Tíminn - 08.08.1982, Page 22

Tíminn - 08.08.1982, Page 22
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 22 Wzmvm INNRÁSIN í JAPAN HEFDI GETAD ORÐID MEST AftJ HUI NDRA B IILl LJ // ] DE' tJA f 1 R1 [E ■ Er Japanir bjuggust til að vcrjast innrás á heimaeyjamar var ástandið orðið slæmt í landinu, vopnabirgðir takmarkaðar o.s.frv. Þeir létu það ekki á sig fá, þessir hugðust verja föðurlandið með bambusspjótum. ■ Sjóliðamir sem stýrðu „Kaiten“ sjálfsmorðstundurskeytunum í mark voru dýrkaðir sem miklar hetjur í Japan. Hér leggja nokkrir þeirra af stað og em kvaddir mjög innilega. ■ Hugkvæmir menn Japanir og svo- lítið skrýtnir í augum Vesturlandabúa. Eftir að þeir höfðu fíflast til að fara útí stríð við Bandaríkin árið 1941 og voru sýnilega að tapa - allt í kalda koli, iðnaðar- og vopnaframleiðsla að stöðv- ast, olíubirgðir nær því á þrotum, sjóherinn sokkinn og bestu hermenn- imir allir dauðir - þá hófu þeir sjálfsmorðsárásir. Flugvélar hlaðnar sprengiefnum steyptu sér niður á herskip Bandamanna, öflugasta orrustu- skip heims - Yamato - fór í brjálæðis- lega siglingu með eldsneyti aðeins aðra leiðina, blindir og limlestir hermenn ruddust gegn skothríð óvinanna með sverð ein að vopni en nafn keisarans á vörunum, ogsvo framvegis. Undir lokin var eins og öll japanska þjóðin væri staðráðin í að farast eins og hún lagði sig í einni allsherjar sjálfsmorðsorgíu - „hundrað milljón líf fyrir keisarann“, var vinsælt slagorð. Kjarnorkuárásirnar á Hiroshíma og Nagasaki hafa verið kallaðar mesti glæpur í samanlagðri hernaðarsögunni, sem státar þó af ýmsum stóreflis hryðjuverkum, en það er enginn vafi á að þær spöruðu þúsundir, milljónir mannslífa. Og af því Japanir ætluðu að berjast fram í rauðan dauðann hefði stríðið vel getað staðið í heilt ár í viðbót. „Banzai! Banzai!“ Sumarið 1945 var staða Japana vonlaus. Bandamenn tóku hvern eyja- klasann á fætur öðrum og höfðu nær slegið hring um Japan sjálft, þeir efldust af krafti að sama skapi og japanska hervélin lét undan síga. Þrátt fyrir það hvarflaði að fæstum Japönum að gefast upp og Bandamönnum óaði við innrás- inni sem þeir þóttust sjá að þeir yrðu að gera á japönsku eyjarnar. Þeir voru orðnir vel kunnugir hinum svokölluðu „Banzai“ árásum japönsku hermann- anna sem fyrst komust í sviðsljósið í maí 1943 þegar bandaríski herinn tók við að reka Japani frá Aleutia-eyjum við Alaska. Það gekk nokkuð greiðlega og að lokum var afgangur japanska hersins umkringdur á litlu og þröngu svæði. Undir stjórn Yamasaki ofursta taldi japanska herliðið 1200 menn og var helmingur þess særður, birgðir voru til tveggja daga en handan víglínunnar voru ellefu þúsundir vel útbúinna hermanna Bandaríkjanna. Yamasaki neitaði að gefast upp þó hann vissi vel að ekki var von á neinni hjálp og sendi síðasta skeyti sitt til Tokyo: „Ég hyggst nú útrýma óvininum." Hann undurbjó vonlausa gagnárás sína vandlega, lét gefa þeim hermönnum sem voru of særðir til að berjast banvænar sprautur eða handsprengjur til að drepa sig með þegar óvinirnir nálguðust; svo þrifu þeir sem eftir voru öll tiltæk vopn og brutust fram. Bandarísku hermönnunum leist ekki á blikuna. Á móti þeim komu æðandi herskarar japanskra drýsildjöfla, æp- andi, sveiflandi sverðum og byssustingj- um, skutu á allt sem fyrir varð. Japanir hröktu bandarísku hersveitirnar til baka, náðu hersjúkrahúsi og