Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91)7- 75-51. (91) 7 - 80 - JO. Skem muvegi 20 HEDD HF. Kopavogi Mikið úrval Opið virka duga 9 19- Laugar- daga 10-16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag jat>c£' V labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir .Armiila 24 Sfmi 36510 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 ■ „Gamla verðið“ gildir á bókunum hjá systrunum í Prentsmiðju Franciskusyslra í Stykkishólmi og því hægt að gera hjá þeim góð bókakaup. Systir Rósa er nær á myndinni og systir Petra fjær. Tímamyndir: HEI. Litið við hjá Franciskusystrum í Stykkishólmi: „ÉG FANN MIG EIGA HÉR HEIMA FRÁ FYRSTA DEGI — segir systir Petra sem buid hefur hér i rúm tuttugu ár ■ „Ég fann mig eiga heima héma alit frá fyrsta degi, þótt merkilegt sé. Annarsstaðar utan míns föðurlands - Hollands - var ég aðeins gestur“, sagði systir Petra, sem búið hefur í KJaustrinu í Stykkishólmi frá árinu 1961. En hún og systir Rósa - frá Belgíu - sýndu okkur forvitnum ferðalöngum Prentsmiðju Franciskusystra í Klaustrinu í Stykkis- hólmi. Fyrir þá sem kunnugir eru prentsmiðj- um dagblaðanna er prentsmiðja systr- anna auðvitað ákaflega lítil, en vekur á hinn bóginn aðdáun fyrir einstaka snyrtimennsku og hreinlæti. Allar vélar eru gljáandi fægðar og hreinar og gólfið sem hvert annað stofugólf. Systir Rósa sagði prentsmiðjuna stofnaða af séra Jóhannesi Gunnarssyni, fyrrv. biskup kaþólskra manna á íslandi 1953, en það var ári eftir að systir Rósa kom til Stykkishólms. „Það er kaþólska kirkjan sem á prentsmiðjuna, en við bara vinnum hérna“, sögðu systurnar. Upphaflega sögðu þær vélar hafa verið mjög fáar, en hafi fjölgað smám saman. Aðal prentvélin kom fyrir þrem árum, þá keypt gömul frá Þýskalandi. Og betra er að henni sé ekki bilanagjarnt, því hér á landi er aðeins einn maður, f Reykjavík, sem kann að gera við þessa vél, að sögn systranna. Hún ber það líka með sér að þær fara um hana varfæmum höndum. „Faðir minn var prentari og frá honum fékk ég því leiðbeiningar um hvaðan við gætum pantað þá hluti sem okkur vantaði", sagði systir Rósa, sem unnið hefur í prentsmiðjunni frá upphafi. Hún sagði íslenskuna fyrst hafa ■ „Aðeins einn maður á landinu kann að gera við þessa vél“, sagði systir Rósa, enda auðséð að þær fara um hana nærfæmum höndum. verið sér afar erfitt mál að setja, sérstaklega að skipta orðunum rétt. „Við prentum fyrir Landakotskirkju, fyrir kaþólsku biskupana og einnig höfum við prentað svolítið fyrir fólkið hér í kring. En nú er að koma prentsmiðja í Borgarnesi, svo það minnkar sjálfsagt, enda ekki pláss hér til að afkasta miklu“, sagði systir Rósa. Einnig sögðust þær hafa prentað nokkrar biblíubækur fyrir börn og aðrar kristilegar bækur. Nú eru þær að vinna að útgáfu sögu heilagrar Birgittu og á næsta ári munu þær prenta nýja messusöngsbók fyrir Landakotskirkju. Allt sögðu þær handsett í blý, þær skera sjálfar og sauma. En sjálft bókbandið þurfa þær að senda til Reykjavíkur. - HEI. Fréttir Stór sprunga fínnst á kili Guðfínnu Steinsdóttur ÁR-10. ■ Stór sprunga og margar aðrar minni komu í ljós á kili Guðfinnu Steinsdóttur ÁR-10, þegar hún var tekin í slipp í Grimsby á fimmtudags- morgun. Þegar skipið var að veiðum á miðunum hér við land fyrir skömmu, losnaði skrúfuhlíf. Eigandi skipsins, Hafsteinn Ásgeirsson, sem jafnframt er skipstjóri,ákvað að sigla til Grimsby og láta gera þar við