Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 15
og leikhús - Kvikmyndir og leikhús ★★★ Síðsumar ★★★★ Kagemusha ★ Atvinnumaður í ástum ★★ Sólineinvarvitni ★★ Amerískur varúlfur í London ★★ Cat Ballou ★★★ Fram í sviðsljósið ★★ Hvellurinn ★★★ Bláalónið ★★ Darraðardans 0 Sóley Stjömugjöf Tímans LAUGARDAGUR 7. AGUST 1982 kvikmyndahornið ■ Marilyn Monroe vakti fyrst athygli fyrir leik í kvikmyndinni Bus Stop. Mótleikari hennar er Bob Murray. 20 ár frá láti Marilyn Monroe ■ í vikunni voru liðin tuttugu ár síðan ein frægasta stjarna kvikmynd- anna lét lífið á heimili sínu í Hollywood. Hún var þjóðsaga í lifenda lífi, en ekki síður eftir dauða sinn, sem sést best á því, að hennar er nú minnst í blöðum og tímaritum víða um heim og hún prýðir til að mynda forsíðu Der Spiegel þessa vikuna. Hér er að sjálfsögðu átt við Marilyn Monroe, sem lést af svefn- töfluáti, viljandi eða óviljandi, 5. ágúst árið 1962. Marilyn fæddist árið 1926 í Los Angeles. Hún var óskilgetin og móðir hennar þjáðist af geðveilu. Hún ólst því upp að mestu hjá vandalausum og á munaðarleysingja- hæli og hlaut oft illa meðferð, eins og rækilega hefur verið rakið í mörgum bókum, sem birst hafa um æfi hennar undanfarin ár. Á stríðsárunum gerðist hún Ijósmyndafyrirsæta, og varð sem slík vinsæl meðal banda- rískra hermanna. Árið 1946, þegar hún var tvítug, gerði Fox eins árs samning við hana fyrir 125 dali á viku, breytti nafni hennar í Marilyn Monroe en lét þar við sitja. Hún fékk ekkert umtalsvert hlutverk hjá Fox, og gerði því samning við Columbía árið 1948 en fékk ekkert hlutverk þar heldur. Á þessum tíma var tekin af henni sú mynd, sem gerði hana öðru fremur fræga - nektarmynd á daga- tali. Hún fékk 50 dali fyrir myndina, en fyrirtækið, sem seldi dagatalið, græddi hins vegar á því um 750 þúsund dali! Árið 1950 gerði hún á ný samning við Fox og fékk nú minniháttarhlut- verk í kvikmyndum En hún var vel auglýst og á næstu árum varð hún að þeirri stórstjömu, sem allir kannast við. Framan af var það almennt álit að Marilyn gæti ekki leikið; hún væri fyrst og fremst kynbomba. Hún var sjálf á annarri skoðun og gekk m.a. í leiklistarskóla hjá Lee Strasberg. Og frammistaða hennar í ýmsum myndum þar á eftir kom á óvart og sýndi að hún gat vlssulega leikið ef hún fékk tækifæri til þess. Þetta á við um myndir eins og „Bus Stop“, sem Joshua Logan leikstýrði, „The Prince and the Showgirl“, þar sem Laurence Olivier lék á móti henni og leikstýrði að auki, „Some Like It Hot“, en það er ein vinsælasta myndin sem hún lék í, og „The Misfits“ - síðasta kvikmyndin sem Marilyn, og reyndar líka Clark Gable, lék í. Verið var að taka upp tólftu kvikmynd Marilyn Monroe þegar hún lést. Sú nefndist „Something’s Got to Give“ og var aldrei kláruð. Margir hafa sagt að Hollywood og allt sem kvikmyndaborginni fylgir hafi drepið Marilyn Monroe. Ljóst er að henni leið þar oft illa. „í Hollywood vilja menn borga þér 1000 dali fyrir einn koss, en 50 sent fyrir sál þína“, sagði hún eitt sinn. Og ennfremur: „Leikkona er ekki vél, en í Hollywood eru þær meðhöndlaðar sem slíkar. Peninga- vélar“. B Some Like It Hot er vinsælasta kvikmyndin sem Marilyn lék í. Hér sést hún ásamt Jack Lemmon og Tony Curtis. Elías Snæland Jónsson skrifar EGNBOdt o to ooo Síðsumar ^fiolden .^ópond. Heimsfræg ný óskarsverðlauna- mynd sem hvarvetna hefur hlotið mikið lof. Aðalhlutverk: Kathrine Hepbum, Henry Fonda, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydel Þau Kathrine Hepbum og Henry Fonda fengu bæði Óskarsverð- iaunin i vor fyrir leik sinn i þessari mynd. Sýnd kl. 3-5,30-9 og 11.15 Hækkað verð Margt býr í fjöllunum Æsispennandi hrollvekja um óhugnanlega atburði i auðnum Kanada Leikstjóri: Ves Craves Bonnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3,05-5,05-7,05- 9,05-11,05 Sólin var vitni Spennandi og bráðskemmtileg ný ensk litmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Aðalhlutverið Hercule Poirot leikur hinn frábæri Peter Ustinov af sinni alkunnu