drápu þar bæði sjuklinga og starfslið - loks voru þeir stöðvaðir þegar Bandaríkjamönn- um hafði unnist tími til að endurskipu- leggja lið sitt. En japönsku hermenn- irnir gáfust ekki upp, þeir héldu áfram að drepa eins lengi og þeir gátu en sprengdu síðan sjálfa sig í loft upp. Af 2600 mönnum sem upphaflega höfðu verið undir stjórn Yamasaki voru 28 teknir höndum. Af 8700 voru 265 teknir höndum! Það sem hér var á ferðinni var andi Samurai-hermannanna fomu en einn helsti þeirra lét hafa eftir sér um aldamótin 1700: „Vegur Samurai-her- mannsins er dauðinn. Eigi hann milli lífs og dauða að velja, kýs hann dauðann. Það er engum erfiðleikum bundið." Og þetta þótti fjarska göfugt. Bandamenn áttu eftir að kynnast „Banzai" árásunum mæta vel eftir því sem leið á stríðið en sjálfsmorðsæði japönsku hermanna óx sífellt eftir því sem hernaðarstaða þeirra versnaði. Af 4500 manna setuliði á Tarawa-eyju komust 17 Japanir lífs af í nóvember 1943 og auk þess 129 varaliðsmenn frá Kóreu. Á eynni Kwajalein voru í febrúar 1944 teknir 165 fangar af 8700 manna setuliði. Og svo framvegis. Þegar allt var tapað gerðu japönsku hermennirnir venjulega brjál- æðislega útárás frá stöðvum sínum; þeir rígbundu snærisspotta um mikilvæga staði á líkamanum til að geta haldið áfram að berjast þó ekki væri nema nokkur andartök eftir að hafa orðið fyrir skoti. Mesta „Banzai" árásin var gerð á Saipan þar sem 3000 japanskir hermenn sóttu allt í einu fram með sjálfsmorðs- glampann í augunum. Þeir voru strá- felldir en héldu stöðugt áfram, særðir, blindir, hræðilega limlestir sóttu þeir fram vopnaðir prikum, brotnum flöskum eða grjóti. Þegar allt um þraut syntu þeir á haf út og drekktu sér. Nokkur hundruð voru tekin til fanga en meðal þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru konur og börn sem aðsetur höfðu haft í aðalstöðvum japanska herliðsins. Konur með börn réðust gegn hermönnum Banda- manna Þessi baráttuandi, sem einnig birtist í Kamikaze-árásum flugmanna á skip Bandamanna, virtist síður en svo dvína. Á Iwo Jima voru 23 þúsund Japanir til varnar þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í apríl 1945 og 20.703 voru drepnir. Þar á meðal voru fjölmargar konur sem tóku þátt í „Banzai" árásunum vopnaðar oddhvössum bambusspjótum og sumar með börn sín með sér. Japanir sýndu ótrúlega hugkvæmni í sjálfsmorðstilraunum sínum. Það virtist stundum næstum aukaatriði hvort sjálfs- morðsárásimar yllu nokkmm skaða, aðalatriðið var að japönskum hermönn- um tækist að deyja, „fyrir föðurlandið og keisarann". Og göfugast af öllu yrði náttúrulega að fá að deyja við að verja sjálft Japan. Það var strax í janúar 1945 sem japanska herstjórnin hófst handa um að semja áætlanir til að verjast yfirvofandi innrás Bandamanna. Þá var fátt um fína drætti í japönsku hemaðarvélinni og leiðtogunum þótti því sýnt að verjendur japönsku eyjanna yrðu að vera reiðu- búnir til að fórna lífi sínu óhikað. Það skyldi barist þar til yfir lyki og öll vopn notuð. Annars ályktaði herstjórnin réttilega að fyrsta tilraun Bandamanna til lendingar yrði gerð á syðri hluta eyjarinnar Kyushu, og þar var því safnað saman öllu liði sem til var, öllum vopnum og sjálfsmorðstólum. Sjálfsmorðskafarar! Þegar hér var komið sögu var japanski ofansjávarflotinn ekki svipur hjá sjón. Það sem einu sinni hafði verið næst- stærsti floti í heimi taldi