skipið, „því maður veit aldrei hvenær maður kemst niður aftur ef maður fer í slipp á íslandi," sagði hann í viðtali við Tímann. Þegar skipið var komið upp í Grimsby, kom í Ijós svo stór sprunga í kilinum að hún var sýnileg berum augum og við röntgenmyndun komu margar minni í ljós. Lausleg áætlun hefur verið gerð um viðgerð og er talið að hún muni taka 4-5 vikur og kosta um 25.000 sterlingspund. Að sögn Haf- steins er líklegast að gert verði við skipið þar sem það er nú, en þó ekki endanlega ákveðið. Guðfinna Steinsdóttir ÁR- 10 hét áður Sigurbára VE-249 og strandaði rétt við Jökulsár- ósa á Skeiðarársandi 6. mars í fyrra. Björgun h.f. bjargaði skipinu af strandstað og eign- aðist það. í Reykjavík vargerð áætlun um viðgerð og hún síðan boðin út. Slippstöðin h.f. á Akureyri gerði síðan við skipið, samkvæmt útboðinu og í janúar í ár var skipið tekið út af Siglingamálastofnuninni og það fékk sitt haffærnisskír- teini. Þá tók nýr eigandi við því. Hafsteinn Ásgeirsson á Þorlákshöfn. Þegar skipið var endurbyggt var skipt um hluta kjalarins, en nú er talið að skipta þurfi um það sem eftir var skilið. Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar sagði Tím- anum að kjölurinn hefði allur verið röntgenmyndaður áður en skipið útskrifaðist þaðan og þá hefði allt verið í lagi. „Það getur vel hafa tekið niður einhverntíma síðan,“ sagði Gunnar. -SV. dropar Naflaskoðun Skipulags- stofnunar ■ Á sl. vori óskaði borgar- stjórn Reykjavíkur eftir við- ræðum við aðildarsveitarfélög að Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins um endurskoðun á gildandi samning um hana. Borgarstjórn var ekki alls- kostar ánægð með starfsemi stofnunarinnar á undanföm- um áram. Fannst hún ekki hafa nýtst sem skyldi fyrir höfuðborgina, og auk þess verið í sömu verkefnum og unnið var að í Borgarskipulagi Reykjavíkur. Var samhugur um endurskoðunina í borgar- stjórn. Nú standa fyrir dyrum við- ræður vegna samþykktar borg- arstjórnar. Þá bregður svo við að Skipulagsstofan sjálf og stjóra hennar vilja ráða gangi mála og hafa óskað eftir umboði allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, að Reykjavík undanskildri, til að fá að taka þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Era inenn ekki bjartsýnir á framgang viðræðnanna, ef framvindan verður þessi, því það hefur aldrei þótt björgulegt að láta hengdan mann ræða „snör- una“ í eigin húsi. pfAldrei sagt ord af viti” ■ Ritstjórnarfundir á Morg- unblaðinu era annálaðir fyrir lengd sína og mælsku þeirra sem sitja þar í forsvari. Þykir mörgum vinnusömum blaða- manninum dýrmætar stundir fara til spillis þeirra vegna. Styrmir ritstjóri tekur drjúgan tíma við að leggja hina póli- tísku línu, en síðan bætir Matthías um betur og reynir að innblása hana skáldiegri and- gift og tekur til þess enn lengri tíma. Auk þessa er ógiynni minni spámanna í formi rit- stjómarfulltrúa og skara frétta- stjóra til að flækja málið gott um betur. Eftir langan ritstjórnarfund samdi einn af yngri blaða- mönnum blaðsins eftirfarandi vísu. Að vísu hefur sést haganlegri ort vísa af þessum bæ, en meiningin kemst vel til skila: „Þótt merkir menn í ræðu og riti, við rit- ogfréttastjórn hérstriti, fer æðilöng stund í ritstjórnarfund, en aldrei er sagt eitt orð af viti.“ Krummi ... ... er á því að Morgunblaðið beri sterkt svipmót af ritstjóra- arfundum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.