Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 6
MUÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 stuttar f réttirE # ISt ' 'f*‘ ll W il *. ifi : V: I* !.* ; ■ Verðlaunagripimir prýða hér vegg félagsheimilis Golfklúbbs Borgarness og bíða þess að komast í hendur sigurvegara Ping-open mótsins. Myndin var ’ tekin nokkmm dögum fyrir mótið. Mynd HEI Um 90 keppendur í Ping- open í Borgarnesi BORGARNES: Um 90 manns kepptu í Ping-open golfmótinu sem fram fór í Borgarnesi um síðustu helgi. Er það þar með fjölmennasta Ping-open golfmótið í Borgarnesi, en þetta er þriðja árið í röð sem þessi mót eru haldin. Þetta var 18 holu keppni bæði með og án forgjafar. Sigurvegari í keppni án forgjafar var Ómar Örn Ragnars- son frá Golfklúbbi Leynis á Akra- nesi, 74 högg. Arnar varð Sigurbjörn Sigfússon frá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði með 75 högg og3. Stefán Unnarsson Golfklúbbi Reykjavíkur með 76 högg. Ómar Örn Ragnarsson fór einnig næst holu á fyrstu braut, 54 cm frá holu. { keppni með forgjöf sigraði Einar Jónsson, Golfklúbbi Borgarness á 66 höggum. Annar varð Reynir Þor- steinsson, Leyni á 67 höggum og 3. Björn Karlsson, Keili á 69 höggum. „Mótið fór skínandi vel fram í alla staði, veðrið var gott og allt lék því í lyndi“, sagði Magnús Thorsteins- son í Borgrnesi. Öll verðlaun á mótinu voru gefin af Íslensk-amerís- ka verslunarfélaginu. - HEI. ff „Væri nær að nýta sér f rumkvædi Vestfirð- inga VESTFIRÐIR: „Þeim aðilum, sem innan verkalýðssamtakanna starfa og hafa annað hvort upphátt eða með þögninni viljað gera Iítið úr eða þegja í hel þann árangur, sem Vestfirðingar hafa náð með því að fara eigin leiðir og líta raunsætt á málin, væri nær að nýta sér frumkvæði Vestfirðinga og viður- kenna það, með því að koma í kjölfarið", segir m.a. í ályktun fundar stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. En þar er fagnað þeim mikla árangri sem náðst hefur með samkomulagi um breytt fyrir- komulag á innborgun og ávöxtun orlofsfjár launafólks. Samkvæmt samkomulagi, sem lagður var grunnur að í Vestfjarða- samningunum í febr. sl. verðurorlof launafólks á Vestfjörðum greitt inn í peningastofnanir heima í héraði og ávaxtað þar framvegis, „á mun betri kjörum en verið hafa hjá orlofsdeild Póstgíróstofunnar“, segir í ályktun- inni. Fundurinn vísar á bug öllum fullyrðingum sem fram hafa verið settar til að gera lítið úr árangri þeim er náðist með samkomulaginu í febrúar, en telur þvert á móti að þetta sé með stærri og raunhæfari skrefum sem stigin hafi verið hin síðari ár í réttinda og kjarabaráttu til handa launafólki dreifbýlisins og öllum íbúum þess. - HEI. sýslufulltrúi á Hvolsvelli í samtali við Tímann. „Jóhann Bjarnason á Hellu - þekktur dugnaðarmaður - er nærri búinn að leggja lögnina milli Hellu og Hvolsvallar. Grétar Sveinsson úr Hafnarfirði er að leggja heimæðar á Hvolsvelli og miðar svo vel fram, að hann er mánuði á undan áætlun. Dreifikerfið í Hellukauptúni er í höndum Ástvaldar og Gunnars h.f. í Reykjavík, og framkvæmdir við lagningu hitaveitunnar frá Lauga- landi í Holtum að Hellu annast Vörðufell h.f.“, sagði Pálmi. - Tengingu hitaveitunnar ætti því ekki að dragast fram úr áætlun af þessum sökum. - HEI. Lagning heimæda mánuði á undan áætlun HVOLSVÖLLUR: „Já, það er unnið af fullum krafti við lagningu nýju hitaveitunnar og við höfum verið afskaplega heppnir með verk- takana sem tóku að sér hina ýmsu verkþætti", sagði Pálmi Eyjólfsson Bundid slitr lag alla leið úr Reykjavík| til Hvols- vallar HVOLSVÖLLUR: „Nú geta menn ekið á bundnu slitlagi alla leið úr Reykjavík og hingað í Hvolsvöll. Og reyndar áfram héðan inn að Til- raunastöðinni á Sámsstöðum“, sagði Pálmi Eyjólfsson, sýslufulltrúi á Hvolsvelli sem greinilega var ánægð- ur með þennan áfanga. í sumar hefur verið lokið við síðasta kaflann, líklega um 5-6 kílómetra langan beggja megin brúarinnar við Hróarslæk, en þar hefur einnig verið byggð ný brú. Pálmi sagði snyrtilega frá öllu gengið. Eflaust væri það fyrir áhrif frá náttúruverndarsamtökunum að nú sé það orðin regla að græða upp vegkantana sem sé mikil breyting frá því sem áður var, þegar grafnar voru holur hvar sem var þegar taka þurfti möl, grjót eða sniddu. - HEI. Nýtt tjald- HVOLSVÖLLUR: „Nú er verið að vinna við að