Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 . < ■ ■ - : ■ «■>>> • M.■'■ ■■■'■'■ Margrét Danadrottning og Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands um borð í Dannebrog. „OLAFUR KONUNGUR ALLTAF REFFILEGUR — heimsókn í Dannebrog, snekkju dönsku konungsfjölskýldunnar ■ „Alltaf er hann Ólafur Noregskon- ungur reffilegur“ sagði einn Islending- urinn í móttökunni um borð í Danne- brog skipi dönsku konungsfjölskyldunn- ar fyrr í vikunni, er Ólafur konungur heilsaði upp á gesti þar sem þeir stóðu í skut skipsins. Móttakan um borð í Dannebrog var einn liðurinn í dagskrá hátíðahaldanna á Grænlandi sem nú er lokið og segja verður að hafi heppnast afbragðsvel og verið Grænlendingum til mikils sóma að öllu leyti. Er komið var um borð í skipið stóð konungsfólkið og Vigdís Finnbogadóttir í móttökuherbergi miðskips og tóku í hendina á gestum er þeir tíndust um borð en síðan gengu gestir annað hvort fram í stefni skipsins eða skut en vegna fjölda þeirra sem boðið var um borð þurfti að nota næstum allt skipið undir móttökuna. Ein lengsta ferð snekkjunnar Hjá tveimur foringjum um borð, Laurens og Kölle, fékk ég þær upplýsingar að ferðin til Grænlands væri ein lengsta ferð sem skipið hefði farið frá því það var byggt fyrir réttum 50 árum síðan, en ferðin er um 8000 sjómílna löng. Dannebrog er um 1000 tonna tréskip með um 60 manna áhöfn að staðaídri en það hefur ávallt verið í eigu dönsku konungsfjölskyldunnar. Sem kunnugt er af fréttum átti að nota skipið til að flytja konungsfjölskylduna dönsku á milli staða á Grænlandi meðan á hátíðahöldunum stæði en ekkert varð úr því vegna hafíss. Blöð höfðu áður flutt þær fregnir að skipið hefði lent í vandræðum á leiðinni vegna hafíss en þeir Laurens og Kölle sögðu þær fréttir nokkuð yfirdrifnar því raunar hefði aldrei komið til neinna stórvandræða af þessum sökum. Hátíðanna lengi minnst Hátíðahaldanna vegna 1000 ára af- mælis komu Eiríks rauða til Grænlands verður örugglega lengi minnst á Græn- landi. Það að rúmlega 50 þús. manna þjóð hafi getað skipulagt og staðið svo vel að sem raun bar vitni, hátíðahöld af þessu tagi er nánast kraftaverk og góð landkynning fyrir Grænlendinga. „Við viljum að boð okkar verði skilið sem djúp gleði yfir hinu vaxandi sjálfstæði Grænlendinga“ sagði Henrik Lund bæjarstjóri Julianeháb ma í ræðu sinni í veislu suðurgrænlenskra bæjar- félaga fyrsta dag hátíðarinnar en þessi veisla var haldin í einu af flugskýlunum á flugvellinum í Narssassuaq og höfðu Grænlendingar smíðað stóran veislusal inn í skýlinu. „Eftir 1000 ár er Grænland í dag hluti af stórum heimi. Látum oss í sameiningu mæta sögunni og framtíðinni.“ sagði Lund undir lok ræðu sinnar. Margrét til Thule Þótt hátíðahöldunum sé lokið þá mun Margrét Danadrottning dvelja á Græn- landi allt til 25. ágúst n.k. en heimsókn hennar lýkur þá í Thule eftir að hún hefur ferðast um flestar byggðir Græn- lands. Eftir brottför Margrétar færist hið daglega líf á Grænlandi aftur í sinn fasta farveg en minningin um þessa daga mun örugglega lifa lengi með þjóðinni. Myndir og texti FRI Háborðið í veLslu bæjarfélaganna í Suður-Grænlandi sem haldin var í einu flugskýlinu í I Dannebrog snekkja konungsfjölskyldunnar í höfninni í Narssassuaq. Margir skörtuðu þjóðbúningum við hátiðahöldin. Þyrlur voru mikið notaðar til að ferðast á milli staða. Ólafur Noregskonungur ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.