full mikið sagt. Hins vegar er flugleyfasviptingin dropinn sem fyllir mælinn," ,_sjó. Karlmadur handtekinn fyrir rán og líkamsárás: KONAN FANNST BUNDIN A HÖND- UIHOG FÓTUM ■ Lögreglan í Reykjavík kom að ungri konu þar sem hún lá bundin á höndum og fótum á skrifstofu við Lindargötu í Reykjavík snemma á mánudagsmorg- un. Konan, sem starfar á skrifstofunni, bauð þangað með sér ungum manni sem hún hitti á veitingahúsi um nóttina. Á skrifstofunni kom maðurinn auga á kassa sem hann girntist. Konan féllst ekki á að hann hefði kassann á brott með sér og greip þá maðurinn til þess ráðs að binda hana á höndum og fótum og ræna síðan kassanum. Undir morgun virðist maðurinn hafa farið að iðrast. Hringdi hann til lögreglunnar í Reykjavík og lét hana vita um hvernig komið var fyrir ^stúlkunni. Lögreglan fór þegar á staðinn og mun stúlkan þá hafa legið þar bundin í nokkra klukkutíma. Á mánudagsmorgun var svo maður- inn handtekinn. Lögreglunni tókst að rekja fyrrnefnt símtal heim til hans. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú þetta mál til meðferðar. -Sjó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.