útbúa afskaplega myndarlegt tjaldstæði hér sunnan við Hvolsvallarkauptún. Þar er búið að gera skjól, þ.e. aflíðandi hóla og tyrfa þá. Sunnan við það er fallegt tjaldstæði með hreinlætisaðstöðu og tilheyrandi. fréttir íslendingur ætlar að ferðast neðansjávar milli Þrándheims og Reykjavikur: HEF UNNIÐ LENGI 77 77 segir hinn 22 ára gamli Einar Atli Jónsson AÐ HUGMYNDINNI | ■ Ungur íslendingur, Einar Atli Jóns- i son ætlar sér að ferðast neðansjávar á milli Þrándheims í Noregi og Reykjavík- ur nú í ágúst mánuði. Ferðin verður farin á sérsmíðuðum neðansjávarsleða sem dreginn mun af skipi þannig að Einar Atli er neðansjávar á 5 til 10 metra ^dýpi 12 tíma í senn en þá stöðvar skipið og Einar fer um borð í það í 6 tíma til hvíldar. Vegalengdin á milli Þrándheims og Reykjavíkur er 530 sjómílur og tekur það því um 8 daga að fara hana með þessu móti. „Ég hef unnið að þessari hugmynd um lengri tíma og ef mér tekst að útvega nóg fjármagn þá mun ég halda af stað í ágústmánuði“ segir Einar Atli í viðtali við eitt af norsku dagblöðunum. Hann hefur undanfarin ár unnið sem kafari, fyrir norsk fyrirtæki, undan ströndum Noregs og hefur sjálfur hannað sleða þann sem nota á í förina. Sleðinn er 250 sm langur og nógu stór til að rúma Einar Atla og tæki hans en síðan mun verða leiðsla frá skipinu sem dregur hann og í gegnum hana fær hann loft, hita og samskipti við áhöfn skipsins. Inn í þessu dæmi er einnig gerð sérstaks hitaklæðnaðar sem Einar telur að geti síðar komið að góðu gagni við köfun í köldu vatni. „Það liggur ljóst fyrir að för sem þessi getur gefið miklar upplýsingar um dýralíf, hitastig sjávar og aðstæður í hafinu á þessum slóðurn" segir Einar Atli. „Enginn hefur áður ferðast í gegnum þetta hafsvæði og þótt kuldinn í Norðursjónum geti farið niður að frostmarkinu þá er engin hætta af slæmu veðri er maður siglir á 10 metra dýpi.“ - FRI Neðansjávarsleði sá er Einar Atli hefur hannað til fararinnar. ■ „Fyrsti maður sem ferðast neðan- sjávar á milli Þrándheims og Reykjavík- 'X ' •■ -------------------------------------------. * **««*»•»•** *#*»«••••• •Ut’.HU * flugtuminum á Keflavikurflugvelli, og hjá honum standa yfirflugumferðastjóramir Bogi Þorsteinsson á Keflavíkurflugvelli, til hægri á myndinni, og Valdimar Olafsson af Reykjavikurflugvelli. Tímamynd: Gunnar Harðarson i if-B [-1 |[*II i WTrJ|7jTWfnflB| skipaður E ..I e „IIU liara .lit |h‘U;i canp ul fvrir ■ sic og iiu-nn geti starfná saman i satt oy erfiðleikum, þegar einn bíla þeirra festist í Blöndu, uppundir jökli, um helgina. Frakkarnir voru á þrem bílum á ferðalagi og voru að fara í Smyril og fóru fjöll. Þegar þeir komu að Blöndu, rétt ofan við Skagfirðingaveginn, þar sem Blanda breiðir úr sér og er um 300 metra breið, lagði einn bíllinn, nýr Range Rover, í ána. Þarna er mikið um sandbleytur og þegar bíllinn var kominn um það bil í miðja ána, sat hann fastur. Hann var með framhjólin uppi á fastri eyri, en afturhjólin í sandbleytu. f bílnum voru ung hjón með tvö ung börn. fólkið bjargaðist á þurrt land. Lögreglunni á Blönduósi var gert viðvart og fóru tveir lögregluþjónar ásamt þrem félögum úr Björgunarsveit- inni Blöndu á vettvang. Það tók þá á annan klukkutíma að finna færa leið í ánni að bílnum en þá var bíllinn sokkinn að aftan. Erfiðlega gekk að ná bílnum upp, en hafðist þó um síðir. Ferðafélagarnir komu bílnum á verk- stæði á Blönduósi og reyndist hann furðu lítið skemmdur. Eigendurnir gátu haldið ferð sinni áfram á bílnum eftir að verkstæðismennirnir höfðu þurrkað hann upp. SV samlyndi.** sagdi Bogi Þorsteinsson yfir- flugumferöarstjori á Reflavíkurflugvelli i rabbi við límann i tilefni þess aö á fbstudaginn sar komu \ aldimar Olafsson \firflugumferðarstjori a Re\kjavíkurflug- velli og Hörður Diego Arnorsson flugum- ferðarstjóri til að lita a aðstæður við aðflugsstjornina fyrir Reykjavíkurflugvöll. Kins og kunnugt er af frettum leystu utanríkisraðherra og samgonguraðherra sameiginlega ur hnút sem hefur \erið ole\sanlegur i þrju ár um notkun þessara tækja. i siðustu \iku. Nu er arangurinn að koma i Ijos. flugumferðarstjomin i keflavík fekk formlega tilk\nningu um malið a fostudagsmorguninn og hofst þjalfun manna. sem eiga að \inna \ið radarinn i gær. - SV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.