Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 1
Tekur Reagan í taumana? — bls. 5 GIFURLEGT TJON VARÐ ELDSVOÐA í ÞORLÁKSHÖFN — Allt eyðilagðist á vélaverkstæði Meitilsins — Líkur á að mikid af fiskimjöli hafi skemmst ¦ Gífurlegt tjón af völdum elds og reyks varð á véla - og rafmagnsverk- stæði Meitilsins h/f í Þorlákshöfn í gær. Eldsins varð vart um hádegið, en þá lagði mikinn reyk út um glugga verkstæðanna. „Á skömmum tíma urðu bæði verkstæðin alelda. Logaði út um alla glugga og það var ekki fyrir nokkurn lifandi mann að reyna að komast þarna inn," sagði Snorri Snorrason, yfirverk- stjóri Meitilsins, í samtali við Tímann. „Slökkvilið héðan, frá Selfossi og úr Reykjavík voru kvödd á staðinn. Áherslan var strax lögð á að kæla niður gaskúta sem voru þarna inni, og það tókst að koma í veg fyrir sprengingu." - Er nokkur leið að gera sér grein fyrir tjóninu? „Nei. Það er ekki nokkur leið að svo stöddu, en það var gífurlegt. Þarna inni voru fjöldi véla, m.a. splunkunýr rafmagnslyftari. Og ég gæti trúað að allt innanstokks sé ónýtt. Svo er fiskimjölsverksmiðjan áföst þessu húsi og inn í hana lagði mikinn reyk. Það er ókannað ennþá hvort mjöl sem þar er hefur orðið fyrir skemmdum. Hvort húsnæðið sjálft er ónýtt er ómögulegt að segja á þessu stigi málsins. Þetta er strengjasteypuhús og því var bara lokað, vegna þess að ekki var forsvaranlegt að senda nokkurn ¦ Allt eyðilagðist í eldinum í Véla- verkstæði Meitilsins h.f. í Þoriákshöfn í gær eins og á mynd þessari má sjá. mann þarna inn. Áður en það verður almennilega kannað þarf steypan að fá að kólna," sagði Snorri. Slökkvistarfið var að mestu lokið um klukkan 15.30. Slökkviliðsmenn voru þó á vakt fram eftir nóttu. Engan sakaði í þessum bruna. Eldsupptök eru ókunn. - Sjó. Árangur af Húsavíkurfundi Stjórnarskrárnefndar: LÍKUR A SAMKOMULAGI UM EINA MALSTOFU ALMNGI ¦ I.íkur benda til þess að samstaða náisl milli allra flokka um að leggja til að Alþingi verði ein málstofa. Tveir flokkar, Framsóknar- og Alþýðuflokkur hafa þegar lýst sig fylgjandi þessu en liinir ekki enn tekið endanlega afstöðu. En kunnugt er að þetta hefur all mikið fylgi innan þeirra. Stjórnarskrárnefndin er hins vegar sammála um að leggja til að kosningaaldur færist niður í 18 ár, eins og áður hefur verið getið. Þessi atriði voru meðal þeirra sem fjallað var um á þriggja daga fundi stjórnarskrárnefndarinnar á Húsavík nú í vikunni. En ráðgert er að nefndin haldi síðan svipaðan fund að Laugar- vatni dagana 18. og 19. ágúst n.k. Kjördæmamálin voru mikið rædd en ekki endanlega gengið frá neinni tillögu. Allir eru þó sammála um að rétta þurfi hlut Reykjavíkur og Reykjaness, en ógengið er frá a.m.k. 3 grundvallaratr- iðum um hvernig það skuli gert. í fyrsta lagi hvort byggja eigi á núverandi kjördæmaskipan eða nýrri tilhögun. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um breytingar en ekki orðið víðtæk sam- staða um neina þeirra. Hefur því legið í loftinu að breytingarnar verði gerðar á grundvelli núverandi kjördæmaskipun- ar. Það er hægt að gera með tvennum hætti. P.e. með því að fækka kjördæma- kosnuin þingmönnum í landsbyggða- kjördæmunum og fjölga þeim í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi, eða með því að halda óbreyttri tölu kjördæma- kjörinna þingmanna á landsbyggðinni, en fjölga þeim í Reykjavík og á Reykjanesi. Báðar þessar leiðir mæta nokkurri mótspymu. Landsbyggðar- kjördæmin vilja halda sinni þingmanna- tölu. Aðrir eru hins vegar andsnúnir fjölgun þingmanna. í þriðja lagi er ágreiningur um úthlutun uppbótarþingsæta. Samkvæmt núgildandi reglum skiptast þau til helminga milli landsbyggðarinnar og suð-vesturhornsins. Nú eru t.d. 5 uppbótarþingmenn í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, en 6 úr hinum kjördæmunum. Ljóst er að ef sú breyting yrðigerðað færa öll uppbótar- sætin til Reykjavíkur og Reykjaness þá væri hægt að komast af með minni fjölgun þingmanna en ella. Hins vegar eru sterk öfl í öllum þeim flokkum sem nú fá uppbótarsæti að halda núverandi fyrirkomulagi sem mest óbreyttu. -HEI. Bl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.