snilld, ásamt Jane Birkin - Nlcholas Clay - James mason - Diana Rigg - Maggie Smith o.m.fl. Lelkstjóri: Guy Hamilton. fslenskur texti - HÆkkað verð. Sýnd kl. 3,10-5,30-9 og 11.10 Svik að leiðarlokum Geysispennandi litmynd gerð eftir sögu Allstalr Mac Lean, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. AðalhluWerk: Peter Fonda - Britt Ekland. Sýnd 11,15 kl. 3,15-5,15-7,15-9,15- Kisulóra Djarfa þýska gamanmyndin með Ulricku Butz og Rollant Prenk. Endursýnd kl. 9 Bönnuð innan 16 ára Faldi fjársjóðurinn Disney ævintýramyndin með Pet- er Ustinov. Endursýnd kl. 5 og 7 28*1-89-36 Draugahúsið (Ghostkeeper) Afar spennandi ensk-amerisk lit- kvikmynd um snjósleðaferð I þriggja ungmenna sem endar á I hryllilegan hátt, er þau komast i [ kast við Windigo mannætudraug- inn. Leikstjóri: James Makichuk Aðaihlutverk: Riva Spier, Murray | Ord, Sheri McFadden. Sýnd kl. 3,5 og 9 Bönnuð innan 12 ára. Midnight Express Hin margfræga verðlaunakvik- mynd. Endursýnd kl. 7 og 11 Bönnuð innan 16 ára B-salur Cat Ballou Bráðskemmtiieg litkvikmynd með Jane Fonda, Lee Marvin o.fl. Sýnd kl. 3,9, og 11 Bláa lónið Hin bráðskemmtilega úrvalskvik- mynd með Brooke Shieldsog Christopher Atkins Endursýnd kl. 5 og 7. Tonabíó 28*3-1 1-82 Barist fyrir borgun (DOGS OF WAR) Cr\ Hjv.k!and lci vltp... ^ Hörkuspennandi mynd gerð eftir metsölubók Fredrik Forsyth, sem m.a. hefur skrifað „Odessa skjölin" | og „Dagur Sjakalans".- Bókin hefur verið gefin út á íslensku. Leikstjóri: John Irwin. Aðaihlutverk: Christopher Walk- en, Tom Berenger og Colin Blakely. íslenskur texti. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20 Myndin er tekin upp í Dolby sýnd í 4ra rása Starscope stereo. 28* 1-15-44 Frankenstein hinn ungi Ein albesta gamanmynd Mel Brooks með hinum óviðjafnan- legu og sprenghleegilegu grinumm Gene Wilder og Marty Feldman. Endursýnd kl. 3 og 5 Kagemusha (The Shadow Warrior) Meistaraverk Akira Kurosawa sem vakið hefur heimsathygli og geysilegt lof pressunnar. Vest- ræna útgáfa myndarinnar er gerð undir stjórn George Lucas og Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 7.30 Og að sjálfsögðu munum við halda áfram að sýna hina frábæru og sívinsælu mynd Rocky Horror (hryllingsóperuna) Sýnd kl. 11 10-444 Farþegi í rigningu Geysispennandi litmynd með: Charies Bronson, Jill Ireland og Marlene Jobert. Leikstjóri: René Clement Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. 28*1-13-84 Ein frægasta grín- mynd allra tíma: Kappaksturinn mikli Þessi kvikmynd var sýnd í Austurbæjarbiói fyrir 12 árum við metaðsókn. Hún er talin ein allra besta gamanmynd, sem gerð hefur verið enda framleidd og stjómað af Blake Edwards. - Myndin er í litum og Cinema Scope. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Natalle Wood, Tony Curtis, Peter Falk. Sýnd k. 5,7.30 og 10. 28*3-20-75 Skæra-morðinqinn Ný, mjög spennandi og hrollvekj- andi mynd um fólk sem á við geðræn vandamál að striða. Aðalhlutverk: Klaus Kinski og Marianna Hill. Islenskur texti. Sýndkl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð Innan 16 ára. Amen var hann kallaður Hörkuspennandi og bráðfyndinn vestri. Sýnd kl. 3 sunnudag. S 2-21-40 Atvinnumaður í ástum (American Gigolo) Ný spennandi sakamálamynd. Atvinnumaður i ástum eignast oft góðar vinkonur, en öfundar- og hatursmenn fylgja starfinu lika. Handrit og leikstjórn: Paul Schrader.Aðalhlutverk : Ric- hard Gere, Lauren Hutton. Bðnnuð innan 16 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 7 og 9 Söguleg sjóferð Sérlega skemmtileg ævin- týramynd. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Leiksfjóri: Cari Schultz Aðalhlutverk: Hardy Kruger, Greg Rowe Sýnd kl. 3 og 5 sunnudag Sýnd kl. 5 laugardag og mánu- dag. Næturleikir Spennandi mynd með nýjasta kyntákni Roger Vadin's, Cindy Pickett. Myndin fjallar um hugar- óra konu og baráttu hennar við niðurlægingu nauðgunar. Endursýnd kl. 11.10. **** frábær ■ * * * mjög góð - * * góð - * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.