Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR S. ÁGÚST 1982 mil-l'íi.1! 9 „Ef takast á að koma í veg fyrir byggðaröskun af völdum samdráttar í búvöruframleiðslunni þarf uppbygging nýbúgreinanna að ganga hratt. Slíkt átak kostar mikið fé og það skiptir því bændastéttina og alla þjóðina miklu að vel sé unnið“. Nú er hins vegar ætlunin að kenna töluverðum hluta heillar stéttar ný vinnubrögð og koma á fót nýjum búgreinum, þar sem þekking og verk- kunnátta eru ekki fyrir hendi meðal bænda“. Þessi ummæli kýs Haukur að taka sem gagnrýni á vinnubrögð við uppbygg- ingu loðdýraræktarinnar sérstaklega. Það ætti hins vegar að vera öllum ljóst að hér er verið að tala um málefni nýbúgreinanna almennt. Þekking og verkkunnátta í fiskirækt, ferðaþjónustu, skógrækt og ylrækt er ekki enn fyrir hendi meðal bænda almennt fremur en í loðdýrarækt. í mörg hom að líta Ef hins vegar er litið á málefni loðdýraræktarinnar sérstaklega kemur í ljós að þar er í mörg horn að líta í samræmingu á vinnubrögðum. Það er rétt hjá Hauki Jörundarsyni að í málefnum loðdýraræktarinnar hefur margt verið vel gert, enda er hún sú nýbúgreinanna sem langmestrar athygli heftir notið. í grein sinni rekur Haukur störf nefndar sem skipuð var í mars 1981 til þess að „marka framtíðarstefnu í loðdýrarækt hérlendis og hún felld í þann farveg að verða fyrst og fremst aukabúgrein og styrkja dreifbýli vegna vaxtarstöðvunar í hefðbundnum bú- greinum". Þessi nefnd, sem naut forustu Hauks sjálfs, vann ágætt starf og fyrir hennar atbeina var rutt úr vegi ýmsum hindrunum sem voru í vegi loðdýra- ræktarinnar. Nefndin gerði tillögur um úthlutun loðdýraleyfa árið 1981, en eftir að hún lauk störfum á sl. hausti hefur ekki verið formlegt samráð um þessi mál milli þeirra aðila sem fulltrúa áttu í nefndinni þ.a.m. ekki um úthlutun loðdýraleyfa á þessu ári. Það er þvf fagnaðarefni að landbúnað- arráðuneytið hefur fyrir fáum dögum óskað eftir tilnefningu á mönnum frá Stéttarsambandi bænda og Búnaðar- félagi íslands í nefnd til þess m.a. að gera tillögur um úthlutun slíkra leyfa. En það er fleira sem þarf að samræma. A.m.k. 6 stofnanir, sem allar heyra undir Iandbúnaðarráðuneytið fjalla með einhverjum hætti um málefni er snerta loðdýraræktina. Miklu varðar að vinnubrögð þessara stofnana séu sam- ræmd. Þessu er svipað hagað með fiskirækt- ina. Mér telst svo til að fjórar stofnanir hafi með höndum ráðstöfun fjár til fiskræktarmála. Hver annast samræm- ingu á störfum þessara stofnana? Samkvæmt lögum hefur Framleiðslu- ráð landbúnaðarins með höndum skipu- lagningu og stjómun búvöruframleiðsl- unnar. Flestum er kunnugt það mikla starf sem unnið hefur verið á þessu sviði síðustu þrjú árin. Tekist hefur að aðlaga mjólkurframleiðsluna þörfum innlenda markaðarins og nú eru uppi áform um að aðlaga sauðfjárframleiðsluna ríkj- andi markaðsástandi. Það er stefna bændasamtakanna að þessi samdráttur verði án þess að byggðarröskun hljótist af. Áhersla hefur verið lögð á að þeim bændum, sem draga saman eða hætta framleiðslu hefðbundnu búgreinunum verði sköpuð aðstaða til að hefja aðra framleiðslu. Sama er að segja um þá bændur sem þurfa að fella fjárstofn sinn vegna riðuveiki. í þessu sambandi hefur mjög verið litið til loðdýraræktarinnar. Tryggja þarf að úthlutun Ioðdýraleyfa, og aðgerðir á sviði nýbúgreina séu ávallt í sem nánustu samræmi við aðgerðir í framleiðslustjórn. Annarleg sjónarmið? Ekki hefur komið fram neinn ágrein- ingur um þá stefnu sem nefndinni frá 1981 var falið að móta um þróun loðdýraræktarinnar. Menn hafa hins vegar af því áhyggjur að framkvæmd þeirrar stefnu og uppbygging annarra ný- búgreina sé ekki nægilega markviss. Af því sem hér að framan er rakið ætti öllum að vera Ijóst að þörf er á að samhæfa vinnubrögð þeirra