Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar — bls. 10>11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 10. ágúst 1982 179. tbl. 66. árgangur Yfirgengileg skemmdarfýsn í innbrotum helgarinnar: „MÁLNINGU SULLAÐ UM ALLF’ ■— en engu stolid í Hátúni 2 ■ „Þeir sulluðu málningu um allt, hentu öllu lauslegu í gólfiö, pappírum og öðru. Auk þess eyðilögöu þeir marga dýra hluti, t.d. reiknivél, pcningakassa, jafnvægisstillingavél, rándýra, og ýmislegt fleira. Það er Hafliði Gíslason, starfsmað- ur á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns við Hátún 2 í Reykjavík sem segir frá. Um helgina, sennilega aðfaranótt laugar- dagsins, voru skemmdarvargar á ferð á vinnustað hans. Vargarnir stálu ekki nokkrum sköpuðum hlut svo vitað sé, heldur virtust þeir heimsækja verk- stæðið í þeim eina tilgangi að skemma. „Það er erfitt að meta þessi spjöll til fjár. Enda finnst mér það ekkert aðalatriði. Mér er alveg ómögulegt að skilja í hvaða tilgangi svona lagað er gert. Það er eins og skemmdarfýsnin sé svo yfirgengileg að menn fái ekki við hana ráðið. Það finnst mér alvarlegasti hluturinn," sagði Hafliði. Við hlið hjólbarðaverkstæðisins er fyrirtækið Bílaskoðun og bílastilling. Þar voru vargamir einnig á ferð. „Það eina sem stolið var hérna voru nokkrar krónur í skiptimynt. Að öðru leyti var farið eins að hér og hinum megin," sagði Rútur Jónsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þeir brutu rúðu til að komast inn. Síðan tóku þeir allt sem fyrir var, pappíra, olíur og ég veit ekki hvað, og hentu því í gólfið.“ Rútur sagði, að tjónið hefði í sjálfu sér ekki verið tilfinnanlegt. Eina verðmætið sem eyðilagðist var gömul reiknivél. Hins vegar sagði hann að mikil vinna hefði verið að þrífa verkstæðið eftir þessa meðferð. - Sjó. ■ Skeramdarvargar fengu aldeilis útrás fýrir hvatir sínar á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns við Hátún 2 um helgina. Brotist var inn, málningu sullað um gólf.veggi og borð. Reiknivél og rándýr jafnvægisstillingarvél vora eyðilagðar. Á myndinni er Hafliði Gíslason, starfsmaður verkstæðisins. Fuglar og menn — bls. 18 Ný mynd frá Wadja — bls. 19 Alls staðar kysst! — bls. 2 Stjórnkerfi Kenyatta: Riðar til falls — bls. 7 Fjármálarápherra boðar aðgerðir á fundi með forsvarsmönnum BSRB: BRADABIRGÐALÖG UM VlSITÖLUSKERÐINGU! — hjá öllum launþegahópum til samræmis við 2,9% skerðingu hjá ASÍ ■ „Fjármálaráðherra kallaði á fund sinn formann og varaformann samninga- nefndar BSRB og greindi þeim frá því að innan ríkisstjórnarinnar væru nú viðræður um hugsanlega setningu bráða- birgðalaga um vísitölumál“ sagði Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB í samtali við Tímann en fundur átti að vera með BSRB og viðsemjend- um þeirra í gær. Haraldur sagði ennfremur að á fundinum með fjármálaráðherra hefði komið fram að undirrituð yrðu bráða- birgðalög um að sama vísitala og ASÍ samdi um gilti fyrir alla aðila á vinnumarkaðinum, ekki bara BSRB og snérust því umræður samninganefndar BSRB um viðhorfin út frá slíku og hver ættu að vera viðbrögð félaganna. ASÍ samdi um 2,0% vísitöluskerðingu í samningum nýlega og ef ekki verður gripið til einhverra aðgerða af þessu tagi skapast misræmi í greiðslum vísitölu- bóta um næstu mánaðamót á milli launþegahópa. Aðspurður um hvort BSRB myndi leggja áherslu á sérkjarasamninga fyrst sagði Haraldur að viðræður hefðu verið í gangi við ýmis félög um sér- kjarasamninga en engar ákvarðanir hefðu verið teknar af félaginu í heild um þetta atriði. _FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.