Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1982 2 i'iroim T spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. I Sydrsey, Madrid og Birmingham ■ Skólinn er að byrja hjá þeim Joe Hedger og Zondu Watts í Sydncy í Ástrah'u. Þau hafa ekki sést allt sumarfríið, svo það er margt að tala um. Þau haldast í hendur og una sér vel. ■ Hún Anna María talaði bamamál, enda er hún aðeins tveggja ára, en hún vildi vera góð við þriggja ára nágranna sinn, sem heitir Jose Francisco, en þau eiga heima í Madrid ■ Steven litli í Gazey í Birmingham sagði: „Hún Helen er besta stóra systir sem til er“, þennan dóm innsiglaði hann með bróðurlegum kossi. ALLS STAÐAR ER KYSST ■ „Snemma beyg- ist krókurinn til þess er verða vill segir máltækið og snemma fara pilt- arnir og stúlkurnar að gefa hvort öðru hýrt auga. Það getur verið bróðurleg ást, vinskapur skólafé- laga, eða bara eins og litla sænska stelp- an á myndinni sagði (lauslega þýtt): „E vea gó vi þi“. Björn Borg til þín! ■ Mariana var ein í húsi þeirra Björns í Monte Carlo, en hún hefur verið að ná sér eftir veikindi ■ Hljómsveitin lék rólegt, róman- tískt lag og allir dönsuðu vangadans í næturklúbbi í Marbella á Spáni. Dökkhærða stúlkan, sem dansaöi við háa Ijóshærða manninn, hjúfraði sig upp að honum, án þess að verða þess vör, að viðstaddir gáfu þeim auga. Þessi ungi Ijóshærði maður var nefnilega sá þekkti tenniskappi Björn Borg, en hann hefur ekki sést í inniiegum dansi nema við Mariönu konu sína svo árum skiptir. Allir spurðu: Hvar er Mariana? - og Hver er þessi stúlka? Mariana var í Monte Cario, þar sem þau eiga fallegt heimih, Björn og hún, en hann kemur oft til Marbella til aö kenna tennis hjá finum tennisklúbb- um. Stúlkan sem Bjöm dansaði svo innilega við er ensk. Hún heitir Megan Stapleton og er stjúpdóttir ensks auðkýfings, Williams Bright. Þeim varð illa við, þegar þau sáu mynda- smiðinn og Megan fór á brott, en þcgar hún var á leiðinni út, náði einn þeirra tali af henni og spurði um samband þeirra Björns Borg. Hún svaraði hin rólcgasta: „Hann er bara vinur kunningja minna, það er ekkert á milli okkar“. Megan býr rétt hjá Marbella í húsi, sem fjölskylda hennar á þar. Vinur Bjöms Borg sagði frétta- manni, að Bjöm væri aUtaf eftirsóttur af ungum stúlkum, en hann tæki þvi létt, og vanalega kæmi hann sér hjá því að tala við þær, nema hið aUra minnsta - gefa þeim eiginhandaráritun eða rétt heilsa upp á þær. „Ég hef aldrei séð Bjöm haga sér svona“, sagði vinurinn. ■ Bjöm Borg og Megan í innUegum vangadansi. Björn þótti h'ta vel út með nýju klippinguna, en hann hafði látið kUppa síðu Ijósu lokkana. A innfelldu myndinni yfirgefur Megan danssalinn, þegar hún hafði komið auga á að verið var að Ijósmynda þau í dansinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.