mörgu stofnana sem að þessum málum vinna. Ef takast á að koma í veg fyrir byggðaröskun af völdum samdráttar í búvöruframleiðslunni þarf uppbygging nýbúgreinanna að ganga hratt. Slíkt átak kostar mikið fé og það skiptir því bændastéttina og alla þjóðina miklu að vel sé unnið. Það var með þetta í huga sem stjóm Stéttarsambands bænda gerði eftirfarandi ályktun í nóvember sl. „Stjóm Stéttarsambands bænda lýsir áhyggjum sínum yfir því hve hægt miðar að því marki að auka fjölbreytni búvömframleiðslunnar og fjölga atvinnutækifærum í sveitum. Stjómin telur æskilegt að skipuð verði sérstök nefnd - nýgreinanefnd - til að samræma vinnubrögð, hafa forgöngu um aðgerðir og skipuleggja fyrirgreiðslu á þessu sviði. Stjórn Stéttarsambandsins beinir því til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér hið fyrsta fyrir skipan slíkrar nefndar með aðild landbúnaðarráðuneytisins, bændasamtakanna og Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Nefnd þessi fái tillögurétt um ráðstöfun fjár, sem sparast af jarðræktarframlögum". Undir þessa ályktun tók síðasta Búnaðarþing einróma og sama hefur stjóm Framkvæmdastofnunar ríkisins gert. Haukur Jörundarson gefur það í skyn í lok greinar sinnar að einhver annarleg stjónarmið muni ráða orðum mínum í nefndu viðtali og að ég hefði betur varið tíma mínum á annan hátt. Ef það er annarlegt að taka undir þá stefnu forustumanna bænda sem fram kemur í ályktun Stéttarsambandsins hér að framan þá finnst mér sómi að því að vera í hópi þeirra manna sem það gera og tíma mínum tel ég vart betur varið en að hamra á því að þeirri stefnu verði sem allra fyrst hrundið í framkvæmd. Hákon Sigurgrímsson Nú hafa allar þjóðir slík skip, það er að segja þær sem hafa not fyrir þau, og þúsundir bíla eru fluttir í hverri ferð. Um líkt leyti komu fyrstu ekjuskipin fram á sjónarsviðið, roll on/roll off. Þessi skip höfðu marga kosti. Þau voru fljót að losa og lesta og vörubílar gátu farið sjóleiðina til Bagdad, eins og sagt er, en auk þess kom síðar í Ijós, við nánari athugun, að unnt var að sameina vöru- og farþegaflutninga með þessum hætti. Fyrstu ekjuskipin voru með hliðarop- um, en síðar kom skutbrú og opnanlegt stefni, sem gerði allt auðveldara (sjá mynd af TOR HOLLANDIA). Þá komu gámaskipin ogfjölhæfniskip- in, sem gátu bæði flutt gáma og notfært sér ekjubrúna, og loks risaoltuskipin. Þessi nýja tækni hleypti miklu fjöri í alla ferjufrakt í Norðursjó og á Eystrasalti. Góður fjárhagur og mikill hagvöxtur kallaði á nýjar þarfir í flutningum og nú eru ferjurnar orðnar að stórskipum, er flytja þúsundir manna og hundruð bifreiða í hverri ferð. Framleiðendur, sem senda þurftu vörur á markaði, eða fengu aðföng t Evrópu, voru fljótir að taka við sér. Það var beggja hagur á vissum leiðum að sigla með vöruflutningabílana og ódýr- ara en að aka þeim og ferðin tók skemmri tíma. Þá kom að því að byrjað var að smíða sérstakar vörubílaferjur, sem nú eru starfræktar víða, bæði í Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum, er liggja að sjó. Til dæmis er mun ódýrara að sigla með vörubíla frá Hamborg til London, en að aka þeim yfir Holland og til Belgíu, eða Frakklands og taka síðan ferju yfir Ermarsund - og það er fljótlegra líka. Sama er að segja um ferjuleiðir til og frá Svíþjóð. Ferjurnar eru ekki lengur bundnar við þröng sund, þar sem menn neyðast til að taka ferju, heldur er sjóleiðin nú orðin hagkvæmari. Menn taka ferjuna t.d. í Gautaborg og sigla með vörubílana til Norðursjávar- hafna, eða til Travemunde í Þýska- landi. Unnt er að aka um Danmörku, en það borgar sig ekki lengur. Svíar hafa verið forystuþjóð í þróun þessarar flutningatækni en verða nú með sitt stóra sjúkrasamlag að mæta vaxandi samkeppni í ferjufraktinni, og sam- keppnisaðstaða þeirra