Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1«. ÁGÚST 1982 Grunnskóli Sandgerðis Kennara vantar að skólanum. Almenn kennsla. Upplýs- ingar í síma 92-7647 og 92-7601. Skólanefndin. Kennarar Kennarastöður við Hólmavíkurskóla eru iausar til umsóknar. Meðal kennslugreina eru: íslenska, stærðfræði og raungreinar í 7.-9. bekk og tónmennt. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 95-3123. Laus staða - Organistar Organista vantar að Akraneskirkju frá 1. okt. 1982. Umsóknarfrestur er tii 1. sept. n.k. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar, Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Akursbraut 17, Akranesi, sími 93-1156. Kartöfluræktendur -Bændur. Óska eftir að kaupa notaða Underhaug lyftutengda kartöfluupptökuvél, einnar rásar, án pokunarbúnaðar. Nauðsynlegt er að dýptarhjól fylgi. Vélin má vera gömul, en þarf að vera nothæf. Má þarfnast smávægilegra viðgerða. Upplýsingar í síma 97-4312 á kvöldin. Bílamálarar-Bifreiðasmiðir Vegna aukinna verkefna vantar okkur nú þegar vana menn í málningu og réttingu. Mjög góð vinnuaðstaða. Bílasmiðjan Kyndill hf. sími 35051 Kennara vantar í rafmagnsgreinar fyrir næsta vetur. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 23766. Vélskóli íslands. Vinningsnúmer í Happdrætti Landsmóts hesta- manna 1982: Nr. 4220 Altygjaður gæðingur. Nr. 4952 Vel ættað og glæsilegt tryppi. Nr. 3145 Norðurlandaferð fyrir tvo, báðar leiðir m. Flugleiðum hf„ Nr. 3867 Ferð fyrir tvo tll Amsterdam með Arnarflugi hf. Nr. 4553 Norðurlandaferð fyrir tvo með Samvinnu- ferðum - Landsýn. Nr. 1887 Folatollur hjá stóhestinum Sörla 653. Upplýsingar gefur Guðm. Ól. Guðmundsson, Skagfirðingabraut 41, Sauðárkróki, sími heima 95-5213 og - á vinnust. 95-5200.“ fréttir Ekki hægt að aldursgreina eikarsýnið úr gullskipinu þvíþað er of lítið: .ÁKVEÐH) AB SÆKIA SNNAfl SÝNISHORN” — segir Kristinn Guðbrandsson, forstjóri í Björgun ■ „Það er klárt mál að ef á að aldursgreina þetta, er sýnið alit of lítið,“ sagði Jón Jónsson jarðfræðingur, þegar Tíminn spurði hann um eikarsýnið úr „gullskipinu“ Jón sagði að algjört lágmark þesssem þýddi að reyna að aldursgreina væri 20 grömm að þyngd. Sýnið hefði hinsvegar aðeins reynst vera tæp 10 grömm. Jón bætti því við að margt gæti orðið til þess að aldursgreining mistækist og því væri lítil fyrirhyggja að eiga ekki a.m.k. eitt sýni til vara, þegar annað væri farið til aldursgreiningar. „Það er ákveðið að við förum og sækjum annað sýnishorn," sagði Krist- inn Guðbrandsson forstjóri í Björgun h.f., en hann, ásamt Bergi Lárussyni stendur fyrir leitinni að gullskipinu. borkrónu í stað þeirrar sem áður var Hann sagði að þó væri ekki búið að notuðogeyðilagðistþegarhúnfóríjárn ákveða hvenær farið verður til að sækja í skipinu. nýtt sýni, því að áður þarf að smíða nýja SV Flugstöðin landi og þjóð til vansæmdar ■ „Það er kunnara en frá þurfi að hefur gert. skýra að sú aðstaða, sem nú er búið við Félagið skorar á ríkisstjórn landsins á Keflavíkurflugvelli, er landi og þjóð að fresta ekki frekar ákvörðunartöku til vansæmdar auk þeirra upplýsinga, er sinni um byggingu nýrrar flugstöðvar á borist hafa um hættuástand,“ segir í Keflavíkurflugvelli. ályktun sem Félag ísl. ferðaskrifstofa SV ■ Eins og glöggt sést á myndinni hafði þjófurinn ekki mikið svigróm inni hjá gamla fólkinu. Kommóðan sem stolið var úr er rétt við fótagafl rúmsins, en í því sváfu þau meðan þjófurinn athafnaði sig. Timamynd Ella. Þjófur stal 5000 kr. frá hjónum á níræðisaldri meðan þau fengu sér síðdegisblundinn: „OKKUR FINNST ÞETTA UÍALEGT” segja þau hjónin Þorgerður Jónsdóttir 85 ára og Einar Erlendsson 87 ára ■ „Okkur flnnst þetta fyrst og fremst lúalegt. Að ráðast mn í svefnherbergi hjá gömlu fólki og stela frá því meðan það fær sér síðdegisblundinn. Svona menn fara ekki í manngreinarálit,“ sögðu hjónin Þorgerður Jónsdóttir og Einar Erlendsson, búsett í hjónaíbúðum DAS við Jökulgrunn í Reykjavík. A sunnudaginn meðan hjónin lögðu sig eftir hádegið læddist einhver inn í íbúð þeirra og stal fimm þúsund krónum. Næstum öllum ráðstöfunar- peningum hjónanna þennan mánuðinn. „Ég lagðist fyrir um klukkan hálf tvö,“ sagði Þorgerður. „Ég var afskap- lega þreytt, enda orðin 85 ára gömul. Ég man eftir því að ég heyrði eitthvað þrusk, en ég hélt að það væri fram á gangi. Þegar ég svo vaknaði um klukkutíma seinna, veitti ég því athygli að kommóðuskúffurnar, rétt við fóta- gaflinn hjá mér voru opnar. Mér fannst það skrítið því venjulega loka ég þeim. Þegar ég svo kíkti ofan í þær sá ég að búið var að stela úr þeim peningunum sem ég geymdi þar. Ekki nóg með það, heldur hafði þjófurinn líka komist í veskið mitt sem lá á stól frammi í stofu. Ur því var öllu fémætu stolið,“ sagði Þorgerður. „Við getum alveg lifað eðlilegu lífi þótt við höfum misst þessa peninga þótt ■ Skemmdarvargar voru á ferð í Keramikhúsinu við Sigtún í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins. Mikil spjöll voru unnin og er áætlað að tjónið sem verslunin varð fyrir nemi um 50 þúsund auðvitað sé það bagalegt. Hins vegar finnst mér þetta óttalega lúalegt. Það svíður sárt að verða fyrir svona löguðu,“ sagði Einar, sem er 87 ára gamall. Þess má geta, að ekki er nema tæp vika liðin síðan gamall maður á vistheimili aldraðra við Dalbraut í Reykjavík, fékk þjóf í heimsókn, frá honum hurfu 3500 krónur. Hvorugt málið hefur tekist að upplýsa. —Sjó. krónum. Litlu sem engu var stolið úr verslun- inni. Virðist því sem skemmdarfýsn ein hafi ráðið ferð innbrotsmannanna. Sjó. Innbrot T Keramikhúsið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.