nú aðeins tvö beitiskip og 23 tundurspilla, en þessi skip áttu ásamt þeim 45 kafbátum sem eftir voru að ráðast fyrst til atlögu gegn innrásarflota Bandamanna. Ekki var gert ráð fyrir að skip þessi myndu nokkru sinni snúa aftur til hafnar, þau áttu að gera allt það tjón sem þau gætu og sigla síðan niður innrásarskipin og springa í loft upp. Um svipað leyti átti allur flugfloti Japana sem eftir var að fylkja sér til Kamikaze-árásar. Hafin var framleiðsla á nýjum tegundum flugvéla sem sérstaklega voru ætlaðar til Kami- kaze-árása, og þar má meðal annars nefna eina gerð sem ekki hafði nein vængjahólf fyrir lendingarbúnaðinn. Þegar vélin væri komin á loft mátti hreinlega losa lendingarbúnaðinn und- an, það var ekki reiknað með að þessi flugvél lenti á nýjan leik. Jafnframt voni gerðar tilraunir með ýmsar tegundir sem voru í raun ekki annað en mannaðar rakettur en framleiðsla gekk illa vegna hráefnaskorts og aðflutningsvandræða, nú þegar Bandaríkjamenn voru nær allsráðandi í lofti og á sjó. Þessar fyrstu árásir flotans og Kami- kaze-flugvélanna áttu að hefjast þegar innrásarskipin væru um 180 sjómflur frá ströndum Japans, en eftir því sem nær drægi ströndinni áttu fleiri tæki að bætast í hópinn. Japanir áttu fjölskrúð- ugt safn dvergkafbáta og mannaðra tundurskeyta sem ekki voru til annars brúkleg en sjálfsmorðárása og þessum vopnum átti að beita af fullum mætti. Japanir vonuðu að með þessum hætti tækist þeim að eyðileggja um það bil 35-50% innrásarflotans áður en hann næði ströndinni en þar biðu frekari hrellingar. Auk tundurdufla og allavega sprengigildra höfðu Japanir sett á stofn flokka kafara sem kallaðir voru „Fuk- uryu“. Þessir kafarar, sem voru reyndar svo illa búnir að fjöldinn allur fórst á æfingum, áttu að hafa fast aðsetur niðri á sjávarbotni rétt undan landi og var meira að segja hafin framleiðsla á sérstökum bvrgjum fyrir þá. Þegar innrásarprammar Bandamanna sigldu fyrir ofan á leiðinni upp á strönd áttu kafararnir síðan að ota sprengjum sínum upp í kjöl þeirra og sprengjumar vom festar á langa stöng og svo öflugar að vitað mál var að kafarinn myndi farast um leið og hún spryngi. Engu að síður áttu yfirmenn þessara sveita ekki í neinum vandræðum með að afla sjálfboðaliða í raðir sínar. Mesti herskipafloti sögunnar Eins og gefur að skilja voru Banda- menn allmjög hræddir við vamaráætlan- ir Japana, vissu sem var að allt yrði lagt í sölurnar og mannfallið yrði líklega gífurlegt á báða bóga. í áætlunum Bandaríkjamanna var sem fyrr segir gert ráð fyrir að hafist yrði handa með innrás á eyna Kyushu, og bar sú innrás nafnið „Olympic" í herbúðum Bandamanna. Síðarvar áætlunin aðvísu skírð upp og nefnd „Majestic" en það nafn er lítt þekkt enda lifði þá skammt eftir af stríðinu. „Olympic" skyldi fara af stað þann fyrsta nóvember 1945 en fyrsta mars 1946 skyldi hafin innrás á sjálfa höfuðeyna, Honshu, og hét sú áætlun „Coronet". Ætlunin var að lenda beggja vegna við Tokyo og sækja síðan í átt til borgarinnar. Ef af þessum innrásum hefði þurft að vcrða hefði til þeirra verið safnað mesta herskipaflota sögunnar, alls rúmlega 3000 herskipum og flutningaskipum og eru þá ekki taldir með innrásarprammar af ýmsum stærð- um og gerðum. Geta má þess að flotastyrkur Bandamanna á Kyrrahafi í ágúst 1945 var gífurlegur: samanlagt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.