er ekki mjög góð, ■ Svíar voru brautryðjendur í bQaskipum og urðu fyrstir til að hanna sérstök skip, sem gátu flutt nýja bfla af fullu öryggi, án þess að þeir væru í trékössum. Þetta var mikið hagræði og spamaður. Myndin er af bflferjunni TOR HOLLANDIA, sem flytur bfla og farþega. ■ Á fjórða áratugnum var mikið blómaskeið í sænskri kaupskipaútgerð og sænsku skipin vom nýtískuleg og hraðskreið, eins og DANAHOLM, sem sigldi með 20 hnúta hraða. Um svipað leyti komu fram nýjungar. Svíar smíðuðu skip, er fluttu málmgrýti vestur um haf, en olíu til baka. Þetta þýddi tvöfalda nýtingu fyrir skipin, miðað við það sem áður var. Neðri myndin er af HASSELÖ, sem var með fyrstu sænsku skipunum af þessari gerð. vegna þess kostnaðar er því fylgir að búa í og reka velferðarríkið. Minnkandi hagvöxtur í N-Evrópu og minnkandi framleiðsla gerir aðstöðuna enn verri. Við það bætist síðan, að olíuríkin og lönd er selja hráefni, eru í æ ríkara mæli að taka flutningana í eigin hendur og sovéski kaupskipaflotinn veitir vestræn- um þjóðum harða samkeppni í alþjóða- siglingum. Útlitið er dökkt núna hjá Svíum, og útgerð þeirra hefur dregist saman. Forstjóri sambands sænskra útgerðar- manna, hefur Iátið hafa það eftir sér, að sá mikli samdráttur, sem orðið hefur í alþjóðlegum siglingum Svía, hljóti að kaila á ný úrræði og endurskipulagningu. Fjöldi sjómanna hefur misst vinnuna, þekking og sérhæfing fer forgörðum, ef ekkert verður að gjört. Fjárhagsvand- ræði sænskra útgerðarfélaga eru mikil, þannig að félögin eru ekki í stakk búin til að leggja í nýjar fjárfestingar, og verður því ekki séð í svipinn hvemig sænski verslunarflotinn kemst út úr örðugleikunum. Jónas Guðmundsson orðaleppar Þýðingar- málfar ■ Endursögð grein í Þjóðvilj- anum, 22. júlí, úr dönsku blaði, er dæmi um, hvernig blaðamenn „snara“ yfir okkur hrárri út- lenzku og kynlegu orðafari: „... má flokka í ferna staði“, er sagt þar. Við tölum um ferna vett- linga, vegna þess, að hver eining er í tvennu lagi. Enginn hefur heyrt getið um ferna menn eða ferna staði. „Þroski skapast við samfundi persónuhafurtasks og hins ó- blíða veruleika", segir og í greininni. Þetta „persónuhafur- task“ er ekki nein áþreifanleg búslóð. Þetta á að vera líkinga- mál, þó að óljóst sé, og er sennilega átt við innræti manns- ins. Talað er um að „ýta undir þunglyndishneigð“. Einfaldara væri að segja valda þunglyndi. Annars er þarna á ferðinni einn þessara pistla, þar sem blaðamenn eru, í orði kveðnu, að vara við eiturnautn en láta fylgja dylgjur um siðferðispost- ula“, „sjálfskipaða æskulýðs- verndara“ og þessháttar. Það er jafn erfitt að átta sig á hálfvelgju í skoðunum og uppgerðarlegu málfari. Hvortveggja er kyndugt „persónuhafurtask“ höfund- anna. Hrá útlenzka er það, að tala um, að menn „ferðist á puttan- um“. Ég stakk upp á, að slíkir menn yrðu kallaðir „veifiskatar" Það var ekki nógu gott. Enda hafði enginn það eftir. En Ómar Ragnarsson sagði, svona rétt af hendingu, „loppuferðalangar“. Þarna kom réttnefnið. Við hlóg- um öll. Þetta verður landfleygt orð. Ég veit, hvað ullariðnaður er. \ Ullin er þvegin, þvæld, tætt og teygð í lopa. En hvað er „ferðamannaiðnaður"? Fyrst og fremst þýðing á „turistindustri“. (En ekki er mér kunnugt um, hvernig enskar þjóðir notfæra sér ferðamenn.) Getraun dagsins er annars: Hvað er afstöðuútleiðsla? „Það þýðir ekkert að spyrja mig út úr rafmagnsfræði“, anzaði grannkona mín þurrlega. En ég veit betur, eins og fyrri daginn, því að ég á svo fróðlega bók. Afstöðuútleiðsla er það, að: „Vitneskja um eðli tveggja staðreynda veitir beinlínis vit- neskju um afstöðu þeirra hvorr- ar til annarrar." (Svona málfar er líkast því sem fimmfætt klaufdýr reyndi að bregða á leik.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.