Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 11
15 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 fréttafrásögn „STÖNDUM í KÖS í MÁNUÐ Á SUMRIN” ■ Hvaða ferðamaður, sem fer í fyrsta skipti yfir Möðrudals- öræfi, og hreppir drungalegt veður, verður ekki undrandi en glaður í bragði þegar hann sér skyndilega birtast reisulegt býli í fjallaauðninni framundan, býli sem bæði státar af kirkju og kaffíhúsi? Möðrudalur á Fjöllum var fyrir fáeinum áratugum eitt allra afskekktasta býli á landinu. Nú orðið eru orðnar miklar árstíða- sveiflifr í tengslum Möðrudals við aðra byggð. Á veturna er einangrunin enn gífuleg, en á sumrin má segja að staðurinn sé í alfaraleið, á þjóðleiðinni milli Norður - og Austurlands. „Maður stendur í kös í mánuð, en svo er það búið,“ sagði Stefán Vilhjálmsson, eigandi Fjallakaffis í Möðrudal, þegar við hittum hann og Vemharð bróður hans á ferð okkar um öræfin fyrir stuttu, í glaðasólskini og góðri fjallasýn. Þeir bræður, sem báðir eru fæddir og uppaldir í Möðrudal, segja okkur að áður en þjóðvegurinn var bættur og færður í það horf sem hann er núna í, hafi einangrunin þarna á Fjöllunum verið mun meiri en nú. Þá hafi leiðin yfir öræfin venjulega lokast í október, og ekki verið opnuð fyrr en í byrjun júní. „Nú er leiðin héðan í Mývatnssveit ekki lokuð alveg nema í 1-2 mánuði,“ segir Vemharður, sem býr ásamt konu sinni og fjómm bömum þeirra í Möðmdal árið um kring, með 400 kinda ■ Bræðumir Vemharður, lengst t.v., og Stefán lengst t.h., og Stefán, lengst t.h., á pallinum við FjallakafTi. Á milli þeirra era afgreiðslustúlkur Fjallakaffis. í baksýn má greina drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. bú. „Þennan tíma fáum við póst og mjólk senda með snjóbíl." Síðasti vetur var sérstaklega langur og snjóþungur. Snjó tók eiginlega ekki upp frá því í byrjun október þar til í júní; síðustu skaflarnir í grófum kringum Möðrudalsbæinn hurfu um 20. júní. Það er því ekki að undra þótt ferðamannatíminn sé stuttur, en þeir Stefán og Vernharður segja okkur að ferðamenn sem freisti þess að fara um Fjöllin snemma á vorin, eða seint á haustin, lendir oft í hrakningum. Eitt sinn hafi átta bílar orðið tepptir í Möðrudal í hálfan mánuð. „t sumar fór ferðamannastraumurinn seint af stað, eiginlega ekki fyrr en um miðjan júlí,“ segir Stefán, sem aðeins býr í Möðrudal, ásamt fjölskyldu sinni, yfir sumartímann, en stundar annars bílamálun á Egilsstöðum. „Hér stoppa allar rútur, í hálftíma eða svo. Með þeim eru oft mjög stórir hópar, sem ég á erfitt með að ráða við. Til þess að auðvelda það byggði ég hérna sólpall í vor. En það er mjög erfitt að reka þetta, tíminn er svo þröngur. Þetta er eiginlega bara þrjóska í manni. Ferða- skrifstofur og Ferðamálaráð hafa ekki sýnt þessu þann skilning sem ég hefði viljað." Stefán er að lokum spurður hvað ferðafólk finni helst í nágrenni Möðru- dals? „Hérna nálægt eru nú afleggjarar í Kverkfjöll, á Gæsaheiði, og á Snæfell. Svo er mikil veiði í heiðinni hérna fyrir austan, í Sæmundarvatni og Ánavatni. Þangað er vaxandi straumur fólks, sem fer gjarnan til að dvelja þar í rólegheitum. Við þökkum þeim bræðrum fyrir spjallið. - JSG. ■ Kirkjan og gamla íbúðarhúsið í Möðmdal. Kirkjan er þjéðfræg, en hana byggði Jón Stefánsson, afi þeirra Vemharðs og Stefáns. Tímamyndir: JSG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.